Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.03.2004 at 12:58 #501631
Hinir norðlensku fjallafarar eru nú við Háöldur sem eru u.þ.b. 9 km sunnan við Laugafell. Stefnan er sett á Setrið en hvað svo kemur í ljós…
AÁ
27.03.2004 at 11:35 #494327Norðlendingarnir voru komnir í Laugafell um hálf-3 í nótt. Heyrði í þeim um 11 í morgun og þá var glampandi sól og andvari en ekki alltof mikill snjór. Það virtist ekki vera búið að ákveða framhaldið í dag enda voru þeir rétt að rísa úr rekkju. En hinsvegar virtist þá vera farið að kitla í dieselfótinn af tilhugsuninni við að aka í svona góðu veðri.
AÁ
27.03.2004 at 11:35 #501627Norðlendingarnir voru komnir í Laugafell um hálf-3 í nótt. Heyrði í þeim um 11 í morgun og þá var glampandi sól og andvari en ekki alltof mikill snjór. Það virtist ekki vera búið að ákveða framhaldið í dag enda voru þeir rétt að rísa úr rekkju. En hinsvegar virtist þá vera farið að kitla í dieselfótinn af tilhugsuninni við að aka í svona góðu veðri.
AÁ
27.03.2004 at 00:53 #494323Sæll, Lúther.
Var að heyra í bóndanum, 30 km eftir í áfangastað. Ennþá kóf. Benni heyrði í öðrum hóp sem var 16 km sunnan við Laugafell og þar var veðrið skaplegra.
Samkomulagið er sem betur fer ágætt á heimilinu en Blazerinn er löglega afsakaður núna. Og ég verð það líklega líka um næstu helgi þó vissulega hefði verið gaman að þeysa um snjóbreiðurnar á Svaðilfara mínum. En koma tímar og koma ráð, ég á vonandi eftir að slást í för með ykkur seinna.
Lifi amerískir eðalvagnar með 6.2 í húddinu!
AÁ
27.03.2004 at 00:53 #501623Sæll, Lúther.
Var að heyra í bóndanum, 30 km eftir í áfangastað. Ennþá kóf. Benni heyrði í öðrum hóp sem var 16 km sunnan við Laugafell og þar var veðrið skaplegra.
Samkomulagið er sem betur fer ágætt á heimilinu en Blazerinn er löglega afsakaður núna. Og ég verð það líklega líka um næstu helgi þó vissulega hefði verið gaman að þeysa um snjóbreiðurnar á Svaðilfara mínum. En koma tímar og koma ráð, ég á vonandi eftir að slást í för með ykkur seinna.
Lifi amerískir eðalvagnar með 6.2 í húddinu!
AÁ
26.03.2004 at 23:47 #49431541 km í Laugafell, segir bóndinn. Mikill skafrenningur kominn og þar af leiðandi ekkert skyggni. Þeir fara hægt yfir og eru hættir að pompa niður. Færið er harðfenni og frostið stendur í 7 gráðum.
AÁ
26.03.2004 at 23:47 #50161541 km í Laugafell, segir bóndinn. Mikill skafrenningur kominn og þar af leiðandi ekkert skyggni. Þeir fara hægt yfir og eru hættir að pompa niður. Færið er harðfenni og frostið stendur í 7 gráðum.
AÁ
26.03.2004 at 23:20 #194083Fyrstu fréttir af Norðlendingum bárust um kl.23 og eru þær að þeir eru um 50 km frá Laugafelli. Kapparnir eru á 4 bílum, Patrol 44″, Dodge RAM 49″, Toy ExtraCap 38″ og 4Runner 38″. Smá krapi hefur orðið á vegi þeirra, hafa aðeins verið að pompa niður en ekkert sem veldur neinum töfum. Skyggnið er ágætt en hávaðarok og skilst mér að Pattinn og RAM-inn leiði hópinn.
AÁ
29.01.2004 at 17:00 #485596Sæll, Lúther minn.
Það virðist nú ekki vera nóg að kaupa bíl fyrir frúna þegar bóndinn sjálfur fær hann svo lánaðan og brýtur á honum framhásinguna í kappakstri við Patrol. Það skal tekið fram að ég hef fulla ástæðu til að trúa Benna mínum þegar hann sagði að Svaðilfari minn hafi saltað Pattann! Verst er að Svaðilfari kallinn er enn á "sjúkrahúsinu"…
En þakka þér (og öllum hinum) fyrir að aðstoða hann áleiðis til byggða.
Mbk,
Alma
14.11.2003 at 22:34 #480742Er þetta kanski á Bolafjalli eða Gunnólfsvíkurfjalli?
Kv.
AÁ
03.11.2003 at 15:38 #479616Sæll, Bjössi.
Ég vona að þú hafir ekkert á móti svona amerískum eðavögnum. Ég lánaði nú bara bóndanum Svaðilfara minn svona í skrepptúr yfir í Flateyjardalinn. Mér skilst hann hafi nú bara verið duglegur, "litla skinnið". Ég varð að bregða mér bæjarleið yfir í Fjörðinn fagra hinu meginn Tröllaskagans (þennan sem þú kannast við) á sunnudaginn en var búin að leika mér aðeins í snjónum daginn áður. Þú verður bara að gera helgarferð áður en hvítagullið hverfur.
Snjókveðja norðan úr landi
Alma
05.02.2003 at 16:04 #192126Sæl og blessuð, konur og karlar.
Mig langar að básúna út því sem þorrablótsnefnd Eyjafjarðardeildar ákvað að gera fyrir konur klúbbsmeðlima 4×4 Eyjafjarðardeildar. Þeir strákarnir, með Mumund í broddi fylkingar, hafa ákveðið að hafa Kvennaskóla þar sem konurnar taka jeppana traustataki og þeysa á brott í fylgd kennara eða öllu heldur skólastjóra. Það sem er á kennsluskránni, skilst mér, er að hleypa úr, binda pelastikk og sitthvað fleira sem er nauðsynlegt að vita þegar kemur að jeppaferðum.
Þetta finnst mér alveg til fyrirmyndar hjá þeim og vonandi verður til þess að konur norðan heiða verði nú virkari í félagsstarfinu.
Svo er það bara að fjölmenna eða fjölkvenna í skólann. Mér þætti afar gremjulegt ef aðeins 2 eða 3 myndu mæta þegar svo miklu fleiri jeppar myndu standa á hlaðinu á meðan strákarnir fara á ALVÖRU GPS-námskeið.
Jeppakveðja,
Alma
Barbí-Benna Frú
A-736
09.01.2003 at 15:51 #466180Sæl, öllsömul.
Er enginn heitur fyrir því að dýfa dekki í kaldan snjó á laugardaginn? Erum á 38" Barbí og 44" Patrol.
Kv.
Alma
26.12.2002 at 15:50 #465872Sælir.
Það er bratt að komast upp á Hjaltadalsheiði hef ég heyrt. Það er líka bratt að komast upp í Heljardalinn og dálítið klifur að komast upp á Heljardalsheiðina sjálfa. Svo er einnig bratt að komast niður í Svarfaðardalinn ofan af Heljardalsheiðinni. Sem dæmi úr hestaferðum þá er vaninn að teyma upp Heljarbrekkurnar og líka upp úr Svarfaðardalnum. En hvort Cherokee-inn hefur það skal ósagt látið.Með jólakveðju,
AÁ
18.11.2002 at 02:07 #464310Blessaður Lúther.
Þú mátt sko heita heppinn að vera í henni Sódómu Reykjavík núna! Ég hefði örugglega stokkið í þig eins og grimmur hundur. Þú ert greinilega einn af þessum sem finnst að fólk sem ekki hefur Bratwurst pylsu og tvær visnar kjötbollur milli lappanna, eiga erindi í sport eins og þetta. Ég gat nú ekki annað en lesið hérna á vefnum að stelpunum hafi bara gengið ágætlega í fyrra. Örugglega betur en peyjunum sem fóru upp í Kverkfjöll um daginn.
Svei þér fyrir þessi ummæli.
Áfram stelpur, ég kem með einn daginn.
Kv.
Alma
Akureyri
-
AuthorReplies