Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.11.2005 at 17:38 #531440
Hópurinn sem enn var í Dreka í morgun lagði af stað um kl. 9 og er búinn að vera ansi lengi í Dyngjufjalladal. Ég heyrði í bónda mínum upp úr kl.5 og þá var færðin mjög þung, Elli Hiclone ryður í lóló fyrir hina og kúplingin í Snæfríði minni (ekki segja Benna að ég kalli hana Snæfríði… hann verður svo agalega svekktur) er orðin slöpp. Þeir áttu eftir 1,5 km í einhvern skála sem hann vissi ekki nein deili á. Þar á að æja um stund áður en haldið verður áfram til byggða, að mér skildist. Ég er farin efast um að Benni mæti í kjúllann í kvöldmatinn, hann verður þá bara að éta hann kaldann, kannski í morgunmat…
kv.
Alma
05.11.2005 at 14:29 #531430Jú, hann Erlingur, stórvinur minn, er með í þessari ferð og gengur bara ágætlega á sínum bara mjög svo smekklega Patrol (ég get alveg viðurkennt það þó ég sé Toyota manneskja).
Annars er af þeim köppum að frétta að þeir lögðu af stað að skoða Öskjuvatn en ákváðu að snúa við sökum erfiðs færis og skoða heldur Drekagilið sjálft á tveimur jafnfljótum. Veðrið er þokkalegt en reyndar mikil snjóblinda.
05.11.2005 at 12:18 #531428Á mínu heimili er alltaf talað um Erling og Ella til að ekki verði misskilningur. Erlingur er ekki með Magglock og það affelgaðist hjá honum en Elli er hins vegar með Magglock og öll dekk föst.
Þeir komust í Dreka þegar var farið að halla undir morgun. Benni sagðist hafa rennt í hlað um 3:30 og menn síðan tínst í hús alveg til kl.5. Færið var mjög þungt og gekk ferðin hægt.
Áföll ferðarinnar hafa verið hingað til:
– Halldór á 44" LandRover beygði sectorsarm og sneri heim á leið í fylgd Stefáns á 44" LandRover. Stefán hafði áður fylgt Adam 38" Patrol niður á móts við seinni hópinn.
– Tvö dekk hafa gatast og annað eyðilagðist.
– Einn stýrisarmur brotnað.Ekkert hefur verið ákveðið um ferðir dagsins sökum þungs færis. Núna voru menn rétt að rísa úr rekkju og fá sér í svanginn.
kv.Alma
04.11.2005 at 21:29 #196585Jæja, nú eru þeir lagðir af stað í Dreka. Það eru tveir hópar á leiðinni, annar fór af stað kl.17 og hinn kl.19. Í fyrri hóp voru 7 bílar (að mér skilst) en einn hefur snúið tilbaka sökum þungs færis. Þessi hópur er kominn u.þ.b. 15 km upp fyrir Hrossaborg og gengur hægt en einn 44″ bíll hefur affelgað þar. Seinni hópurinn var enn á þjóðvegi 1 austan Námaskarðs. Í honum eru 5 bílar og þar með talinn Björgunarmaður ársins 2005 (Benni Akureyringur fyrir þá sem sátu heima á árshátíð) en hann gleymdi nú samt húfunni góðu heima! Ég sagði honum að hann ætti að geyma hana í bílnum svo hægt væri að grípa til hennar þegar þyrfti…afsakið… EF þyrfti.
Svona var útlitið upp úr kl.21.
kv. Alma
24.09.2005 at 16:25 #527456Norðlendingarnir Benni og Erlingur eru búnir að hitta Sunnanmenn og reiknuðu með að vera í kaffi um kl. 17 í Möðrudal. Þegar ég heyrði í bónda mínum fyrir nokkru síðan var veður gott og gott hljóð í mannskapnum. Hér í Akureyrarhreppi snjóar hins vegar.
Kv.
Æðsti ritari Eyfirðinga
16.03.2005 at 17:30 #519122Ég var ein af þeim sem fengu þennan "ófögnuð" í tölvupósti og er hreint ekki ánægð. Ég hefði nú talið að þegar netföngin okkar birtast á netinu að þá sé það til þess að þeir sem hafi áhuga á félagsskapnum geti haft samband við þá sem eru í honum. Í mínum huga var þessi sölumaður hjá HellyHansen að misnota þessar upplýsingar alvarlega og núna er ég svo fúl út í HellyHansen að ég ætla ekki að stíga fæti þar inn, sama hvað þeir eiga flottar snjóbuxur! Svona aðgerðir kalla bara á viðskiptaÓvild.
Erlingur, viltu hjálpa mér við að strappa Benna við sófann svo ég missi hann ekki suður á útsölu? Ég vil síður þurfa að fara í hefndaraðgerðir á bænum og klippa gat á úrmóðins, bleiku peysuna sem hann myndi kannski kaupa.
Kv.
Alma
Hinn skagfirski ritari Eyfirðinga
26.02.2005 at 00:20 #517950…blá og samskiptin gloppótt!!!
Ég heyrði í Benna bónda mínum aftur og var að reyna að lesa upp fyrir hann af netinu… hann heyrði "loftnet" og "klaki" og stökk út til að gá hvort það væri klaki á loftnetinu. Á meðan sat ég: "Halló, halló, ertu þarna???" Ó, þessi elska, notabene, ég hafði sérstakt leyfi fyrir að ljóstra þessu upp….
Málið er að hann virðist heyra jafnilla í öllum svo öll vötn falla til Dýrafjarðar – einhvers staðar er líklega eitthvað að loftnetslögninni…
kv.
Alma
semSiturHeimaOgHirðirEinsHestaflsFjórhjóladrifnaGrasmótora
25.02.2005 at 23:33 #195577Jæja, ágæta fólk. Nú er svo mál með vexti að talstöðin er að stríða bóndanum á leið upp á Hveravelli. Þetta lýsir sér á þann veg að hann heyrir óeðlilega óskýrt í mönnum sem eru fjærstir honum í „konvojinu“.
Þetta er Kenwood TK-760 (
sjá link http://www.kenwood.com/i/products/info/pmr.html ef trixið klikkar ). Þessi stöð hefur þann möguleika hægt er að stilla einhvern veginn sendistyrkinn eða það svið sem hún dekkar (skilst mér). Þetta myndi líklega kallast þetta á engilsaxnesku:Wide/Narrow Channel Bandwidth Per Channel (Multi-mode)
Nú, bóndinn er með þá þeóríu að stöðin sé stillt á Narrow Channel og er að spá í hvernig eigi að vera hægt að breyta þessu.
Ég er búin að skanna netið og hef enn ekki fundið leiðbeiningar sem fylgja þessari stöð á rafrænu formi og þessar orginal sem fylgdu passa sig á því að láta hvergi sjá sig. Svo nú spyr ég, er einhver sem veit hvernig á að stilla þetta?
Kv.
Alma Barbí-Benna frú
Akureyrarhreppi
28.12.2004 at 16:06 #511776Sælt veri fólkið.
Langar bara að endurvekja þennan þráð í ljósi þess að flugeldasala björgunarsveitanna er hafin, a.m.k. hérna í snjónum á Akureyri. Ég vil því taka undir með þeim tveimur sem skrifuðu fyrst á þennan þráð, kaupið flugeldana af björgunarsveitunum. Þetta er þeirra aðalfjáröflun og mér finnst það vera skylda okkar landsmanna að styðja við þær. Það eru nú einu sinni þessar björgunarsveitir sem fara af stað og leita að okkur ef við lendum í hremmingum. Væri þá ekki betra að vita af þeim vel búnum til þess að þær geti nú náð til okkar í tæka tíð, sérstaklega ef líf lægi nú við, hvað þá ef það væri líf ástvinar okkar.
Kv.
AlmaP.S.
Ég myndi nú frekar vilja fá björgunarsveit en KR til að bjarga mér og mínum….
27.11.2004 at 20:40 #509578Lúther minn, þegar Norðlendingar ferðast þá eru þeir ekkert að dóla sér í Suez-skipaskurðalagningum og þolprófunum á ís, 😉
Alma
Heimasæta
27.11.2004 at 16:48 #509574Benni hrindi og sagði þá hafa snúið við við gilið en þar var svo stór hengja að þeir ákváðu að fara ekki lengra, fara heldur tilbaka og hafa það náðugt. Nú eru þeir að renna í hlaðið og er næst á dagskrá að fara að kynda grillið og opna bjórinn.
kv.
Alma
27.11.2004 at 00:54 #509560Var að ræða við Benna minn og hann sagði að ferðin væri svo mikil á þeim að Haukur kóari væri búinn að setja spotta á díselbífuna til að létta þrýstingnum af olíugjöfinni þegar ferðin væri orðin of mikil. Held hann vilji ekki eyða annarri helgi í að gera við eins og forðum daga. Ég nenni hins vegar ekki að fara og bjarga þeim á Svaðilfara mínum ef þeir koma sér í bobba….
Þeir eru á þremur bílum eins og Lúther sagði, Skjöldur á 38" Patrol og Halli(Ditto) og Teitur á 39,5" Pæju og svo Benni á sinni Ofur-Barbí. Núna eru þeir komnir suður fyrir Ingólfsskálaafleggjarann og hraðinn er 65 km/klst (ætli spottinn hafi slitnað strax??). Það er meira að segja farið að heyrast slitrótt í sunnanmönnum.
Alma
16.11.2004 at 15:23 #194860Sælt veri fólkið.
Getur einhver bent mér á góðan teppahreinsi til að hreinsa teppi í bílum? Er með „ryksugu“ sem sýgur vatn og hef ætlað mér að brúka hana við verkið.
Mbk,
Alma
28.03.2004 at 13:21 #494343Norðlendingarnir lögðu af stað frá Laugarfelli um hálf 11. Heyrði í þeim milli 12 og 1 og þá voru þeir að sötra kaffi 2 km frá Kiðagili sem er u.þ.b. 40 km frá Laugafelli (samkv. kortadisk Landmælinga). Aðstæður voru góðar og fór Patti fyrir hópnum og fór víst geyst, full geyst að sumra mati og var beðinn um að hægja ferðina.
kveðja úr blíðunni á Akureyri,
AÁ
28.03.2004 at 13:21 #501641Norðlendingarnir lögðu af stað frá Laugarfelli um hálf 11. Heyrði í þeim milli 12 og 1 og þá voru þeir að sötra kaffi 2 km frá Kiðagili sem er u.þ.b. 40 km frá Laugafelli (samkv. kortadisk Landmælinga). Aðstæður voru góðar og fór Patti fyrir hópnum og fór víst geyst, full geyst að sumra mati og var beðinn um að hægja ferðina.
kveðja úr blíðunni á Akureyri,
AÁ
28.03.2004 at 00:40 #494339Samkvæmt síðustu fréttum þá eru hinir norðlensku hálendisfarar komnir aftur í náttstað í Laugarfelli. Þeir fóru einhverja aðra leið tilbaka frá jöklinum og voru komnir í skála um 6 leytið. Þá var grillað, spjallað, baðast og haldin myndasýning. Andinn er góður og einhver samskipti hafa verið á milli hins norðlenska hóps og hins sunnlenska sem einnig er í Laugarfelli.
Það fylgir víst sögunni að miklar umræður hafa spunnist upp um hvernig megi virkja okkur konurnar í þessari ferðamennsku. Allar tillögur eru víst vel þegnar.
Á morgun er meiningin að leggja af stað fyrir hádegi og fara niður Bárðardalinn og heim til Akureyrar.
kv.
Alma
28.03.2004 at 00:40 #501638Samkvæmt síðustu fréttum þá eru hinir norðlensku hálendisfarar komnir aftur í náttstað í Laugarfelli. Þeir fóru einhverja aðra leið tilbaka frá jöklinum og voru komnir í skála um 6 leytið. Þá var grillað, spjallað, baðast og haldin myndasýning. Andinn er góður og einhver samskipti hafa verið á milli hins norðlenska hóps og hins sunnlenska sem einnig er í Laugarfelli.
Það fylgir víst sögunni að miklar umræður hafa spunnist upp um hvernig megi virkja okkur konurnar í þessari ferðamennsku. Allar tillögur eru víst vel þegnar.
Á morgun er meiningin að leggja af stað fyrir hádegi og fara niður Bárðardalinn og heim til Akureyrar.
kv.
Alma
27.03.2004 at 15:42 #494335Það nýjasta í fréttum af Norðlendingunum er að þeir eru staddir á Hofsjökli. Nánar tiltekið við Miklafell en það er á norðausturhorninu á Hofsjökli. Veðrið er brilliant, útsýnið gæti ekki verið betra. Þeir horfa víst með kaffibollann í hönd yfir á drottningu íslenskra fjalla, sjálfa Herðubreið. Þeir þræddu leið inn að jöklinum sem þeir telja að ekki hafi verið farin áður.
Hætt var við að fara í Setrið þar sem þeim fannst full þungskýjað að horfa þangað. Næsti áfangastaður hefur ekki verið ákveðinn.
Kveðja,
AÁE.S. Það hefur líka verið ritað á spjallsíðu Eyfirðinga um þessa ferð http://ey4x4.net/phpbb2/viewtopic.php?p=140#140.
27.03.2004 at 15:42 #501634Það nýjasta í fréttum af Norðlendingunum er að þeir eru staddir á Hofsjökli. Nánar tiltekið við Miklafell en það er á norðausturhorninu á Hofsjökli. Veðrið er brilliant, útsýnið gæti ekki verið betra. Þeir horfa víst með kaffibollann í hönd yfir á drottningu íslenskra fjalla, sjálfa Herðubreið. Þeir þræddu leið inn að jöklinum sem þeir telja að ekki hafi verið farin áður.
Hætt var við að fara í Setrið þar sem þeim fannst full þungskýjað að horfa þangað. Næsti áfangastaður hefur ekki verið ákveðinn.
Kveðja,
AÁE.S. Það hefur líka verið ritað á spjallsíðu Eyfirðinga um þessa ferð http://ey4x4.net/phpbb2/viewtopic.php?p=140#140.
27.03.2004 at 12:58 #494331Hinir norðlensku fjallafarar eru nú við Háöldur sem eru u.þ.b. 9 km sunnan við Laugafell. Stefnan er sett á Setrið en hvað svo kemur í ljós…
AÁ
-
AuthorReplies