Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.03.2010 at 22:37 #211662
Góðan dag
Mig vantar breytingaskoðun á Patrol-inn minn svo ég geti sótt um rekstrarleyfi frá Vegagerðinni. Hann er á 30mm klossum sem dugar ekki til að fá þessa skoðun (55mm er lágmark). En með því að setja 35″ dekk undir ætti það að ganga skv uppl. Frumherja. Á þessum bílum þurfa dekkin að vera a.m.k. 860mm há eða meira, svo hann megi fá br.skoðun. Ég myndi alveg vilja hækka bílinn meira en það yrði líklega of kostnaðarsamt að svo stöddu, því ég hef enga aðstöðu eða vit til að standa í því sjálfur.Er einhver hér sem getur lánað mér 35″ dekk, helst á felgum, í svona ca hálfan dag? Ég mun auðvitað borga eitthvað fyrir ómakið, tryggingu/leigu, eða hvernig sem menn vilja hafa það!
Ef menn hafa aðrar og betri hugmyndir um hvernig hægt sé að gera þetta eru þær vel þegnar.
Kkv
Hans Magnússon
h.magnusson@simnet.is
Tel: 867-9792
01.02.2010 at 17:49 #680540Sammála Fugla (hann birtist meðan ég var að hamra lyklaborðið)
Það er semsagt "pay or get lost" aðferðin sem á að nota. Nei, ég kaupi það ekki. Það er vel hægt að standa að og styðja einhverja hagsmuni án þess að þurfa beygja sig undir ægivald einhverra samtaka.
Klúbburinn hefur eflaust gert margt gott og á þakkir skilið fyrir það. En að halda því fram að menn geti ekki lagt sitt á vogarskálarnar nema vera í þessum tiltekna klúbbi og séu í raun bara að flýja af hólmi, "hlaupa á aðra síðu", er bara ósanngjarnt.
Þetta er mitt persónulega álit. Góðar stundir.
Kv
HM
01.02.2010 at 14:15 #678996BFÓ setti alternator í hjá mér frá Rafstillingu sem dugði í eitt ár. Rafstillingarmenn sýndu ágætis þjónustlund, endurgreiddu 75%. Er með einn frá Ljósboganum í hjá mér núna og verður spennandi að vita hvort hann dugi lengur. En er þetta ekki allt Made in China nú til dags og þ.a.l. handónýtt?
01.02.2010 at 12:52 #680534Ótrúlega heimskuleg ákvörðun að loka á aðra en félagsmenn í spjallinu. Ég hef verið skráður hér í nokkra mánuði og var að fallast á þá ákvörðun að ganga í klúbbinn en það verður víst ekki úr því núna. Það búa nokkur hundruð jeppahræður í þessu landi og ætti einn góður spjallvettvangur að duga til að sameina þennan hóp, burtséð hvort menn séu skráðir í einhvern klúbb eða ekki. En auðvitað þarf að fara hina sér íslensku leið, hver og einn að rottast í sínu horni engin heildarmynd á hlutunum.
Líst vel þetta nýja jeppaspjall og vona að sem flestir mæti þangað og úr verði ein góð heild.
Kv
HM
29.01.2010 at 21:59 #679948haha ég er búinn að vera með allskonar verki síðan ég keypti þennan bíl.
Ef einhversstaðar væri góða 4,2 vél að finna væri það fínt kostnaðarlega séð, þó það sé auðvitað ekki ódýrt. Skilst að þær smellpassi á 3,0 beinskipta kassan.
Kv HM
29.01.2010 at 18:36 #679944[quote="Krilid":e3cqzw2x]Ég er nú ekki sérfræðingur í Patrol en allavega 2 x hefur það gerst hjá ferðafélögum að einhver skynjari á loftinntakinu bilar og vélin fer í fýlu. Hvort það á við um þetta veit ég ekki.[/quote:e3cqzw2x]
Þú ert sennilega að tala um loftflæðiskynjaran sem er jú viðkvæmur, en hann er nýr hjá mér og hefur ekki sýnt nein merki um óhlýðni. Ég held að ef skynjarinn virkar ekki þá sendir tölvan bara meira eldsneyti þrátt fyrir að það sé nægt loft og þá geta skapast vandamál.
Kv
HM
29.01.2010 at 17:37 #679938Þetta eru allt fínar upplýsingar, takk fyrir! Búinn að lesa og læra heilmikið. Vissi ekki að "olíu"verk ætti við hráolíu:/
Agnar,
ég er ekki með aukatank og ég skipti um hráolíusíuna sl sumar en mun gera eins og þú segir, láta kíkja á hana. Maður hefur bara heyrt svo margar sögur af biluðu olíuverki í þessum vélum sérstaklega, samt geri ég mér fulla grein fyrir því að allir jeppar, sama hvað þeir heita, eiga sín vandamál sem stundum eru bara þöguð í hel;)Endilega fleiri comment!
Kv
HM
29.01.2010 at 15:56 #210310Sælir
Þið megið alveg hlægja en, svona í einföldu stuttu máli, hvað er og gerir olíuverk í díslivélum og hvað er enska orðið yfir það?
Er með Patrol ’00 3,0 þar sem olíuverkið er liklega að syngja sitt síðasta. Það kom ‘check engine’ ljós og BFÓ las hann og fékk einhverja villu í olíuverki. Ég þakkaði bara fyrir og fór, þorði ekki að spyrja hvað olíuverk er, veit bara að ég hef ekki efni á því, hef heyrt að það kosti hálf ráðherralaun eða svo.Ég yrði mjög þakklátur fyrir smá hjálp hérna!
Kv
HM
11.01.2010 at 12:40 #675580Er með OME undir bílnum og er alveg sáttur við þá. Það var eiginlega uppkast á milli þeirra og Koni, þeir voru á svipuðu verði. En ég held ég prófi Koni á stýrið.
Kv
HM
10.01.2010 at 18:40 #675518Þessi bíll sem um ræðir er reyndar eftirárs bíll (gott verð), ónotaður og búinn að standa í nokkurn tíma. Er það eitt og sér ekki áhyggjuefni eða má treysta umboði til að fara vel yfir bílinn áður en hann fer á götuna?
Kv
HM
10.01.2010 at 14:11 #675572Sælir og takk fyrir góðar upplýsingar.
Ég gleymdi að nefna að það var skipt um allar stífufóðringar að framan í lok árs 2008 hjá Stáli og Stönsum. Í fáfræði minni lét ég þá sannfæra mig um að setja þessar póly-plast-dót fóðringar í staðinn fyrir gúmmíið, sem kemur orginal frá Nissan. Heyrði síðan sagt af reyndari mönnum að þetta póly-plast-dót væri fínt fyrst en síðan handónýtt.
Getur verið að þær séu orðnar slitnar eftir aðeins ca 20.000km??
Stýrisdemparinn er reyndar alveg að detta í sundur af ryði, svo hann gæti átt einhvern þátt. Spindillegur þarf ég greinilega að athuga.
Kveðja
HM
10.01.2010 at 00:15 #209718Gott kvöld
Stundum finn ég fyrir víbringi í stýri þegar ég keyri og finn/heyri einhverskonar hvin sem síðan leiðir upp í stýrið. Hverfur nánast með auknum hraða. Stýrið titrar eða leitar ekki og er alveg eðlilegt að öðru leiti, nýbúin að ballansera. Stál og Stansar skiptu um alla framhjólalegur og stýrisenda í apríl 2009! Þetta er Patrol 3,0 2000árg. ek. 183,000kmVeit einhver hvað annað getur komið til greina, legur liðir??
Varla eru framlegurnar farnar síðan í fyrra, vitlaust hertar??
Hjólastilling??Eg hef ekki mikið vit á bílum og þýðir lítið fyrir mig að kíkja undir hann. Bara gott að geta gefið verkstæðis mönnum eitthvað ef kemur til þess að þurfa að fara þangað.
Með fyrirfram þökk!!
HM
09.01.2010 at 18:23 #209707Góðan dag
Vinur minn var að spá í að fá sér D-Max 2008 óbreyttan.Getið þið, sem þekkið til, komið með helstu kosti og galla við þennann bíl?
Með fyrirfram þökk og kveðjum.
HM
28.11.2009 at 01:41 #208673Hæ
Var að keyra í dag (Patrol 2000) og ‘Stabi off’ ljósið kom allt í einu á og var flöktandi sífellt. Ég hef ekkert ýtt á takkan og nota þetta aldrei nema á vondum hálendisvegum. Gat síðan slökkt á þessu með því að ýta á ‘on’ og ef ég ýtti svo á ‘off’ kom ljósið en hvarf síðan.Á maður að sjá einhverja hreyfingu á stönginni þegar þetta er tengt og aftengt?
Er einhver Patrol eigandi þarna sem kannast við svona vandamál?
Er dýrt að láta gera við svona dót?Ég vil þakka fyrir öll comment fyrirfram!
Kv
HM
25.11.2009 at 20:35 #668488Hæ
Swinghjólið fór í mínum þegar hann sló 170,000km. Virðist vera veikur (mjög mikilvægur) hlekkur í þeim og kostaði alltof mikið, aðeins fáanlegt hjá IH.Loftflæðiskynjari er mjög viðkvæmur í þessum bílum og hefur valdið allskonar vandræðum með röngum skilaboðum. MJÖG mikilvægt að nota ALLTAF orginal loftsíu!
Hér er linkur sem geymir ýmsar góðar upplýsingar um alla Patrol bíla. Vel þess virði að renna í gegnum þetta áður en ákvörðun er tekin! Ekki spara ýtingar á ‘search’ takkan.
http://www.patrol4x4.com/forum/
Kv
HM
25.11.2009 at 20:06 #668424Ég ætla að prufa olíuhreinsinn.
Takk fyrir.
Kv
HM
24.11.2009 at 18:20 #667544[quote="Pathfinder R51":lkqc0bq8]skal hafa þig í huga með felgurnar ef ég breyti eitthvað planinu.[/quote:lkqc0bq8]
Þær passa sennilega ekki hjá mér… ég er með 6×139 gata deilinguna.Takk samt!
Kv HM
24.11.2009 at 14:00 #208556Hæ
Á dekkjum sem ég keypti fyrir nokkru og ætla núna að setja undir er búið að krota á með tússi til að merkja þau vegna flutninga einhverntíma. Ég er búinn að nota allskonar hreinsiefni til að ná þessu af en ekkert virðist virka.Hefur einhver gott/góð húsráð hvernig hreinsa á tússpenna blek af dekkjum??
Allar ábendingar þegnar með þökkum!
Kv
HM
23.11.2009 at 23:42 #667540Sæll
16×7 passar vel fyrir 285/75R16 og gott að keyra á þeim. 305/70R16 er jafn hátt og 285.. en breiðara eins og þú segir og færi betur á 8"Ef þú ætlar ekki að nota þessar 7" felgur máttu hafa samband ef þú vilt selja þær.
Kv
HM
h.magnusson@simnet.is
10.11.2009 at 12:51 #208143Sælir/ar
Má setja spacer á milli á Patrol án þessa að breyta/skipta boltum?
Ef það má hversu þykkt má það vera og hver selur svoleiðis?Kv
HM(amatör í jeppafræðum)
-
AuthorReplies