Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
14.11.2004 at 22:40 #50866609.11.2004 at 18:40 #508438
sæll Atli
Ég er með VX-2500 sem er svipuð stöð. Hún hefur reynst mjög vel en mér finnst þó eitt atriði pirrandi við mína að ekki skuli vera ljós í tökkunum á henni. Í myrkri sér maður ekki of vel hvað maður er að ýta á……
kv
Agnar
08.11.2004 at 00:00 #508214fleiri spurningar
– er þetta almennilega einangrað, virkar eins og húsið sé frekar óþétt.
– Er þeir til 5 sæta?
Er ekki alveg eins gott að eiga verklegan Willys?????
kv
AB
29.10.2004 at 16:29 #507326Benni er með 1:5.42 á 60-70 þús síðast þegar ég gáði (fyrir ári síðan) en hann lætur framleiða þetta fyrir sig einhvers staðar á suðrænum slóðum….
kv
Agnar
28.10.2004 at 14:56 #507272sælir
ég á trakk (í snjó) úr OziExplorer. Ef þú hefur áhuga sendu mér bara meil á agnarben@hotmail.com og ég sendi þér það til baka.
kv
Agnar
28.10.2004 at 14:52 #506704sælir
Ég mældi þá tvo 38" 2.8 l Patta sem ég átti margsinnis og aldrei fékk ég tölur fyrir ofan 16 l/100 í akstri á auðri jörð (oftast fékk ég 14-15 l/100). Ef við bætum nú við 10% mælaóvissu þá gerir það 17,5 l/100 sem er langur vegur frá 20 l/100. Bílarnir voru á orginal hlutföllum.
Til samanburðar þá er ég á LC90, sjsk m/turbo intercooler á 38" og hann er að eyða 15-17 l/100 í blönduðum akstri og er ég nú ekkert að spara mig (hef náð honum niður í 13 l/100 best). Ég trúi því ekki að 3 l vélin í Toyotunni sé að eyða mikið minna en 2.8 l vélin í Pattanum ef allt er eðlilegt.
Ég botna nú bara ekkert í þessum tölum hjá þér Pétur !!!
Sparaksturskveðjur
Agnar
24.10.2004 at 19:14 #506692þetta eru svipaðar eyðslutölur og hjá mínum tveimur 38" Pöttum (módel 90-91) með 2.8l vél.
Veit einhver hver gæti aðstoðað mann við innflutning á vél hér heima? Einhverjar hugmyndir?
kv
AB
22.10.2004 at 16:54 #506678sælir
Nú sprakk heddið hjá pabba gamla í vikunni á 2.8 lítra vélinni í Kollafirðinum, smurolían út allt og líklega þarf að plana blokkina með tilheyrandi kostnaði. Erum við því formlega að hugsa um að gefast um á þessari vél enda tvær heddupptektir að baki og gripurinn varla kominn í 200 þús.
Nú er bara spurningin hvaða díselrokk á að setja í, maður hefur helst heyrt um 4.2 Nissan eða 6.5 GM. Auðvitað er verð faktor í þessu.
Veit að Nissan 4.2 virkar en hana þarf líklega að flytja inn með kassa (giska á 600 þús kr). Hver og hvaðan hafa menn verið að flytja þetta inn? Ef einhver getur ýtt manni í rétta átt, annað hvort á netinu eða annars staðar þá væri það gott.
Er einhver þarna úti sem hefur persónulega reynslu af rekstri 6.5 GM, er þetta eintómt vinna að reka þetta svona mixað í Patrol ?? Einnig hef ég heyrt að erfitt sé að fá svona vélar hér heima. Hvaða skiptingar eru menn að nota við hana??
kveðja
Agnar
17.10.2004 at 11:25 #506258sæll Einar
10% reglan er í gildi, þ.e. ef þú ert með breytingarskoðun fyrir 35" þá máttu vera á 38,5" dekkjum til að komast í gegnum skoðun. Þannig að ef þú ætlar í 39,5" dekk þá ertu kominn í vandræði.
Annars fór ég um daginn og fékk skráningunni breytt hjá mér (35" -> 38"). Eina sem ég þurfti var að koma með vottorð um að hraðamælir hefði verið stilltur (færð það hjá AT fyrir klink) en breytingagjaldið kostaði 2-3 þús kall minnir mig. Að sjálfsögðu er ekkert búið að eiga við breytinguna hjá mér síðan hann var skráður á 35" þannig að þetta var straighforward …….
kv
Agnar
22.09.2004 at 00:45 #506224Sælir
Mæli eindregið með göngutæki til að nota bíl, sérstaklega fyrir þá sem eru að læra inn á þetta. Keyptu þér bara stand til að setja ofan á mælaborðið. Hef aldrei lent í því að missa merkið og það er líka fínt að geta kippt því úr bílnum annars vegar til að rölta með og hins vegar til að taka með sér inn í hús til að tengja við lappann. Þannig getur þú leikið þér með þær leiðir sem þú ert að trakka (eða sett inn nýjar) en þannig verður þú fljótur að læra á tækið og um leið á þau forrit sem eru til í dag.
Sem sagt göngutæki, stand í mælaborð og snúru til að tengja í 12 volt og lappa (sama snúran). Þetta allt ætti ekki að kosta þig meira en 30 þús með 4×4 afslætti ef þú ert meðlimur. Svo er bara að byrja að fikta
Annars mælir Arnór af mikilli visku varðandi að lesa af skjánum, þeir eru litlir en þó vel nothæfir til að redda sér í styttri ferðum ef þú lendir í vondu skyggni. Fyrir lengri og tíðari vetrarferðir tel ég nauðsynlegt að bæta við laptop í bílinn eða að fá sér bíltæki.
Vona að þetta hjálpi
bestu kveðjur
Agnar
21.09.2004 at 21:07 #506204Þetta er áhugaverð pæling. Ég hef ekki heyrt um að svona bílum hafi verið breytt en fjandi held ég að svona bíll myndi standa sig á 35-38" dekkjum. Súkkurnar hafa staðið sig með sóma hér á Íslandi hingað til og mér lýst afskaplega vel á þennan bíl. Hann er léttur með ágætis hjólhaf og skemmtilegar vélar.
Er einhver þarna úti sem hefur pælt í þessu?
kv
Agnar
15.09.2004 at 12:48 #505826Auðveldasta lausnin sem ég hef séð er að færa lofthreinsarann upp að hvalbaknum fyrir miðri vél. Þar er nóg pláss ef þú ert ekki með vatnskældan cooler eða eitthvað annað dót.
kv
Agnar
15.09.2004 at 12:42 #505824sælir
Samkvæmt minni vitneskju þá hafa aðeins tvær tegundir af lægri hlutföllum verið í boði fyrir Pattann. Þau eru 1:5.42 en þau eru framleidd á Spáni frekar en Ítalíu að ég held fyrir Benna. Áður en þau komu á markaðinn þá notuðust menn við 1:5.13 en þau reyndust víst ekki vel hef ég heyrt. Hvaðan þau eru veit ég ekki.
Og af því að ég veit að einhver spyr þá er verðið á 1:5.42 hjá Benna ca 66 þús fr+aft (nema þau hafi hækkað yfir sumarið). Bendi einnig á [HTML_END_DOCUMENT][url=https://old.f4x4.is/taekni/Oskar.html]forrit hér á síðunni fyrir þá sem eru að pæla í niðurgírun á Patrol.
kv
Agnar[/url]
09.09.2004 at 20:44 #505588Hérna er slóð á [HTML_END_DOCUMENT][url=http://www.simnet.is/haffster/search/]leitarvél sem einhver bjó til. Vistið þetta í "favorites" og þá eru menn í góðum gír.
Ég er sammála því að það væri gaman að hafa félagatalið inn á síðunni en það er væntanlega til á tölvutæku formi og því auðvelt að keyra inn.
Menn eru alltof óduglegir við að eyða út auglýsingum hjá sér og er líftími á auglýsingar því hið besta mál.
Einnig finnst mér myndaplássið af skornum skammti en ég er á þeirri skoðun að aðeins félagsmenn eigi að geta sett myndir þangað inn. Algjör óþarfi að klúbburinn sé að hýsa myndir frítt fyrir aðra en félagsmenn.
Einnig mætti alveg gera smá skurk í að hvetja menn í greinaskrifum til að setja inn á síðuna, t.d. undir flokkinn Tækni, VHF, Umhverfið o.s.frv. Ég er viss um að mjög mörgum félagsmönnum myndi finnast góð greinaskrif um þessi mál fróðleg lesning.
Svo eru náttúlega mýmörg verkefni sem bíða þeirra sem eru að vinna í því að koma síðunni upp aftur en mikilvægast að mínu mati er að fjarlægja úreldar upplýsingar.
kv
Agnar[/url]
09.09.2004 at 10:26 #505550sælir
Ég smíðaði nú sjálfur tölvuborð í Patrolinn hjá mér á sínum tíma.Eitt vatnsrör sett inn í annað stærra og snittað vatnsrör skrúfað í múffur á sitthvorum endanum (hægt að snúa borðinu með því að losa skrúfu sem gengur í gegnum ytra rörið).
Álplötur soðnar á múffurnar. Annar endinn festur í gólfið (mæli með stórri álplötu þarna megin) og það látið standa lóðrétt. Ofan á hinn múffuendann var skrúfað plexiglas borð með frönskum rennilás (nóg að hafa 2-3 rendur og enga strappa, annars nærðu tölvuskrattanum aldrei af :-). Stífað af í "ohmygod" haldfangið ofan á mælaborðinu með pípuupphengjum úr BYKÓ og snitttein.
Þetta er náttúlega forljótt en kostirnir eru að það er mjög fljótlegt að rífa þetta allt úr eftir ferðir, þetta kostaði innan við 5000 kr og þetta SVÍNVIRKAÐI. Algjörlega ónauðsynlegt að halla þessu eitthvað eða lyfta. Bara að koma þessu fyrir á réttan stað strax
kv
Agnar
09.09.2004 at 10:11 #505504Sæll Einar
þrýstiprófa vatnsrásina! Sú aðgerð ein og sér gefur að sjálfsögðu ekki afgerandi niðurstöðu en gefur vísbendingu ásamt öðrum atriðum sem hafa þegar verið talin upp hér að ofan.
Gangi þér vel
kv
Agnar
05.09.2004 at 21:33 #505444sæll aftur
Ég fann gamla rútu (OziExplorer) af leiðinni frá Ingólfsskála yfir á Hveravelli. Sendu mér bara línu á agnar@vso.is ef þú hefur áhuga og ég svara um hæl.kv
AB
05.09.2004 at 21:23 #505442Pétur,
Á [url=http://www.mountainfriends.com:3drtpl21]Káravefnum[/url:3drtpl21] er ferðasaga Skúla H og Gunna Hása norður fyrir Hofsjökul með viðkomu í Ingólfsskála. Þeir eiga örugglega track af þeirri leið.
kv
Agnar
04.09.2004 at 19:55 #505416sælir
Ég á 12" stálfelgur þar sem búið er að færa miðjuna eins mikið og hægt er (gera þær útvíðari) og er "backspeisið" ca 105 mm. Samt rekst 38" að innanverðu í grindina og þyrfti að mér sýnist að auka útvíkkunin um ca 1 cm (þannig að hún verði undir 95mm) til að þetta gangi upp. Þessar felgur hafa alltaf verið notaðar undir 37" sumardekk. Ég get því ekki séð að felgur með 125mm backspeis séu nothæfar.Einu mögulegu nothæfu felgurnar sem virðast vera til eru orginal Toyota stálfelgur undan Cruiserunum (líklega þyrfti að safna saman fjórum varadekkjum sem eru til af breyttum bílum).
Hvort 14" breiðar felgur komast undir þá hef ég heyrt af alla vega einum bíl sem er á svoleiðis felgum (sjá þráð frá því í síðustu viku) þannig að þetta virðist vera hægt.
kv
Agnar
18.08.2004 at 22:34 #504462ætli maður verði ekki að vera með
Í fjölskyldunni minni eru tveir Patrol og einn LC90
LC90 kominn í 121 þús og ekkert hefur verið snert við vél ennþá 38"
Pabbi rekur gamla ´91 Patrolinn minn en hann er að detta í 200 þús, tvisvar búið að skipta um heddpakningu en heddið lafir ennþá (38")
Svo er einn Spánverji (Patrol ´90 á 33") en hann er kominn vel yfir 300 þús og heddið var að fara um daginn í fyrsta skipti (2.8 l en engin túrbína).
Á einhver Patrol hedd sem slær þetta út??????
-
AuthorReplies