Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.02.2012 at 17:21 #748914
[quote="BaddiBlái":3uaqgtsc]12 króna afsláttur er algengur hjá stærri kaupendum skilst mér[/quote:3uaqgtsc]
12 kr af hvaða verði ?
Það er ekki hægt að ræða þessa hluti nema það sé verið að bera saman afslætti af sömu verðunum. F4x4 var td með 12 af listaverði (með þjónustu) en væntanlega er það eitthvað aðeins hærra núna þar sem afslátturinn hjá Orkunni er kominn úr 5 kr í 6 kr.
Ég væri til í að menn kæmu með concrete dæmi um afslætti hjá öðrum félögum og af hvaða verði þessir afslættir eru reiknaðir. Þá fyrst er einhver grundvöllur að ræða þetta af viti.
Endilega skjótið inn einhverjum staðfestum verðum og afsláttum svo við höfum eitthvað að bera okkur saman við …
21.01.2012 at 09:40 #747627Hérna er hægt að sjá viðtalið
[url:2uk487tg]http://www.n4.is/tube/file/view/2252/[/url:2uk487tg]
17.01.2012 at 23:09 #747309Skv þessu þá er þetta ennþá til.
[url:2p80ac39]http://www.nittotire.com/TireSelector/Category?tireSection=grapplertruck#mudgrappler[/url:2p80ac39]Þessi dekk virðast aldrei hafa náð neinum vinsældum hér heima þrátt fyrir gott grip og að vera sterk og góð dekk (eins og td MT Baja Claw). Líklega hafa þau fengið á sig slæmt orð þar sem þau eru einstaklega laus á felgu (eins og svo sem MT og Irok eru líka) en því er nú hægt að redda með völsun eða beat lock …..
Var kannski eitthvað annað og meira að plaga þessi dekk !
17.01.2012 at 16:33 #747303Var ekki Bílabúð Benna að selja þetta.
Ég held ég myndi nú frekar skella mér á ný Super Swamper 38" SSR hjá N1 eða AT450 á 350 – 400 þús. kr. frekar en að flytja þetta inn á þennan pening.
09.01.2012 at 15:50 #222003Hvað er að gerast hér, ferðaþjónustujeppi tekinn fyrir utanvegaakstur á miðjum vetri ?
http://www.visir.is/ferdathjonustuadili-kaerdur-fyrir-akstur-utan-vega/article/2012120109059
31.12.2011 at 11:13 #745389Guð minn almáttugur, er búið að undirbúa áfallateymi hjá partasölum landsins þann 28.jan ….. Það hafa líklega ekki farið jafn margar amerískar eðalbifreiðar á fjöll á einni helgi síðan Bjarni Ýktur átti keyrandi jeppa 😉
13.12.2011 at 15:24 #744063Þetta er svona hjá öllum tryggingarfélögunum sem ég hef tékkað á.
13.12.2011 at 13:27 #743955Neðri klafinn virðist hafa brotnað hjá þeim !
"[i:hlnubhk0]On our way back to Patriot Hills after turning around due to zero visibility weather, the skies started to clear up a little. We found the track that we had made going out, which made for a better return. We were chugging along at a comfortable pace (now that we were only headed back to make camp before we could start our attempt again, there was no reason to hurry.) After crossing a snow drift about the size of a speed bump, the lower wishbone on the right front of the vehicle apparently broke. Jason and Kieron investigated it and determined that it had likely snapped due to continued stress from extreme cold. It was not a bump that would normally cause this kind of damage. In fact, of all the things that could be anticipated that might fail on this well-built truck, this one wasn’t even on the list. It was a freak component failure that just happened. A replacement part can be sourced, but it will have to be beefed up once we get it, and that might cause timing issues. The window of opportunity on Antarctica is only open for so long, after all.
So we put up our tent next to the vehicle and are waiting – very comfortably – for some reinforcements. There happens to be a tractor train heading back from Thiel Mountain (half way from Union to the Pole) that is expected to pass by us in a day or two. So we’ll wait here for them. Then we’ll load Polar onto the tractor train and hitch a ride back to Union to sort things out. Kieron believes that fixing the vehicle in the field is impossible, so we’ll take it back to the camp and figure out what to do next. But for all intents and purposes, we will need to replace the wishbone before we can restart the attempt – we’re working with ALE to see how quickly they can get something out to us.[/i:hlnubhk0]"
09.12.2011 at 11:48 #743711[quote="heidarg":1ynzk6jm]Veit einhver hvar er hægt að fá breiða kúpta gúmmí renninga undir dekkja slabbið í skúrnum?[/quote:1ynzk6jm]
Er þetta eitthvað sem hægt er að nota til að loka fyrir flæði vatns inn í skúrum, svona til að afmarka blautsvæði á stóru gólfi ?
….. eða er ég að misskilja þetta hrapalega !
09.12.2011 at 11:18 #743735Þekki einn sem er að nota þetta á jeppann hjá sér, meðal annars í túristakeyrslu, og hann er mjög ánægðir með þetta. Það eru margir að nota þetta í túristakeyrslunni.
Ég veit þú getur fengið þetta hjá Hjólbarðaverkstæði Heklu Klettagörðum en þetta kostar skildinginn, minnir að þetta hafi verið rúmlega 100 kr. naglinn þannig að ef þú neglir 120 nagla í dekk þá kostar þetta 50 þús.kall !
29.11.2011 at 12:48 #742787[quote="junni":bsduwnij]Sælir
Fyrir framan kamarinn er snjódýptarstika með að mig minnir 30cm á milli punkta.
Kv. Júnni[/quote:bsduwnij]Stikan er með sex strik (toppurinn talinn með) sem gefur samtals 180 cm, ca mannshæð. Betra að vita það ef maður ætlar að telja út strikin í miklu snjó
29.11.2011 at 12:46 #742785[quote="Krilid":3j5uv6qh]http://brunnur.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/midhalendid.html[/quote:3j5uv6qh]
Þetta er flott, takk fyrir þetta !
Fann einnig þennan link, hér er búið að taka saman alla snjódýptarmæla landsins inn á eina síðu
[url:3j5uv6qh]http://andvari.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/snjodypt/[/url:3j5uv6qh]
29.11.2011 at 10:33 #742769sæll frændi
Ég átti einu sinni Pajero með þessari vél, sjsk á 33" og var það máttlausasti bíll sem ég hef nokkurn tíman átt …. meira að segja miðað við Patrol ….. þannig að þetta er ekki ósennilegt hjá Gísla !
29.11.2011 at 10:29 #742777Það ætti að vera lítið mál að framkvæma þetta ef það er hægt að komast í rafmagn td frá sólarsellu og gsm samband til að senda myndina til byggða.
Þessu tengt varðandi snjóalög þá notaði ég mikið snjódýptarmælingar sem var safnað við nokkrar veðurstöðvar hérna áður fyrr, td við Setrið (virkaði reyndar alltaf illa þar) og í Veiðivatnahrauni. Þessar mælingar gáfu fínar upplýsingar um snjósöfnun. Ég get ekki með nokkru móti fundið þessar mælingar lengur á vef veðurstofunnar, veit einhver hvort þetta er lengur aðgengilegt á netinu ?
Eina sem ég finn er sólarhringsúrkoma [url:3kkyrkfx]http://www.vedur.is/vedur/athuganir/urkoma/[/url:3kkyrkfx]
21.11.2011 at 13:14 #742035Flott síða og vefnefnd á heiður skilinn fyrir að pop-a upp vefinn, ekki bara útlitið heldur er skipulagið nú orðið miklu betra og aðgengilegra.
Er svo ekki bara myndaalbúmið næst á dagskrá
kveðja
Agnar
08.11.2011 at 14:36 #732991Ég fór þetta með hópi af óbreyttum/lítið breyttum bílum fyrir mörgum árum síðan og þetta hafðist nú með talsverðri lagni. Ég myndi nú samt ekki nenna þessu nema í góðu sumarveðri því það var ansi oft sem menn þurftu að stökkva út til að skoða hvort plaststuðarar væru að sleppa framhjá og yfir björgin sem voru á "veginum". Annars flott leið og nokkuð um minjar frá gamla veginum á leiðinni.
05.11.2011 at 02:12 #741251Þú ætlar ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur !
Áður en þú byrjar að breyta og jafnvel áður en þú velur eintak þá skaltu skoða rafmagnsmálin verulega vel, flækjustigið mun liggja þar en ekki í hásingavali eða tölvukubbum ef þú ferð í nýrri árgerðirnar af þessum bílum. Á einhverjum tímapunkti (minnir að einhver hafi nefnt 2004 eða 2005) þá verða talsverðar breytingar á tölvustýringum í þeim og skv því sem ég best veit þá flækjast málin all verulega við þessar breytingar. Svo mikið að ég veit að menn hafa hætt við eftir að hafa farið í gegnum þau mál.
Ef þú ferð í aðeins eldri bíl þá verður þetta auðveldara en þú losnar sjálfsagt samt ekki alveg við að þurfa að fikta í tölvudótinu, blinda einhverja nema og plata tölvuna þannig að hún samþykki að halda honum í gangi.
Gangi þér vel og leyfðu okkur endilega að fylgjast með ef þú ferð af stað með þetta
29.10.2011 at 22:48 #740387[quote="Árni Alfreðsson":3oc2sj31]Mér finnst töfraorðið ferðaþjónusta vera orðið svona svipað og álver og virkjanir var fyrir örfáum árum. Menn tala um ferðaþjónustuna sem eitthvað græna. Ég sé ekkert grænt við sífellt fleiri uppbyggða vegi með tilheyrandi varnagörðum og brúarsmíði, ásamt öllum húskofunum sem þessu fylgir. Ferðaþjónustan með sinni heimtufrekju er í mínum huga orðin mesti umhverfisvandinn í íslenskri náttúru.
Kv. Árni Alf.[/quote:3oc2sj31]
STÓRT "like" á þetta !
25.10.2011 at 09:10 #739775sælir norðanmenn
Þetta var afar áhugaverð leið sem þið fóruð, ég gekk aðeins þarna um nágrennið í sumar (þið vitið svona labb sem maður gerir með fótunum og var einmitt mikið að horfa á þennan slóða og spá hvort ekki væri gaman að aka þarna yfir. Er þetta ekki líka "fært" á veturna og lumið þið ekki á einhverjum myndum frá heiðinni ?
kveðja að sunnan
Agnar
17.10.2011 at 08:49 #738069[quote="ingaling":14d82r4v]hvað eru menn þá að nota í staðinn 39,5"?? 41"?? Hvernig er með gömlu 36" er það kanski löngu búið spil…??[/quote:14d82r4v]
Menn eru smátt og smátt að færa sig í 16-17" háar felgur og til að fá stærri belg þá eru menn bara að stækka við sig. Ég ákvað td að fara í 39,5" breytingu í stað 38" og eiga þannig möguleikann á að færa mig yfir í 16" seinna meir. Ætli þetta endi samt ekki einhvern tíman í 41-42" dekkjum hjá manni
-
AuthorReplies