Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.08.2004 at 12:52 #505204
Sæll Atli
Hjólbarðahöllin hefur verið með góð verð á GH, 29.900 kr/stk síðast þegar ég vissi. Þeir eru líka sanngjarnir í verðum í ballanseringu og umfelgun.
Ég var mjög ánægður með GH undir Pattanum mínum. Mæli líka eindregið með að þau verði microskorin ef þú ætlar ekki að negla þau en það minnkar hávaða og gripið eykst.
kveðja
Agnar
03.08.2004 at 15:22 #503874Svona fyrir áhugasama þá fannst vatnslekinn loksins. Við settum þrýsting á vatnsrásina og þá kom ýmislegt í ljós, s.s. að vatnsdælan er ónýt ásamt því að leki var með hosu.
Mæli með því að menn setji trukk á vatnsrásina ef þeir lenda í svona vandamálum í stað þess að fara að rífa og tæta strax
kveðja
Agnar
16.07.2004 at 13:02 #504836Hann er væntanlega að spyrja um sídrifsbíla????
AB
15.07.2004 at 16:17 #459658Skúli,
Áttu þetta ennþá til í fórum þínum?
Endilega settu það inn á t.d. Kárasíðuna eða f4x4
kv
Agnar
06.07.2004 at 23:54 #504284sæll Óli og takk fyrir síðast.
Smá viðbót,
skv mínum kokkabókum er áin kölluð Blautakvísl þar sem við fórum yfir, Núpsá og Súla eru ofar en eru reyndar í dag í allt öðrum farveg en t.d. Atlaskortin sýna.
Fyrir þá sem vilja þá eru gps hnit við vestari bakka neðra vaðsins:
N63 58,7598
W17 28,8894
Brotið leynir sér ekki og lýsingin hjá ÓAG ætti að duga öllum til að finna það!Til gamans þá bætti ég inn mynd af 38" LC70 að fara yfir efra vaðið. Það er kannski ekki svo ýkja hátt í ánni þarna en hún er straumhörð og lyftust allir bílarnir hjá okkur á kafla. Klukkan var ca 19 að kvöldi til.
Annars mæli ég með því að menn kíkji þarna inneftir ef þeir hafa tækifæri til, afburðafallegur staður með góðum gönguleiðum.
kveðja
Agnar
22.06.2004 at 10:33 #504054Mér finnst hann heldur dýr, V6 4Runner er þungur í sölu enda frekar eyðslufrekur. Fyrir bíl í topp standi finnst mér 700 þús STGR. hljóma mun betur.
kv
AB
15.06.2004 at 12:00 #503862Olíuþr. er í 0 í hægagangi en rýkur upp við snúning. Skv "mikilsmetnum mönnum" (eins og Davíð myndi orða það) þá á það að vera í lagi ef hann nær 3-4 pundum við 3000 snún/mín !!!! Það eru sjálfsagt meiningar um þetta en þetta telst nú varla eðlilegt. En eins og ég segi þá hefur hann lengi verið svona án þess að hiksta (fyrr en nú).
Annars fer bíllinn væntanlega inn í skúr á fimmtudag/föstudag og þá verður þetta allt saman skoðað fram og til baka enn á ný.
kv
Agnar
15.06.2004 at 10:45 #503858sælir
Takk fyrir skjót og góð svör.
Jú það er búið að skoða vatnsdæluna og vatnskassann og ekkert finnst. Annars eru nokkrar góðar hugmyndir komnar fram frá ykkur sem við ætlum að skoða betur.
Gísli, það er búið að skipta um olíuþrýstingspunginn og ætti hann að sýna rétta mælingu. Ég vissi þetta ekki með kíttið, ég ætla að skoða það aðeins betur. Ég hringi kannski ef mig vantar nánari upplýsingar. TAKK
Endilega kastið fram öllum þeim hugmyndum sem þið hafið
kveðja
Agnar
14.06.2004 at 00:27 #194460sælir snillingar
Pabbi gamli er með Patrol (2,8 l. ´91 módel, ek. 180 þús) sem tapar vatni ansi hratt , svona ca 1 liter á 200 km. Búið er að þrýstiprófa heddið og er það í fínu standi og skipt var um heddpakkningu en áfram tapar hann vatni. Ekki er sjáanlegur leki neins staðar frá vatnsrásinni. Við erum orðnir ansi ráðalausir varðandi hvað getur verið að! Olíuþrýstingur er einnig mjög lágur en rýkur þó upp fyrir viðunandi mörk á snúningi en þannig hefur hann reyndar alltaf verið frá því við fengum hann fyrir 1 1/2 ári.
Hvað getur verið að?
kv
Agnar
12.05.2004 at 14:34 #501853Ég mæli með brúsunum frá Ölgerðinni. Þeir eru til 20 l. og 50 l. minnir mig. 20 l. brúsarnir eru mjög þægilegir í notkun (lögunin er góð) og tapparnir eru mjög þéttir. Farið bara á skrifstofuna baka til við Ölgerðina og þeir beina ykkur áfram. 20 l. brúsi kostar ca 4-500 kr. minnir mig.
Munið bara að þrífa vel út úr brúsanum með heitu vatni fyrir notkun. Þetta er óttalegt sull þessi bragðefni sem flutt eru inn til landsins í brúsunum. Mig langaði alla vega ekki Pepsí í nokkurn tíma eftir að ég lyktaði úr brúsanum
kveðja
Agnar
05.05.2004 at 13:59 #501278sælir
er munstrið í kevlar og radial eins?
Ef ekki, hvernig eru radial dekkin að reynast í snjónum?kv
Agnar
19.04.2004 at 15:37 #499129sælir allir sem sendu trökk
Vildi bara þakka fyrir góð og skjót viðbrögð!
Bestu kveðjur
Agnar
17.04.2004 at 12:01 #49911317.04.2004 at 11:58 #194222sælir/sælar
Mig vantar nauðsynlega track af leiðum upp á Mýrdalsjökul (er að fara í fyrramálið)?
OziExplorer skrá eða textaskrá keyrð úr Nobeltec væri flott!
með von um skjót viðbrögð
kveðja
Agnar
15.04.2004 at 12:00 #49877814.04.2004 at 17:50 #498682sælir
Ég hef verið í svipuðum vandræðum og Lúther með báða Patrolanna sem ég hef átt, reyndar er "virknin" öfug hjá mér, þ.e. ljósið kemur ekki á þegar ég set læsinguna á, en hún er samt í fínu formi.
Er þessi takki sjáanlegur utan á membrunni og er auðvelt að liðka hann?
kv
Agnar
13.04.2004 at 17:41 #498223Vegurinn á að ná inn að Gígjökli (Lóni) í "fyrstu atrennu" minnir mig skv grein Árna Alfreðssonar. Það er því ljóst að vegurinn þarf nú ekki mikið að glíma við Markarfljótið ef "rétt" er að málum staðið.
Að auðvelda aðgang að einni helstu náttúruperlu landsmanna hljómar kannski vel í eyrum einhverra en að gera uppbyggðan veg inn í Þórsmörk jaðrar við stórglæp að mínu áliti.
Er ekki fyrsta skrefið að komast að því hvernig þetta verkefni komst inn á vegaáætlun og hverjir hafi veitt því brautargengi?
kv
Agnar
12.04.2004 at 11:18 #498075Ég tek undir að það er mjög gaman að skoða myndaalbúmið hérna á vefnum og þá sérstaklega þegar settir hafa verið inn góðir skýringatextar með.
Ég hef talvert verið að setja inn myndir af ferðum sem ég hef farið í og er fyrir löngu búinn að fylla mitt albúm, er reyndar búinn að fjarlægja mikið af myndum úr ferðum aftur til að koma nýjum fyrir, sem er bagalegt þar sem ég hef oft á tíðum eytt töluverðum tíma í að byggja upp ferðasöguna, bæði í máli og myndum.
Þrátt fyrir margar tilraunir hefur vefstjóri ekki veitt mér meira pláss og reyndar bara alls ekki svarað mér. Ég er því búinn að vera að hugleiða í langan tíma að koma öllum mínum myndum fyrir annars staðar á netinu þrátt fyrir að það sé að mínu mati mun lakari kostur þar sem best er að allar ferðamyndir séu á einum stað og að ég er mjög ánægður með formið á albúminu!
Vonandi fer nú að rætast eitthvað úr þessum málum hjá klúbbnum því að ég kynntist klúbbnum í gegnum vefsíðuna og þá var myndaalbúmið mikið skoðað
kveðja
Agnar
07.04.2004 at 12:51 #497755Skv Vegagerðinni þá eru þessi vegir ekki lokaðir, það má þó gera ráð fyrir að þeir verði frekar "subbulegir"….
kv
AB
18.03.2004 at 14:20 #491862alveg sammála síðustu ræðumönnum. Var á ferðinni síðasta sunnudag á Kjalvegi norðan Hveravalla (kom frá Akureyri), allt var gaddfreðið, veðrið frábært og fórum við upp á Langjökul hjá Krákum, nóg var af snjóflákum og færið og veðrið alveg frábært.
It´s not over until it´s over !!
kv
Agnar
-
AuthorReplies