Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.01.2007 at 20:21 #573614
Traktorsgröfur hafa verið nefndar hér að ofan sem góð tæki við að ná bílum úr ís. Venjuleg dráttarvél getur einnig verið góður kostur. Þær er hægt að finna um allar trissur og fljóta líklega margfalt betur í snjó ef fara þarf um langan veg á snjó. Venjuleg ámoksturstæki lyfta ca. 2 tonnum í skóflu. Beisli aftan á traktor lyftir svona 7 til 10 tonnum ca. metra. Betra að tala við bónda en beygla bílinn.
Kv. Árni Alf.
20.12.2006 at 12:27 #571776Ekki veit ég hvort Ofsi er skíðamaður. Hann hlýtur samt að sjá í hendi sér að áreitið sem maður á gönguskíðum sem er að njóta kyrrðarinnar á fjöllum verður fyrir af völdum vélsleða- eða jeppahjarðar getur verið talsvert mikil. Áreitið sem skíðamaður veldur mönnum lokuðum inn í bíl eða á æpandi vélsleða er að ég held ekki sambærileg.
Kv. Árni Alf.
20.12.2006 at 11:22 #571772Það lýsir fádæma frekju þegar vélseðamenn, jeppamenn eða aðrir tækjamenn ýja að því að fá vera á eða nálægt skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Fólk sem vill njóta fjallanna í kyrrð og ró án hávaða eða ummerkja eftir vélknúinn ökutæki á sér bara einn frekar lítinn griðarstað í nágrenni höfuðborgarinnar þ.e. fólkvanginn í Bláfjöllum og skíðasvæðið.
Hávaðinn frá vélsleðahjörð rétt utan við göngubrautina út á Heiði skapar ekki beint rómantíska umgjörð. Ég veit ekki betur en að vélknúin tæki hafi restina af landinu til að leika sér á. Er það ekki nógu stórt svæði?Kv. Árni Alf.
17.12.2006 at 20:52 #571758Ég held að vélsleðamenn og aðrir tækjamenn ættu að gera sér aðeins grein fyrir hversu miklum leiðindum þeir eru að valda með því að vera á svæðinu. Þó það sé lokað í Bláfjöllum þá kemur þar mikið af fólki. Þarna eru fjölskyldur að renna sér á snjóþotum og sleðum í brekkunum og fólk fer á gönguskíði þó lyfturnar séu lokaðar.
Fátt er leiðinlegra en æpandi vélsleðahljóð í kyrrðinni á fjöllum. Starfsins vegna neyðist ég stundum til að nota vélsleða. Mér finnst það alltaf jafn ömurlegt að þurfa að trekkja sleða í gang innan um fjölda fólks. Þess vegna er reynt eftir megni að vinna sem mest á skíðum t.a.m. flutning slasaðra úr Fjallinu. Sleði í skíðabrekku innan um fólk er líka stórhættulegt tæki. Fólk sem vill stunda útivist í Bláfjöllum á rétt á því að fá að stunda það í friði. Vélagnýr og för eftir vélknúinn ökutæki um öll fjöll og heiðar er einfaldlega ekki hægt að sætta sig við.Kv. Árni Alf.
16.12.2006 at 21:31 #571732Eitthvað hefur þetta verið illa orðað hjá mér. Ég biðst afsökunar ef orð mín megi lesa á þann hátt að þetta séu í stórum stíl félagar 4×4. Það er af og frá að svo sé. Hins vegar getur auðvitað einn og einn svartur sauður slæðst inn í góðan félagskap. Ég skrifaði þetta inn á vefinn til að vekja athygli á afar slæmu máli fyrir orðstír jeppamanna. Ég veit að 4×4 eru mjög ábyrg samtök sem tekið er mark á. Það getur því varla verið gott að fá klúbbinn upp á móti sér.
Kv. Árni Alf.
16.12.2006 at 20:33 #571728Verð að leggja orð í belg. Hef unnið sem skíðagæslumaður í Bláfjöllum s.l. tvo vetur. Svona til útkýringar þá felst starfið m.a. í því að skíða brekkurnar og sjá til þess að þær séu boðlegar skíðafólki. Slysagildur (t.d. grjót eða ójöfnur) eru fjarlægðar eða merktar til að fyrirbyggja slys. Þar sem skíðagæslumaður kemur að flestöllum slysum á svæðinu þá veit ég af reynslunni að hjólför á skíðasvæði eru slysagildra. Gildir einu hvort það er í troðinni brekku eða í göngubrautinni.
Núna eru komin upp um 10 skilti þar sem fram kemur að akstur vélknúinna ökutækja utan vega sé strangleg bannaður á skíðasvæðinu. Það er því ekki lengur hægt að bera því við að menn viti ekki af banninu. Af hverju fara menn þarna um í hópum í skjóli nætur? Þeir vita mæta vel að þetta er bannað. Bannað og siðlaust.
Skíðasvæðið er útivistarstaður fyrir fólk sem vill njóta náttúrunnar í sem mestri kyrrð og örugglega sem mest laus við ummerki eftir ökutæki. Í stað þess að fara um í gullfallegu veðri í dag þar sem stirndi á snjóinn fékk skíðafólk og annað útivistarfólk, börn og gamalmenni, að fara um sundurspólað svæði, bæði erfitt og hættulegt yfirferðar. Þarna hafa bílar á stórum dekkjum farið niður úr krapa og því förin sums staðar klettfrosin og varasöm. Til að kóróna aumingjaskapinn hafa þeir þurft að keyra til baka eftir göngusporinu sem troðið var í gærkvöldi.
Svona uppákoma á skíðasvæðinu er síður en svo einsdæmi og okkur jeppa- og útivistarfólki ekki til framdráttar. Ég færi varlega í að fullyrða að þetta séu allt einhverjir unglingar sem ekki tilheyri klúbbnum.
Skora á stjórn 4×4 að skoða málið og álykta um þetta.
Kv. Árni Alf.
09.11.2006 at 21:16 #567430Þó margar myndirnar séu ekki í bestu gæðum þá segja þær skemmtilega sögu. Þarna er margt um að vera. Mér finnst jeppamennsku hafi að sumu leyti hafi farið aftur. Menn þora minnu og alltof mikið er vitað fyrirfram. Ekki eins mikið ævintýri og í den.
Kv. Árni Alf.
PS Ekki að móðga neinn en þetta er einfaldlega það sem mér finnst. Kannski merki um elli?
18.10.2006 at 17:16 #563754Í sjálfu sér er ekki hægt að segja að Tindafjöll séu rangt. Ég hef alltaf heyrt að Árnesingar noti Tindafjöll. Hins vegar nota þeir sem búa þessum fjöllum næst örnefnið Tindfjöll. Ég vísa þar í þessa skrítnu málvenju (leti?) hér um slóðir að kippa síðasta sérhljóðanum af í sumum tilvikum. Ég heyri aldrei neinn tala um Tindafjallajökul. Bók Þórðar í Skógum um Þórsmörk er ágæt. Margt í henni er hins vegar umdeilt t.d. kannast heimamenn í Stóru-Mörk ekki við sum örnefni í þeirra eigin landi og önnur eru komin á flakk.
Sum kort eru virkilega illa unnin ekki síður nýleg kort og sjaldnast í samvinnu við heimamenn. Sömuleiðis sumar bækur. Gamalt kort Landmælinga sýnir t.d. Einbúa austur í Hitagilsbrúnum í Tindfjöllum. Ekki veit ég hvort þar er til Einbúi. Óþarfa nýnefninu Tindur er hins vegar búið að troða þar sem sannur Einbúi er. Enn einn Einbúi er settur á sama korti utan í Dagmálafjalli ofan Stóru-Merkur. Við þann Einbúa kannast engin heimamaður. Deilan um Einbúa eða Tindinn var einu sinni tekin fyrir hjá ÍSALP og var niðurstaðan að réttara væri að nota Einbúa nafnið.Kv. Árni Alf.
18.10.2006 at 12:52 #563746Ég man nú ekki betur en Hvolhreppingar noti Hattfell, Þetta var eða er þeirra afréttur. Við hér undir Eyjafjöllum höfum fjallið hins vegar daglega fyrir augum (ólíkt Hvolhreppingum) og heitir það Hattfell héðan og mun heita það áfram.
Kv. Árni Alf.
18.10.2006 at 11:13 #563742Nei það eru bara til Tindfjöll hér á svæðinu og það fleiri en eitt og tvo. Þau eru ekki kennd við tind heldur tinda í fleirtölu. Tindurinn í tindfjöllum er ekki til. Hann svo best að ég veit hugarsmíð Guðmundar frá Miðdal eða Jóns Eyþórssonar. Hins vegar það sem hann nefndi tindinn heitir að réttu Einbúi. Þetta hef ég beint frá fólki sem bjó og var uppalið í Fljótsdal í Fljótshlíðinni þaðan sem Einbúi blasir við.
Hattfell myndi ég ætla að sé kennd við einn hatt sbr. Hattur á Goðalandi. Vil samt ekki fullyrða neitt best að fá að heyra í Hvolhreppingum og Fljótshlíðingum líka.Kv. Árni Alf.
18.10.2006 at 00:07 #563724Þarna átti nú ekki að standa neitt sérstakt nema sérhljóðarnir eru jú auðvitað helst i,a,u eins og gefur að skilja.
Kv. Árni Alf.
18.10.2006 at 00:01 #563722Ég verð nú að viðurkenna að ég tala um Emsturá (Amsturá) þó eflaust sé það réttara að skrifa og tala um Emstruá (Amstruá) eða hvað! Þetta er kannski svipað og þegar Steinsholtsá verður að Steinadalsá.
Eingöngu heyrt um Hattfell á Emstrum. Það er mjög sterk málvenja hér undir Eyjafjöllum og víðar á Suðurlandi að sleppa síðasta sérhljóða í nafni örnefnis, einkum ef það er sérhljóðinn er. Þannig verða Tindafjöll eins og Árnesingar segja að Tindfjöllum hér. Hér er Litlheiði ekki Litlaheiði. Fálkahöfuð eru ekki til hér eingöngu Fálkhöfuð. Þannig er talað um Litlenda og Stórenda. Hausarnir á Steinsholtinu heita þannig Hellhaus og Innsthaus ekki Helluhaus og Innstihaus. Hins vegar er talað um Langadal og Húsadal.
Þessi regla er engan veginn algild en kannski þyrfti einhvern málfræðing eða sálfræðing til að skilja þetta. Sumt af þessu hefur ratað rétt á kort annað ekki.Kv. Árni Alf.
15.10.2006 at 17:07 #563452Það væri kannski rétt að benda fólki á að það er alls ekki dauðans matur þó bíll fljóti af stað í miklu vatni. Mesta hættan er að bíllinn fari að rúlla og menn festist í flakinu. Ég hef stundað það í einhverja áratugi að vaða og synda í Markarfljótinu. Það er ekkert þæilegt að fara á kaf í ískaldri á. Maður fær létt kuldasjokk og sýpur hveljur. Það sem skiptir máli er að reyna að halda rónni og anda rólega. Liggja alveg "afslappaður á bakinu helst með fætur á undan. Í þessari afslappelsis stellingu fljóta menn mjög vel. Eftir skamma stund þá rekur þig upp á grynningar. Þá þarf einfaldlega að skríða í land. Kannski hægara sagt en gert en engu að síður sannleikur. Þetta ofansagða á við ár eins og Markarfljót og Krossá. Steinsholtsáin er hins vegar straumharðari og mun stórgrýttari og fer óblíðar höndum um þá sem þar fara á flot.
Kv. Árni Alf.
14.10.2006 at 23:11 #563440Jeppi fer venjulega að fljóta rétt áður en húddhæð er náð. Það er því frekar auðvelt að sjá hversu djúpt menn geta farið áður en bíll missir taki á botninum. Eftir að slíkt gerist eru menn á valdi árinnar og það er gott að taka slíkt með í reikninginn.
Svo hefðu allir að gott af því að vita hvað gerist (og ekki verra að æfa sig í því)ef menn verða að henda sér út í svona jökulvatn.Kv. Árni Alf.
14.10.2006 at 22:16 #563438Þetta blaður með óbretta og breytta bíla er afstætt. Hvað ef allt Fljótið hefði legið í þessum ál? Hefði breyttur bíll sullast móti straumi í slíku vatni? Þessi Pajero bíll hefði væntanlega farið létt þarna yfir ef hann hefði einfaldlega keyrt undan straumi.
Menn fara yfir ótrúlega mikið vatn ef eingöngu er athugað með þokkalega landtöku hinum megin og láta svo ána ýta þér yfir. Dýpið skiptir ekki öllu máli því bílar fljóta vel eins og þessi frétt sýnir vel. Það að sigla mikið á bíl á hins vegar ekki að stunda nema allir séu tilbúnir í slíkt og ekki með börn í aftursætinu.Kv. Árni Alf.
08.10.2006 at 23:46 #562876Það er fáfarið út í Öldustein enda oft milli vatna. Ég komst nú fyrst út í hann í fyrrasumar enda allt Fljótið sunnan megin. Ég held að mjög margir taki ekkert eftir þessu merkilega kennileyti á leið sinni inn á Mörk og fram aftur. Hann fellur svo vel í aurinn. Þetta er nú landamerki Stóru-Merkur svo maður verður að hafa þetta á hreinu.
Kv. Árni Alf.
08.10.2006 at 23:08 #562662Dick hafði aðsetur og aðalbækistöð í gamla húsinu í Fljótsdal í Fljótshlíðinni þar sem nú er rekið farfuglaheimili. Þetta hús er með torfþaki og nokkuð fallegt. Þangað komst hluti áhafnar B-17 vélarinnar af Eyjafjallajökli 18. sept 1944 og gisti um nóttina í stofunni.
Kv. Árni Alf.
07.10.2006 at 00:03 #562616Mikið rétt hjá ólsaranum. Þeir sem byrjuðu á þessum ferðum eru margir hverjir farnir yfir móðuna miklu en alls ekki allir. Ég legg því til að menn geri skurk í þessum málum og dragi einhverjar upplýsingar út úr þeim sem þeir þekkja. Það eru nefnilega margir sem ekki hafa komist á blað en eiga það fyllilega skilið.
Ég þekki einn sem líklega ók fyrstur á há-Jökul Langjökuls. Hann var á sínum tíma mjög víðförull og ók einhverjar leiðir fyrstur eða a.m.k. með fyrstu mönnum. Örugglega kandidat í nýja bók um þetta efni. Skömm að maður hafi enn ekki tekið formlegt viðtal við hann.Kv. Árni Alf.
03.10.2006 at 20:20 #559810Þurrgallar fást t.d. hjá Vélasölunni (nú R.Sigmundsson). (Sjálfur nota ég reyndar alltaf blautbúning. Hann er óþjálli í notkun en mér finnst hann öruggari ef aðstæður verða verulega skuggalegar). Svona þurrgalli getur verið bráðnauðsynlegur sérstaklega í krapa og vatnasulli að vetrarlagi. Flotvinnugallar eru kannski ekki síðri við slíkar aðstæður.
Svo má heldur ekki gleyma stígvélunum. Svona fóðruð kuldastígvél eru bæði hlý og eru á við bestu gönguskó í hjarni og snjó auk þess að mannbroddar passa vel á þau.
Ekki má heldur gleyma ullinni í svona bleytu. Klæddur eins og sauðkind í stígvélum þá vinnur ekkert á þér.Kv. Árni Alf.
03.10.2006 at 14:35 #559804 -
AuthorReplies