Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.04.2007 at 16:04 #584784
sælir
Til upplýsingar þá var að kaupa utanvegakaskó hjá VÍS og fékk ég bréf frá þeim í framhaldinu þar sem stóð svart á hvítu að sjálfsábyrgðin er 281 þús. Mér var einnig sagt þetta munnlega þegar ég keypti hana.
Í mínum huga er þetta aðeins sniðugar tryggingar fyrir dýrari bíla og aðeins til að tryggja mann fyrir altjóni en ekki beygluðum stuðurum og brotnum kösturum
kv
Agnar
10.04.2007 at 15:58 #200098góðan dagin félagar
Nú var ég loksins að drullast til að kaupa mér 44″ bíl og að sjálfsögðu varð Patrol fyrir valinu eins og alltaf
Þetta er svo sem ekki í frásögu færandi nema að hann er skráður í skráningarskírteininu fyrir 38,5″ dekk og eftir að hafa talað við þá hjá VÍS þá tel ég vera vissara að láta breytingarskoða hann fyrir 44″ svo ég sé örugglega tryggður. Að vísu var mér sagt að þeir hafi aðeins einu sinni farið í hart úf af svona atriði (44″ breyttur bíll og á 44″ dekkjum lendir í tjóni en er skráður á 38″) en féllu þeir frá þeirri kröfu af einhverjum ókunnum ástæðum.
Mig langar því að vita
– hvort menn eru yfirleitt að láta breyta þessum skráningum
– veit einhver hvað breytingarskoðun kostar og ef ég fæ einhverjar athugasemdir get ég þá komið aftur eftir lagfæringar án þess að borga meira (svipað og við endurskoðun)
– getur einhver sagt mér hvort þessi útfærsla á köntum (álrenningar undir 38″ köntum sem voru seldir fyrir 44″ breytingu á sínum tíma) komist í gegnum breytingarskoðun fyrir 44″ (þeir eru nógu breiðir fyrir munstrið en ytri brúnin er ekki bogadregin niður eins og reglurnar segja til um ?
.
09.04.2007 at 01:26 #587294sælir
Takk fyrir svarið. Ég var í stuttri heimsókn á Breiðsdalsvík en lá veikur í rúminu alla páskana þannig að ég komst ekkert
Vonandi get ég skoðað mig þarna um betur síðar.
kv
Agnar
05.04.2007 at 00:03 #587038og hann rótvirkar …..
.
[img:11z4ufez]http://images116.fotki.com/v704/photos/7/762268/3449776/IMG_5974-vi.jpg?1145246015[/img:11z4ufez]
04.04.2007 at 18:01 #200073Getur einhver bent mér á skemmtilegar leiðir í kringum Breiðdalsvík? Er að hugsa um dagsferðir.
Takk
kv
Agnar
04.04.2007 at 16:09 #587182kannski missti ég ekki af miklu Benni en það er bara eitthvað svo notalegt að fá Setrið í gegnum lúguna….. þótt það hafi nú yfirleitt bara tekið ca 10 mínútur að lesa það hérna í denn þegar það koma á mánaðarfresti
kv
A
03.04.2007 at 21:57 #587174Hef ekki fengið Setrið í heilt ár eða alveg síðan ég flutti í fyrra. Fékk þó rukkunina fyrir ársgjaldinu á nýja heimilisfangið sem ég borgaði með glöðu geði
kv
Agnar
02.04.2007 at 15:33 #586814Fórum á föstudaginn upp í Gæsavötn, fínt færi, nokkuð blautt en hægt að þræða framhjá mesta krapanum. Brúin yfir Skjálfandafljót er þó frekar scary núna og þurftum við að fara niður 2 metra háa hengju niður á hana. Fórum yfir á vaðinu neðar í bakaleiðinni. Hátt hitastig norðan jökuls (7+°C) og nokkuð mikið farið að bera á krapa. 2-4 °C á Sprengisandi alla helgina. Á laugardeginum renndum við aftur til baka suður Sprengisand, hafði þá eitthvað bæst í krapann en þó auðveldlega hægt að þræða hann. Hagakvíslin við Nýjadal var þó smám saman að breytast í krapafljót
kv
Agnar
26.03.2007 at 23:36 #586130Tekið af vef landsbjargar
[img]http://www.landsbjorg.is/web/forsida.nsf/FF05387B9A03704D002572AA004A0AB7/$file/GjábakkiW.jpg[/img]
24.03.2007 at 20:56 #585780félagi minn skipti þessu út úr hásingu hjá sér að framan þegar hann setti sinn á 46" og kostaði kittið mange dollarapenge frá Ameríkuhreppi. Orginal dótið dugar ekki of vel fyrir þessi stóru hjól.
Það er einhver milliplata við sjálfskiptingu sem hefur snúist í sundur þegar menn hafa verið að taka á þessu á 46-49 dekkjum og með kubb á vélinni. Bjarni (Ýktur) veit allt um málið….
kv
Agnar
24.03.2007 at 00:19 #585762sælir
Er Pattinn þinn ennþá til sölu?
kveðja
Agnar
893 0557
21.03.2007 at 18:16 #585274bara að benda þér á að MT eru frábær dekk en það þarf MIKIÐ AFL til að snúa þeim. Ég myndi því hugsa mig tvisvar um fyrir LR ef þú varst ekki ánægður með vinnsluna fyrir
kv
A
21.03.2007 at 18:13 #585412sælir
Ja, þetta er góð spurning því ekki erum við lengur að borga gjöld til Póst og Fjar og því spurning um hver á að fylgjast með skráningum á stöðvum.
Annars er bara best að hringja í þá og spyrja, það er hægt að fá eyðublað á heimasíðunni hjá þeim til að fylla út og síðan faxa þeim.
kv
A
19.03.2007 at 23:01 #585120sælir
þegar kúplingin fór í gamla ´92 bílnum mínum þá fékk ég mér kúplingu úr nýrri 2.8 l bílnum ´98 – 2000 módel en þær eiga að vera sterkari. Ég keypti hana bara í Stillingu og hún flaug í án vandræða. Athugaðu alla vega málið.
kv
Agnar
14.03.2007 at 00:35 #584098sælir
Það er nokkuð magnað að heyra þetta því ég var staddur við Jaka á hádegi við annan bíl að hleypa úr á laugardeginum og brunaði síðan áleiðis upp á jökulinn með nokkra vini mína frá útlöndum. Þar sem skyggni var nú ekki gott og von var á verra veðri þá ákváðum við að stytta ferðina og skelltum okkur niður í Jaka aftur og síðan áleiðis niður í Húsafell um kl. 14. Allan tíman var veðrið fínt og grilluðum við niðri við Hraunfossa og lögðum af stað í bæinn kl. 16:30 í fínu veðri (á þeim tíma hafið þið væntanlega verið komnir í ansi mikinn barning). Ekki varð ég var við að veðrið versnaði fyrr en ég kom í Borgarnes en þar skall á kafaldsbylur sem við keyrðum út úr undir Hafnarfjalli. Á Kjalarnesi var svo komið hífandi rok með ansi hressilegum kviðum.
Greinilega misjöfn upplifun þennan daginn á jöklinum.
kv
Agnar
11.03.2007 at 01:14 #584008[url=http://landsbjorg.is/:v609m1ej][b:v609m1ej]Fundnir[/b:v609m1ej][/url:v609m1ej], vélsleðamanna enn saknað.
10.03.2007 at 22:38 #583900Gamli krúserinn minn með brotinn afturöxul (hjá fyrri eiganda).
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/1348:1gsvbl8n][b:1gsvbl8n]Brotinn öxull[/b:1gsvbl8n][/url:1gsvbl8n]
[img:1gsvbl8n]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/1348/8295.jpg[/img:1gsvbl8n]
03.03.2007 at 02:25 #583102Lúther er að sjálfsögðu að fara í Dodge eða hvað ….. ?
kv
A
03.03.2007 at 01:57 #583024auðvitað eiga meðlimir að umsaminn afslátt hvort sem þeir eru að láta skoða breytta jeppa eða Boruna sína….. annað væri bara rugl !
kv
A
27.02.2007 at 12:53 #582414…hvað með straumþunga, ótraustan botn, grjóthnullunga á botni o.s.frv. ??
-AB
-
AuthorReplies