Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.12.2007 at 12:33 #608080
Það er fróðlegt að lesa þessa þræði og sjá hvað menn geta æsts sig upp yfir litlu. Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrifa á þetta spjallsvæði hjá 4×4, en nú get ég ekki orða bundist. Það er rangt sem skrifað er í einu blogginu um að áður fyrr hafi verið alger einokun á flugeldasölu í Reykjavík. Þegar Hjálparsveit skáta í Reykjavík byrjaði sína flugeldasölu fyrir að mig minnir 39 árum (áramótin ´68-´69) þá höfðu verið seldir flugeldar í öllum sjoppum og matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Við sem munum eftir Borgarbúðinni í Kópavogi, munum eftir því að hafa keypt kínverja af Jóa ogt fleira dót. Með tilkomu flugeldamarkaða HSSR breytist verulega sölumunstur hjá flugeldasölum og smátt og smátt hætta sjoppurnar og matvörubúðirnar að selja þessa vöru og þetta verður aðalfjáröflunarleiðir fyrst íþróttafélaga og seinna koma svo Slysó menn og Flugbjörgunarsveitin er tiltölulega nýbyrjuð að selja þessar vörur. Það er alveg rétt sem hefur komið fram hér á síðunni að þetta er aðalfjáröflunarleið nánast allra björgunarsveita og þau íþróttafélög sem eru að selja þessa vöru hljóta að fá eitthvað út úr þessu annars væru þau ekki að hafa fyrir þessu. Álagning á þessa vöru hefur farið lækkandi í gegnum tíðina og hvort því sé að þakka einkaaðilum eða breyttum hugsunarhætti annarra er ekki gott að dæma um. Oft er betra að selja mikið fyrir lítið en lítið fyrir mikið. Sem félagi í HSSR til margra ára hef ég munað eftir skinum og skúrum í hagnaðinum, fyrstu árin var ágóðin ekki mikill en jafnframt var þörfin mest til að byggja upp starfið og tækjakost sveitarinnar. Ég man líka eftir ári sem við fórum út á sléttu græddum ekkert og töpuðum engu, mig minnir að veðrið hafi verið eins og nú sem gerði strikið í reikningin það árið. Sem betur fer hefur markaðurinn stækkað verulega og efnahagur landans batnað að sama skapi.
Ég er ekki sammála að Björgunarsveitir eigi að keppa við aðra á verðum, því þær þurfa að græða á þessu eins og allir sem eru í viðskiptum. Ef einkaaðilar eru að gera góða hluti með því að selja ódýrari flugelda en Björgunarsveitirnar þá er það bara í lagi, þeir þurfa kannski minna en stór Björgunarsveit. Ef allir ætluðu að vera með lægstu verðin, hver yrði gróðin þá og er ég hræddur um að einkaaðilar yrðu fyrr til að fara út úr þessum viðskiptum með sárt enni því ég reikna með að þeir þurfi að borga sölufólki sínu laun eins og aðrir einkaaðilar í rekstri.
Það sem björgunarsveitir hafa fram yfir einkaaðila er orðsporið sem þeir vinna sér inn á milli áramóta og viðskiptavinir þeirra eru oftast að versla við þær til að þakka þeim fyrir vel unni störf í þágu almennings í landinu, störf sem eingöngu eru unnin í sjálfboðavinnu.
Það er vonandi ekki óskir landans að þessi starfsemi leggist niður og skattgreiðendur verði látnir borga með hærri sköttum svona starfsemi.
Með þessum skrifum er ég ekki að hvetja neinn til að versla við Björgunarsveitirnar, það verður hver að gera upp við sína samvisku.
Óska síðan öllum gleðilegra áramóta og skjótið upp sem mestu þá græða vonandi allir.
-
AuthorReplies