You are here: Home / Arnlaugur Kristján Samúelsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Laugardaginn 2. júní frá 8-20 verður gerð tilraun til að setja íslandsmet í "Fjölda manns á Esjunni á einum degi". Allir eru hvattir til þátttöku og 5tinda menn skrá niður alla sem taka þátt í metinu. Markmiðið er ekki endilega að ná toppnum, heldur að koma út í náttúruna og njóta sín með fjölskyldunni og í góðra vina hóp. Gangan er jafnfram síðasta ganga 5tinda manna fyrir hringferðina 8-11. júní. Þá helgi mun hópur sem er óvanur fjallgöngu ganga hæsta fjall í hverjum landshluta á aðeins einni helgi. Sjá http://www.5tindar.is
Fulltrúar 66°Norður verða með kynningu og sérfræðinga sína á staðnum auk þess fá allir Powerade í boði Vífilsfells. Einnig mun Spron standa fyrir happadrætti þar sem vinningshafinn verður dregin út eftir 5tindagönguna. BootCamp verður með laugadagsútiæfingu frá 9-11 og fróðlegt getur verið að fylgjast með henni.
Vonum til að sjá þig og alla sem þú þekkir og mundu….
Ef þú hefur aldrei farið á Esjuna þá er þetta einmitt rétta tækifærið !
HJÁLPAÐU OKKUR MEÐ ÞVÍ AÐ ÁFRAMSENDA ÞENNAN PÓST TIL ALLRA SEM ÞÚ ÞEKKIR
5tindar & Sjónarhóll