Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.05.2006 at 21:20 #552300
sælir
Grundvallaratriði er að fá sér stærri vatnskassa til að auka kæligetuna, það ætti að duga í flestum tilvikum í venjulegum snjóakstri.
Ef ekki þá seturðu bara miðstöðina á heitt og í botn
Patrol kveðja
Agnar
08.05.2006 at 15:50 #552080sælir
Ódýrari leið er að fjarlægja gluggakarmana, kaupa sér gúmmíkanta (minnir að þeir hafi fengist í Bílanaust) og láta skera gler í þetta. Svona lítur þetta bara nokkuð vel út, er ódýrt og viðhaldslítið.Með þessu þá losnar þú við þetta málmdrasl að eilífu en að vísu missir þú þennan opnunarfídus (sem gegnir nákvæmlega engum tilgangi og ég hef aldrei notað).
kv
AB
20.04.2006 at 21:10 #549932Jú jú, ég hef prófað Patrol eldri og yngri á 44" og líka LC80 en ég átti við að gamli Patrol (89-97) væri leiðinlegur á 44" en það er nú kannski bara rugl í mér. Hann er alla vega nógu óliðugur í snattið beinskiptur á 38" og 1:5.42 hlutföllum…..
Hefur enginn troðið 3.0 Toy vélinni ofan í gamlan Patta og hvernig halda menn að hún myndi virkar þar ??
kv
AB
19.04.2006 at 23:38 #549896Sæll Sveinn
Blessaður láttu ekki þessa ofurjeppasjúklinga hérna á vefnum telja þér trú um að LC80 þurfi að vera á 44" til að mega fara með hann í snjó
Miðað við áætlaða notkun hjá þér í fyrsta pósti þá ættirðu að fá þér LC80 á 38" en svoleiðis bíl ættirðu að geta fengið á rúmlega 2 millj.
Þessir bílar drífa gommu á 38" þrátt fyrir að vera bölvaðir hlunkar og eru frábærir í allan akstur á sumrin líka.
Ef þú ætlar í gamlan Patta þá gætirðu sparað þér enn meira og fengið þér þér Patrol á 38" á ca 1100 þús, þú kemst flest allt á vel breyttum svoleiðis bíl og ekki láta neinn segja þér annað.
Útgerðin á svona gömlum 44" Patta (og LC80 ef út í það er farið) er talsverð umfram 38" og þá er ég ekki einu sinni byrjaður að tala um hversu leiðinlegt er að keyra hann á 44" off mountain
kv
Agnar
18.04.2006 at 11:02 #547010[img:v955pbgz]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/2333/15289.jpg[/img:v955pbgz]
31.03.2006 at 00:37 #548018sælir
Olíuþrýstingspungurinn í Pattanum verður lélegur með tímanum og einfaldast er að skipta honum út fyrir org nýjan en hann virkar fínt. Það kostaði ekki svo mikið á sínum tíma þegar ég gerði þetta
kv
Agnar
30.03.2006 at 14:42 #547840sæll Steini
Inn á vegasafninu er lýsing á leið um [url=http://vegir.klaki.net/vegir/?q=node/242:2e9lytke][b:2e9lytke]Kerhólsöxl[/b:2e9lytke][/url:2e9lytke]
kv
Agnar
p.s. svona er þetta þegar maður les ekki leiðbeiningarnar nógu vel 😉 tengingin virkar núna
29.03.2006 at 10:57 #547426Þetta er stórfín grein Skúli og kemur tveimur mjög mikilvægum punktum til skila sem eiga það til að gleymast í rifrildi um reglugerðir og rétt á aðgengi að þjóðlendunum; hefð fyrir ferðalög á jeppum að vetri til er til staðar og að sú upplifun að ferðast um ósnortin víðerni á veturna er ekki síður ævintýralegri en að labba í óbyggðum á sumrin.
p.s. ég tók ekki einu sinni eftir því að Mogginn kom frítt í morgun……
29.03.2006 at 09:55 #547416Skúli,
ertu ekki til í að henda greininni hingað inn á spjallið, er ekki áskrifandi að Mogganum og langar að lesa ….. eða er hægt að nálgast þetta einhvers staðar á rafrænu formi ?
Takk
kv
Agnar
22.03.2006 at 17:27 #547106sælir
Vil benda áhugasömum á Algrips læsinguna en hún fæst í margar gerðir drifa. Henni er hægt að stýra með vacumi ef svoleiðis kerfi er í bílnum og er það kerfi skárra en loftið að mínu mati.
kv
AB
01.03.2006 at 11:43 #545144Þetta er bara stórglæsilegur fisksalabíll 😉 Til lukku !
Hvaðan koma þessi kantar ?
kv
AB
28.02.2006 at 18:27 #545072Góða kvöldið
Mynd og texti fjarlægður að beiðni Einars.
Tilgangurinn með myndinni var að hefja umræðu um þekkt hættusvæði á jöklinum en ferlarnir úr stórferð F4x4 frá 2005 (voru afhentir öllum þátttakendum fyrir ferð) voru aðeins til fróðleiks og samanburðar.
Ég ítreka að ég er sammála öðrum hér að neðan að Hofsjökul bera að varast og helst forðast á ferðalögum eins og ég benti á í texta með myndinni.
Ef einhver vistaði þessa mynd bið ég hann að eyða henni.
kveðja
Agnar
R-3104
22.02.2006 at 16:54 #543876————————————————
ALKASKÓ – sj.áb. 40-80 þús.kr.
————————————————
2. gr. Það sem vátryggingin bætir ekkiFélagið bætir ekki eftirtalin tjón, er varða einstaka hluta ökutækisins:
a) Skemmdir, er aðeins varða hjól, hjólbarða, fjaðrir, rafgeymi, gler (annað en rúður, sbr. 1. gr ) svo og tjón vegna stuldar einstakra hluta ökutækisins.
b) Skemmdir á rafbúnaði ökutækisins, er hljótast af skammhlaupi, sem ekki veldur eldsvoða.
c) Skemmdir á strokkum, kæli eða öðrum hlutum ökutækisins, er stafa af því, að kælivatnið frýs, eða af öðrum áhrifum veðráttu.
d) Skemmdir af akstri á ósléttri akbraut, hér með talin bilun á ásum, fjöðrum, gírkassa, drifi, rafgeymi og öðrum hlutum í eða á undirvagni ökutækisins, skemmdir vegna þess, að hreyfillinn bráðnar saman, skemmdir á undirvagni, sem hljótast af því, að ökutækið tekur niðri á ójöfnum akbrautum, svo sem hryggjum eftir veghefla, jarðföstu og lausu grjóti á akbraut eða við akbrautarbrúnir. Einnig skemmdir, er verða þegar laust grjót hrekkur upp undir ökutækið í akstri.
e) Skemmdir á hvers konar aukaútbúnaði ökutækisins, t.d. tengivögnum, farsímum, lóran, talstöðvum, vörulyftum og krönum vörubifreiða, máluðum auglýsingum, lausum toppgrindum o.s.frv., nema um annað sé samið.
———————————————
3. gr. Undanskildar áhættur
Félagið bætir ekki tjón, er verða á ökutækinu við þær aðstæður eða með þeim hætti, sem hér greinir:a) Skemmdir, sem verða þegar ökutækið er notað til annars aksturs en þess, sem getið er í vátryggingarskírteininu.
b) Skemmdir, sem verða þegar ökutækinu er ekið af þeim, sem ekki hefur gilt ökuskírteini fyrir ökutækið og notkun þess.
c) Skemmdir af ásettu ráði eða sakir stórkostlegs gáleysis ökumanns og/eða vátryggingartaka. Hafi ökumaður valdið tjóni af gáleysi, sem þó telst ekki stórkostlegt, má félagið draga 5% frá tjónsbótum.
d) Skemmdir, sem orsakast af ófullnægjandi viðhaldi ökutækisins (ryð o.fl.), eða það reynist vera í svo slæmu ástandi, að notkun þess hafi verið óheimil af þeim sökum.
e) Þegar ökumaður vegna undanfarandi neyslu áfengis, æsandi eða deyfandi lyfja telst ekki geta stjórnað ökutækinu eða vera óhæfur til þess, sbr. ákvæði umferðarlaga.
f) Skemmdir vegna kappaksturs, aksturskeppni eða reynsluaksturs, nema um annað sé samið.
g) Skemmdir við akstur á vegum eða vegarköflum, þar sem bannað er að aka ökutækjum samkvæmt fyrirmælum réttra yfirvalda, svo og skemmdir við akstur yfir óbrúaðar ár og læki, um fjörur, forvaða eða aðrar vegleysur. Þó bætast skemmdir á ökutækinu, ef það sannast, að þær verða, þegar ökumaður hefur orðið að fara út fyrir akbraut, t.d. vegna viðgerðar á akbrautinni.
h) Skemmdir af göllum í smíði eða gerð, broti eða af annarri skyndilegri bilun í ökutækinu. Þó bætast skemmdir, sem hljótast á öðrum hlutum ökutækisins ef bótaskyldur atburður hlýst af þessum sökum.
i) Skemmdir af óspektum, óeirðum, uppreisn og hernaði.
j) Skemmdir sem stafa af öðrum náttúruhamförum en þeim, sem um getur í 1. gr., svo sem flóðbylgjum af sjó og flóðbylgjum sem stafa af jarðskjálftum og/eða eldgosum.
k) Skemmdir, sem verða er kjarnorka leysist úr læðingi.
.
——————————————————————–
UTANVEGAKASKÓ – sj.áb 270 þús. kr. – gjald 5.000 kr./ári
——————————————————————–
Almennir skilmálar Al-kaskótryggingar félagsins undanskilja áhættur þegar almenn ökutæki aka utan vega.Í 3 gr. g lið skilmála segir:
"Skemmdir við akstur á vegum eða vegarköflum, þar sem bannað er að aka ökutækjum samkvæmt fyrirmælum réttra yfirvalda, svo og skemmdir við akstur yfir óbrúaðar ár og læki, um fjörur, forvaða eða aðrar vegleysur."
Hægt er að fá hjá félaginu viðauka við almenna kaskótryggingar gegn viðbótargjaldi þar sem kveðið er á um að vátryggingin gildi í akstri yfir óbrúaðar ár, læki, fjörur, forvaða og aðrar vegleysur.
Þessi trygging er nauðsynleg fyrir þá sem nota ökutæki sín til akstur utan vega, fara til dæmis í jeppaferðir á jökla, fara yfir óbrúaðar ár og þess háttar. Ekki þarf að taka þessa tryggingu á vélsleða eða fjórhjól, þar sem kaskótryggingar þeirra eru miðaðar við akstur utan vega.
—————————————————–
Úr þessum skilmálum má lesa allt sem þurfa þykir varðandi þessa tryggingu, t.d. að vélar, drifrás, undirvagn, dekk og fjöðrunarbúnaður er aldrei bætt. Annars finnst mér það bara nokkuð skýrt hvar utanvegakaskó gildi og fyrir hvað.
.
kveðja
Agnar
22.02.2006 at 16:14 #543984Sælir
Ég hef átt Patrol með org og stækkuðum vatnskassa og ef þú ætlar að vera á fjöllum í snjó á Patrol þá mæli ég hiklaust með stærri vatnskassa. Mikill munur á kæligetu og ætti að koma í veg fyrir að þú missir hitann upp í "heddstútunarhitastig" í æsingnum. Kemur þó ekki í veg fyrir að vélin hiti sig undir mjög miklu álagi.
Þú rífur hann bara sjálfu rúr og t.d. þeir hjá Stjörnublikk (og eflaust fleiri) stækka orginal vatnskassann þinn.
kveðja
Agnar
15.02.2006 at 19:32 #542840hver er skálavörður þarna þessa dagana, er Óli Jóns þarna eins og síðasta vetur ?
kv
AB
15.02.2006 at 11:02 #542766sælir allir
Takk fyrir þær fjölmörgu ábendingar sem ég fékk hér og í maili. Hann Þorlákur í Japönskum Jeppum í Kef átti þetta til.
Alltaf hægt að treysta á góð svör hérna…
kveðja
Agnar
15.02.2006 at 00:59 #197317Fyrirfram afsakið misnotkunina á spjallinu með þessari auglýsingu en mig bráðvantar lok á forðabúrið fyrir bremsuboosterinn (forðabúrið í húddinu).
Er einhver sem lumar á svona? Verð að fá þetta fyrir næstu helgi …..
IH á þetta ekki til og tekur fjóra daga í sérpöntun.
Agnar
893 0557
agb@applicon.is
09.02.2006 at 21:48 #542222sælir
Í Bílanaust (og kannski á fleiri stöðum) færðu litla rafmagnsdælu, var á ca 6 þús kr síðast þegar ég tékkaði fyrir 2 árum. Hún dælir ekki hratt en það skiptir engu máli þar sem þú getur bara dælt á ferð og hún er mjög fyrirferðalítil og bilar ekkert.
Pottþéttur búnaður!
kv
AB
09.02.2006 at 18:05 #542162sælir
ég átti sjsk 38" 90 Crúser ´98 módel í nokkra mánuði og var þetta vægast sagt frábær akstursbíll og var ég mjög ánægður með sjálfskiptinguna, var mjúk og fín og nægt afl í þessum bíl (m/cooler).
Ég veit því miður ekki með endinguna en ég hef alla vega ekki heyrt af neinu hjá þeim sem ég þekki sem aka um á svona bílum.
Síðan er það bara smekksatriði hvort menn vilja beinsk/sjálfsk…..
kv
AB
08.02.2006 at 22:55 #534564Ég hef margsinnis séð grænan 90 Crúser með hásingu að framan en hann er með einkanúmerið GRÍMSI. Veit ekki einhver hvernig hvernig sá ágæti maður útfærði þetta ?
-
AuthorReplies