Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.04.2005 at 22:50 #520394
virkar ekki hjá mér heldur
kv
AB
19.03.2005 at 12:53 #519352sælir
Það virðist vera vel falið leyndarmál (eða afneitun eigendanna) að galli hafi verið í a.m.k. 97 módelinu af LC 90 bílunum en heddin í þeim hafa verið að fara í kringum 130 þús km/7 ár. Þekki þrjá eigendur af 97 bílum sem hafa þurft að fara í hedd skipti (2 í 130 þús km og einn í 107 þús km). Heddin í öllum bílunum fóru síðasta sumar en enginn þeirra er meira breittur en fyrir 33" dekk. Þetta er meira en lítið óeðlilegt að mínu mati og verra en á Patrol (2.8 l).
Einnig hefur eitthvað verið um það að stangarlegur séu að fara í 80 krúser í 100+ þús km og getur það nú varla talist eðlilegt heldur er það?
Bilanafríir bílar eru ekki til þó Patrolinn (a.m.k. með 3.0 l vélinn) virðist vera einstaklega slæmur. Gamla 2.8 virðist þó duga sæmileg að undanskildum einstaka hedd/heddpakningaskiptum. Fer þetta ekki allt saman eftir meðferð eigendanna……………
kv
AB
Patrol, bestur frá öllum hliðum séð nema kannski að ofan oní húdd…..
16.03.2005 at 22:56 #519076Hvaða veiki, ég er alheilbrigður eins og allir aðrir Patrol eigendur
Mér sýnist þú nú líka vera eitthvað hóstandi líka….
kv
Agnar
16.03.2005 at 21:40 #519072Einsi,
Þetta gerir þú nú sjálfur !
Nærð þér í plexi plötu og setur hana í bandsög og sagar í réttri stærð. Síðan er bara að rúna brúnirnar (með bandsöginni og sandpappír) og svo hitar þú brúnirnar til að loka þeim (verða skínandi fallegar og sléttar þannig). punktur basta…..kv
ABinn
14.03.2005 at 19:38 #518826sælir
hérna sérðu þrjár myndir af sama bílnum (síðustu þrjár), held þessi kantar séu frá Gunnari. Eldri kantarnir eru á fyrstu tveimur.
http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.p … 3&offset=0
kv
AB
13.03.2005 at 03:04 #518748sælir
Mjög líklega er mælirinn orðinn vitlaus hjá þér, þeir eiga það til að slappast með aldrinum. Reyndar hef ég aldrei heyrt Patrol eiganda (mig þar með talinn) kvarta yfir of háum þrýsting, yfirleitt sýnir mælirinn of lágan olíuþrýsting sem veldur aftur á móti of háum blóðþrýsting hjá viðkomandi eigendum. Í stuttu máli ef þetta er eina vandamálið þitt þá ertu í góðum málum
Það er lítið mál að skipta um punginn sem mælir olíuþrýstinginn, hann er ekki dýr. Byrjaðu á því….
kv
AB
25.02.2005 at 15:41 #517906sælir
Ég á einhverja punkta handa þér á Ozi ef þú vilt. Sendu bara á mig email og ég svara vonandi í kvöld.
kv
Agnar
17.02.2005 at 18:55 #517040endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér en eru ekki 4.2 vélarnar að hrynja alveg eins og 2.8 ??
Annars er ótvíræður kostur við 4.2 fram yfir 2.8 að hún er með mun meira tog en aflaukningin er nú ekkert sérstaklega mikil. Þið eruð ekki að fá neina sleggju held ég með þessari vél….
kv
Agnar
16.02.2005 at 18:40 #517172sælir
Ég myndi nú ekki vera alveg svona bjartsýnn á 90 kallinn. Miðað við forsendurnar frá því í haust þá verður þetta meira svona 100 kr/l því ofan á olíugjaldið bætist vsk !!!
kv
AB
10.02.2005 at 23:50 #516450sælir
Takk fyrir greinagóð svör. Ég skoða þetta með liðinn.
Annars er minn á 33", hann er aðeins skrúfaður upp að framan og með klossahækkun að aftan eins og btg lýsir. Svo er búið að setja breiðari kanta á og gangbretti og eitthvað fleira. Líklega myndi þetta setup duga fyrir 35" líka…..
kveðja
Agnar
10.02.2005 at 19:58 #516446sælir aftur
Mér finnst ég heyra einhverja smelli og brak þegar ég beygi til vinstri !!!!! Er ekki lokan bara farin? Myndi ljósið blikka ef önnur lokan virkar ekki ?
kv
Agnar
10.02.2005 at 19:48 #516442sælir
…aðeins út fyrir efnið.
Þegar ég set í 4×4 á Pæjunni minni (1997) þá blikkar millikassa ljósið í mælaborðinu (appelsínugult) en drifljósin (græn) sýna að bíllinn er í 4×4. Á millikassaljósið ekki að vera statiskt ?????kv
Agnar
06.02.2005 at 13:21 #515608Gúmmívinnustofan
kv
AB
13.01.2005 at 20:03 #513408sælir
1:5.42 eru ekki til á landinu og ég hef heyrt að 1:5.13 séu leiðinleg vegna hávaða og því séu allir hættir að nota þau eftir að 5.42 hlutföllin fengust (sel það ekki dýrara en ég keypti það
Alla vega þá hefur þú enga valmöguleika skv þessu í augnablikinu nema þú fáir þetta notað !!!!
Ef þú notar reikningsforritið hans Óskars sem þú finnur hérna á síðunni þá ertu á ca 2580 snún/mín ef þú ert í 5 gír á 100 km/klst. Forritið gefur 2200 snún/mín ef þú ert á 1:4.62 hlutföllum. Þetta miðast við 38" dekk.
Mjög skemmtilegt forrit hjá Óskari sem auðvelt er að laga að öðrum bíltegundum……
kv
AB
02.01.2005 at 13:28 #512186sælir
svona gróft séð…….
ofan á kaupverð erlendis og flutningskostnað innan USA og til landsins leggst vörugjald (tollur):
– 30% slagrými vélar 2000cc
– 13% fyrir pallbíla 5 tonn burðargetaSíðan leggst vsk ofan á þetta 24,5%.
Að lokum þarf að borga ýmis gjöld hér heima hjá Umferðarstofu o.fl.
kv
AB
30.12.2004 at 16:06 #51201022.12.2004 at 23:36 #511530sæll ehardar
hvaða hlutföll fékkstu á Kliptrom, 1:5.42 frá Benna?
Ég heyrði þau væru ekki til hjá Benna þessa dagana og væru ekkert væntanlega á næstunni. Er eitthvað til í því ????kv
Agnar
10.12.2004 at 14:04 #510878sælir
Esso Gagnvegi (Grafarvogi) býður upp svona þjónustu held ég við hliðina á þvottastöðinni. Hvort þú mátt stunda viðgerðir þar veit ég ekki en með einu símtali væri hægt að komast að því.
kv
AB
28.11.2004 at 22:43 #509872Einnig VDO
kv
AB
24.11.2004 at 00:56 #509392sælir
Ég hvet menn eindregið í að gera verðsamanburð á milli hjólbarðaverkstæða. Það er ótrúlegt hvað hægt er að spara margar krónur með því að eyða 10 mín í að hringja á nokkra staði. Síðast þegar ég gerði verðsamanburð á umfelgun á 38" þá voru þeir í Hjólbarðahöllinni lægstir og það var um 40% munur á milli hæsta og lægsta verðs.
kv
AB
-
AuthorReplies