Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.01.2010 at 15:13 #675740
Ég var nú að reyna að gera sem minnst úr þessum orðum hennar svo ég vitni í hana "ríku jeppamönnum".
Ekkert illa meint til hennar.
Annas er það rétt, hún er skyld mér og þetta land er lítið 😀Var aðalega að benda á að svæðin við þá hálendisvegi sem eru fólksbílafærir og ég hef farið eru ver farnir en hinir sökum utanvegaaksturs.
11.01.2010 at 12:58 #209771Er að vandræðast með bremsuleisi í Musso 97 árgerð.
Fyrst er það mynsta vandamálið það er að klossarnir klárast, þegar ég er að skifta um þá þarf ég að taka dæluna af þarsem stimpillinn er pikkfastur úti.
Þegar hann er kominn í og búið að skifta um klossana þá á að lofttæma en þá eru ventlarnir límdir fastir og þar með ómögulegt að ná þeim upp og skemmi ég ventlana báðumegin með tilheirandi kostnaði.
Nú eru nýu ventlarnir komnir í og þá fer að leka með pakkningunni í annari dælunni.
Og kvergi virðast fást pakkningar í dælurnar.Nú er ég kominn að því að finna mér aðrar dælur allan hringinn sem passa og lítið mál er að fá varahluti í og kostar ekki haus og fót að endurnýa, þá hvorki dælurnar né íhluti.
Einnig er þetta típíska vandamál með Musso að handbremsan virkar svo gott sem ekki, og var ég að þæla í einhverju sem gæti einnig leist hana af.
Bremsulausar kveðjur
Árni F.
Ö1459
11.01.2010 at 07:36 #675736Ég fann hvernig buddan stækkaði þegar ég hlustaði á hana tala.
En ég ver sennilegast seint talin til ríkra manna, keyri samt um á breyttum bíl.Í sumar sem og síðastasumar hef ég verið að ferðast um Fjallabak N og S en það er áberandi mikill munur a utanvegaakstri eftir því hvort maður ekur Fjallabak sem er fólksbílafært og utanvegaakstur er talsverður, en svo ef maður fer Dómadalinn (Landmannaleið) í Laugarnar þá eru sárin jú alvarlegri en þau er hægt að telja á fingrum annarar handar og eru að hverfa eða þá að við upplifum það sennilegast flestir að sjá þau hverfa.
Og svo eru það Vigdísarvellir sem ég fer þónokkuð en þar er vegurinn fólksbílafær á sumrin og talsvert um utanvegaakstur en á veturnar er vegurinn bara "jeppafær" og sjást för í snjónum eftir akstur utanvið leiðina á sömustöðum ár eftir ár, en það er framhjá hengjum svo bílarnir velta ekki og það sér ekki á bakkanum þegar snjóinn leysir.Hvað segir þetta manni? allavega les ég það úr þessu að fólksbílafært = talsverð hætta og hreinlega líklegast að það verði utanvegarakstur.
Kveðja Árni F
08.01.2010 at 19:04 #674100Það er enn laust pláss í skálanum ef einhver vill koma með.
Árni F á Musso 38"
Þórhallur á Hilux 38"
og líklega Matthias á Patroll 38"
og líklega Valdimar á Hilux 38"
03.01.2010 at 23:26 #674098Ferðin verður færð um viku.
En þeir sem eru komnir eru
Árni F á Musso 38"
Þórhallur á Hilux 38"
og líklega Matthias á Patroll 38"Spennandi og góður h+opur og pláss fyrir fleiri
03.01.2010 at 13:07 #209494Eins og fyrirsögnin segir þá er ég að fara í Landmannahelli helgina 8-10 jan.
Það eru 2 bílar úr Keflavík eins og er og er feikinóg pláss fyrir þó nokkra í viðbót og allir velkomnir með.
Ég reikna með að ferðin verði miðlungs svo hafið töfluna á vef Útivistar til hliðsjónar: http://utivist.is/utivist/ferdaaaetlun/vidmidunartafla/Nánari upplýsingar gefur Árni í síma 865-5776 og á e-maili: ava_eigandinn (hjá) hotmail.com
Með von um góðar undirtektir
Árni F.
Ö-1459
01.01.2010 at 18:30 #673860Ég lenti í þessu á Musso 98 árgerð, en þá logaði ljósið stundum eftir að bíllinn fór í gang.
Þá voru kertin farin að slappast hjá mér og eitt ónýtt.
En núna er hann tregur hjá mér að hita kertin og stundum heitar hann þau ekki neitt og hita- og eldsneitis mælirinn eru á fleigiferð hjá mér og ekkert að marka þá.
En núna er Glóðapungurinn að fara.Vonandi hjálpar þetta þér eithvað
Nýárskveðja Árni F.
Ö-1459.
28.12.2009 at 01:36 #209327Nú reynir á okkur sem aldrei áður.
Samkvæmt framkvæmdastjóra Landsbjargar þá er nú erfiðasta ár björgunarsveitanna hingað til að líða og reynir á okur að styrkja björgunarsveitina í okkar bygðarlagi með að versla flugeldana við þær en ekki einhverja einkaaðila eða íþróttafélög.Björgunarsveitirnar koma og aðstoða okkur þegar á reynir, sama hvaða dagur er og hvað klukkan er, sama hver þú ert og hvað þú hefur gert eða hvar þú ert þá koma björgunarsveitirnar þér og þínum alltaf til hjálpar.
Við sem erum að þvælast um fjöll og firnindi vitum að það er ekki ódýrt að fara á fjöll og einhver þarf að koma okkur til hjálpar þegar allt er farið til fjandans.En slysin gera svo sannalega ekki boð á undan sér og er þetta stærsta fjáröflun björgunarsveitanna svo hjálpum þeim að hjálpa okkur!!!
Kveðja
Árni F
Ö-1459
23.12.2009 at 08:26 #671440Við á Musso viljum þakka fyrir okkur og frábæra ferð.
Árni F.
20.12.2009 at 16:24 #671434erum að detta í Hrauneyjar. búið að vera svaka fjör. hittum 2 ofur patrola sem hjálpuðu okkur úr smá vandræðum, snerum við hjá Eldgjá vegna krappa og vatnasul.
Allir sáttir og ágnæðir. Ytarleg ferðasaga síðar
Árni F
19.12.2009 at 15:52 #671432Vorum að detta í Landmannalaugar.
Veðrið búið að vera frábært og færið skít sæmilegt.
Næst er bara að skella lambinu á grillið.Ferða kveðjur Árni F.
18.12.2009 at 19:33 #671424Planið er að hittast við Olís við Rauðavatn á milli 8 og 9 í fyrramálið.
Er það ekki síðasta bensínstöðin úr rvk á leiðinni að kveragerði.Minni einnig á skálagjöldin.
Ferðakveðja Árni F.
17.12.2009 at 23:20 #671422Ég er nú ekki með nafnalista, en það verður reynt að senda einhverjar fréttir í loftið á ferðinni.
Það eru 2 úr Kef á 2 bílum,
um 5 úr Rvk á einum bíl sem er líklegur
og einn í viðbót sem er að gælavið að koma með.
Þannig að það eru næg pláss eftir.
Umm að gera að fjölmenna.
Alir velkomnir, bara hafa góðaskapið með og hafa samband áður, í síðastalagi 24:00 á morgun föstudag.
Frábær skáli og flott umhverfi.
Rúntur frá skálanum á Laugardaginn og heimleið verður ákveðið miðað við færi, bíla og veður.Árni Ö-1459
17.12.2009 at 19:33 #671418Áætlunin breittist aðeins, það verður lagt af stað á milli 7 og 8 á laugardagsmorgni frá Keflavík.
Og enn nó pláss í skálanum 😀
14.12.2009 at 15:04 #671416Flott veðurspá eins og staðan er í dag. http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/midhalendid/
Langar engum í flotta afslöppun í góðum skála á fjöllum.
Stefnan er að keyra eitthvað á laugardeginum.Einnig er hægt að hafa samband í PM hér á vefnum eða bara hér að neðan.
Árni F.
13.12.2009 at 23:18 #209109Erum að fara nokrir í Landmannahelli helgina 18-20 des.
Enn er pláss fyrir nokkra með.
Allir velkomnir.Frekari uplýsingar Árni F S 865-5776
Ö-1459
27.11.2009 at 19:48 #668986Ég er að lenda i þessu sama.
Árni F.
23.11.2009 at 19:26 #660716Ég vill þakka öllum fyrir frábæra ferð.
Set myndir inn á http://www.afr.123.isKv Árni F
Ps ég gleimi söngblöðunum ekki aftur 😉
19.11.2009 at 22:48 #667466Mér sýnist ég hafa gleimt að skrá mig.
Ég mæti.
Árni Freyr.
12.11.2009 at 13:34 #666360Ég persónulega myndi hafa hana í samalit og bíllinn því allir málmar þenjast út í hita og dragast saman í kulda.
Savrtur litur hitnar langmest og þarmeð þenst svört plata meira en önnur eins plata í ljósari lit.
Mitt ráð.Árni F
-
AuthorReplies