Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
19.11.2012 at 22:22 #758871
Sæll Óli
Ég hef átt Mússólíníinn minn í 2 ár og ekið 30þúsund en hann stendur nú í 255þúsundum og er ánægður með hann en sem komið er þó ég hafi nú reyndar ekki keypt besta eintakið á landinu. Minn var tölvert ryðgaður en merkilega lítið í grind samt en hann hafði búið í miðbæ rvk alla sína tíð.
Þetta er 2.9 TDI sjálfskiptur með Benz skiptingu sem er 4 þrepa gamaldags skipting með vacumstýringu en það eru frekar harðar skiptingar en meiga þó eiga það að keyra alltaf þó þær séu orðnar mikið slitnar.
Bíllinn eyðir litlu 9-10 óbreyttur, utanbæjar en í dag er hann á 36" hjá mér og eyðir 12-14L eftir færð og vegalengdum.
Ég keypti annan bíl sem var 35" breyttur en hafði oltið og reif hann því í frumeindir og lærði mikið í leiðinni og færði breytinguna og hásinguna yfir í minn ásamt drifkúlu að framan.Lenti í brasi þegar ég fór að skipta um vökva á skiptingunni en þá kom í ljós pínulítið ryðgat á pönnuni sem var bara soðið í. Hurðarlæsingar hafa staðið á sér og rúðuþurrkuarmar duttu úr sambandi. Skiptirinn milli 2X4-4X4 og lága drifs hefur verið með stæla en það skrifast á rafmagnstengi niður við millikassa.
Þegar ég kaupi bílinn þá átti hann það til að hitna og/eða klára vatnið og ég rauk til og keypti nýjan vatnskassa enda orðinn gamall, vatnslás og var langt kominn með að skipta um heddpakkningu þegar ég tók eftir örfínni sprungu í slíf sem hafði orsakað allan vandan. Við feðgar tókum því mótorinn allan upp og hefur hann verið til friðs síðan
Ég hafði líka verið að skipta full oft um glóðarkerti í honum en það orsakaðist af bilun í stýriboxinu fyrir þau og ég ákvað bara að gera hitunina manualt þ.e tengja á stórt relay og það virkar fínt og jafnvel betur.
Líklega hef ég fengið mánudagsbíl en ég hef svo sem gaman af þessu hehe.Næst á dagskrá hjá mér er að gera skiptirinn í millikassanum manualt líka svo að hægt sé að treysta á þetta 100% og setja í hann no-spin læsingu að aftan og jafnvel standsetja loftkerfi en í honum er original air-con kerfi.
Þú getur fengið mikinn bíl fyrir lítinn pening og varahlutirnir eru ódýrir original, hann eyðir litlu jafnvel undir miklu álagi og getur brennt fleiru en bara dísel, gott pláss í þeim og ágætt að keyra þá. Gallar eru sennilega viðkvæmni fyrir ryði og rafmagnið mætti vera betur frágengið en kramið er gott í þeim dana44 aftan og dana 30 kúla framan BorgWarner gírkassi/Benz sjálfskipting/BTRA rafmagnsskipting og vélarnar eru ættaðar frá Benz OM601-602 og M104 -111 mótorar eru allt góðar vélar sem hafa reynst vel í Benz og þekktar fyrir endingu og sparneytni
Ég kynnti mér þá nokkuð vel áður en ég keypti og er sannfærður um að þeir séu ekki síðri kostur en margir af þeim bílum sem í boði eru hér á klakanum en þeir hafa allir galla
-
AuthorReplies