Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
01.04.2003 at 13:36 #471860
Siggi harðar ætlar að setja upp endurvarpa á Náttmálafjalli rás 46. Þessi sendir er settur upp í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs. Samstars þeirra aðila sem bera öryggi og velferð ferðamanna fyrir brjósti, F4x4, SL og FFF, er ein þeirra leiða sem koma að góðum notum við uppbyggingu VHF kerfis F4x4.
Gerumst félagar í F4x4 og tölum brosandi í suðlaust VHF.Óli Hall.
01.04.2003 at 10:05 #471804Ég átti í eina tíð ?94 Palrol 2,8 L á 36? var hann 2.260 kg. ?99 Patinn sem ég ek í dag, 2,8L, er skráður 2.440 kg samkv. sérskoðun á 38?. Vigtaði hann á 44? á stálfelgum, með olíu 2.770kg. Ég er ekki feiminn við að gefa upp ?rétta vigt því lúxus er þungur? og hann kostar líka, smá djók.
Óli Hall.
14.03.2003 at 22:11 #470810Setti annan rafgeymi í ?99 Patrolinn minn tók vakum kútinn og setti innan við númeraplötuna . Setti eins rafgeymi og var fyrir á brettið vinstramegin, athugið að festingin verður að vera rétt smíðuð svo brettið brotni ekki.
Kv.
Arnar
07.03.2003 at 16:16 #470104Sælir.
Þú ferð allflest á 38" breyttum Patrol, en hinsvegar kemur þú ekki til með að ryðja neinar slóðir, í erfiðu færi.38" gefur þér færi á að fara í slóðum í nær öllum tilvikum, vegna þyngdar bílsins er er 44" heppilegri fyrir Patrolin en þá þarf helst lógír. Þetta er mín skoðun byggð á reynslu undanfarina ára.
Arnar.
27.02.2003 at 23:26 #469522Sælir.
Rétt að setjast niður og hvílast aðeins, það er erfitt að taka til það helsta í svona ferð.Ef ´ann rignir, VÖÐLUR sterkan og langan spotta ásamt mörgu fleiru sem tilheyrir slíku veðurlagi.
Ef ´ann snjóar, góða skjólfatnað.
En það verður ÖRUGGLEGA SÓL svo ég tek bara sólgleraugu, stuttbuxur og sandala.Heyrðu já var að skrúfa 44"una undir á 18" breiðum felgum svínvirkar í krapið!!!
þorrablótskveðja á góu.
Óli og Pattinn.
28.01.2003 at 17:14 #467030Sælir.
Ég þekki Landróver Defender 110 stw nokkuð en það er sá langi.Þessi er með 4 cyl vélinni og hefur þó nokkuð tog, en aflið að öðruleiti ekkert mjög mikið. Hef heyrt að 5 cyl vélin hafi lítið tog, en þar er hægt að auka aflið verulega með tölvukubb.
Defender 110 stw er með allra duglegustu jeppum á fjöllum, á 38" dekkjum og virkar 4 cyl vélin vel með sínu togi.
Gera má ráð fyrir að stutti bíllinn fari heldur minna í snjó en sá langi og 36" dekk séu algert lámark.
Ef það eru ekki læsingar í bílnum hjálpar að hafa vél með miklu togi.
Landróver 4 cyl eyðir mjög litlu eldsneyti, miðað við sambærilega bíla.
Alltaf er skemtilegra að ferðast í löngum jeppa en stuttum alltaðrar hreyfingar sem fara betur með farþega og farangur, auk þess sem langir bílar fara meira í ófærð.
Arnar.
21.01.2003 at 13:47 #466768Breidd felgu þarf að fara eftir þyngd bíls.
16" felgur undir bílum undir 2,0 t er í lagi þar fyrir ofan er heppilegt að vera með 18" felgur.
Arnar
03.12.2002 at 23:36 #464774Ég er með "Datsun" með 2,8 vél,þar er loftið tekið inn í gegnum brettið. Síuhúsið er tengt við brettið með ca. 10 sm. löngu plaströri, sem ég sagaði í sundur alveg við síuhúsið tók rörstúfinn í burt og lokaði gatinu í brettinu(límdi plast fyrir með lím kítti, í lit bílsins). Hef ekki lent í vandræðum með snjó í loftsíunni síðan . Er að vísu með græna vírsíu í stað orginal síunnar.
Virðist ekki hafa nein áhrif á loftflæðið inn á vélina.
Arnar.
27.11.2002 at 21:57 #464642Máttlaus JÁ en alveg nógur kraftur fyrir 44". Ég hef ekki séð sprautugengið fara miklu lengri dagleiðir. Ég fer á fjöll til að skoða landið, ekki stunda "kappakstur" . Annars fer það að sjálsögðu eftir mönnum. 3,0 l eða 2,8 l hef ekki hugmynd um hvort er betra. Er með 2,8l vildi gjarnan hafa skriðgír því að í erfiðu færi spóla ég uppallar slóðir( vélin verður að snúast 2000 til 2800 til að skila afli) og þegar ég er að leggja slóðir fyrir 38"
bílana (ma. Krúser 80) verða slóðirnar alltof lausar og gefa ekki grip.
kv.
arnar
24.11.2002 at 23:11 #464594Ef eigin þyngd bíls er undir 2,2 sleppurðu vel á 38" þar yfir er betra að vera á 44". Annars eru nokkrir Landkruser 80 og Patrol nýrri gerðin á 38" á fjöllum það eru bílar vel yfir 2,2t.
arnar.
17.11.2002 at 23:02 #464296Það er mikið spurt um felgubreiddir hérna á spjallinu.
Patrolin hjá mér er á 16" felgum á 44" er að fara í 18" ástæða bíllin flýtur ekki nóg því þegar þarf að hleypa úr niður fyrir 3,5 p fara dekkin mjög ýlla á 16" brotna og vöðlast, þannig að ég fer ekki niður fyrir 3,5p.Þeir sem ég ferðast með eru með 44" á 18" og þaðan af breiðari. Dekkin fara mun betur umdir bílunum hjá þeim og þar er hægt að hleipa úr niður í 1,0p.Almennt um felgubreidd á fyrsta jeppanum minum var ég með 33" á 12 " felgum virkaði mjög vel. Ég þekki til bíls á 38" sem er á 16" felgum fer mjög vel úrhleypt og virkar vel.
Hitt er alveg rétt að það verður að velja og hafna það verður fljótt vart við aukið slit við breiðari felgur og það finnst verulega hvað það þarf meira afl til að komast áfram. En ef aflið er ekkert fyrir hverju er þá að tapa?
Arnar
12.11.2002 at 00:15 #464150Sælir
Toyota umboðið tjáði mér að það hefði veri galli í heddunum á nokkrum árgerðum af 4runner, sem var bætt af verksm. á "91 og yngri. Þeir sem voru á eldri bílum máttu bera tjónið sjálfir.
Toyotan var bara smá hliðarspor er á þriðja Patrolnum sá fyrsti var kominn í 270þ km við sölu án skakkafalla
næsti í 160 þ. km. á einni heddpakn.
Núverandi farskjóti er enn innan við 100 þúsundin og vonandi verður hann til friðs.Hef heyrt að 6 silindra vélarnar séu ýllskárri heldur en
þessar nýju 4 sil.Annars bilar allt held það sé bara spurning um heppni (eða óheppni).
kv
Arnar
11.11.2002 at 21:42 #464144Sælir ég átti 4runner m/v6 þokkalegir bílar á fjöllum.
Minn var á 36" eiðsla á úrhl. óháð færi var 40l á 100km, nánast sama hvernig bíllin var keyrður þá var eiðslan sú sama. Ók bílnum rúml. 100þ.km. heddin fóru tvisvar á þeim akstri og afturdrifið einusinni :5,28held ég að það heiti, passaði mjög vel við 36" hjól. Eiðsla á langk. var umþb.18 l pr. 100km.
Arnar
12.09.2002 at 20:20 #462998Ágætur skáli er við Snæfell í eigu Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Er skálinn alltaf opinn, bara að ganga vel frá eftir sig og greiða gistigjöldin.
Einnig á Ferðafélagið skála í Kverkfjöllum, Sigurðarskála.
Einnig er hægt að fá gistingu í Möðrudal á fjöllum í nýbyggðum " Baðstofum " góður kostur fyrir 8 -10 manns. Annars eru aðeins nokkrir mis- vistlegir smalakofar á svæðinu.
Ferðakveðja Arnar.
10.09.2002 at 19:56 #462988Algengar felgur eru 9 sm frá miðju inn á brún, álfelgurnar sem Patrolinn kemur á eru 12 sm.
Veit einhver hvað Mussó felgurnar eru djúpar.
Kv Arnar.
10.09.2002 at 00:44 #191671Vita menn hvort felgurnar sem koma undir Mussonum henta til að breikka undir Patrol.
Hef heyrt að þær séu innvíðari er margar aðrar felgur,
spurning með stýris enda og bremsudælur.
kv Arnar.
29.05.2002 at 20:41 #461310Hef ferðast með Landróver Diskovery á fjöllum.
Verð að segja að hann kom mér virkilega á óvart.
Mjög duglegur í snjó, vorum að vísu ekki í púðursnjó.
Þessi bíll er á 38" með 4 cyl. vélinni virðist hún toga mjög vel. Þessi bíll er með lægri hlutföll og læsingar.
Held mér sé óhætt að segja að Diskovery geri meira (Drífi betur) en Patrol "98 á 38".
Hinsvegar eru veikir punktar í drifbúnaðinum sem verður að laga.Arnar
17.02.2002 at 22:42 #191338Austurlandsdeild 4X4 hélt Þorrablót um helgina í Snæfellsskála.Góð mæting og mikil gleði. Fóru 13 bílar 38″ og 44″ inneftir.
Færðin inn í Snæfell af Fljótsdalsheiði, norðan við Snæfell,
er leiðinleg lítill snjór og “ brotafæri“ ýmist hélt klaka- skánin á snjónum eða brotnaði undan og er bara duft undir.
Víða er steinar og grjót uppúr og slóðir varasamar vegna þess. í dag 17,02,02 fórum við inn á jökul
Vatnajökul,innfyrir Háöldu og út að íshelli í Eyjabakkajökli, er þokkalegt færi á jöklinum.
Fórum út Eyjabakka út á veg við Laugafell. Mjög lítill snjór er á Eyjabökkunum og slæmt færi hörð skán sem heldur ekki og púður undir. Afæturnar á Eyjabökkunum eru sérlega varasamar vegna snjóleysis.Ferðakveðjur.
ÓAH
15.01.2002 at 20:31 #191268Ágætu félagar getið þið frætt mig um hvað er nauðsinlegt að hafa margar “ almennar “ rásir á vhf dugar að nota rás 45.
-
AuthorReplies