Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.09.2007 at 22:01 #596120
Hafið þið hugsað ykkur sama klæðnað og þarna 2005? Gæti verið spennandi að sjá léttklædda karlmenn spranga um….verst að missa af því.
19.01.2007 at 21:58 #574608Ég er með þá tilgátu að í kerrunni séu sprengaldir skagfirskir gæðingar af Kolkuóss-og Sauðárkrókskyni og ætli For(d)maðurinn að vera viss um að komast norður yfir heiðar og á miðjublettinn á þeim þegar Fordinn gefur upp öndina við fyrstu brekku. Við skulum bara vona að Benni hafi munað eftir reiðhjálminum og sé vel "ullaður" í bak og fyrir því það mun vera kalt uppfrá. Ég er viss um að hann verður fljótari norður á þeim skagfirsku og vissulega verða Skagfirðingarnir mun hrifnari af honum fyrir vikið. In Rome do as the Romans do!
06.01.2007 at 15:19 #573530jeepcj7, þú segir að Benni láti mannalega í þessu viðtali. Ég er líka búin að lesa þetta viðtal og þar er ég búin að telja 5 atriði þar sem þessi veslings blaðamaður hefur farið með rangt mál. Þú spyrð hvort hann sé ekki flúinn, kannski vilt þú kalla það því nafni þegar menn eru ekki tilbúnir að halda áfram við svona aðstæður. Ég kýs frekar að kalla það skynsemi að halda ekki áfram þegar menn eru ekki tilbúnir til þess. Aðrir voru tilbúnir til þess og það er bara þeirra mál, hann var ekki tilbúinn til þess og sneri þess vegna við. Það þarf ákveðinn kjark til að standa upp og segja að nú sé komið gott, sumir hafa hann og aðrir ekki. My man has big balls!
Heyrst hefur að menn úr skálanefnd Grímsfjallaskálanna hafi verið þarna á ferðinni seinna um kvöldið og þeir hafi snúið til baka allir sem einn. Af þeim sem héldu áfram úr Suðurnesjahópnum, er það helst að frétta að þeir komust í Grímsfjall klukkan fjögur í nótt í erfiðu færi. Einn bíll bilaði 8 km frá Grímsfjalli, nú er verið að draga hann áleiðis í bæinn.
05.01.2007 at 22:48 #573490Ef þú, Hlynur, værir í ferð þar sem væri búið t.d. að drekkja tveimur bílum og svæðið sem um væri farið ekki mjög bílvænt (vatn, krapi), værir þú tilbúinn að halda áfram út í óvissuna og leggja þar með bílinn þinn undir? Notabene, það er ekki verið að berjast fyrir því að komast heim fyrir mánudagsmorgun í þessu tilfelli, aðeins fyrsti dagur af þremur.
Ég er bara að velta þessu upp fyrir alla til að vega og meta, allir geta lent í svona aðstæðum.
Spurningin sem velt er upp gæti líka hljóðað svona: Hversu vænt þykir þér um jeppann þinn, ágæti jeppamaður?
Sumum finnst þetta allt í lagi og elska svona "bras" en persónulega finnst mér skemmtilegra þegar allir koma heilir heim og hafa átt góða ferð.
05.01.2007 at 20:42 #573482…. að 2 Patrolar hafi sokkið. Seinni bíllinn virðist minna skemmdur. Farið er að snjóa þannig að krapinn sést illa.
Benni er snúinn við en a.m.k. 3 aðrir hafa lagt af stað heim. Hef grun um að hann vilji heldur koma heim á heilum bíl en að standa frammi fyrir mörg hundruð þúsunda tjóni ef eitthvað fer úrskeiðis. Alla vegana er ég ekki tilbúin að borga það. Vatnajökull fer ekkert á næstunni og alltaf hægt að fara seinna.
Þegar ég talaði við hann fyrir nokkrum mínútum þá var hópurinn sem hélt áfram aftur kominn í einhvers konar vandræði.Ég bara spyr, er það þess virði að leggja bílinn sinn undir í svona kringumstæðum? Mörgum manninum finnst áræðanlega gaman að dytta að bílnum sínum en ætli þeim finnist jafngaman að horfa á toppinn á honum standa upp úr vatni? Hvað þá þegar hann kemur í henglum upp úr. Ef ég svara fyrir sjálfa mig þá finnst mér það ekki þess virði, en það er bara mín skoðun. Kannski finnst einhverjum spennandi að opna hurðina og sjá vatnsflauminn renna út úr djásninu, svona svipað eins og þegar við sem krakkar óðum upp fyrir brúnina á stígvélunum og horfðum hreykin á gusuna sem kom úr stíbbunum þegar við hvolfdum úr þeim.
Ég vona að þessi hópur sem hélt áfram komist á leiðarenda stórslysalaust og án stórtjóna.
Kv.
Alma
Bennafrú
03.01.2007 at 20:24 #573450Það er líklega stærð L, spurning hvort þú getir komist yfir svona Þ-streng eins og Erlingur virðist eiga. Kannski duga þeir betur…
03.01.2007 at 13:42 #573442Eigum við að ljóstra því upp? Kemur það öllum við? Jú, kannski… ég notaði þetta bleika frá Loreal og hárnæringuna líka. Pældu í því, ég notaði líka bleika handklæðið, allt í stíl!
03.01.2007 at 13:33 #573438Nei, elskan, g-strengurinn slitnaði um daginn, manstu? Þú verður að biðja TNT að gefa þér nýjan.
Það reyndar rann upp fyrir mér á meðan ég var að þvo hárið á mér í sturtunni áðan, að ullin heitir ekki morino heldur merino…
Einlægur aðdáandi besta karlakórs í
[url=http://www.heimir.is:f3zqsghr][b:f3zqsghr]Heimi[/b:f3zqsghr][/url:f3zqsghr]
03.01.2007 at 12:54 #573430Viltu ekki þá, Gundur, deila með okkur hverju þú ætlar að smyrja á brauðið, hvort þú ætlar í sundskýlu, sundbuxum eða nærbuxum þegar þú ferð í gufuna og hvort þú verður í síðbuxum úr flísefni eða Morinoull?
Mér skilst, Lúther minn, að löngu sé búið að fylla þessa ferð. Ég ætla samt á karlakórstónleika í Varmahlíð á laugardagskvöld, bara svona til að láta alla vita.
Skagfirðingur sem býr á Akureyri og notar skónúmer 38.
26.11.2006 at 20:57 #569252Ja, hafa ekki allar drottningar kórónu??? Kannski er þetta bara veldissprotinn hennar, hennar er mátturinn og dýrðin… nú verður bóndinn foj, sumir eru nefnilega ekki alltof hrifnir af því að aðrir hafi "kvengert" LandCruiserinn hans.
26.11.2006 at 17:04 #569248Hópur 1 hefur snúið af jökli sökum erfiðrar færðar á jökli og sprungna sem þeir óku fram á. Bjargvætturinn á Snæfríði sinni mun taka stefnuna norður í fjallaloftið eftir Kjalvegi og hinir í öfuga átt eftir sama vegi.
26.11.2006 at 12:32 #569238Það voru að berast fréttir af hópi 1 sem fór Kerlingarfjöllin. Bjargvætturinn úr Norðri ™ hringdi og sagði að þeir væru lentir í Kerlingarfjöllum eftir flugakstur sem tók einungis 1 klst og 10 mín. Þetta eru 6 bílar og ætlar hópurinn að leggja á Langjökul og setja stefnuna á Borgarfjörðinn. Veðrið mun vera eins og best verður á kosið og góður andi í hópnum.
Húsfreyjan undir Hlíðarfjalli
22.10.2006 at 23:11 #564802Ég hef óstaðfestan grun um að ef ég myndi beita jálkunum fyrir Pattann þá myndi ég örugglega komast hraðar yfir en með því að brúka hann svona tradisjónal.
Skagafjörður, best í heimi!
22.10.2006 at 00:53 #564790Lúther minn, ég lúri á húfunni eins og ormurinn í ævintýrinu. Ég kem til með að verja hana fyrir bónda minn með öllu því sem Guð gaf og meiru til… ég á nefnilega til fulla verkfærakistu af járningaráhöldum og písk!!! Og ef þú verður ekki góður þá sæki ég stóru stangirnar!
Alma
Sérlegur björgunarhúfugætari
12.09.2006 at 21:24 #198530Rakst á þessa síðu og datt í hug að kannski væri einhver þarna úti sem sæi í þessum gömlu blikkjálkum gull og gersemar. En eins og segir á síðunni þá þurfa menn að hafa hraðar hendur ef þeir eiga ekki að enda ævina í járnaportinu.
Alma
14.06.2006 at 00:48 #554450Þið haldið að þetta sé bara einhver brandari!
Þið hafið ekki grænan grun um hvað veslings Benni minn gengur í gegnum þessa dagana. Hann hrekkur upp mörgum sinnum á nóttu af sömu martröðinni. Hún er þannig að hann er að berjast við að komast upp Bakkaselsbrekkuna á Patrol á leiðinni í mat til tengdó og er orðinn heldur seinn. Patról er farinn að spúa svörtum og bláum reyk, hver bíllinn á fætur öðrum er farinn að flauta og bruna frammúr. Fyrst fer Reunault Megane, svo kem ég á mínum fyrrum Svaðilfara og í kjölfarið Stebbi Höskulds á Subbanum og öll skiljum við Benna greyið eftir í neðsta hlutanum á Bakkaselsbrekkunni. Martröðin endar svo þegar Pattinn er alveg við það að renna yfir ristarhliðið efst í brekkunni en þá springur vélin með miklum látum og Benni ræfillinn vaknar upp sveittur og móður.Ef þið haldið að það sé eitthvað grín að búa með Toyotamanni sem getur ekki litið út um gluggann á óhræsis Patrolinn án þess að fá hroll, þá er ekki allt í lagi hjá ykkur! Ég krefst þess að fá að sofa heila nótt án þess að þurfa að vakna upp og hugga veslings Benna minn eins og ungabarn. Sem betur fer þá hef ég fundið lausn sem virkar þangað til næsta martröð gerir vart við sig. Hún er sú að leiða hann út á bílastæði og lofa honum að strjúka 80 LC-inn um stund. Þá sofnar hann vært þar til…
Hin úttaugaða Toyotukona,
Alma
08.04.2006 at 14:27 #548366… hjá þeim sem ekki eru heima með flensu.
Heyrði í Benna bónda mínum fyrir nokkru og hann sagði að það væri frábært veður, frábær andi og 2,5 pund og lóló hjá fyrsta bíl á leiðinni upp á Lágheiði. Giskaði á að það væru u.þ.b. 20 bílar með í för.
Frúin.
25.11.2005 at 16:51 #533946Þá er Björgunarmaður ársins farinn til fjalla ásamt húfunni góðu sem hann fékk á árshátíðinni. Benni lagði af stað úr Akureyrarhreppi um kl. 15:22. Segir nú heldur fátt af einum ennþá. Reikna nú fastlega með að hann sé kominn úr byggð þegar þetta er skrifað.
Grasekkjan
06.11.2005 at 22:57 #531448Færðin er að skána en ekki er víst að meðalhraðinn aukist verulega þar sem 44" Ford Econoline Björgunarsveitarinnar í Mývatnssveit hefur brotið framdrif og reikna þeir með að þurfa að aðstoða hann upp erfiðustu hjallana. Stefnan er sett á að koma niður hjá Grænavatni í Mývatnssveit en það er skammt frá samkomuhúsinu Skjólbrekku. Þegar ég heyrði frá Benna síðast fyrir ca. hálftíma áttu þeir u.þ.b. 40 km eftir í Mývatnssveit. Hann kvaðst sjálfur vera orðinn algjör faramaður, rekandi lestina til að hlífa kúplingunni. Kv. Alma
06.11.2005 at 20:22 #531444Ég ætla að endurtaka það sem við Skjöldur höfum áður sagt, Erlingur er ekki sama og Elli Hiclone. Elli Hiclone er með milligír og Magglock ef það hefur líka farið framhjá.
-
AuthorReplies