Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.02.2014 at 22:09 #453378
– Brúin efst til vinstri er yfir Miðfjarðará í Bakkaflóa.
– Þessi í miðjunni er held ég í Þistilfirði – mig minnir yfir Sandá ?
– Þessi litla fyrir miðju hægra megin dettur mér í hug að sé yfir Bláskeggsá í Hvalfirði – áður en hún var gerð upp 2010.
16.09.2013 at 09:56 #226542Jæja – hversu vel er Setrið byggt – nú reynir á……
Sjá: http://www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/midhalendid/#station=6748
Tími Vindur Mesti vindur / hviða Hiti Raka-stig
Mán 16.09 kl. 09:00 Norð-norð-austan 31 m/s 33 m/s / 78 m/s -2,2 °C 96 %
Mán 16.09 kl. 08:00 Norð-norð-austan 28 m/s 28 m/s / 43 m/s -2,3 °C 96 %
Mán 16.09 kl. 07:00 Norð-norð-austan 25 m/s 27 m/s / 34 m/s -2,5 °C 96 %
Mán 16.09 kl. 06:00 Norð-norð-austan 27 m/s 29 m/s / 57 m/s -2,4 °C 95 %
Mán 16.09 kl. 05:00 Norð-norð-austan 23 m/s 29 m/s / 41 m/s -2,6 °C 96 %
Mán 16.09 kl. 04:00 Norð-norð-austan 29 m/s 30 m/s / 38 m/s -2,4 °C 96 %
Mán 16.09 kl. 03:00 Norð-norð-austan 26 m/s 28 m/s / 59 m/s -2,5 °C 97 %
Mán 16.09 kl. 02:00 Norð-norð-austan 30 m/s 31 m/s / 68 m/s -2,3 °C 96 %
Mán 16.09 kl. 01:00 Norð-norð-austan 30 m/s 46 m/s / 115 m/s -2,2 °C 97 %
Mán 16.09 kl. 00:00 Norð-norð-austan 44 m/s 44 m/s / 98 m/s -1,7 °C 94 %
Sun 15.09 kl. 23:00 Norð-norð-austan 35 m/s 35 m/s / 60 m/s -1,5 °C 95 %
Sun 15.09 kl. 22:00 Norð-austan 28 m/s 31 m/s / 71 m/s -1,7 °C 95 %
Sun 15.09 kl. 21:00 Norð-austan 30 m/s 34 m/s / 96 m/s
06.02.2013 at 22:18 #762247[quote="fastur":2n1a05xc][quote="hobo":2n1a05xc]Flott birtan á Langjökli. Voruð þið snemma á ferð á laugardegi þá?[/quote:2n1a05xc]
Við vorum á föstudeginum á Langjökli.[/quote:2n1a05xc]….og svarið við spurningunni var að við fórum um 10 á föstudagsmorgni úr bænum og vorum á jökli um hádegi.
Tókum svo bað og burger á Hveravöllum um 6 held ég og komnir í Setur upp úr 10 um kvöldið.
Sem sagt þrusugott færi – nema soldið þungt upp á jökul af Skálpanesinu.Arnór
25.08.2012 at 22:44 #756991Mér datt það sama í hug og Grímur, en það er bara af því að ég er ný búinn að lenda í þessu, þó það hafi lýst sér aðeins öðruvísi.
Það er reyndar 2000 árgerð sem ég er á – og ekki common rail vél.Þá nuddaðist gat á olíulögnina fyrir ofan aukatankinn.
Þetta lýsti sér þá þannig að eftir að hafa skrölt yfir Kjöl (með 13 pund í dekkjunum á 70 km meðalhraða til að fljóta yfir þvottabrettin), þá stoppaði ég í Varmahlíð og þegar ég ætlaði af stað aftur tók það ca. mínútu að starta bílnum.
Þetta gerðist 3 sinnum aftur á nokkrum dögum á norðurlandi, þangað til ég tók eftir polli undir bílnum þegar ég kom að honum í eitt skiptið, og fann þá lekann. Þá gat ég reddað gangsetningunni með því að handdæla á síunni áður en ég startaði.
Það sem mér fannst hins vegar athyglisvert var að þetta olli engum gangtruflunum meðan bíllinn var í gangi, sá sem gerði við þetta fyrir mig var mjög hissa á því líka og fannst að hann hefði átt að draga loft sem ætti að trufla ganginn ?En ég á alveg von á að common rail vélin geti verið viðkvæmari fyrir slíku, án þess að ég hafi hugmynd um það – þess vegna ákvað ég að slá fram þessari reynslusögu.
Þannig að endilega kíkja eftir leka undir bílnum……sérstaklega ef þú hefur farið yfir Kjöl nýlega 😉
Arnór
15.05.2012 at 00:58 #739899Þetta er frábær grein Snorri – takk fyrir það, ég lærði margt af henni sem ég hef ekki heyrt um áður.
En ég ætla að vera með pínu leiðinlega athugasemd.
Eru þessar upplýsingar sem þarna koma fram – þessar prófanir og annað – er þetta aðgengilegt einhvers staðar ?
Hefði þessi ágæti maður getað aflað sér þessara upplýsinga, án þess hreinlega að hringja í einhvern af þeim sem þekkja þessa sögu, og hefði jafnvel þurft að hringja í marga aðila til að fá alla söguna.Væri ekki tímabært að koma þessum upplýsingum á framfæri á síðunni okkar ?
Eða eru þær kannski þarna einhvers staðar – ég fann þær allavega ekki ?
Þetta eru alls ekki illa meint leiðindi – en væri það ekki okkar málstað bara til framdráttar að gera þetta aðgengilegt?
Hugsanlega er eitthvað þessu ekki í eigu klúbbsins, eins og það sem gert hefur verið af Toyota – en þeir hljóta að vera tilbúnir að birta þetta hjá okkur ?kv.
Arnór Árnason
18.04.2012 at 13:57 #753273Ég var í þessum æfingum um daginn – og komst þá að því að þeir selja rennda "ó-orginal" diska í Toyota.
Þannig að ef þú vilt ekki standa í að láta renna þá sjálfur, þá eiga þeir þetta á lager.Arnór
05.10.2011 at 21:29 #738063Arctic Trucks fá sendingu af AT405 í lok nóv / byrjun des skv. því síðasta sem ég heyrði.
15.08.2011 at 12:53 #735139Meiri umfjöllun hér:
[url:1ywir6vx]http://mbl.is/frettir/innlent/2011/08/15/utanvegaakstur_med_olikindum/[/url:1ywir6vx]
21.04.2011 at 23:30 #700642Hörður spurði að því hér hvernig ætti að koma þessu sprungukorti inn í GPS-tækið.
Mér tókst þetta fyrir nokkrum vikum og hér á eftir ferð aðferðin sem ég notaði.Rétt að taka fram að ég er með Garmin 476 tæki – sem er það sama og 276-tækið, nema bara með innbyggðu amerísku vegakorti í stað evrópukorts í 276.
Ég nota svo líka MapSource 6.16.3 (og já – fyrir þá sem hafa uppfært áður og bakkað tilbaka af því að öll hlutföll í kortinu voru vitlaus – það er búið að laga það í þessari útgáfu)1. Setja inn pakkann (keyra setup) sem er náð í af safetravel inná vél sem er þegar með Mapsource og íslandskortið uppsett.
1,5 : Ath, að það er ekki hægt að skoða bæði íslandskortið og sprungukortið á sama tíma í Mapsource, það er s.s. ekki hægt að "overlaya" sprungukortinu yfir íslandskortið – ég leitaði töluvert á netinu en komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri bara ekki í boðiEndilega leiðréttið mig ef þið þekkið leið til að gera þetta ?
2. Opna Mapsource og velja "Maps"-flipann vinstra meginn
3. Velja íslandskortið og zooma út þannig að allt landið sjáist á skjánum
4. Velja í menu Tools->Map
5. Draga ferhyrning um allt landið á kortinu – nú ættu öll kortin í Íslandskortinu að koma í lista vinstra megin undir "maps"-flipanum.
6. Fara í kassan efst vinstra megin og velja þar "Jöklar 2011_03" í stað "Iceland GPS Kort 3.5" (nöfnin geta verið eitthvað aðeins öðruvísi eftir þvi hvaða útgáfu þið eruð með)
7. Gera nú það sama og í lið 5, draga ferhyrning um þau kort sem sjást – þau ættu að bætast við í listann vinstra megin.
8. Tengja GPS-tækið við tölvuna.
9. Fara í menu og velja "Transfer"-> "Send to Device"
10. Velja tækið ykkar úr dropdown-listanum og haka við "Maps" og velja svo Send.Þetta er pínu óþægilegt vegna þess að þetta yfirskrifar það kort sem er fyrir á minniskubbinum í tækinu (íslandskortið), en það er í góðu lagi ef þú ert bara með íslandskortið inni.
Ef þú ert með önnur kort inni, þá verðurðu fyrst að ná þeim af tækinu inn á tölvuna – og bæta þeim svo inn í pakkan sem þú sendir yfir í tækið eins og gert er í lið 5 og 7 hér að ofan. Ég hef ekki reynslu af þessu – þannig að vertu viss um hvað þú ert að gera þarna svo það tapist nú ekkert. (ATH, það er ekki hreyft við innbyggðu Ameríku eða Evrópukortunum á 476 og 276, þau eru á öðru innbyggðu minniskorti – það þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim)Gangi ykkur vel – þetta er ótrúlega flókin og leiðinleg aðferð við þetta og ég auglýsi eftir auðveldari leið – kannski er ég að fara einhverja ógurlega fjallabaksleið að þessu ??
Arnór
28.01.2011 at 11:10 #715690Valur – við sem komum í seinni hópnum á morgun ætlum að tryggja góðan árangur ykkar í ratleiknum með því að við verðum með Brennivínið með hákarlinum – þannig að það er eins gott að þið finnið okkur 😉
Fyrsta vísbending um hvar þið finnið okkur – harðfiskur og smjör, heitur pottur, Kerlingarxxxx – og sundskýlur….eða ekki í tilfelli Fasts.Arnór
11.11.2010 at 00:31 #709530Haha Atli – hlutföll skutföll, hver þarf að hafa þau eins ….
Þetta virkaði "fínt" hjá mér hérna um árið – rásaði reynda pínu – en hverjum er ekki sama 😉En án gríns, þá lenti ég í því fyrir slysni um árið að vera með sitthvort hlutfallið að framan og aftan – ég keyrði á því í einhverja mánuði í bænum án þess að verða var við það – enda alltaf með ótengdan millikassann (þó LC90 sé með sídrif).
Svo fór ég heilan dag á Langjökul og dró meira að segja bíl til baka yfir allan jökulinn og varð ekki var við neitt í snjónum.
Það var ekki fyrr en ég kom af jökli við Jaka og kom á mölina að ég varð var við að eitthvað skrýtið var að gerast – bíllinn var eins og fjandinn í stýrinu og vildi helst ekki vera á veginum. Ég reif í öll dekk og skoðaði vel stýrismaskínun en sá ekkert athugavert.
Svo hvarf þetta skyndilega þegar ég aftengdi millikassann – og ég setti náttúrulega í og úr fjórhjóladrifi nokkrum sinnum (á ferð !!!) til að prófa nú þennan frábæra effekt nokkrum sinnum áður en við áttuðum okkur á hvað væri sennilega að gerast.
Hvernig ég fór að því að brjóta ekki neitt hef ég aldrei skilið. Og ég er enn með sömu hlutföll í – allavega að aftan, ca. 100þús km síðar. (Framhlutföllin fóru fjandans til með fína Aldrifs-lásnum hérna um árið)Sem sagt í og úr fjórhjóladrif, með eða án sama hlutfalls að framan/aftan = fínu lagi
24.08.2010 at 21:47 #700598Frábært að heyra, takk fyrir þetta Skúli.
Ég á von á að núna sé besti tíminn til að skoða ástand jöklanna, þannig að vinna er vonandi í fullum gangi.
Ég hlakka til að heyra meira af þessu.Arnór
19.08.2010 at 15:30 #214081Góðan dag,
ég heyrði um daginn orðróm um að það væru aðilar, sumir allavega tengdir klúbbnum, sem hafa farið í flugferðir til að skoða og kortleggja sprungur á helstu ferðaleiðum okkar á einhverjumjöklum. Mér hefur samt ekki tekist að draga fram meiri upplýsingar um þetta, né hef ég fundið hér neina umræðu um þetta hér.
Því spyr ég – er einhver sem veit meira um þetta – og er von á að þetta verði gert að einhverju leyti opinbert fyrir okkur aulana sem sitja bara og bíða eftir að einhverjir aðrir geri hlutina fyrir þá ?
Arnór lati og sprunguhræddi…
28.03.2010 at 10:33 #688408Strákar, ég myndi íhuga að fara aðeins fyrr af stað.
Það tekur 2 tíma án stoppa á löglegum hraða að komast að jökli úr bænum.
Síðan myndi ég gera ráð fyrir 1,5 til 2 tímum yfir jökul, því það er frekar þungt færi á köflum, þó vissulega séu komin för, þá eru þau víða seinfarin, holótt og kræklótt.Ljósaskiptin myndi ég segja að hefjist um 19 og orðið aldimt um 20:30.
Ef þið leggið af stað 16, þá eruð þið komnir 19:30 ef þið haldið mjög vel á spöðunum, þannig að það er frekar tæpt.En ég mæli eindregið með að vera þarna í ljósaskiptunum – aljgörlega ógleymanleg sjón.
16.02.2010 at 10:33 #683376Nei – ég er sammála – ég er hissa á þessum upplýsingum um að þeir hafi hér veðurstöðvar á sínum vegum – hef aldrei heyrt um það áður ?
Á blogginu hjá honum [url=http://baldvinj.blog.is/blog/baldvinj/entry/1018630/:2bocktf5]Baldvini[/url:2bocktf5]um atvikið í Skálpanesi um helgina eru linkar t.d. beint á [url=http://www.yr.no/sted/Island/Su%C3%B0urland/Sk%C3%A1lpanes/:2bocktf5]Skálpanes-spánna[/url:2bocktf5].
Eins er þar einn sem sendir inn link á mynd sem er sögð vera af þessari veðurstöð í Skálpanesi (http://lh6.ggpht.com/_JM6SONq_mFA/Smc5M … C00034.jpg )??
[img:2bocktf5]http://lh6.ggpht.com/_JM6SONq_mFA/Smc5MAjGr_I/AAAAAAAAAXA/wt-ixihASS0/s640/DSC00034.jpg[/img:2bocktf5]Hún er alveg þokkalega líkleg sýnist mér þessi mynd – en ég tek eftir að þarna er vefmyndavél – spurning hvar maður getur nálgast myndir úr henni ??
Arnór
08.02.2010 at 12:56 #682182Ég hef einmitt reynt að hafa alltaf með línu og það dót sem ég á þegar ég hef farið á jökla, en það vill of oft gleymast – sem betur fer hef ég ekki haft not af því ennþá.
En ég held einmitt að menn þurfi að fara að temja sér nýjar umgengnisreglur um jöklana – þetta er því miður allt of algengt að fara að vappa í kringum bílana eftir að bíll lendir í sprungi – ég og mínir félagar erum jafnsekir í því og aðrir, þó það hafi sem betur fer ekki oft komið upp.
Það er auðvelt að dæma menn ranglega og þess vegna er kannski varasamt og viðkvæmt á þessum tímapunkti að gera það sem ég ætla gera núna, þ.e. að benda á vídeó sem var tekið á Langjökli í upphafi janúar á þessu ári.
En ég ætla samt að gera það, þarna eru menn á vappi í kringum tvo bíla sem hafa farið með eitt hjólið niður, og af myndum af dæma fara þessar sprungur létt með að gleypa fólk, þó að bílar fari ekki niður í heilu.
Ég sé náttúrulega ekki af myndunum hvort menn séu búnir að kanna vel svæðið sem gengið er um.
En þó má sjá í einu skoti þar sem maður leiðir barn og kannar fyrir framan sig með álkalli eða priki – sem er til fyrirmyndar.[url=http://www.youtube.com/watch?v=LS_52OnhpRU:1kd93li1]Myndbandið er hér[/url:1kd93li1]
En þarna sést líka vel hvað snjóalögin eru þunn yfir jöklinum sjálfum núna – það hefur ekki snjóað mikið frá þessum tíma. Þetta er efst á Þrístapajöklinum í nánd við Þursaborgina, þannig að þetta er inná miðjum jökli.
Ég var sjálfur á jöklinum þennan dag og braut öxul í ca. 200-300 metra fjarlægð frá þessum stað, þar gróf ég undan bílnum til að koma dekkinu undir aftur þegar ég var kominn með nýjan öxul, en ég þurfti ekki að grafa nema ca. 40 sm áður en ég var kominn niður á ís.Ég vil taka fram að það er ekki ætlunin að dæma þessa menn á myndunum, og ég vona að þeir taki þessu ekki persónulega – frekar að sýna þetta sem dæmi um hvernig þetta getur litið út.
Arnór
10.06.2009 at 12:19 #648972Það var hér frétt á forsíðunni um þetta þar sem kom fram hópnúmerið sem átti að nota.
En ég finn þetta ekki hér á nýju síðunni ??Það kom líka póstur til okkar frá N1 þar sem þetta númer kemur fram…
… en ég man það því miður ekkiArnór
04.02.2009 at 12:16 #639942Þá er best ég svari þá svoldið útúr fasa…en þó ekki.
Ég er með LC90, sem ég held að sé mjög svipaður LC120. Ég viktaði hann 38" breyttann með bílstjóra, fulla tankA og reyndar spil og verkfæri í skottinu.
Hann reyndist vera 2400 kg, og nákvæmlega jöfn skipting á fram og aftur-öxul – 1200 kg hvor öxull.
27.01.2009 at 09:08 #637970Jæja – þá er komiði nokkur á hreint hverjir ætla og hverjir ekki.
Það hefði verið skemmtilegra að sjá fleiri, en við notumst þá bara við klisjuna fámennt en góðmennt og ég vona að menn skemmti sér vel á blóti hvort sem það er í bænum eða í Setrinu.
.
En svona er þá endandlegur listi :
.
Birkir Jónsson +1 (GREITT)
Atli Eggertsson +1 (GREITT)
Þórður Aðalsteinsson +1 (GREITT)
Arnór Árnason +1 (GREITT)
Guðbjarni Guðmundsson +1 (GREITT)
Jens Fylkisson +1 (GREITT)
Theodór Kristjánsson (GREITT)
Gísli Þór Þorkellsson (GREITT)
Maggi Willys (GREITT)
Kristján Logason (GREITT)
Gunnar Haraldsson +2 (GREITT)
Sigurgeir Runólfsson (bóndinn) + 1 (GREITT)
Guðmundur Á. Guðlaugsson (sóti) +2 (GREITT)
Grímur Gauti Runólfsson +1 (GREITT)
.
Samtals: 26En af þeim sem voru á síðasta lista – en hafa ekki greitt – þá eru þetta örlog þeirra eftir því sem við best vitum:
.
Óskar ABBA (veikur, hættur við)
Valur Marteinsson + 2 (hættur við)
Hafliði Sigtryggur Magnússon +1 (ekkert heyrt ?)
Anton Björgvin Kristinsson + 1 (hættur við)
Logi Már Einarsson (hættur við)
Valgeir Pétursson (ekkert heyrt ?)
Jakob Hunakongur + 2 (hættur við)
.
Sjáumst í Setrinu.
26.01.2009 at 09:14 #638974Hæ,
frábært að mælirinn sé kominn í gagnið. Takk fyrir framtakið.
En ástæðan fyrir spurninguna hjá fasti er sú sem sést hér á myndinni fyrir neðan.
Þarna hefur dregið í skafl í V útfrá kofanum, og munar öruggluga hátt í 50 cm við mælinn og í kringum hann.
Það þarf oft ekki mikið til.
[img]../files/photoalbums/532/2995.jpg[/img]Arnór
-
AuthorReplies