Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.10.2006 at 14:32 #559802
Vildi bara þakka fyrir mig og fína ferð. Það sem stendur upp úr hjá mér var að fá þá Billa og Olgeir að Bjallavaðinu. Þetta var merkilegt út frá sögulegu sjónarmiði að heyra lýsingar Billa á 70 ára gömlum atburðum. Má því að sanni segja að þetta hafi verið söguleg ferð.
Kv. Árni Alf.
29.09.2006 at 13:51 #559780Sjálfur hef ég litla sem enga reynslu af vöðlum. En eru menn ekki í hættu ef vatn kemst í vöðlurnar? Ég myndi halda að það væri erfitt að losa sig við þær ef slíkt gerðist. Þær eru reyndar mjög þægilegar í notkun en hefur einhver lent í því að fylla þær af vatni eða lent í veseni?
Árni Alf.
28.09.2006 at 19:05 #559778Það væri verulega gaman ef Olgeir kæmist. Hann hefur örugglega frá mörgu merkilegu að segja. Ég er a.m.k. farin að verða spenntur að komast af stað. Sennilega jafn spenntur og Vatnakarl að komast í Veiðivötn hér áður fyrr. Munið að lesa árbók FÍ 1940, 1988 og Göngur og Réttir.
Kv. Árni Alf.
16.09.2006 at 10:31 #560188segir kannski allt sem segja þarf. Síðast þegar ég fór á hestbak, líklega 1983, var þegar ég fór á Fjall en svo nefndist það þegar Þórmörkin og nálægir afréttir voru smalaðir. Hestar voru eingöngu notaðir við að komast úr skála og inn á viðkomandi afrétt og við að reka féð til byggða. Dugði að hafa tvo til reiðar.
Við verðum að virða rétt manna til að ferðast á annan hátt en bara bílum en ég verð að segja að ég botna ekkert í þessum risa stóðum sem eiga lítt erindi þarna innúr og menn virðast stundum lítt ráða við. Hestar eru hins vegar góðir í vötnum og spurning hvort 44+ ferðin ætti ekki að hafa nokkra til halds og trausts.
Það þyrfti frekar að fara með sauðkindina þarna innúr í stað hesta því skógurinn og gróður líður fyrir fjárskort t.d. í Húsadal og Hamraskógum. Sauðfé er nauðsynlegt í hóflegum mæli til að grisja skóginn.
Friðum veginn og beitum Mörkina.
Kv. Árni Alf.
16.09.2006 at 10:31 #560186segir kannski allt sem segja þarf. Síðast þegar ég fór á hestbak, líklega 1983, var þegar ég fór á Fjall en svo nefndist það þegar Þórmörkin og nálægir afréttir voru smalaðir. Hestar voru eingöngu notaðir við að komast úr skála og inn á viðkomandi afrétt og við að reka féð til byggða. Dugði að hafa tvo til reiðar.
Við verðum að virða rétt manna til að ferðast á annan hátt en bara bílum en ég verð að segja að ég botna ekkert í þessum risa stóðum sem eiga lítt erindi þarna innúr og menn virðast stundum lítt ráða við. Hestar eru hins vegar góðir í vötnum og spurning hvort 44+ ferðin ætti ekki að hafa nokkra til halds og trausts.
Það þyrfti frekar að fara með sauðkindina þarna innúr í stað hesta því skógurinn og gróður líður fyrir fjárskort t.d. í Húsadal og Hamraskógum. Sauðfé er nauðsynlegt í hóflegum mæli til að grisja skóginn.
Friðum veginn og beitum Mörkina.
Kv. Árni Alf.
15.09.2006 at 14:17 #198551Haustið á Þórsmerkursvæðinu virðist ætla í sama gír og undanfarið þ.e.a.s. tíðir vatnavextir. Fyrir þá sem hafa gaman af einhverju gösli þá er gæti orðið talsvert í sprænum hér á svæðinu í dag. Reyndar gerist þetta allt mjög hratt og þú horfir á vatnsborðið hækka og lækka.
S.l. föstudag gerði mikla vatnavexti og vegir og vöð grófust í sundur. Krossá var hálfgerður fjörður meðan mest var. Kærkomin tilbreyting frá vatnslitlu sumri. Það sem skemmir fyrir að mínu mati er að strax er komin grafa til að laga veginn svo malbiks-rútur og slyddujeppar (eins og verktakinn orðaði það) komist þarna innúr. Strax um kvöldið var búið að laga hverja einustu sprænu fram að Stóru-Mörk og renni malkbiks-rútu færi alla helgina. Sama gerist líklega í dag.
Það væri miklu meira ferðalag fyrir lýðinn að fara veginn dálítið sundurgrafinn á alvöru rútu eða ekki of fínum slyddujeppa. Kannski það ætti að friða Þórsmerkurveginn frá 15 sept. – 1 maí. ár hvert.
Kv. Árni Alf.
P.S. Umgangist vötnin af varúð.
14.09.2006 at 22:22 #559744Saup aðeins úr bæjarlæknum (Markarfljótinu) í dag. Lét mig fljóta neðst úr Krossá og niður að Stóru-Mörk. Talsvert mikið vatn í Fljótinu og mjög drullugt. Þó smalaprikið næði oftast til botns þá var þetta stundum eins og að vera út á rúmsjó. Maður hafði þó Stóru-Dímon oftast sem mið. Ekki óvitlaust að bæði renna og míga yfir bæjarlækinn í lok ferðar.
Kv. Árni Alf.
13.09.2006 at 23:57 #559730Vaðið er kennt við Bjalla og skrifast líklega réttilega Bjallavað Hlynur ekki Bjallarvað með ri.
Bjallar
um Bjalla
frá Bjöllum
til BjallaBjöllusauður
um bjöllusauð
frá bjöllusauði
til bjöllusauðs (sbr. sauðsháttur)Eins gott að forystusauðurinn hafi þetta á hreinu.
Kv. Árni Alf.
12.09.2006 at 21:26 #559724Á meðan lítil lömb og veikburða rollur fara þarna yfir þá eru menn á 44+ ofurtækjum eitthvað að mikla þetta fyrir sér. Já það er margt skrýtið í kýrhausnum.
Eins gott að menn verði ekki of lengi á vaðinu ef einhver sauðurinn þarf að komast þarna yfir. Eða kannski eru þetta kannski allt saman sauðir?Kv. Árni Alf.
12.09.2006 at 00:06 #559708Hlynur, verður ekki örugglega gamall Rocky með í ferðinni? Bara muna að taka klinkið úr honum! Umgjörðin utan um ferðina fer að minna á Ljótujeppaferðina 2000 (Ljótur 2000). Meðan ég man, sleppa 480/70R28 dekk undir skilgreininguna 44"+?
Kv. Árni Alf.
04.09.2006 at 23:51 #559146Ég tek eftir að í þessari könnun er ekki minnst námskeið um hvernig best sé að umgangast straumvötn og koma í veg fyrir skemmdir á vél í vatni. Ég kem svolítið af Fjöllum varðandi þetta mál en ef ég man rétt hafa einhver slík námskeið verið haldin, reyndar gegn talsvert háu gjaldi (veit reyndar ekki forsendur).
Hvað sem því líður þá held ég að mikið af því tjóni sem menn verða fyrir t.d. á leiðinni á Mörkina mætti minnka talsvert með örlitlum upplýsingum hér á síðunni.
Kv. Árni Alf.
01.09.2006 at 23:52 #559134Fyrir tíma GPS þá var óvissan um hvar menn voru staddir stundum stór hluti af ferðalaginu, einkum að vetrarlagi. Með tilkomu GPS þá hefur þessari óvissu og spennu, ákveðnum ævintýraljóma, verið eytt. Ég flokka ferðalög stundum eftir því hvort þau voru farin fyrir eða eftir GPS (sbr. Fyrir og Eftir Krist).
Við sem vorum á ferðinni hér í Den einkum á gönguskíðum með áttavitann og kortið að vopni vorum stanslaust að fylgjast með landslaginu, vindátt, veðri o.s.fr. Þessum hlutum þurfti virkilega að gefa gaum til að komast á leiðarenda.
Í dag er göngufólk almennt alls ekki eins meðvitað um umhverfið og áður (FGPS).
Þrátt fyrir tæknina þá kemst enginn göngumaður langt á fjöllum í litlu skyggni að vetrarlagi nema að kunna á áttavita því batteríin duga ansi stutt.
Dæmið lítur talsvert öðruvísi út í bíl eða á tæki en breytir því ekki að menn geta orðið rafmagnslausir og þá nauðsynlegt að kunna grunnatriðin í siglingafræði. Ég verð að játa að stundum er lítill sjarmi yfir því að horfa svo dögum skiptir á skjá en engu að síður nauðsynlegt hjálpartæki og gott að kunna á það líka.
Ég tek mér það bessaleyfi í dag að fara gönguskíðaferð án GPS svona til að endurheimta gamlan ævintýraljóma. Sumir eru ekki sammála. Það er ekki sama ferðin að fara inn á Þórmörk í dag og þegar búið verður að brúa og malbika- eða hvað?
Þegar öll óvissa verður tekin af okkur verður lítið gaman að lifa.
Kv. Árni Alf.
12.04.2006 at 08:37 #548994Eitthvað er manni nú farið að förlast þegar kemur að blessuðu minninu. Hvað með það, sýnir sig vel á þessu sem komið er fram að það þyrfti að koma upp skrá um hvar lýsingar af svaðilförum í vötnum (og fleiru) má finna í bókum og blöðum.
Það er hins vegar á heildina litið mjög lítið af þessum lýsingum og ónákvæmar á stundum. Auðvitað gleymdi ég að nefna GÓP síðuna sem allir ættu að vita af.
Okkur vantar hins vegar miklu meiri og tæmandi upplýsingar. Safna sem mestum upplýsingum frá þeim sem enn eru á lífi og vita eitthvað, safna gömlum myndum texta þær. Síðast en ekki síst að og fara sjálfir þessir vöð og "documentera" ferðirnar með myndum og texta. Hér bíður mikið og skemmtilegt verkefni.
Svona vatnaslark geta nefnilega verið fjandi skemmtilegar ferðir.
Kv. Árni Alf.
11.04.2006 at 20:32 #548982Hljóta nú að vera mér fróðari menn í hvaða bækur skal leita. Kem samt hér með hugmyndir.
Hálendið heillar, Loftur Guðmundsson. Talsvert af lýsingum af vatnaslarki frumherjanna í bílabransanum.
Vatns er þörf, Sigurjón Rist. Ágæt lýsing á Hófsvaði og fróðleikur um straumvötn og jökulvötn að sumar og vetrarlagi.
Göngur og Réttir. Eitthvað má þar finna í annars mörgum bókum.
Saga Landpóstanna. Einkum er þar að finna lýsingar á glímu manna og hesta við jökulvötn.
Árbók FÍ 1996. Áhugaverð lýsing á för vörðuhleðslumanna á hestum yfir Þjórsá í foráttuvexti á Sóleyjarhöfðavaði.Kv. Árni Alf.
11.04.2006 at 10:30 #549074Góð vísa sjaldan of oft kveðin. Hamragarðaheiði er kennd við bæinn Hamragarða við Gljúfrabúa.
Hún heitir því Hamragarða heiði ekki Hamragarðs heiði. Hún er ekki kennd við einn garð heldur marga Hamragarða.Kv. Árni Alf.
11.04.2006 at 09:59 #548976Gaman að fá þennan fróðleik um Tungnaánna. Ég hef trú á að menn hafi nú meiri áhuga á svona vatnasulli en fram hefur komið. Verst hvað menn eru orðnir ragir í vötnum á þessum fínu jeppadruslum sínum.
Það væri verðugt verkefni (og klúbbnum til sóma) að kíkja á eitthvað af þessum vöðum t.d. í Tungnaánni og stefna á ferð þegar (ef) fer að kólna í haust. Draga með okkur nokkra vaska öldunga og hafa góða ferð. í millitíðinni geta menn lesið allt sem þeir komast yfir hvort sem það er rangt eða rétt og reynt að safna myndum. Vötnin eru mörg og vöðin enn fleiri. Af nógu er að taka.
Endilega komið með fleiri sögur af einhverju slarki í vötnum hvaðan sem er af landinu.
Kv. Árni Alf.
10.04.2006 at 19:29 #197725Þarf ekki að stofna vatnadeild innan klúbbsins? Meðal verkefna væri að fara þessi gömlu vöð og grafa upp menn sem eitthvað vita um þetta. Safna saman á einn stað sem mestum fróðleik. T.d. gæti Olgeir í Nefsholti tekið Hlyn og fleiri í smá kennslustund um Bjallavað.
Til er talsvert af myndum af trukkum á kafi en lítill texti við þær. Ein þessara mynda er af Bedford Bjarna í Túni á kafi í Krossá. Rétt sést í hornið á stýrishúsinu. Farþegarnir komust út um lúgu á farþegahúsinu og upp á eyri í ánni. Þangað voru þeir sóttir á hestum frá Stóru-Mörk og var faðir minn með í þeirri ferð. Bergur Sæmundsson frændi minn (frá Stóru-Mörk)keypti bílinn af Bjarna og gerði út í mörg ár. Gaman væri að hafa upp á þessari mynd og fleirum.
Kv. Árni Alf.
09.04.2006 at 09:11 #548758Mér hefur nú sýnst á umræðunni hér að þessi virkjanaáform sé eitthvað sem stór hluti félagsmanna hafi lítið á móti. A.m.k. halda ansi margir því fram að klúbburinn eigi ekkert að vera að skipta sér af þessu.
Ef menn mótmæla ekki slíkum áformum þá þýðir lítið að væla eftir að búið verður að koma þessu á fullt skrið. Það er ekki hægt að vera bæði með og á móti. Það eru bara fólk sem ekki hugsar heila hugsun sem heldur öðru fram.
Skora á stjórn klúbbsins að taka á málinu og sýna ábyrgð.
Kv. Árni Alf.
27.03.2006 at 00:33 #545028Fer rosalega í taugarnar á mér þegar vitlaust er farið með. Hér kemur því smá fróðleikur.
Hamragarðaheiði er kennd við bæinn Hamragarða sem er stendur skammt frá Seljalandsfossi. Allt svæðið undir hömrunum við fossinn Gljúfrabúa og Seljalandsfoss er reyndar kallað Hamragarðar.
Svona beygist bæjarnafnið.
Hér eru Hamragarðar
um Hamragarða
frá Hamragörðum
til HamragarðaHamragarðaheiði er auðveldara að beygja.
Í gamalli vísu segir:
Í Hamragörðum býr fátækt fólk
frúin gaf mér skyr í hólkKv. Árni Alf.
01.03.2006 at 18:59 #545000Mér finnst umræðan eins og hún er hér að ofan villandi. Þetta er einmitt svona sem hún á ekki að vera. Hér eru menn fastir í að tala um eina sprungu og gefin eru upp hnit.
Einhver óreyndur og sem ekki þekkir til heldur hugsanlega að þetta sé nánast eina hættan á þessum slóðum. Á öðrum þræði er talað um að merkja inn á kort og "sprunguna á Eyjafjallajökli".
Þetta er falskt öryggi því í og við gíginn er allt krökkt af sprungum enda ísinn eðlilega á sífelldri hreyfingu.Kv. Árni Alf.
-
AuthorReplies