Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.02.2007 at 16:04 #582012
Ég held ég hafi séð tvo svona 120 bíla á 44" (nema ég sé svona rosalega litblindur á köflum) hvítan og silfurlitaðan. Þeir voru báðir á klöfunum ennþá.
23.02.2007 at 20:30 #581994já ég sá þennan bíl upp á Select áðan og ætlaði varla að trúa mínum eigin augum. Þetta leit doldið út eins og Tonka truck jeppi
Annars hef ég oft velt því fyrir mér hvort ekki væri sniðugt að smella hásingu undir 90 Crúser og setja 44" undir hann. Það eru vandfundnir bílar sem eru jafn léttir og með jafn skemmtilega dísel vél og 90 bílinn.
Vita menn hvaða hásingu sett var undir þennan hvíta ?
kv
A
20.02.2007 at 20:02 #581060þekki það ekki en geri já ráð fyrir að það sé sami búnaðurinn. Þetta er nú ekkert svo mikið vesen, þú þarft hvort eð er að rífa þetta allt þegar þú breytir og setur í hlutföll og gormafjöðrun 😉 Allir bílar hafa sína veikleika og Dodgeinn er ekkert öðurvísi en aðrir bílar með það…..
kv
Agnar
20.02.2007 at 18:31 #581056nei aldeilis ekki, af hverju í ósköpunum ??
20.02.2007 at 17:30 #581052Þetta er rétt hjá Lúther, það þarf að mausa eitthvað talsvert við þetta fyrir 46" en það er nú bara gaman af því. Til fróðleiks fyrir þá sem eru í þessum hugleiðingum þá þarf víst líka að skipta út ýmsu í framdrifinu til að þetta haldi fyrir 44"-46" og kostar efnið í það um hálfa milljón með loftlæsingunni.
kv
Agnar
20.02.2007 at 16:56 #581120sæll Veigar
Ég held að ég verði að vera sammála Gunnari með að líklega sé enginn munur á 2,5 og 3" pústi.
Síðasti Patti sem ég átti (´89-´96´módel) var með opið 2,5" púst og þegar það dó þá setti ég 3" opið púst og fann nákvæmlega engan mun. Á Pattanum sem ég átti þar áður skipti ég út org pústi fyrir opið 3" púst (með túbu) og fann ég stóran mun. Hann torkaði mun betur í löngum brekkum og verður mun léttari í vinnslu en ekki veitir af.
Niðurstaðan hjá mér er því að það skiptir ekki höfuðmáli hvort það er 3" eða 2,5" opið púst sem sett er í, aðal atriðið er að minnka mótstöðuna með því að opna pústið og víkka.
Ég hef notað Pústþjónustu Einars í Kópavogi í gegnum árin og er ánægður með þeirra vinnu en þetta kostar um 45 þús hjá honum komið undir. BJB eru víst líka mjög góðir.kveðja
Agnar
06.02.2007 at 00:03 #578964Sælir
Má ég minna á að þetta er einkaframkvæmd sem þýðir að þessir peningar eru ekki til (verða rukkaðir jafn óðum) og því ekki hægt að "nota peningana" í eitthvað annað eins og að stytta hringveginn. Slíkar styttingar er ekki hægt að fjármagna beint með peningum notenda eins og í þessu tilfelli.
Varðandi það að það sé svo dýrt að borga 2000 krónur og að betra sé að keyra gamla veginn þá má benda á að sama á við um Hvalfjörðinn og þar er vegurinn salla fínn en samt keyrir hann enginn. Ég held að flestir muni kjósa góðan Kjalveg og spara hálftíma umfram lélegan og hættulegri þjóðveg 1 fyrir þúsund kall.
Það er líka deginum ljósara að gamli Kjalvegurinn verður lagður af við lagningu nýja vegarins og ég held að menn geti alveg bókað að meirihluti þjóðarinnar gæti ekki verið meira sama, reyndar held ég að fólk almennt verði bara nokkuð spennt fyrir því að geta skutlast norður á milli jökla. Að viðhalda almennilega uppbyggðum vegi verður ekkert stórmál með nægum tækjakosti. Einhverjir dagar munu detta út og stundum verður skafrenningur eða jafnvel brjálað veður, thats it ! Einnig eru byggðasjónarmið á móti okkur.
Einu vandamálin sem Norðurvegur þarf að kljást við eru ofansögð vandamál varðandi aðgengi að hálendinu og núverandi ferðamannastöðum ásamt því að það er undiralda í þjóðfélaginu með verndun hálendisins og þurfum við að hamra á þessum atriðum. Eini gallinn við þetta er að oft er þetta sama fólk meðfylgjandi því að aðgengi batni þarna uppeftir og við skulum nú muna að þetta svæði er langt frá því að vera ósnortið víðerni. Einnig eru yfirlýsingar þeirra um að þeir muni ekki afhenda veginn eftir að hann hefur verið greiddur upp frekar óheppilegar á þessu stigi þar sem ekki er enn farið að ræða einhvern samning ennþá (hver veit þó hvað er að gerast á bak við tjöldin). Ég er þó ekki viss um að almenningsálitið verði endilega okkar megin þrátt fyrir þetta þar sem flestir hugsa nú oftast bara um rassinn á sjálfum sér og sá rass vill einfaldlega bara komast norður á Akureyri hálftíma fyrr og ekki spillir að það sé útsýni á leiðinni !
Baráttukveðjur
AB
04.02.2007 at 16:00 #578876sælir
Þekki einn sem er ný búinn að flytja inn einn svona G400 (250 hp dísel) 2002 módel með öllu og kostaði hann 5 milljónir plús kominn hingað heim en hann flutti hann inn sjálfur. Þetta eru og hafa alltaf verið mjög dýrir bílar og þar af leiðandi ekki margir sem leggja í þann kostnað að breyta þessu almennilega. Það er hægt að græja nýlegan Dodge 2500 á 46" með öllu fyrir svipaðan pening og það kostar að flytja einn svona Bens inn.
Annars koma þeir læstir að framan og aftan og með ofboðslega skemmtilega díselvél (þ.e. G400 bíllinn) en þeir eyða doldið.
kv
Agnar
04.02.2007 at 15:41 #565614Þetta hlaut líka að vera möguleiki á Vertex en ég er bara hissa á því að þetta skuli ekki vera standard hjá þessum dílerum að stilla þetta svona, mun þægilegra að mínu mati.
kv
AB
04.02.2007 at 00:52 #565608sælir
Það var einn leiðindargalli við gömlu (Vertex) Yaesu 2500 stöðina (fyrir utan að það voru engin ljós í tökkunum) sem fór í taugarnar á mér —– Segjum sem svo að þú stillir á rás 50 þar sem félagarnir eru að spjalla en setur síðan á scan og heyrir kallað á t.d. endurvarparás 46. Þú svarar ekki og bíður í smá stund (grípur ekki rásina með því að ýta á kallhnappinn) en þegar þú ætlar síðan að tala við félagana og ýtir á kallhnappinn þá fer stöðin sjálfkrafa á þá rás sem kallað var síðast á (46 í stað þess að fara á þá rás sem ég var með stillt á, rás 50). Mig minnir að það hafi ekki einu sinni dugað að taka skannið af til að fara aftur á rás 50 en er þó ekki viss. Þetta gerði það að verkum að ég nennti aldrei að vera með skannið á af því að það var svo mikið vesen að þurfa alltaf að vera að skipta yfir á 50 (fálmandi í myrkrinu þar sem engin ljós voru í tökkunum) í hvert skipti sem ég vildi tjá mig eitthvað við félagana en vera samt með scannið í gangi.
Þegar ég keypti mér Kenwood um daginn þá lýsti ég þessu fyrir strákunum í RadíóRaf og þeir gátu sett upp fyrir mig stöðina þannig að þetta væri ekki lengur til staðar, þ.e. rás 50 helst inni sem kallstöð á skanninu ef ég gríp ekki þá stöð sem ég heyri kallað í á scanninu. Þeir sögðust aldrei hafa fengið þessa spurningu áður (þetta verður að gera þegar stöðin er sett upp hjá þeim).
Fer þetta ekki í pirrurnar á neinum öðrum eða var þetta kannski bara líka uppsetningaratriði í Yaesu stöðinni ?
kv
Agnar
28.01.2007 at 23:27 #577720varstu búinn að sjá [url=http://www.mmedia.is/gjjarn/sjeppar/dekkgr/myndaindex.htm:x6szymvd][b:x6szymvd]þetta[/b:x6szymvd][/url:x6szymvd].
Reyndar 38"….
27.01.2007 at 21:44 #577704Ég held að margir hafi ágæta reynslu af þessum dekkjum undir þyngri bílum en það hefur þó talsvert verið um að þessi dekk séu að hvellspringa og mér finnst það segja ýmislegt að GVS sé hætt að flytja þessi dekk inn.
kv
Agnar
22.01.2007 at 17:00 #576606ég var að enda við að versla mér Kenwood TK-7160 hjá [url=http://www.radioraf.is:3pcxrv4h][b:3pcxrv4h]RadíoRaf[/b:3pcxrv4h][/url:3pcxrv4h] (kostar um 46 þús með F4x4 afslætti). Var áður með Vertex (Yaesu) 2500 og var nokkuð ánægður með hana fyrir utan að það vantar baklýsingu í takkana á henni (óþolandi).
Það sem réði mínu vali voru góðar umsagnir félaga minna og á netinu og úrvals þjónusta hjá RadíóRaf enda gamlir starfsmenn Sigga Harðar þar á ferðinni. Minnti mig á gömlu góðu dagana þegar Radioþjónusta Sigga H var enn starfandi.
kv
Agnar
21.01.2007 at 01:24 #576412ég verð mættur á Þingvelli kl. 09:30, er á 38" Trooper!
kv
Agnar
20.01.2007 at 10:26 #576434Hingað til hefur P&F séð um innheimtu gjalda vegna notkunar félagsmanna á F4x4 rásunum. Þetta hefur sögulegar ástæður (ríkisvaldið með puttana í öllu) en nú hefur P&F ákveðið að "leiðrétta" þetta og sent F4x4 bréf þar sem þeir fara fram á að klúbburinn greiði leigugjöld vegna rásanna sinna beint og rukki sína félagsmenn en veita í stað þess "afslátt" á leyfisgjaldinu til hvers notanda.
Ef að ég skil Jón rétt þá er vandamálin tvenns konar, annars vegar að við höfum ekki lista yfir þá aðila sem eru skráðir með rásirnar í sínum stöðvum en þetta ættu bara að vera félagsmenn í klúbbnum og hins vegar að margir hafi rásirnar í sínum stöðvum án þess að vera félagsmenn en þeir hafa náð sér í þær eftir ýmsum leiðum (ég er ekki að tala um amatörstövar í þessu tilviki).
Hvernig á F4x4 að ná til þeirra aðila sem hafa stöðvarnar í bílnum í dag og innheimta þannig þessi gjöld ?
Er ekki bara eina leiðin að skila inn rásunum og sækja um nýjar, veit þó ekki hversu mikið tæknilegt vandamál það er í sambandi við endurvarpana en þetta myndi þýða að allir félagar í klúbbnum sem eiga VHF stöð þyrftu að láta setja inn aftur nýju rásirnar, semja þyrfti við þjónustuaðila til að gera þetta en það verður ekki frítt (tómt vesen).
kv
Agnar
20.01.2007 at 00:54 #576378góður, muna bara eftir kaffinu !
20.01.2007 at 00:49 #576374Mér þykir menn vera helbjartsýnir á ferðatímann Haffi. Ef við leggjum af stað frá Þingvöllum um 9:30 þá verðum við aldrei komnir að Jaka fyrr en kl. 11 í fyrsta lagi ef allt er grjóthart, giska samt frekar á hádegi
20.01.2007 at 00:01 #576362sæll Haffi
Væri ekki bara best fyrir alla að þú myndir hitta hópinn við afleggjarann inn í Lundareykjadal upp úr kl. 10 og og þú gætir síðan farið heim um Húsafell. Þannig er komið á móts við alla.
Kannski er ég að skipta mér af því sem mér kemur ekki við
kv
Aggi
19.01.2007 at 23:05 #576350sælir félagar
langar að skjótast eitthvað á sunnudaginn en er einbíla. Langar ykkur ekki að fá einn í viðbót í hópinn, myndi lítast vel á að fara upp hjá Slunka.
kv
Agnar
18.01.2007 at 22:46 #576206Reyndar er 36" jafn breið og 38". Af hverju ertu að atast í Toyota með þessar breytingarhugleiðingar þínar, það veit það hver maður að þeir eru dýrastir á landinu. Farðu bara upp í Jeppaþjónustuna Breyti t.d. og segðu þeim nákvæmlega hvað þú vilt og þeir gefa þér verð í þetta. Aron er þaulvanur í Toy breytingum.
kv
AB
-
AuthorReplies