Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
21.06.2007 at 13:37 #592714
sæll Kjartan
Hann ætti að komast auðveldlega yfir Núpsvötnin ef hann fer á "nýja" vaðinu en það er tiltölulega nálægt þjóðveginum og liggur í skeifu yfir ána þar sem hún er breið og frekar lygn. Þegar yfir er komið kemst hann eftir slóðunum að og meðfram Eystrafjalli en Núpsáin stoppar menn í að fara lengra norður í átt að Grænalóni. Þetta fer ekkert á milli mála þegar slóðinn endar við Núpsá. Ég held að ég lumi á gps punkt við bakkan á þessu vaði ef einhver hefur áhuga.
Gamla vaðið er innar meðfram Lómagnúpnum, það er þrengra og straumharðara og er vissara að aka niður með straumnum þar yfir.
Hér er mynd af 38" 70 Krúser að fara þar yfir 2 júlí 2004 en vaðið dýpkaði fyrir framan bílinn áður en hann klifraði upp á bakkann. 33" 80 Krúser fór yfir stuttu síðar á sama stað án vandræða.
[img:292kxubz]http://images9.fotki.com/v175/photos/7/762268/2797823/IMG_4605-vi.jpg?1130452879[/img:292kxubz]
kveðja
Agnar
19.06.2007 at 19:16 #592586kannski óþarfi að henda út rás 42 en lítið mál er að útbúa scan-grúppu á flestum stöðvum þar sem hægt væri að undanskilja rás 42.
kveðja
A
10.06.2007 at 23:52 #592324sælir
ég notaði OME í gamla 2.8 l Pattanum mínum á 38". Þær voru búnar að vera í bílnum í nokkur ár þegar ég endurnýjaði þær og þá keypti ég sömu fóðringar aftur hjá Benna (gular) enda bara nokkuð sáttur með þær. Veit ekkert hvernig þær virka í nýrra boddýinu með 44" breytingu.
kv
Agnar
06.06.2007 at 22:36 #592198Það væri mjög gott að fá upplýsingar um hvaða svæði / vegi / slóða vantar svo að við sem höfum áhuga á að aðstoða getum "bestað" þetta þegar við erum á ferðinni.
Væri ekki hægt að setja upp einhvers konar leiðbeinandi lista yfir þau svæði / vegi / slóða sem vantar í grunninn ?
kveðja
Agnar
17.05.2007 at 00:58 #591212sælir
Ég nota MTZ sem sumardekk undir 44" Patrol og er mjög ánægður með þau, mjúk í akstri (microskorin), níðsterk og alveg hringlótt. Ferðafélagar mínir hafa mikið verið að keyra á þessum dekkjum (2,5-3t bílar fullhlaðnir) og eru þeir hoppandi glaðir með MTZ og Baja Claw. Einn er á ATZ en þau eru síðri í snjó skv því sem ég hef séð en eru frábær keyrsludekk. Svona fyrir alhliða notkun myndi ég mæla með MTZ en Baja Claw eru kannski full massíf fyrir svona léttan bíl.
Það tekur smá tíma að mýkja þau upp og það þarf að hleypa vel úr þeim til að byrja með eins og Skúli lýsir.
kveðja
Agnar
14.05.2007 at 10:13 #590984… í vefnefndinni að setja 4.2 ofan í sinn Patta ásamt gírkassa ! Tók hann þá ekki 5.42 úr sínum.
Myndi giska á að einhverjir sem hafa verið að swappa vélunum úr Pöttunum lumi á svona.
Óskar Erlings t.d. eða GÞÞ ??
kv
Agnar
11.05.2007 at 14:33 #590852[url=http://www.landvernd.is/myndir/RadstefnaFrasognJan2005.pdf:30xhzhqf][b:30xhzhqf]Hér[/b:30xhzhqf][/url:30xhzhqf] eru nákvæmari upplýsingar um áhrif á Langasjó.
Hér er svo gróf lýsing á framkvæmdinni tekin af vef Almennu Verkfræðistofunnar:
————————————–
Samkvæmt frumhönnunarskýrslunni er fyrirhugað að veita vesturkvíslum Skaftár um skurð frá Skaftá við norðausturenda Fögrufjalla inn í Langasjó.Gert er ráð fyrir þremur veitustíflum milli hæðadraga á milli Fögrufjalla og Skaftárfells, ásamt öryggisyfirfalli, sem mynda lón samtengt Langasjó og kallað hefur verið Norðursjór. Yfirfall er fyrirhugað í Útfallinu, sem veitir hluta jökulhlaupa og umframvatni til baka yfir í Skaftá. Frá Langasjó er gert ráð fyrir veitugöngum og skurðum sem flytja rennsli úr Langasjó yfir á vatnasvið Lónakvíslar, en hún rennur í Tungnaá við svonefndan Botnlanga.
Tilgangur Skaftárveitu er að nýta rennsli frá Skaftá með miðlun í Langasjó til orkuframleiðslu í virkjunum í Tungnaá og Þjórsá.
Orkugeta Skaftárveitu í núverandi virkjunum í Tungnaá/Þjórsá var áætluð um 460 GWh/ári að teknu tilliti til stækkunar í Sigöldu, Búðarhálsvirkjunar og Norðlingaölduveitu. Með nýjum virkjunum í Neðri Þjórsá, aflaukningu í Búrfelli og Bjallavirkjun í Tungnaá gæti orkugetan aukist í um 740-750 GWh/ári, en það er t.d. nokkuð sambærilegt við orkuvinnslu Sultartangavirkjunar.
Orkuverð frá Skaftárveitu samkvæmt frumhönnunarskýrslunni er mjög lágt og Skaftárveita því með hagkvæmustu virkjanakostum á landinu (hagkvæmnitala reiknast á bilinu 0,36-0,22).
———————————————
Áhrif á vatnsyfirborð Langasjó verður 17 metrar hækkun/lækkun eftir árstíðum.
kv
Agnar
02.05.2007 at 17:31 #590170Er þessi bíll með hásingu að framan ?
kv
A
20.04.2007 at 10:24 #588856sælir
ég lenti í mjög svipuðu á gamla Pattanum mínum þegar ég setti vatnskassann aftur í hann eftir viðerð. Hitinn rauk upp eftir smá akstur og sveiflaðist mikið. Það var smá vinna að losa loftið úr kerfinu en ég gerði það bara með því að hafa kerfið opið og hella inn á það í rólegheitunum á milli þess sem það ældi loftinu út.
kveðja
Agnar
17.04.2007 at 14:21 #588632Bull og vitleysa, Patrol getur aldrei verið ljótur, bara misfallegur. Það sama á við um drifgetuna, hann drífur aldrei lítið, bara mismikið …
kv
A
16.04.2007 at 15:43 #588350sælir
viðmiðunin sem Toy gaf á sínum tíma var 6 ár (ábyrgð rann út 2003) en ég veit um tilfelli þar sem þeir tóku á sig vinnuliðinn þrátt fyrir að sá tími væri liðinn (2004) þar sem bíllinn var lítið ekinn. Þetta er náttúrulega bara oft spurning um hversu mikið menn nenna að atast í þessum málum.
Góð driflæsing er í mínum huga læsing sem virkar þegar á þarf að halda og þarfnast lítils viðhalds eða eftirlits. Þetta er ekki reynsla þeirra sem ég þekki sem hafa átt svona bíla í einhvern tíma og skiptir þá engu hvort læsingin var mikið notuð eða ekki. Það má vel vera að aðrir hafi aðra sögu að segja.
kveðja
Agnar
15.04.2007 at 22:40 #588342sælir
veit ekki hvað olli þessum ónýtu heddum þannig að ég veit ekki hvort það gæti gerst. Best að ræða við þá hjá Toyota um það. Annars eru nú til mun verri bilanir en heddskipti að mínu mati í díselvél
kv
Agnar
15.04.2007 at 11:22 #200127Jæja PallliHall
Segðu okkur nú frá Sprinter breytingunum hjá þér, ég geri ráð fyrir að þú sért með 4×4 bíl og á leiðinni á hvað stór dekk ? Er þessi bíll á hásingu að framan ?
Alltaf gaman að sjá menn gera eitthvað nýtt
kv
Agnar
15.04.2007 at 10:54 #588338sælir
Ég hef átt svona bíl á 38" , ferðast talsvert með svona bílum og þekkt marga sem hafa átt svona bíla, bæði breytta sem óbreytta. Hérna er það sem ég veit:
– Frábær díselvél, enn betri með common rail og enn betri með intercooler (common rail kemur með cooler orginal)
– var ánægður með sjsk, hef ekki ekið beinsk
– vélarnar í ´97 bílnum voru eitthvað gallaðar og heddin eyðilögðust óvenju snemma eða í kringum 6 ár eða 100-150 þús km. Virðist hafa verið lagað í árgerðunum þar á eftir enda vélin ekki alveg sú sama. Gera má ráð fyrir heddskiptum í kringum 200 þús km svona almennt.
– kram að framan er veikt, stýrisendar, stýrismaskína, framdrif og öxlar. Þetta getur allt farið í átökum og jafnvel í litlum átökum. Sumir hafa þjösnast á þessum bílum á 38" án þess að nokkuð hafi komið fyrir svo árum skiptir en aðrir eru alltaf að brjóta eitthvað ! Svo verður þetta dót slitið þegar akstur nálgast 200 þús gæti þá þurft að skipta um t.d. sexkúluliði, fóðringar o.s.frv.
– Org rafmagnslæsingar eru drasl og þurfa þær mikið viðhald og eftirlit.
– Mér fannst alltaf leiðinlegt að halda þessu plastdóti eins og stuðurum og svuntum í horfinu, þetta var alltaf að losna og aldrei til friðs. Kannski bara bundið við minn bíl.
.
Gott að sitja í þeim og ég hef ekki átt skemmtilegri bíl til að aka um á malarvegum á sumrin, feykinóg afl og klafafjöðrunin að framan mjög skemmtileg. Ef þú ætlar í 35" bíl á annað borð þá mæli ég með þeim en auðvitað ertu ekki að fara í neinar heavy fjallaferðir á honum þannig, gæti hentað í styttri dagstúra með meira breyttari bílum og kannski upp á Langjökul ef færið er gott.
kv
Agnar
12.04.2007 at 22:51 #587970sælir
Ég þekki ekki þessar bombsur sem þú ert að leita að en ef þú ert að leita að stígvélum í snjó þá mæli ég með Thermolite stígvél (þessi svörtu) í Jón Bergsson ehf, feikiöflug, gott að ganga í þeim, létt og mjög hlý. Mæli þó ekki með því að menn aki í þeim nema á sjsk bíl
Sjá á heimasíðu http://www.jonbergsson.is
kv
Agnar
11.04.2007 at 22:47 #587644sælir
hvernig hásing fór undir að framan ?
10.04.2007 at 18:38 #584794..ef satt er. Þetta væri eins og að neita manni um sjúkrabætur sem rynni til í hálku af því að hann væri ekki á mannbroddum !
Þetta á sér ekki nokkra stoð í lögunum þannig að það hlýtur að vera að hægt að hnekkja þessu fyrir dómstólum ?
kv
Agnar
10.04.2007 at 18:31 #587548jú Tryggvi það þarf að koma á 44" blöðrunum svo þeir sjái nú að þetta passi allt saman:-)
Takk kærlega fyrir svörin strákar
kveðja
Agnar "sem á stóra skó í skúrnum"
10.04.2007 at 18:28 #587546Gott mál, þá ætla ég að skella mér í að redda vottorðunum. Það er ekki brett upp á álrenningana á hliðunum en á öllum hornum og að framanverðu þar sem þeir enda á frambrettunum er brett upp á þá, dugar vonandi. Annars fæ ég mér bara gúmmílista og set á til bráðabirgðar.
kveðja
Agnar
10.04.2007 at 18:08 #587554ekki gleyma Norðlingafljóti en það gæti verið vatnsmikið á þessum tíma.
kv
Agnar
-
AuthorReplies