Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.01.2010 at 22:20 #209471
Veit einhver um svona bíl sem gæti verið til sölu?? Tengdó er eitthvað heitur fyrir þessum
26.12.2009 at 18:54 #644086Flottur… ég er að byggja þarna rétt hjá og er mikið búinn að vera að spá hvað sé í gangi þarna
Bara glæsilegur…
23.12.2009 at 13:23 #672688SYE stendur fyrir Slip Yoke Eliminator, þ.e. verið er að fjarlægja dragliðinn úr millikassanum og setja hann í drifskaftið. Er mikið gert á Jeep Wrangler því þetta hefur einmitt þá kosti að stytta millikassann og þ.a.l. lengja drifskaftið og minnka hornið út úr kassanum, eitthvað sem er mikið vandamál á Wrangler. Þegar búið er að hækka Wrangler um c.a. 50mm á fjöðrun verður mikill munur á endingu krossa í afturskafti.
Og svo fyrir þá sem eru fróðleiksfúsir:[url:2yg4or5r]http://www.jeepforum.com/forum/f11/official-sye-slip-yoke-eliminator-thread-all-read-426483/[/url:2yg4or5r]
[url:2yg4or5r]http://www.jeepforum.com/forum/f12/sye-cv-ds-pinion-angle-648013/[/url:2yg4or5r]
23.10.2009 at 22:31 #656552Þetta er boxið frá bílasmiðnum, ætlað fyrir aukaljós í neyðarbíla. Virkar vonandi fínt í jeppana líka.
[img:30f6no0c]http://haztec.biz/images/large/8-60620%20relay%20box.jpg[/img:30f6no0c]
23.10.2009 at 20:28 #656546Jæja, fór í bíltúr í dag og skoðaði efni í rafkerfið… endaði á að kaupa efni í það sem og kastara :)… aðeins dýrari bíltúr en upphaflega planið var
Fór fyrst í N1 og leit á úrvalið, ekki uppá marga fiska það… rúllaði svo í Bílasmiðinn og átti þar gott spjall og keypti relaybox sem er bara alveg ótrúlega flott, það er með 6 rásum með öryggjum og relayum. Er úr járni og virðist mjög vandað, ákvað að skella mér á það þar sem efniskostnaður við að smíða þetta sjálfur fer langt uppí þetta box, enda kostaði það ekki nema 14.900kr. Keypti svo lítið öryggjabox í N1 fyrir þær greinar sem þurfa ekki að vera á relayi.
Finn ekki mynd af boxinu en það er með einum inngangi fyrir straum frá geymi, sex inngöngum frá rofum og sex útgöngum frá relayum. Einnig eru led ljós sem sýna hvaða relay eru dregin. Það er ca. L12xB10xH5.
23.10.2009 at 19:58 #662134Hvað er kúplingin á dælunni að taka mörg amper? Var að spá hvort maður gæti verið með hana beint í gegnum rofa eða hvort þyrfti að nota relay.
18.10.2009 at 10:00 #662454Mæli með því að leggjast yfir [url:13vvtx8a]http://www.jeepforum.com[/url:13vvtx8a], þar er svakalega mikið af upplýsingum um allt sem viðkemur jeep. Kaninn er yfirleitt ekki að breyta bílunum eins og við eða til sömu nota en það er engu að síður margt snjallt sem kemur að westan. Líklega er það fyrsta sem þú rekst á að hásingarnar séu enganveginn fullnægjandi fyrir stærri dekk en 31"… þetta er eitt af þessum atriðum sem á ekki við á Íslandi, hinsvegar eru til margar leiðir bæði til að auka styrk þessara hásinga eða finna hentugri hásingar undir bílinn. T.d. er vinsælt að setja undir 8.8 Ford hásingu undan explorer ’95+, þar ertu kominn með hásingu í svipaðri breidd með sömu gatadeilingu, 31 rillu öxlum og diskabremsum. Sú hásing er nær D60 í styrk heldur en D44, fann einhvern tíma töflu yfir brotþol nokkurra hásinga. Hvað varðar framhásinguna þá er hún eiginlega veikasti hlekkurinn í bílnum. Besta í stöðunni til að bæta hana er að finna D30R rör og heila öxla með 30mm krossum. Rörið kom undir XJ Cherokee ’95-’00, er ekki alveg klár með öxlana en mér skilst að þeir séu allavega undir wranglernum hjá mér sem er 1997. Svo er rörið sjálft ekki svo sterkt, þar er vinsælt að sjóða "truss" á rörið og kúluna eða setja svokallaðan ostaskera.
Vona að þetta hjálpi þér eitthvað.
08.09.2009 at 22:30 #656536Þetta kerfi frá Samrás er svakalega flott. Það sem ég var að spá með því að fá þessa strauma inná rafkerfið er að þá getur maður ráðið virkni kerfisins. Virðist vera sama pæling hjá samrás með því að hafa dip rofa til að velja stýristraum. Þá ertu alltaf með stýristraumana sem relayin vinna á inná aukarafkerfinu og getur lagt einn kapal að takkaborði í stað þess að víra hvern straum frá rafkerfi bílsins að takkaborði og svo í aukarafkerfið. Pælingin hjá mér er t.d. að vera með kastara aftan á bílnum sem ég get látið kveikna á þegar ég set í bakk.
Þetta virðast vera mjög fínar vörur hjá VWP, hefur þú pantað hjá þeim Ingi?
08.09.2009 at 10:41 #206336Hafa menn ekki eitthvað verið að smíða aukarafkerfi sjálfir??? Ég er búinn að vera að skoða þetta svolítið, aðallega á netinu, og er búinn að vera að spá hvar menn hafa verið að kaupa íhlutina. Það sem ég hef séð hérna hefur mér ekki litist nógu vel á, vill fá öryggjabox sem er með skinnu, þ.e. sameiginlegu porti fyrir straum frá geymi. Er búinn að finna eitt nokkuð gott frá Blue Sea Systems, Fuse Block. Fynnst það reyndar nokkuð dýrt.
Var einnig að spá hvaða strauma menn hafa verið að taka inná rafkerfið. Eins og ég er búinn að teikna það upp er ég með svissstraum, parkljós. háuljós, bakkljós og svo beint frá geymi.Léttar pælingar bara
23.08.2009 at 10:39 #655116Það er náttúrulega svakalegt að borga 240þ fyrir kanta. Ég er með wrangler og er búinn að vera að skoða þetta á ebay, þar get ég fengið 35" kannta á hann fyrir innan við 200 dali. Komið heim með shopusa fyrir 60þ í mesta lagi. Örugglega minna með öðrum leiðum þar sem þeir taka eitthvað fyrir sig. Það eru kantar sem eru úr sambærilegu plasti og eru á honum orginal.
28.04.2009 at 17:08 #204320Það er kominn Jeep hópur á Facebook, Félag Íslenskra Jeep áhugamanna. Öllum velkomið að setja inn myndir af sínum jeep eða annara, sögur af breytingum eða ferðasögur á Jeep.
23.04.2009 at 19:21 #645858Hvað telja menn vera hæfilega stærð af kút til að hafa við svona loftkerfi? Og hafa menn eitthvað verið að prufa loftverkfæri í bílunum?
19.04.2009 at 11:19 #645834Hef verið að velta þessum búnaði svolítið fyrir mér og var að spá hvort menn hafi verið að nota AC dælu til að dæla inná kút og hversu mikinn þrýsting þá. Á dælu sem ég á eftir að setja í bílinn og pælingin var að henda í hann kút líka, þannig að maður geti svo seinna sett meira við kerfið. Vitiði hvort AC dælurnar séu að endast eitthvað ef þær eru notaðar svona???
21.01.2009 at 14:04 #638572Það var ekki valmöguleiki í Wrangler X að fá d44 nema þetta sé einhver sérútgáfa, og árið 2005 var það bara í Rocky Mountain Edition og Rubicon.
Hér er slóð á upplýsingar um TJ Wrangler
http://www.jeepforum.com/forum/showthread.php?t=452871
03.10.2007 at 02:12 #200907Ég er með Grand Cherokee 93 með 5.2 V8. Málið er að það er einhvern vegin eins og bíllinn sé alltaf á innsoginu, það heyrist þessi leiðinlegi hvinur alltaf þegar honum er gefið og mér finnst hann ekki vinna alveg nógu vel. Langaði bara að tékka hvort einhver vissi hvað málið gæti verið. Einnig, er einhver munur á vélinni í 93 bílnum og t.d. 96 bílnum???
12.11.2004 at 17:19 #508022Var að tala við Inga og þeir voru alveg að detta í Setrið. Búnir að sjóða hásinguna og notuðu u.þ.b. 50 pinna í það. Vonandi að það haldi. Það er um 8°C frost hjá þeim núna og búið að vera í allan dag þannig að vonandi sækist ferðin heim eitthvað betur.
10.08.2002 at 04:04 #462668Í sambandi við aflið þá átti hann faðir minn chevy scottsdale með 6.2 og móðurbróðir minn scottsdale með 350 og dísillinn sigldi framúr 350 þegar þeir spyrntu. Kallinn var eitthvað búinn að opna pústið og skrúfa upp í verkinu og kagginn svínvirkaði. Seinna átti hann suburban með 6.2 og hann var aldrei í neinum vandræðum með aflið í þeim bíl heldur.
04.12.2001 at 17:18 #457796Ég held að súkkan sé málið fyrir þig, félagi minn átti súkku á 33" og hann fór alveg rosalega mikið. Það eina sem í raun háir þessum bílum er tork… en mæli samt alveg með súkkunni.
-
AuthorReplies