Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.02.2004 at 00:12 #488900
Við prófuðum tveir að vera með þráðlaust net á milli bíla síðasta sumar á þjóðveginum á leiðinni norður í land.
Það virkaði svona lala, en það mátti ekki vera mjög langt á milli bílanna, ca. 100-150 metrar max.
Það reyndist ekki mjög praktískt á þjóðveginum á 90-100, fyrir aftari bílinn að halda þessari fjarlægð til að við gætum chattað á milli bíla.
Kannski hafði eitthvað með málið að gera að aftari bílstjórinn var einn í bílnum að hamra á lyklaborðið
Mæli ekki með því !En bottomline, þráðlaust LAN er ekki nógu öflugt milli bíla nema í töluverðri nálægð, eða með auka-loftnetum – og mín reynsla af slíkum fyrirbærum er að kapallinn má ekki vera mjög langur til að auka-mögnunin í loftnetinu tapist aftur í kaplinum.
18.02.2004 at 00:12 #494790Við prófuðum tveir að vera með þráðlaust net á milli bíla síðasta sumar á þjóðveginum á leiðinni norður í land.
Það virkaði svona lala, en það mátti ekki vera mjög langt á milli bílanna, ca. 100-150 metrar max.
Það reyndist ekki mjög praktískt á þjóðveginum á 90-100, fyrir aftari bílinn að halda þessari fjarlægð til að við gætum chattað á milli bíla.
Kannski hafði eitthvað með málið að gera að aftari bílstjórinn var einn í bílnum að hamra á lyklaborðið
Mæli ekki með því !En bottomline, þráðlaust LAN er ekki nógu öflugt milli bíla nema í töluverðri nálægð, eða með auka-loftnetum – og mín reynsla af slíkum fyrirbærum er að kapallinn má ekki vera mjög langur til að auka-mögnunin í loftnetinu tapist aftur í kaplinum.
17.02.2004 at 00:03 #488960Ég spurði Benna útí Pickupin í kaffi og kleinu hjá honum fyrir Þorrablótið um daginn.
Hann sagði að byrjað væri að breyta einum fyrir 38".Mér skildist að það ætti að færa afturhásinguna töluvert aftur, man ekki nákvæma cm-tölu, en það var slatti.
Ekki náði ég nú að spyrja hver eigandinn væri, en gaman væri ef hann gæfi sig fram hér og segði aðeins meira frá þessu.
Það vakti athygli mína í einhverri kynningu á þessum bíl að sagt var að það sé lengra á milli hjóla en á gamla Musso.
Ég fór á http://www.benni.is og tékkaði á þessu og skv. upplýsingum þar þá er hjólabilið 275,5cm í stað 178,0 cm á gamla Musso.
Þetta er ótrúlegur munur, en þetta er það sem er uppgefið á heimasíðunni – getur þetta verið rétt, að það muni heilum metra !?En þetta hjólhaf virðist samt vera styttra en t.d. á Toy-Hilux, það er 286 cm hjólabil þar.
Samt er heildarlengdin meiri á Musso Sport, 493,5cm vs. 478,5cm.
Og þrátt fyrir þetta allt er skúffan minni á Musso – munar 15 cm, þannig að gera má ráð fyrir að farþegarýmið sé meira á Musso en Toyota.hmmmmm…fullmikið af tölum kannski ?
kv.
Arnór
17.02.2004 at 00:03 #494903Ég spurði Benna útí Pickupin í kaffi og kleinu hjá honum fyrir Þorrablótið um daginn.
Hann sagði að byrjað væri að breyta einum fyrir 38".Mér skildist að það ætti að færa afturhásinguna töluvert aftur, man ekki nákvæma cm-tölu, en það var slatti.
Ekki náði ég nú að spyrja hver eigandinn væri, en gaman væri ef hann gæfi sig fram hér og segði aðeins meira frá þessu.
Það vakti athygli mína í einhverri kynningu á þessum bíl að sagt var að það sé lengra á milli hjóla en á gamla Musso.
Ég fór á http://www.benni.is og tékkaði á þessu og skv. upplýsingum þar þá er hjólabilið 275,5cm í stað 178,0 cm á gamla Musso.
Þetta er ótrúlegur munur, en þetta er það sem er uppgefið á heimasíðunni – getur þetta verið rétt, að það muni heilum metra !?En þetta hjólhaf virðist samt vera styttra en t.d. á Toy-Hilux, það er 286 cm hjólabil þar.
Samt er heildarlengdin meiri á Musso Sport, 493,5cm vs. 478,5cm.
Og þrátt fyrir þetta allt er skúffan minni á Musso – munar 15 cm, þannig að gera má ráð fyrir að farþegarýmið sé meira á Musso en Toyota.hmmmmm…fullmikið af tölum kannski ?
kv.
Arnór
10.02.2004 at 00:51 #488078Sammála þessu hjá Fasti – takk fyrir helgina og gott að heyra að bíllinn bjargaðist nokkuð heill.
Ég setti inn nokkrar myndir frá helginni [url=http://www.pbase.com/arnora/thorrablot2004:1i001z1n]hér[/url:1i001z1n]. Ég vona að mér fyrirgefist aulakommentin, mér finnst bara að ég þurfi að skrifa eitthvað við myndirnar – en það verður víst misgáfulegt stundum.
kv.
Arnór
10.02.2004 at 00:51 #493141Sammála þessu hjá Fasti – takk fyrir helgina og gott að heyra að bíllinn bjargaðist nokkuð heill.
Ég setti inn nokkrar myndir frá helginni [url=http://www.pbase.com/arnora/thorrablot2004:1i001z1n]hér[/url:1i001z1n]. Ég vona að mér fyrirgefist aulakommentin, mér finnst bara að ég þurfi að skrifa eitthvað við myndirnar – en það verður víst misgáfulegt stundum.
kv.
Arnór
04.02.2004 at 22:50 #487492Eins og sjá má [url=http://www.pbase.com/image/25758311/large:1fzk5d2h]hér[/url:1fzk5d2h] og [url=http://www.pbase.com/image/25758295/large:1fzk5d2h]hér[/url:1fzk5d2h] er ágætlega hvítt í kringum Kerlingarfjöllin núna um síðustu helgi.
En eins og sést [url=http://www.pbase.com/image/25758308/large:1fzk5d2h]hér[/url:1fzk5d2h] er eins gott að fara varlega þegar farið er niður hjá Skálpanesinu.
Það sem hræddi mig mest þegar ég sá þessar sprungur er að ég á trakk þarna niður á milli einhvers staðar, eftir að farið var þarna niður jökulinn í myrkri á 4 ferða helgi 2002, ég geri ráð fyrir að það hafi verið mun meiri snjór þá, því ekki urðum við mikið var við sprungur þá – ekki það að þetta komi þessum þræði mikið viðÉg mæli annars með að velja ‘original’ stærð ef menn vilja rýna almennilega í þessar myndir.
Arnór
04.02.2004 at 22:50 #491995Eins og sjá má [url=http://www.pbase.com/image/25758311/large:1fzk5d2h]hér[/url:1fzk5d2h] og [url=http://www.pbase.com/image/25758295/large:1fzk5d2h]hér[/url:1fzk5d2h] er ágætlega hvítt í kringum Kerlingarfjöllin núna um síðustu helgi.
En eins og sést [url=http://www.pbase.com/image/25758308/large:1fzk5d2h]hér[/url:1fzk5d2h] er eins gott að fara varlega þegar farið er niður hjá Skálpanesinu.
Það sem hræddi mig mest þegar ég sá þessar sprungur er að ég á trakk þarna niður á milli einhvers staðar, eftir að farið var þarna niður jökulinn í myrkri á 4 ferða helgi 2002, ég geri ráð fyrir að það hafi verið mun meiri snjór þá, því ekki urðum við mikið var við sprungur þá – ekki það að þetta komi þessum þræði mikið viðÉg mæli annars með að velja ‘original’ stærð ef menn vilja rýna almennilega í þessar myndir.
Arnór
29.01.2004 at 22:40 #486388Ég hef látið smyrja á Olís-stöðinni sem er í kjallarnum í húsinu ofan við B&L uppi á Höfða – Fosshálsi 1 ef ég man rétt.
Þetta eru flestir jeppakallar sem vinna þarna og ég hef bara góða reynslu af þeim og það er alltaf hægt að fá góð hint um hitt og þetta ef maður leitar eftir því.
27.01.2004 at 23:39 #486052Hvað kostar áfyllingin þarna í Kolsýruhleðslunni ?
27.01.2004 at 15:10 #486038Ég notaði kolsýrukút á 38" dekkin mín í rúm 4 ár, og þau voru ennþá í góðu lagi eftir það, þannig að ég hef litla trú á að þetta skemmi dekkin nokkuð.
Ef ég man rétt, þá treysti ég ekki á að nota kútinn í meira en 3-4 ferðir, vandinn er náttúrulega að maður getur ekki alveg tæmt kútinn, maður vill alltaf hafa eitthvað uppá að hlaupa. Þetta fór þó að sjálfsögðu eftir hvers konar ferðum maður var í, en yfirleitt fól hver ferð í sér eina pumpun úr 3-4 pundum upp í 16-20.
Leiga á kút er náttúrulega hjá Ísaga, og finnst mér ekki ólíklegt að þeir selji þér kútinn líka ef þú biður um það.
26.01.2004 at 00:55 #485876Það kom fram á síðasta fundi að Setrið yrði núna bara sent þeim sem væru búnir að borga.
Eruði búnir að borga ?
17.01.2004 at 15:32 #484638Ef maður kíkir á mælingarnar í Setrinu núna, þá er þarna klassískt dæmi um hvað veður breytist hratt á hálendinu hjá okkur.
Vindurinn snýst svo hratt úr vestanátt í norðanátt kl. 9 í morgun að mælirinn nær ekki að skrá breytinguna.
Á sama tíma fer hitinn úr -4,5 í -12, vindhraði fer úr innan við 5 m/s í 15-20 m/s og miðað við snjódýptarmælinn er mikil hreyfing á snjónum. Þessi breyting verður öll á vel innan við klukkutíma.Ég er ekki viss um að það sé gaman að vera á ferð þarna uppfrá núna – er eitthvað að frétta af suðurnesjamönnum ?
16.01.2004 at 14:05 #484502Reyndar, ef maður kíkir hér á [url=http://www.vedur.is/vedrid/vedursparit.html?:2c71hv1z]veðurspáritið[/url:2c71hv1z] þá sést að það "léttir" til seinni part laugardags og fram á sunndagsmorgun – svo er líka kostur að það er lítill vindur alla helgina.
14.01.2004 at 22:47 #484200Ég held að eyðslan hljóti að fara dáldið mikið eftir því hvað menn eru að pumpa mikið í þessi stóru dekk. Úr mínum vinahóp þekki ég að menn keyra dags daglega með allt frá 18-20 pund upp í 30 pund á 38".
Þetta hlýtur að hafa áhrif á eyðsluna.
Einnig hvað er búið að spila mikið á olíuverkið, eins og hefur komið fram hér að ofan.Ég sé líka töluverðan mun hjá mér á sumri og vetri.
Er á DC 2,4 á 38" með túrbínu og millikæli og er að sjá niður í 12-13 á sumrin en upp í 17-18 á veturna í blönduðum akstri.
Keyri yfirleitt á 20-26 pundum eftir því hvað ég nenni að pumpa lengi.En ég er sammála Hlyn um að 30+ á svona bíl er mjög óeðlilegt – er alltaf keyrt á 12 pundum eða ?
22.12.2003 at 11:23 #193322Hvað er í gangi með síðuna ?
Nú er það nýjasta hér í spjallinu frá 13.12 ? Rúmlega viku gamalt?!
Og vefurinn búinn að vera meira og minna niðri í hálfa viku.
Hvers konar hýsing er á síðunni hjá Hringiðunni – er engin þjónusta hjá þeim, eða er þetta bara rekið á einhverju goodwill ?
Er ekki þá kominn tími til að klúbuurinn borgi fyrir hýsinguna og fá almenningilega þjónustu í staðinn ?
09.12.2003 at 14:10 #193304Sælir,
ég var á ferð í átt að Jökulheimum um helgin þegar tóku að berast undarlega hljóð undan bílnum – það var svona svipað og þegar maður setti spil og þvottaklemmu á reiðhjólið sitt hér í gamla daga (ratatatatatat)
Þetta hljóð hætti um leið og kúplað var frá, en jókst með snúningi.
Þeir sem ég hef talað við telja allir einsýnt að það sé tannhjól í gírkassanum sem hafi misst tönn.Nú er ég í pælingu um hvað eigi að gera. Mér sýnist að það kosti ekki undir 150þ.kr. að láta gera við þetta á viðurkenndu verkstæði (vinna+varahlutir).
Hvaða reynsla er almennt af þessum gírkössum – eru þeir að fara eftir ákveðið marga km. eða er ég bara óheppinn (eða þjösni – ég var reyndar að keyra á jafnsléttu, í léttu færi þegar þetta fór)
Spurning þá hvort ég sé nokkuð svo illa settur með að fá notaðan kassa – er áhættan mjög mikil þar?
Geta menn hugsanlega bent á trausta aðila sem myndu hugsanlega gera við þetta fyrir minna en Toyota og Bifr.verkst. Rvk.(viðurkennt Toyota-verkstæði).
Einnig ef einhver á notaðan kassa sem hann vill selja, þá er ég með eyrun opin fyrir því.
Arnór
arnora@simnet.is
16.10.2003 at 23:51 #478216Vildi bara benda á að 6,4 kr./km. gildir fyrir bíla upp að 5 tonnum, ekki 2 eins og nutty nefndi hér að ofan.
Allavega stendur það á mínum áminningarseðli ?Svo er ég hjartanlega sammála Wolf, ég keyri svipað og vona þar af leiðandi að núverandi kerfi haldist sem lengst, óþægindin eru líka óveruleg af mælinum, er búinn að vera með hann í tæpt ár.
15.10.2003 at 23:14 #477778Nú er ég kannski kominn á hálan ís, en ég held að sá sem er merktur á kortið sé gamli Ármannsskálinn sem pilko talar um.
Ef ég man rétt (ég labbaði að skæruliðaskálanum fyrir ca. 17 árum á útivistardegi Menntaskólans í Sund, í dagsferð á Vífilsfell með Ara Trausta) þá er skæruliðaskálinn sunnan við Ólafsskarðið, ca. 64 01.410 N og 21 32.125 W.
Dverghamar hef ég hins vegar aldrei séð og veit ekki um.
10.10.2003 at 00:30 #477646BTH segir að Umferðarstofuvefurinn segi:
"Óheimilt er að skera nýtt mynstur sem gengur lengra inn í hjólbarða en raufar upphaflega mynstursins gerðu….."En hvað er skilgreint sem "raufar upphaflega mynstursins" – erum við nokkuð að skera dýpra en það – það er yfirleitt alltaf verið að skera í kubbana, sem standa upp fyrir raufarnar, þannig að skurðurinn er varla dýpri en "raufar upphaflega mynstursins" – eða er þetta túlkað á einhvern annan hátt ?
Mig rámar í umræðu um þetta í fyrra, en man ekki hver niðurstaðan var.
Væri ekki tilvalið verkefni fyrir tækninefnd að fá þetta á hreint gagnvart yfirvöldum ?
-
AuthorReplies