Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.10.2011 at 23:58 #739411
Tek undir með Skúla, þessi leið sunnan við Hellnafjall er bráðskemmtileg en líklega ekki mjög fjölfarin, tam er hægt að sjá mjög fallegar bergmyndanir ofan við ármótin skammt sunnan við veginn upp að Langjasjó.
Annað sem mætti líka gera væri að stika betur leiðina niður að skálanum við Sveinstind, sérstaklega til að byrja með þegar farið er yfir sandanna, það er ekki auðvelt að sjá hvert á að fara þegar menn koma þarna í fyrsta skipti og stikun myndi koma í veg fyrir villuslóða.
kv/Agnar
11.10.2011 at 16:26 #739339helv, missti af þessu. Á hvernig dekkjum er hann, 38" ?
02.10.2011 at 21:44 #737905Viðar, boraðirðu einhvern tíman út TB í 62 mm og ef svo varstu sáttur við útkomuna ?
25.09.2011 at 19:46 #737833Ferð á download.com og hleður niður freeware eins og td PIXresizer og notar hann til að minnka myndirnar.
22.09.2011 at 23:29 #736735Patrol er einstaklega viðkvæmur fyrir skít í eldsneytissíunni og það þarf að hugsa vel um hana. Ef þú ert með aukatank þá mæli ég sterklega með því að vera með síu á þeirri lögn líka. Á gamla mínum þá fékk ég einhvern skít úr aukatanknum sem fór að hafa áhrif á ganginn en til að byrja með fékk líka þá greiningu að þetta væri olíuverkið. Fann það síðan út að þetta var drulla úr aukatanknum.
22.09.2011 at 14:39 #737311[quote="Bragi":3c0fctbg][url=http://www.gpsbabel.org/:3c0fctbg]GPSBabel[/url:3c0fctbg] er líka nokkuð gott og ókeypis ;)[/quote:3c0fctbg]
Ég er kominn með þetta, takk.
Vandamálið fólst í því að ef ég converta .gdb yfir í .plt (Ozi) þá fæ ég hundruðir skráa (ferla) og að sauma þá saman í eina Ozi skrá er killer. Það er þó til hjáleið, converta með GPSBabel beint yfir í .gpx og taka þannig inn.
Nú er bara að fara að skoða og rýna ……
kv / Agnar
21.09.2011 at 22:33 #737303Flott framtak !
Það væri samt ofsalega vel þegið að geta fengið þessa ferla á GPX formi fyrir okkur sem eru ennþá "old school" og notum önnur forrit.
Það er hundleiðinlegt að converta svona mörgum .gdb ferlum yfir í td .plt (OziExplorer) því hver ferill vistast sem sér skrá en ekki allir í sömu skránni.
takk,
19.09.2011 at 11:21 #7374816 kr afsláttur hjá Orkunni, er þetta ekki innsláttarvilla ?
Ég stóð í þeirri meiningu að það væri 5 kr. afsláttur hjá félagsmönnum á Orkustöðvunum !
kv / Agnar
04.09.2011 at 22:24 #735605[quote="Svana":3lm6owme]Meira en til í það Bragi. Við finnum dagsetningu og tökum fljótlega góðan túr þarna uppeftir.
Guðmundur G. Kristinsson[/quote:3lm6owme]
sælir félagar
Þið megið alveg slá á mig líka, væri alveg til í að skjótast með ykkur félögum upp eftir í smá dagsferð
kveðja
Agnar
31.08.2011 at 13:27 #736133[quote="ólsarinn":3lz8axdx]Hvaða sveitavargur? Verður einhver eftir í sveitinni árið 2015? Reyndar er orðið ansi langt síðan bóndi keypti síðast Land Rover, held ég. Pikkararnir hafa alveg tekið yfir sem búsbílar.[/quote:3lz8axdx]
Reyndar var ég nú með enska sveitarvarginn og óðalsbóndann í huga, það er ekki margir sem kaupa svona bíla nýja í dag hér á Íslandi eða hvað !
31.08.2011 at 10:56 #736129Ætli hann sé kominn með "þróaða" fjöðrun !
Hver í ósköpunum ætli kaupi Land Rover núna því ekki kaupir sveitavargurinn svona nýmóðins tæki ……
23.08.2011 at 21:37 #735735Já það fyrsta sem ég hugsaði var að aðstæðurnar hefðu verið betri en hann vill meina að svo hafi ekki verið og að það hafi verið svipaður akstursmáti á þeim erlendis og hér heima. Kannski keyra menn bara ómeðvitað "betur" á svona löngu ferðalagi !
23.08.2011 at 16:11 #220127Vinnufélagi minn keyrir mikið um á Suzuki ferðahjóli og er meðaleyðslan hjá honum á langferðum hér heima í kringum 7/100 (mælingar til margra ára). Hann var síðan að koma úr langferð á hjólinu um Norðurlöndin (SVÍ,DAN,NOR) þar sem eknir voru þúsundur km á tveimur vikum og það merkilega við þetta var að fljótlega eftir að hann kom til Danmerkur þá tók hann eftir því að meðaleyðslan lækkaði smátt og smátt niður í 5/100 og hélst þannig út alla ferðina. Þegar hann svo lenti aftur með Norrænu á Egilsstöðum og keyrði heim þá hækkaði eyðslan smám saman aftur í 7/100 á hundraðið.
Hafa menn einhverja vitneskju um það hvort bensín sé af lakari gæðum hér en erlendis, erum við að brenna einhvern skít hérna á Íslandi ?
10.08.2011 at 14:31 #735065"Landverðir fái vald til að beita sektum…." Ekki viss um að mér lítist á það.
21.07.2011 at 13:42 #734017Ágæt og málefnaleg umræða, Páll hefur rétt fyrir sér í mörgu sem hann segir þó hann hafi augljóslega horn í síðu margra og hefur gaman af því að hnýta í hina og þessa til að fá viðbrögð. Það sem mér finnst pirrandi við Pál er að hann segist tala um hlutina eins og hann sjái þá en sleppir alveg allri sanngirni í umræðunni eins og Jón kemur inn á. Því skal þó haldið til haga að það í sjálfu sér skiptir ekki máli hvenær Skagafjarðardeild F4x4 var inn í Nautöldu, akstur er bannaður innan friðlandsins, sumar sem vetur skv fyrrnefndri reglugerð …. hvort sem það er eitthvað vit í því eða ekki.
kv / AB
19.07.2011 at 17:09 #733947Comanchee á Hvanndalshnjúk 1991 er til á youtube:
[url:3jy7ifb1]http://www.youtube.com/watch?v=NNYQidFEutw[/url:3jy7ifb1]
19.07.2011 at 00:06 #733215Það eru líka til plasttankar sem gætu hentað í þetta, auðvelt að kippa þeim úr. Bara spurning um hvernig best er að koma bensíninu í aðaltankinn og fylla á. Ég hallast að því að koma fyrir einhverjum varanlegum leiðslum með hraðtengjum og svo rafmagnsdælu.
16.07.2011 at 07:32 #733713Hefur enginn fundið þetta á sölusíðum erlendis ? Ég prófaði einhvern tíman að leita og fann ekkert, mig vantar að kaupa svona líka en neita að borga 65 þús kr. fyrir þetta.
kv / AB
16.07.2011 at 00:07 #733211Hafið þið eitthvað pælt í aukatankamálum í XJ ? Búinn að vera að spá í þessu fram og tilbaka og er eiginlega kominn á það að setja flatan tank í skottið, ætti að ná 100 lítrum auðveldlega. Ég er búinn að "stækka" aðaltankinn upp í 95 lítra með því að færa öndunina en langar í 100-150 lítra í viðbót í aukatank. Nenni ekki þessu brúsastandi lengur og vill helst ekki hafa þetta utan á bílnum að framan/aftan.
Einhverjar aðrar hugmyndir ?
kv / AB
08.07.2011 at 11:15 #733039[quote="Atli":a47sfmvq]Djöfull lýst mér vel á það frændi.
Ég verð í sambandi við þig þegar það er kominn Svinaskarðs-hugur í mig.Kv.[/quote:a47sfmvq]
já endilega, verð kominn aftur í bæinn eftir 1-2 vikur
-
AuthorReplies