Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.01.2010 at 19:03 #678124
Viltu ekki segja okkur hvar lægsta verð var, svo við þurfum ekki að fara á nokkra staði líka
17.11.2009 at 23:31 #666958Ein spurning sem ég held að eigi alveg erindi í þennan þráð. Ég er með 33×12.50R15 undir mínum 2.8TDI en langar til að setja undir hann 35×12.50R15 þegar efni og aðstæður leyfa. Hann er kominn með kanta og ég er að ganga frá úrskurði, svo það er allt í góðu.
En spurningin er, hvað er ráðlagt að vera með breiðar felgur fyrir þessi 35×12.50 dekk? Ég er með 33×12.50 dekkin á 10 tommu breiðum felgum og virkar svo sem ágætlega held ég, en ég hef ekki mikla reynslu af svona felguvali. Gaman ef einhver reyndur maður skýrði þetta út og ráðlegði.
16.11.2009 at 11:30 #666936Það er venjulega skorið aðeins aftan úr frambrettum þegar þessir kantar eru settir á, tekin festing sem heldur drullusokkum í frambrettunum og stundum skorið aðeins úr stuðarahorni. Mér finnst líklegt að það sé búið að gera þetta allt eða flest hjá þér.
Ég myndi bara prófa að skella þeim undir, það verður ekki stórmál að laga ef eitthvað þarf á annað borð að laga.
Ég er akkurat að setja svona kanta á núna og reikna með að 35" fari undir án vandræða að því loknu. Ég er reyndar með 40mm klossa undir gormum og búinn að skrúfa upp til samræmis að framan.
Minn er 2.8 og ég hef aldrei verið með hann á 35" en hann er fínn á 33". Veit ekki hvernig 2.5 bíllinn er en held að hann sé með öðrum drifum og lægra gíraður en minn.
02.11.2009 at 23:51 #664346Það virðist vera í tísku í útlöndunum að setja VW dísel vélar ofaní Súkkur. Finn í fljótu bragði tvö fyrirtæki sem selja þau millistykki sem til þarf:
[url:2gnn9j3p]http://www.acmeadapters.com/index.php[/url:2gnn9j3p]
[url:2gnn9j3p]http://www.rocky-road.com/diesel.html[/url:2gnn9j3p]
Þessir seinni allavega virðast líka eiga allskonar skemmtilegt dót í þessa bíla.En menn eru kannski ekki á þeim buxunum að flytja mikið inn í dag.
01.11.2009 at 22:56 #487102Ég er mjög spenntur fyrir 3,2 lítra vélinni, sýnist það vera instant 30% hestaflaaukning. Sá að einhverjir bræður í Suður-Afríku voru búnir að setja svoleiðis annarsvegar ofan í seríu 1 bíl (þessa gömlu köntuðu) og hinsvegar seríu 2 bíl (93-97). Sería tvö og hálft, eins og minn, er í raun bara seríu 2 bíll með öðrum brettum. Það er bara þetta með að geta ekki gert allt í einu, því miður. Sama vandamál og með að drífa hann bara á 38", þá þarf nýja kanta, nýjar felgur og ný dekk. Maður verður bara að forgangsraða og vera þolinmóður (og sýna skynsemi Kiddi!).
Fremst á listanum er að losna við helvítið plóginn (dráttarkrókinn) aftan af bílnum, en ég nota hann svolítið svo ég verð að fá prófíltengi í staðinn. Þess vegna þessi pæling um að koma bílnum strax í endanlega boddíhæð, vil nefnilega fá prófíltengið í gegnum gatið á afturstuðaranum.
Vonandi verður hann svo klár á 38" næsta haust, s.s. að ári, og tilbúinn að fara út að leika í snjónum þann veturinn.
01.11.2009 at 00:09 #487096Annars var ég að spá í hækkunarmál. Bíllinn minn (1998 2.8TDI) er hækkaður á fjöðrun með kubbum úr Hellu og er núna á 33". Er núna að fara að setja kantana á og skera úr frambrettum aftantil. Planið er síðan að koma honum einhvern tíma á 38" dekk, en ekki strax. Var að spá í að hækka hann um 60mm á boddíinu, rífa klossana undan gormunum og skrúfa hann aftur niður að framan. Fjöðrunarhækkunin færi síðan aftur undir í einhverri mynd þegar ég er tilbúinn í 38".
Pælingin er að áður en kemur að 38" vil ég ganga frá prófílkrókum framan og aftan og stækka olíutank og það er best að gera slíkt með boddí í endanlegri hæð.
Spurningin er þá hvort menn sjá einhverja meinbugi á þessum ráðahag og hvort 60mm boddíhækkun plús 40mm fjöðrunarhækkun sé passlegt fyrir 38", með brettaúrskurði náttúrulega?
Eins hvort það sé nauðsynlegt/ráðlegt að færa boddíið eitthvað smá afturábak? Sé að Halli (Dittó) fór með sitt aftur um 30mm en það fóru náttúrulega svolítið stærri dekk undir þar.
30.10.2009 at 18:28 #663962Þetta er fín byrjun, en verður þetta ekki heldur flóknara til að uppfylla ljósalög (og jafnvel leiðir framhjá þeim)?
28.10.2009 at 01:35 #663954Endilega að pósta því hér, ég hef líka áhuga og er viss um að ég er ekki einn um það.
11.10.2009 at 21:36 #661446Minn 98 sjálfsk. 2.8 diesel hefur verið með um 13 á malbiki utanbæjar, hlaðinn og með kassa á toppnum. 33" tommu dekk.
02.10.2009 at 22:48 #659838Mikið vildi ég vita hvaða iðjóð bjó til kerfi þar sem 211/60R15, 195/65R15 og 181/70R15 eru allt saman jafnstór en misbreið dekk. Og ekki síður hvernig honum tókst að plata heimsbyggðina til að nota þetta asnalega kerfi. 😉
22.09.2009 at 23:14 #658312Stálsmiðja Magnúsar Proppe í Kópavoginum leysti króm af svona felgum fyrir mig, ég þurfti síðan bara aðeins að fara með bursta á þær áður en ég sprautaði þær. Þær voru hinsvegar ekki svona ryðgaðar, þínar þarf væntanlega að blása. Ég vildi frekar sprauta mínar en nælonhúða, auðveldara að bletta í rispur á jeppafelgum svoleiðis en kannski rispast nælonhúðin ekki eins glatt.
18.09.2009 at 15:51 #657830Þessu tengt, ég er akkurat að setja kanta á Pajeroinn minn, hvað mælið þið með að gera fyrirbyggjandi til að sleppa við svona hörmungar? Fylla holrúmið með einhverri feiti eða eitthvað slíkt?
16.09.2009 at 17:00 #206552Sælir,
keypti mér ódýr „þokuljós“ sem ég ætla að setja framan á Pajeroinn, í stuðarann þar sem stundum eru þokuljós (ekki á mínum). Þetta eru Sirius NS29 http://www.ns-sirius.com/public/products/85.gif frá Stillingu og stendur á þeim „Classic fog/foul weather lamp“. Perur eru 55W H3. Ég ætla þá til notkunar í skafrenningi eða þoku utan þéttbýlis og þá helst með bara stöðuljósum.
Þá er það spurningin, eru þetta skv. íslenskum lögum þokuljós eða ljóskastarar? Afgreiðslumaðurinn í Stillingu sagði að ég ætti að tengja þetta inn á háljósin, en mér er það þvert um geð, vil geta notað þetta án þess að blinda sjálfan mig með háljósum í viðeigandi skyggni. Er búinn að ná mér í rofa með gaumljósi til að stýra þessu og vil helst geta haft þetta þannig að ég geti kveikt á þeim með stöðuljós kveikt, hvort sem önnur ljós eru á eða ekki, en þannig að þetta virki ekki með dagljósunum (þá er ég ekki óvart með kveikt á þessu innanbæjar).
Hvað segið þið sem eruð fróðir um ljósabúnað, mun ég geta sannfært skoðunarmenn um að þetta séu í alvöru þokuljós og megi koma á með stöðuljósum?
Svo er spurning um annan ljósabúnað. Bíllinn er ekki með jeppaskoðun, þannig að ég trúi að ég þurfi hlífar yfir kastara þegar ég fæ mér svoleiðis framan á bílinn. Mér á hins vegar að vera óhætt að setja vinnuljós á hliðar og aftaná, á sérrofa með gaumljósi, tengt við stöðuljós? Ætlaði að setja tvö á hvora hlið og tvö aftaná og nota litla kastara í það frekar en fullvaxin vinnuljós.
16.09.2009 at 09:10 #657342Kubbar undir samsláttarpúðana fást fyrir nokkra þúsundkalla í málmsteypunni í hrauninu í Hafnarfirði. Því er alveg stolið úr mér í augnablikinu hvað hún heitir.
Ég þekki ekki eldri bílana eins vel, en þeir sem ég hef umgengist hafa allir verið með boddíhækkun. Slíkt er ekki mikið mál, en fyrir utan það að koma kubbunum undir þá þarf sennilega að færa vatnskassann neðar og svo þarf að hækka stuðarana. Ég held ég eigi e-s staðar hlekk á lýsingu á svona hækkun fyrir seríu eitt bíl, veit allavega að ég á lýsingu á hækkun á seríu 2 bíl.
Ég veit um notaða kanta af svona stuttum bíl til sölu, í ágætu standi, eitt gat sem þarf að plasta í sem ég man eftir. Held það séu 35-36" kantarnir, 33" dekkin sem eru undir honum hverfa allavega undir þá. Gætir líka fengið að kíkja á þann bíl til að sjá fráganginn á boddíhækkuninni. Því miður er grindin í honum ónýt og ekkert að gera nema að rífa hann í parta. Getur haft samband við mig í 822 8411 ef þú hefur áhuga.
15.09.2009 at 17:00 #657334Ég held að það sé eins með þennan og 98-00 módelið, að til að koma undir hann 35" þarf bara þessa hækkun sem er komin og svo smá klippingar að framan. Ég geri ráð fyrir að þú sért með minni kantana, sem duga upp í 35". Sennilega hefur verið tekið aðeins úr frambrettinu aftantil þegar þeir voru settir á og hreinsað til í drullusokkum og festingum fyrir þá. Síðan þarf kannski að skera aðeins af stuðarahornum, ef það er ekki búið.
Þetta er miðað við 98 bílinn sem ég þekki, en ég held að það sé eins á 95 bílnum. Ef þú ætlar í stærra en 35" þá erum við að tala um meiri breytingar.
Þú hefur væntanlega sett líka kubba undir fjöðrunarstoppin að aftan þegar þú settir kubbana undir gormana, annars gætu 35" dekkin rekist upp í innribretti.
14.09.2009 at 17:53 #657328Það er tiltölulega lítið mál að breyta þessum bílum. Það er væntanlega búið að hækka hann á fjöðrun til að koma undir hann 33 tommunum. Það er líklegt að 35 tommur komist undir hann, með þeim köntum og þeirri hækkun sem er á honum, 35" eru jú jafnbreið og 33". Til að koma undir hann stærra þarf að hækka hann á boddí og skipta um kanta. Hvort þetta borgar sig fer eftir því hvað þú ert til í að gera mikið sjálfur, menn hafa verið að gera 10cm boddíhækkun á einni helgi og eina sem þarf til eru kubbarnir og lengri boltar. Síðan þarf aðeins að eiga við gatið þar sem millikassastöngin kemur upp, verður víst of þröngt aftan til. Kantarnir eru hins vegar dýrir, væntanlega allavega 100þús kr. og þá á eftir að sprauta þá og setja þá undir. Svo þarf að skera úr. Svo þarf væntanlega hraðamælabreyti og breytingaskoðun.
Ég man ekki drifhlutföllin í svipinn, en það lægsta sem fæst með góðu móti held ég að séu hlutföll úr 2.8 dísel bílnum með sjálfskiptingu. Það er þess virði að leita að slíku á partasölum, það er búið að rífa allnokkra svona bíla. Með lægri hlutföllum held ég að 3000 v6 bensín vélin ætti að ráða ágætlega við 38" dekk. Svo má náttúrulega alltaf eiga e-ð við vélina til að fá úr henni meira afl, en ég veit ekki hvað menn hafa verið að gera við bensín vélina, minn er dísel.
Það eru í myndaalbúminu myndir af breytingu Dittó á svona bíl, reyndar 98-00 módeli, fyrir verulega stór dekk. Það er í raun sami bíllinn, fyrir utan brettin. Ofboðslega flott hjá honum en sennilega meiri breyting en þú ert að hugsa um.
26.08.2009 at 11:12 #655292Takk fyrir svörin. Það eru greinilega ýmsir möguleikar í þessu. Mér líst ansi vel á þennan skipti en hinar dælurnar líta líka vel út.
Í millidælingu, er e-r leið til að passa sjálfkrafa upp á að maður dæli ekki of miklu á milli tanka? Aukageymirinn er stærri en aðalgeymirinn.
24.08.2009 at 23:20 #206013Langar að spyrja hvað fólk sé að nota til að dæla úr aukatanki yfir í aðaltank. Bíllinn er Econoline og aukatankurinn er sennilega um 100l.
Alveg til í að eltast við e-ð á partasölum ef það er ódýrara eða betra.
13.07.2009 at 20:26 #65139699 módel af Pajero er þessi með skrýtnu brettin (ég á langan 98 sem er eins). Á þennan bíl eru til tvenns konar kantar, annars vegar fyrir allt að 35" og hins vegar fyrir stærra. Ef bíllinn er yfirhöfuð með einhverja kanta, þá virka þeir fyrir 35" líka. Ef hann er ekki með neina kanta þá er hann sennilega ekki löglegur á 33".
Þegar litlu kantarnir eru settir á þá er venjulega tekið úr frambrettum aftan til og tekinn þar úr drullusokkur. Með þessum breytingum á brettum, kubb undir gorma að aftan og smá skrúfun á stöngunum að framan ætti bíllinn að taka 35" án vandræða. Helst möguleiki að það þyrfti að skera aðeins af stuðarahornum.
-
AuthorReplies