Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.01.2008 at 21:17 #609254
Nú styttist í það að komin verður uppbyggður vegur upp Hamragarðaheiðina. Grjótið sem fara á í Bakkafjöruhöfn á að koma af heiðinni. Stærstu grjótin eiga að vera 50 tonn svo það þarf sæmilegan veg til að þola slíka flutninga. Ég er farin að hallast að jarðgöngum eins og nafni minn Johnsen svo heiðin fái að vera í friði.
Kv. Árni Alf.
06.01.2008 at 21:09 #609272Suðurjöklahringur nefnist ferð sem liggur milli innstu bæja í Fljótshlíð og Eyjafjöllum, sitthvoru megin Markarfljóts. Frá Fljótsdal í Fljótshlíð, um Tindfjalla-, Mýrdals- og Eyjafjallajökul að Stóru-Merkur undir Eyjafjöllum -eða öfugt. Fyrst fórum við þetta fyrst 1983 og nú síðast 2004. Að mínu mati er þetta ein magnaðasta skíðaleið sem hægt er að finna.
Farið er upp Entujökul þegar farið er upp á Mýrdalsjökul. Neðri hluti jökulsins er að mestu marflatur og vel fólksbílafær. Ég man að 2004 var snjólaust upp í 1000 m hæð og skíðað á ís. Það eru hins vegar verulega stórar sprungur sem lokast illa eða ekki ofarlega þar sem ísfallið slitnar frá meginjöklinum. Ég held að þetta sé ekki skynsamleg ökuleið svona almennt séð. Mjög gott skyggni er meginforsenda og samt er verið að tefla á tæpt vað.
Kv. Árni Alf.
14.12.2007 at 18:27 #606000Það eru einkum hinar miklu andstæður sem hafa heillað menn á þessu svæði. Svartir aurar, með kolmórauðum jökulám sem sífellt breyta um farveg, grænn birkiskógur og iðagrænar grundir, hamraveggjir og hausar undir hvítum jökli. Öll þessi náttúra tekur sífelldum breytingum, reyndar mishröðum og eftir aðstæðum. Veður og árstíðir spila þarna stóra rullu. Þetta hafa menn kunnað að meta.
Það sem breytist einna hraðast eru jökulárnar og aurarnir. Eitt aðalsmerki ferðar þarna innúr var óvissan um hvernig vötnin lágu og hvað var mikið í.
Þegar komið er innfyrir Steinsholtsá opnast dalur sá er Krossá rennur um. Til að komast í Bása eða Langadal, þarf að fara inn þennan dal. Áður fyrr sáu menn Krossá hlykkjast þarna um svarta aura með birkiskóg á báðar hendur. Það kom fyrir að fara þurfti yfir Krossá eða hluta hennar til að komast í Bása. Slíkt var þó sjaldgæft. Þessi óvissa eða það að allt væri ekki alltaf eins gerði þetta sérstakt.
En nú er öldin önnur. Erfitt er orðið að koma auga á Krossána vegna sífellt fleiri og stærri varnargarða. Búið er að setja alla læki í ræsi og hækka veginn upp á köflum. Lækurinn úr Stakkholtsgjá er þarna undanskilin. Þetta eru allt nýlegar framkvæmdir. Hver bað um þetta? Voru allir samþykkir. Eru þessi landspjöll réttlætanleg til þess að bjarga nokkrum birkihríslum og að tryggja að fellihýsi komist örugglega inn í Bása?
Ég tel að nú ættu menn að staldra við og hugsa málið til enda. Einn varnargarður enn kallar bara á annan í viðbót og svo koll af kolli.
Kv. Árni Alf.
14.12.2007 at 10:39 #605998Umræddur varnargarður sem Skúla finnst stinga í stúf við landslagið er einmitt svonefnd bakkavörn. Þessi garður eða vörn er reyndar innan við Lága, miklu innar en Merkurkerið. Grjótið í þessari vörn er smágert, kemur úr Innra Akstaðagilinu og ætti því að falla betur inn í landslagið en stórgert grjótið sem fara á í bakkavörn innan við Bása.
Hringdi austur í Stóru-Mörk rétt í þessu. Flug í Fljótinu og því ætti að vera áhugavert fyrir sanna jeppamenn og náttúrverndamenn að fara inneftir um helgina. Menn geta í leiðinni skoðað allar þessar lífsnauðsynlegu framkvæmdir ferðaþjónustunnar.
Kv. Árni Alf.
14.12.2007 at 01:33 #605994Þakka Skúla greinargóða skýringu á hvað nákvæmlega er í gangi. Rétt hjá Skúla að Landgræðslan borgar enda allir varnagarðar á svæðinu gerðir í nafni landgræðslu, landverndar, gróðurverndar, náttúruverndar o.s.fr. Vegagerðin sér hins vegar venjulega um framkvæmdina. Ég á hins vegar erfitt með að koma auga á nokkra náttúru eða landvernd í þessu. Þetta er skammtíma hagsmunavernd fyrir fáa aðila.
Það hefur í gegnum tíðina verið nánast útilokað að fá að vita hvað stendur til á svæðinu. Það er farið með allar áætlanir og framkvæmdir eins og mannsmorð. Eðlilega vita ferðafélögin FÍ, Útivist og Kynnnisferðir vel hvað til stendur enda eru það sömu aðilar sem biðja um þessar varnir og vegbætur. Ég held að sumir sjái ekki orðið skóginn fyrir trjánum, búnir að gleyma hvað það er sem gerir eða gerði svæðið sérstakt.
Kv. Árni Alf.
12.12.2007 at 00:44 #605990Áhrif sauðkindarinnar á gróðurfar hafa stundum stórlega verið ýktar. Ofbeit var vandamál snemma á síðustu öld á Goðalandi og Þórsmörk en mun lengur á Almenningum.
Sá skaði sem sauðkindin hefur valdið er hins vegar lítt sambærilegur við þær hamfarir sem fylgt hafa ferðaþjónustunni þarna innfrá.
Um 1976 man ég eftir útilegu sem fjölskyldan fór inn í Bása. Tjaldað var á fallegri flöt undir Bólhöfði og dvalið í viku. Þarna var mikill friður enda Básar þá lítt þekktir samanborið við Langadal og Húsadal. Þetta var eftirminnileg útilega.
Síðan þetta var hefur mikið vatna runnið til sjávar. Þar sem flötin stóð standa nú skálar Útivistar. Þetta var nú hitamál man ég á sínum tíma og margir ósáttir við að byggt væri á þessum ósnortna bletti.
Ferðafélögin þarna innfrá hafa í raun haft frjálsar hendur hvað þau hafa gert gegnum tíðina enda lögmál frumskógarins gilt þarna. Það sem er mest áberandi nú að undanförnu eru tröllauknir varnagarðar. Gríðalegt mannvirki er vestur af Húsadal nánast upp í Grænafjall. Hvers vegna þarfa garðurinn að vera svona óskaplega langur?
700 metra langur garður var nýlega reistur út frá Stakk við Hvanná. Hann stíflar nánast Krossána enda nær hann nánast upp í Valahnjúk. Þó þetta sé unnið á er á vegum Vegagerðarinnar er a.m.k. einhver sem biður um þessi mannvirki. Ég hef ekki heyrt neinn þarna innfrá mótmæla.
Ef byggður verður einhver risagarður til að vernda Bása þarf annan eins fyrir Langadal. Þá þarf ekki annað en að koma með plankann og komin er brú yfir Krossá.
Það er ljóst að ekki verður bæði sleppt og haldið. Mér sýnist að menn hafi farið offari í að vernda nokkra húskofa og vegspotta. Það væri ólíkt ævintýralegra ferðaleg að fara inn í Bása og Langadal ef Krossáin fengi að valsa óbeisluð þarna. Auk þess eru þessir garðar einfaldlega landspjöll af verstu gerð.
Útsýn af Valahnjúk er ólíkt sem áður var. Jökulár sem sveiflast í bugðum á milli landa sjást varla. Núna sjást bara bein strik út um allt. Allt gert fyrir ferðamanninn væntanlega.
Kv. Árni Alf.
30.11.2007 at 17:01 #201293Nú er komin talsverður snjór í Bláfjöllin og ef marka má spána þá bætir bara í á næstunni. Þó ekki sé formlega búið að opna skíðasvæðið þá er fólk byrjað að koma á svæðið á brettum, skíðum og fjölskyldur með krakkana á snjóþotum. Gönguskíðafólk stígur á skíðin á bílastæðinu við Ármannskála og fer út á heiði.
För eftir jeppa eru mikil slysagildra. Ekki bara í stuttan tíma. Ef keyrt er í blautum snjó og froststillur fylgja í kjölfarið er jafnvel verið að tala um vikur. Jafnvel þó ekið sé í mjúkum snjó í þreifandi byl og tilheyrandi skafrenningur og ofankoma fylgi í kjölfarið fyllist farið ekki af samskonar snjó. Eini munurinn er að jeppinn skilur eftir sig slysgildru sem sést lítt eða ekki.
Þetta er útivistarsvæði okkar allra og vélknúin tæki eiga ekki heima þarna utan vegar.
Ég skora á jeppamenn að fara ekki út fyrir veg á svæðinu. Skora einnig á alla vélsleðamenn að virða þessar leikreglur.
Eyðileggjum ekki ánægjulega útiveru í snjónum með óþarfa slysi.
Kv. Árni Alf.
26.08.2007 at 21:08 #588772Karl faðir minn keypti frambyggðan Rússa 1980. Það sem gerði þá góða í snjó var m.a. að drifhúsið á hásingunni var þannig í laginu að hún plægði snjóinn vel þó kúludráttur væri. Bíllinn stóð sig ágætlega í vatni enda vélin nokkuð einangruð frá umhverfinu. Maður bauð bílnum upp á hranalega meðferð og misgáfulegar ferðir enda nýkomin með bílpróf á þessum tíma.
Það var ákveðin sjarmi yfir þessum bílum þó ekki væru þeir nútímalegir. Þegar bílnum var lagt var hann í fínu lagi. Hann gegnir nú hlutverki áhaldageymslu við kofa foreldra minna á Hamragarðaheiði.
13.04.2007 at 13:54 #587974Hef mjög góða reynslu af þessum stígvélum frá Jóni Bergssýni ehf. (þessu grænu) Hef unnið á þeim daglega í tvo vetur í Bláfjöllum. Bæði mjög hlý og auðvitað vatnsheld. Aðalkosturinn er að þau gefa stífum fjallgönguskóm ekkert eftir í harðfenni í brattlendi. Auk þess þá tekur nokkrar sekúndur að setja á þau brodda ef fara þarf um í hreinum ís. Mjúkir ólabroddar hentugastir. Mæli með þessu.
Kv. Árni Alf.
13.03.2007 at 09:21 #199908Ágætis viðtal við formann klúbbsins í mbl. í morgun. Að halda því fram að veðurspár séu oft á tíðum ýktar held ég að sé ósanngirni og ekki alveg rétt. Benni heldur því einnig fram að innan hópa jeppaferðamanna séu aðilar sem margir hverjir séu mun betur útbúnir en flestallir ef ekki allir björgunarsveitabílar Þeir eiga að vera tilbúnir til að takast á við nánast hvað sem er. Ég get tekið undir að öflugustu jeppana má eflaust finna í einkaeign.
Hvað er átt við að takast á við hvað sem er? Tækjaflóra björgunarsveita mun fjölbreyttari en einfaldir jeppar. Mér þætti t.d. gaman að sjá samanburð á getu snjóbíls Bola frá Hjálarsveitinni í Reykjavík og bíl formannsins við erfiðar aðstæður.
Hvað gerist ef bíll veltur ofan í gil. Þá getur verið að gamall traktor sé öflugasta björgunartækið. Þá hlýtur það að vera hæfni manna til að athafna sig utandyra með réttan búnað sem skiptir sköpum þegar eitthvað gertist sem krefst þess að menn yfirgefi faratækin. Tröllatrú á tæki er varhugaverð. Þau geta alltaf bilað og þau þarf stundum að yfirgefa. Vel getur verið að blaðamaður hafi snúið út úr orðum Benna eða mistúlkað þau. En að gera lítið úr veðurfræðingum og björgunarsveitum er ekki sterkur leikur.Kv. Árni Alf.
26.02.2007 at 20:45 #199799Nokkur heyrt eða hlerað afrekssögur jeppamanna í skíðagöngubrautinni í Bláfjöllum s.l. helgi? Bendi á heimasíðu skíðasvæðanna http://www.skidasvaedi.is. Þessir meistarar þurftu að eyðileggja alla göngubrautina þó fólksbílafært sé um allar trissur. Virðast hafa misst bíl niður um ís í brautinni út á heiði og verið í einhverju brasi.
Það sýnir vel hvað þetta spjall virkar vel að eftir síðustu umræðu hér þá hefur hvorki bíll né sleði farið hér út fyrir veg á svæðinu svo heitið geti.Kv. Árni Alf.
07.02.2007 at 11:17 #579170Þó þetta sé nú jeppaþráður þá læt ég þetta fljóta með. Fórum á snjóbíl Bola (Hjálparsveit skáta Reykjavík) úr Vatnsfelli á laugardagsmorgni og vorum komnir á Grímsfjall um þrjúleytið. Nokkrir sleðar bættust á Fjallið síðar um daginn. Nokkrir 44" bílar komust ekki á Fjallið sökum færis. Færið frá Vatnsfelli inn í Jökulheima var svo sem ágætt þó jepparnir ættu í einhverju krapabasli. Dýrindisveður var á sunnudeginum og hátt í meters nýfallin snjór á þessum slóðum. Betra að fara hægt og hafa það eða hvað?
Kv. Árni Alf.
16.01.2007 at 22:45 #575948Fyrir tuttugu árum átti ég fjörutíu ára gamlan Willys CJ-2A. Bifreiðagjöld féllu niður en ekki tryggingar. Er hugsanlegt að eitthvað hafi breyst síðan?
Árni Alf.
14.01.2007 at 17:52 #575180Bílhræið er í Hólalæknum sem er rétt innan við gömlu Markarfljótsbrúna. Á jóladagskvöld fyrir rúmum tuttugu árum fórum við félagarnir á frambyggðum Rússajeppa austur á vit ævintýranna. Snjór var mikill og mjög mikið frost. Í Hólalæknum festist bíllinn. Dekkin höfðu frosið föst í grunnstinglinum og felgurnar spóluðu innan í dekkjunum. Allir ventlar slitnuðu af og slöngudekkin loftlaus. Löbbuðum í stjörnuhrapadýrð upp að Stóru-Mörk og fengum dráttarvél til að ná okkur upp. Núna þegar lækurinn hefur verið brúaður gerast nú fáir eftiminnilegir atburðir þarna. Brúum alla leiðina innúr og verum laus við hugsanleg ævintýri.
Kv. Árni Alf.
14.01.2007 at 17:52 #575178Bílhræið er í Hólalæknum sem er rétt innan við gömlu Markarfljótsbrúna. Á jóladagskvöld fyrir rúmum tuttugu árum fórum við félagarnir á frambyggðum Rússajeppa austur á vit ævintýranna. Snjór var mikill og mjög mikið frost. Í Hólalæknum festist bíllinn. Dekkin höfðu frosið föst í grunnstinglinum og felgurnar spóluðu innan í dekkjunum. Allir ventlar slitnuðu af og slöngudekkin loftlaus. Löbbuðum í stjörnuhrapadýrð upp að Stóru-Mörk og fengum dráttarvél til að ná okkur upp. Núna þegar lækurinn hefur verið brúaður gerast nú fáir eftiminnilegir atburðir þarna. Brúum alla leiðina innúr og verum laus við hugsanleg ævintýri.
Kv. Árni Alf.
12.01.2007 at 20:56 #573678Þar sem plankar og plötur eru hér til umræðu þá kemur hér smá reynslusaga þó ekki við nákvæmlega sömu aðstæður.
Lenti í því haustið 1999 að það bilaði hjá mér á bíll á Gígjökli. Hann fennti strax í kaf og kom ekki undan snjó fyrr en um vorið eftir snjóþungan vetur. Jökulsporðurinn hafði þá breyst og styst mikið og komið var 500 m sandbleytukviksyndi sem þurfti að koma vélarvana bílnum yfir. Lausnin var að fleyta bílnum á fjórum dokaplötum (50cm x 3m) með handafli yfir kviksyndið. Dokaplötur eru léttar og níðsterkar gular steypuuppsláttarplötur sem finna má um allar trissur í ýmsum stærðum. Ég er á þeirri skoðun að ekkert farartæki (utan svifnökkvi) hefði farið yfir þetta sandbleytudý nema með svona plötum. Það hefði einfaldlega horfið.Kv. Árni Alf.
11.01.2007 at 23:02 #199349Nú stendur víst til að leggja malbikaðan veg upp Hamragarðaheiðina. Tilgangurinn mun vera að ná í efni fyrir hina nýju höfn á Bakkafjöru. Ekki duga minna en 50 tonna grjóthnullungar í mannvirkið segir sagan. Reyndar er löngu farið að skorta grjót í alla varnagarðana sem til stendur að byggja kringum straumvötn á svæðinu.
Ekki veit ég hversu langt upp á heiðina menn ætla. Það lítur þó út fyrir talsverðar samgöngubætur ef satt reynist. Veit einhver meira um þetta?Kv. Árni Alf.
11.01.2007 at 00:10 #573640Þetta gæti orðið spennandi kapphlaup. 50 tonna beltagrafa á útopnu, aðeins léttari hjólagrafa í kjölfarið, 15 tonna hjólaskófla á blöðrudekkjum,
7 tonna Massey Ferguson með 5 pund í dekkjum í spyrnu við gamlan Zetor á keðjum með 30 pund í dekkjum. Ég held bara að það stefni í Björgunarleika 4×4 klúbbsins.
Víðsýni og opið hugarfar er góðs viti þegar bjarga þarf náunganum. Um það hljóta allir að vera sammála.Kv. Árni Alf.
10.01.2007 at 22:43 #573628Þessi grein sem Eiríkur nefnir væri örugglega fróðleg lesing fyrir marga hér. Það virðist a.m.k. ekki vera almenn þekking, hvorki hjá bændum né borgarbúum, að dekk dráttarvéla séu sérhönnuð til úrhleypinga og því fljóta þessi tæki vel á snjó. Ég held að margur jeppamaðurinn gæti komið heim með minna skemmdan bíl í einhverjum tilvikum ef þessi þekking væri almennari. Ég hefði ekkert á móti því að greinin væri aðgengileg hér á vefnum. Vil samt ekki vera að þvinga þessu upp á menn.
Kv. Árni Alf.
PS 13 tonna hjólaskófla er ekki að fljóta vel í snjó skv. minni reynslu
10.01.2007 at 21:05 #573620Dekk og felgur dráttarvéla eru sérstaklega hönnuð til úrhleypinga. Eiga að þola 5-6 pund ef ekki er ofhleðsla. Þetta gefa framleiðendur upp og mæla sérstaklega með að hleypt sé nákvæmlega eins mikið úr eins og töflur segja til um. Dráttarvélar koma sífellt með belgmeiri dekkjum svo flotið er orðið mjög mikið. Sjálfur hef ég þvælst um allan Eyjafjalljökul á traktor. Bendi annars á snilldargrein mína í Björgun (tímariti Landsbjargar sumar 2006) um þetta efni.
Kv. Árni Alf.
-
AuthorReplies