Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.01.2004 at 16:25 #483226
Og annað varðandi milligírana ef tekinn er milligír frá Jeppasmiðjunni Ljónsstöðum settu STRAX orginal pakkdós í gírinn ,þéttir á milli gírkassa og milligírs, Jeppasmiðjumenn eru gjarnir á að nota ópasslegar dósir.
Það hefur komið fyrir að þær hafi hreimlega dottið úr sætinu.
Það kostar ca. 25.000 kr að skipta um 1.000kr pakkdós, eftir að sú ópasslega dettur úr.Kv.
Óli Hall.
04.01.2004 at 14:38 #483224Það er ekki hægt að segja hvað VÖNDUÐ breyting eigi að kosta, fer alveg eftir kröfum um búnað.
Fáðu upp verð á þeim hlutum sem þú ætlar að nota svo sem gormar, demparar drifhlutföll, læsingar, stýristjakkur og svo framvegis.
Rest er svo kostnaður vegna vinnu. Gerðu verðsamanburð, fáðu tilboð frá fleiri en einum aðila.Ef þú ætlar ekki í stærri dekk en 38? er athugandi að sleppa drifhlutföllum og taka milligír með lægrahlutfallinu, svo má alltaf setja drifhlutföll síðar sérstaklega ef framlás er ekki tekinn með í startpakkanum.
Varðandi FÓ Breytingar þarf að fylgjast sérstaklega með því að þeir stilli læsingar í afturdrifi eftir að sett hefur verið lægra hlutfall í hásinguna. Þeir eiga sök á allnokkrum brotnum drifum og læsingum vegna slælegra vinnubragða, með tilheyrandi kostnaði og óþægindum.
Kveðja
Óli Hall.
09.12.2003 at 13:51 #482378Sælir.
Ampersmælir segir þér hversu mikið altenator hleður, nokkurskonar rennslismælir, en það segir ekkert um hvort torinn hafi við. Voltmælir er svipað og tankmælir, fellur við eyðslu. Sem aftur getur þýtt að torinn sé of fá amper, miðað við notkun.
Vonandi kemur þetta að gagni.Kv
Óli Hall.
09.12.2003 at 13:41 #482298..hvort þurfi upphengju. Nei þekki tilbíls sem var lengdur um 1 m fyrir 12 árum. Ekket hefur komið uppá með hann er þó notaður til erfiðra flutninga, er á 38".
Varðandi gormana hafðu þá langa og með sem mestu hringmáli,
það eru mýkstu gormarnir. Getur breytt höstum bíl til batnaðar.Patrol kveðja
Óli Hall.
06.12.2003 at 01:28 #482098Sælir .
Takk fyrir upplýsingarnar, en ég er sauður, og get engan veginn fundið hvar á að taka þessi hök af.
Kannski er munur á Nobeltec og Nav Trek
Leiðbeiningar vel þegnar.Kv.
Óli Hall
04.12.2003 at 13:56 #482094Sælir og takk fyrir svörin.
Þá er músin orðin rólegri og ég fæ inn gps merkið .
Fæ endalaust upp? Warnings. Attemt to set lat/lon outside of North Amerika has failed.? Og svo framvegis. Veit einhver hvernig er hægt að stilla sig útúr þessum vanda.
Óli Hall
04.12.2003 at 11:00 #193274Sælir.
Ég ætlaði að tengja tölvuna mína við GPS-ið, en gengur bölvanlega. Fyrir það fyrsta þurfti ég að fá mér USB í serial 9 pinna , virðist virka. Er með Nav Trek og Garmin 162 garmin bókin segir blár og svartur vír sé útgangur, stilli Garmin á NEMA inn út.
Ef gps-ið er tengt tölvunni þegar hún er sett í gang er músa örin á fullri ferð um skjáinn, án sambands, lagast um leið og gps-ið er tekið úr sambandi.
Nav trek-ið finnur ekki gps merkið, og portið, nema að ég sæki fyrst gögn í gegnum MapSource með kaplinum sem er notaður við heimilistölvuna, með straumbreyti.
Þegar Nav Trek-ið hefur fengið gps merkið dælast inn varúðar upplýsingar um að ég sé ekki staddur í N-Ameríku sem þyngja forritið svo að það er óstarfhæft.
Ef þið hafið einhverja hugmynd um hvað er að eða hafið leiðir til úrbóta, endilega gefið komment.
Strákar bara á einföldu barna máli, takk.
Allar tillögur vel þegnar.Snjó kveðja
Óli Hall.
25.11.2003 at 13:24 #462648Sælir.
Átti "94 Patrol sem átti til að hita sig upp brekkur og undir álagi. Vísustu menn voru ekkisammála um hvað væri að.
Ég aftengdi yfirfallslönguna á vatnsforðabúrinu og setti venjulega blöðru á stútinn ( svona 17 júní blöðru ) henntist upp næstu brekku og viti menn blaðran var tilbúin fyrir næstu þjóðhátíð. Sem betur fer var heddið ekki sprungið heldur ónýt heddpakning.Vonandi kemur þettað að gagni, lengi lifi funheitur Patrol.
kv
Óli Hall.
24.11.2003 at 19:54 #481296Sælir.
Fékk Flash dælu hjá Verkfærasölunni á 30þ, Flash er samadælan og Fini. Ég fasttengdi dæluna og setti þrýstirofa( pressustat )á lögnina,stillti á 110 p. Nauðsynlegt er að hafa einstreymiloka á lögninni frá dælunni. Útbjó loftkút úr kastaragrindinni.Dælan er 1 mín og 40 sek að fylla "kútinn".
Vegna þess hvað þrýstingur fellur hratt náði loftlykillinn ekki að losa felgurærnar, eftir að rærnar höfðu verið losaðar var hægt að skrúfa þær af.
kv
Óli Hall.
16.11.2003 at 17:26 #480776Nokkrar myndir undir "Arnar", víða í albúminu.
Kv
Óli Hall.
15.11.2003 at 20:03 #480750Sælir.
Ég setti 5cm ál upphækunar klossa undir gormana og snyrti aðeins innan úr brettaköntunum, að aftan og framan. Það dugði til að fara úr 38" í 44".Patrol boddý er viðkvæmt fyrir boddýhækkun, vill springa útfrá fremstu festingum.
Kveðja
Óli Hall.
14.10.2003 at 21:47 #478050Fyrstigírinn virðist vera viðkvæmur í "98 "00 árg. af 2,8l.
Tennurnar tínast af smám saman þangað til fyrsti gírinn hættir að virka, í sjálfum sér ekki hættulegt ef brotin lenda ekki einhverstaðar á milli.
Legurnar í þessum kössum,sem og flestum kössum í nýrri bílum, endast ca. 100þ km. Ef það er svarf gæti verið komið endaslag í kassan og það væri úr endaplötunni.
kv
Óli Hall.
01.10.2003 at 17:29 #192939Félagar í Austurlandsdeild ég vek athygli ykkar á fundinum kl.20.00 í Austrasalnum Egilsstöðum, í kvöld miðvikudaginn 1. okt.
Fundarefni ljósmyndir úr haustferð og hauststarfið.
Vonandi berst Setrið fljótlega til ykkar, en fundarboðið er þar.
Óli Hall.
22.09.2003 at 11:49 #476576Ég las það á öðrum þræði hér á síðunni að sumir efast um ágæti Hiclone, og telja eðlisfræðina á bakvið virkni Hiclone í það minnst vafasama .
Ég ætla ekki að hætta mér útí vangaveltur um eðlisfræði, læt mér nægja staðreyndir.
Túrbínu þrýstingur hækkar á lágum snúning 1500- 2500sn. Eykur tog vélar, í mínu tilfelli.
(Eykur, ja það er spurning um orðalag þegar togið var ekkert fyrir.)
En Hiclone er rán dýrt það er staðreynd.Kv
Óli Hall
19.09.2003 at 12:56 #476592Það er alveg kýrskírt að olíugjald er landsbyggðarskattur.
Þeir sem tala harðast fyrir olíugjaldi( FÍB ) taka
eingöngu mið af suðvesturhorninu og smábílunum. Fyrir mig sem venjulegan deifbýlis mann er þetta klárlega veruleg skattlagning, bæði í vöruverði- flutningskostnaði- og á einkabílnum.
Verulegur hluti snjóaksturs hjá mér er á "þjóðvegunum", vegagerðin heldur ekki vegum opnum alla daga vikunnar og allsekki ef það er eitthvað að veðri.Burt með olíuskattinn.
Óli Hall.
19.09.2003 at 08:09 #476554Ég setti Hiclone í 2,8 l Patrol TD, hann er með opið 3? púst.
Það munar verulega hvað túrbínan kemur fyrr inn.
Með Hiclon þrýstir hún umþb. 0,4 bar við 1500sn.
Áður umþb. 0,1bar við 1500sn.Eldsneytis eyðsla hefur minnkað um ca. 1,5 l pr 100km.
Með Hiclon er líklegt að tölvukubbar skili aflaukningu,
í stað svartra reykjarbólstra.Óli Hall.
Ps. Í afgan er það ekki þar sem ósóminn hann Binnilati heldur sig???
07.09.2003 at 14:46 #476120Að nota VHF rásir 4×4 í atvinnurekstri hlítur að vera á gráusvæði.
Hinsvegar er rás 46 að verða nokkurskonar öryggis rás ferðamanna.
Tildæmis hefur 4×4 sett upp endurvarpa í samstarfi við björgunarsveitir Landsbjargar
og deildir innan Ferðafélags Íslands.
Í þeim tilfellum hefur 4×4 einungis lagt til tíðnina (rás 46 ).Óli Hall
17.06.2003 at 01:47 #474280Sem viðmið: ( ef á að nota bílinn , annarstaðar en á malbiki)
33?dekk sumar 10? felga vetur 12? felga
35? ———— 12? ———— 13? ——
36? ————- 13?———– 14? —-
38?———– 14? ———— 16?——
44? ———— 16?———- 18?—-
þetta er best en svo verður hver að hafa sína sérvisku í friði og sætta sig við að komast minna en aðrir í þungu leiði.
Kveðja að austan.
Óli Hall.
26.04.2003 at 23:34 #472872Sama hér????!!!!
13.04.2003 at 20:40 #466066[url]svona[/url]
-
AuthorReplies