Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
15.01.2007 at 22:23 #575500
Það er nú reyndar alltaf hálf hjákátlegt þegar Hilux kallar gera grín að kraftleysi í Patrol 😉
15.01.2007 at 10:41 #575480sæll
Rétt hér að ofan, þetta eru pottþétt driflokur, önnur eða báðar. Gott er að hugsa vel um þessar auto lokur með því að hreinsa þær (ef þarf) og smyrja þær öðru hvoru með gír- eða mótorolíu. Þetta er rándýr fjandi (þ.e. auto lokan) ef þetta fer en virkar ágætlega þegar þetta er í lagi !
kv
AB
15.01.2007 at 10:11 #575474held þetta sé ekki sérsmíði, hef séð þetta á nokkrum bílum.
Hvaða fleiri aðilar gera sig út fyrir að smíða kastaragrindur ?
kv
Agnar
14.01.2007 at 23:40 #199381
14.01.2007 at 21:47 #575450bendi einnig á að Bílanaust er með lokur, veit þó ekki um gæðin en sumir hafa kosið að nota þær. Þær kosta ca 25 þús kr.
kv
AB
14.01.2007 at 13:17 #575336Það stendur einn 1500 Ram bensín á bílasölu AT og er til sölu. Það er a.m.k. einn nýlegur RAM 2500 til á 46" (blár) og svo er til einn silfurlitaður 3500 bíll held ég á 49". Svo veit ég um a.m.k. einn 2002 breyttan fyrir 44" (ljósbrúnn minnir mig) en sá ekur um á 41" þessa dagana….
Sástu kannski einn af þessum ?
kv
AB
14.01.2007 at 13:10 #575360Eldsnöggur Haffi, takk.
kv
Agnar
14.01.2007 at 12:02 #199372sælir
Lumar einhver á samanburðartöflunni sem AT gerði á loftdælum hér um árið, eða veit hvar hana er að finna á netinu ?
kveðja
Agnar
agnarben(hjá)hotmail.com
10.01.2007 at 14:24 #573908það er ekkert mál að skoða þann hluta gagnanna sem náðu yfir tímabilið ´91-2001 fyrir óbreytta jeppa og bera saman við breytta !
30 þús slys á 10 árum gerir 8,2 á dag…. kannski ekki svo ólíklegt eftir allt saman ……
kv
ABinn
10.01.2007 at 14:05 #573904sælir
Slysagögnin fyrir breyttu jeppana náðu frá ´91 til 2001 enda ekki mögulegt að bera saman slys frá þessu tímabili eins og gert var í niðurstöðunum án gagna. Slysagögn voru skoðuð með tilliti til dekkjastærðar en niðurstöður gáfu ekki tilefni til að neinn marktækur munur væri á slysatíðni á breyttum jeppa (alveg sama hversu mikið hann var breyttur, max 38") og óbreyttum.
Það koma í sjálfu sér ekki fram svo ég muni nákvæmlega hversu gömul elstu gögnin voru en þar sem meira en 30 þús slys voru í úrtakinu þá finnst mér líklegra að þessi gögn nái yfir lengra tímabil en 10 ár eða hvað !
kv
Agnar
09.01.2007 at 17:35 #573900Gögnin fyrir breyttu bílana voru frá 1991 en slysagögnin almennt voru mun eldri, talan 30 þúsund slys var nefnd minnir mig í þessu samhengi.
kv
Agnar
08.01.2007 at 20:47 #573878Svo sem ágætlega áhugavert en þó bara staðfesting á rannsóknum Árna og félaga í Orion.
Eitt kom mér þó á óvart, enginn munur var á alvarleika slysa fyrir 20 árum og í dag. T.a.m. virtist ekki vera neinn munur á hættu á dauðsfalli við að velta í jeppa þá og í dag. Þrátt fyrir allar þessar framfarir í öryggi bíla virðist jafn hættulegt að velta jeppanum mínum (sem ég á ekki í augnablikinu) og fyrir 20 árum síðan.Annars var aðalniðurstaðan að ég á að senda konuna út í búð á jeppanum en keyra Volvoinn þegar ég fer út á land…
kv
Agnar
07.01.2007 at 23:20 #574194Þú heldur þó vonandi ekki að 49" bíll eyði 27 lítrum á hundraðið á fjöllum !
Þótt að menn séu á annarri skoðun en popullinn hérna á spjallinu þá þýðir það nú ekki sjálfkrafa að menn séu öfundsjúkir.
Margir kjósa að vera á minni og léttari bílum með aflmiklum vélum því jú það segir sig sjálft, það er bara mun skemmtilegra að leika sér á þeim en á þessum stóru lurkum. Sem betur fer þá er smekkur manna mismunandi …..
kv
Agnar
07.01.2007 at 17:44 #574176Ég hef verið að keyra doldið með 46" Ram og eftir að honum var fullbreytt (með læsingum og réttum hlutföllum) þá er þetta vafalaust einn öflugasti fjallabíll sem ég hef séð. Ég held þó að drifgeta þessara bíla sé að miklu leiti að þakka dekkjunum sem eru undir honum. Þessi MT dekk eru hreint út sagt frábær, vel hringhlótt og virðast henta í öll færi og svo eru þau nátturulega mun hærri en "minni" dekkin. Svo bætir aflið upp restina þegar það á við. Þetta eyðir náttúrulega öllu því eldsneyti sem er sett á hann og það strax en það er náttúrulega bara fylgifiskur þess að aka um á 400 hö tæplega 4 tonna tæki.
kv
AB
05.01.2007 at 20:06 #570702sælir
Skúli, ég verð nú að gera smá ath við útreikningana þína en réttast er að bera saman við lægsta verð sem býðst almenningi og það er 1 lægra hjá Atlantsolíu ef þú færð þér dælulykilinn er það ekki !
Einnig vil ég benda mönnum á að ef þeir nýta sér fulla þjónustu á Shell þá "græða" þeir mun meira en ef þeir dæla sjálfir 😉
kv
Agnar
03.01.2007 at 21:27 #573392Skipti gormunum út á Patrol ´92 að aftan og sá ekki eftir því. Ætlaði aðallega að nota þá sem hleðslustýringu þar sem hann var alltaf frekar rassþungur fullhlaðinn en það kom mér á óvart hvað fjöðrunin batnaði á ósléttu yfirborði, bíllinn varð mun stöðugri, skoppaði ekki eins mikið um eins og á gormunum. Þetta meikar reyndar sense þar sem gormurinn vill spyrna í sundur og saman aftur en púðinn vill bara spyrna sundur…. ef þið skiljið hvað ég meina.
kv
AB
03.01.2007 at 00:50 #573250Félagi minn gerði þetta, 35" komst undir án nokkurra breytinga en ef þú ætlar að nota mýkri dekk eins og BF Goodrich þá kom illa út að nota orginal felgurnar, varð leiðinlegur í akstri. Bíllinn varð aftur á móti nokkuð skremmtilegur í akstri á aðeins breiðari felgum en það þýðir að þú þarft að setja kanta á bílinn (nema þú viljir að hann sé alltaf drulluskítugur). Þetta eru þó nein sérstök ekki burðardekk (eru nokkuð mjúk) þannig að ef þú ert að flytja mikil þyngsli þá þarftu hugsanlega öflugri dekk.
kv
Agnar
01.01.2007 at 22:53 #573130Hér er [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/3190:1g0nkdl9][b:1g0nkdl9]þráðurinn[/b:1g0nkdl9][/url:1g0nkdl9] en hann er með eftirminnilegri sem ég hef séð hér….
kv
AB
29.12.2006 at 13:35 #572582Af hverju hafa menn ekki verið að breyta RAMinum meira, er ekki vélin í Raminum mun áreiðanlegri en á Fordinum sem hefur verið bilanagjörn, eyðir mun minna en Fordinn fyrir þá sem hafa áhuga á því og svo er hann líka bara með miklu svalara nafn 😉
kv
AB
23.12.2006 at 14:06 #572086[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/7597:17qdmwzd][b:17qdmwzd]Þráður[/b:17qdmwzd][/url:17qdmwzd]
-
AuthorReplies