Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.10.2007 at 22:12 #595862
góða kvöldið
það er grindarbiti sem mér sýnist vera að þvælast fyrir handbremsutromlunni þegar ég set Ljónsstaðargírinn í. Hafa menn þurft að færa bitann complet eða er nóg að taka bara nett úr honum, annað hvort að ofan eða millikassamegin ?
kv
Agnar
07.10.2007 at 22:04 #598838það mætti nú alveg merkja þetta almennilega sem lokaðan slóða ef hann er formlega lokaður. Það er ekkert sem segir að hann sé lokaður í dag.
Annars væri mjög gaman að skoða þetta svæði að vetri til….
kv
Agnar
07.10.2007 at 14:26 #598830ég var nú aðallega að tala um slóðann norðan Svartahnjúksfjalla, man reyndar ekki eftir að hafa séð neinn slóða frá Strútslaug niðureftir.
Það eru að vísu mjög ljót för í brekkunni fyrir ofan vaðið yfir Syðri Ófæru við Álftavötn og það sér hver heilvita maður að þetta er ekki lengur akslóði í notkun en ég man samt ekki eftir að þar væri skilti sem lokaði slóðanum. Slóðinn norðan Svartahnjúksfjalla er aftur á móti nokkuð góður þar sem ég labbaði yfir hann.
Finnst líka nokkuð merkilegt að þessi leið sé merkt inn á vegakortið frá Landmælingum (1:300.000) ef þetta er að hluta eða öllu leiti lokað !
Ég get alveg séð fyrir mér einhvern ferðamann með litla staðarþekkingu villast þarna inn eftir …..
kv
Agnar
07.10.2007 at 12:46 #598826OK. Svona af forvitni, hvað áttu við þegar þú segir að hún sé MERKT lokuð, er það á staðnum eða á einhverjum kortum ?
kveðja
Agnar
07.10.2007 at 01:36 #598822góðan .. morgun
ef þið eruð að tala um slóðann á milli Álftavatna og Strúts þá væri ég meira en til í að fá track af þeirri leið.
Asnaðist til að labba þetta í sumar og sá gamlan jeppaslóða á leiðinni sem væri tilvalið að kanna betur. Er þetta kannski bara vetrarleið í dag ?
Allar uppl. vel þegnar.
kv
Agnar
agb@applicon.is
05.10.2007 at 16:36 #598726sæll
Alltaf sárt að sjá menn yfirgefa Patrol í miðri á 😉
Það er ekki nauðsynlegt að skipta hásingunni út á Ram, bara innvolsinu. Það er til kit í Ameríkuhreppi sem kostar nokkra hundraðþúsund kalla sem hefur virkað fínt.
kv
Agnar
02.10.2007 at 23:12 #598468ég skil bara ekki alveg af hverju fjallamenn eru svona spenntir fyrir þessu Tetra dæmi. Við höfum aldeilis ágætt VHF kerfi sem er í stöðugri þróun og sé ég ekki að Tetra komi í stað þess.
Menn hljóta því að vera horfa á þann möguleika að hringja úr Tetra en það er reyndar greinilega ekki vinsælt vegna álags eða hvað ?
NMT dettur út eftir 15 mánuði og ég sé ekki neina ástæðu til að flýta mér að fá mér Tetra fyrr en það gerist. Svo eru til aðrir valkostir sem eru mun öflugri en Tetra og kosta ekki meira, Hlynur benti á Irridium og svo má líka benda á Globalstar en þeir símar eru ódýrari en Irridum og ódýrara er að hringja úr þeim. Að vísu er ekki alls staðar hægt að ná sambandi í gegnum Globalstar en ég hef þó trú á því að dreifnin sé ekki síðri en í NMT eða Tetra. Legg til að menn slaki aðeins á, leyfi þessu að þróast aðeins meira og bíði fram á næsta vetur. Verðin munu ekkert nema lækka og úrvalið aukast …
kv
Agnar
01.10.2007 at 11:29 #598204Hvernig ætlið þið að sanna að einhver ferðaþjónustuaðili sé að nota rásirnar án þess að eiga upptöku af því (sem er banna skv þessum reglum) ?
Ef menn ætla að senda reikning þá verða að liggja fyrir einhverjar sannanir….
kv
Agnar
28.09.2007 at 15:42 #598046Þetta er komið Skúli, fékk þetta hjá Óskari E, takk samt.
kv
Agnar
28.09.2007 at 14:54 #598044fer út úr bænum eftir 2 klst, ef þú ert með ferilinn handhægan þá væri fínt að fá hann. Annars reddast þetta nú örugglega enda snjólaust þarna.
kv
Agnar
27.09.2007 at 16:48 #598040Takk fyrir það Skúli. Þú mátt endilega senda mér sumartrackið (og vetrar líka) ef þú getur á GPX formi (svo ég geti importað inn í Ozi) á agb@applicon.is.
Hvaða aðrar ár en Blanda á þessari leið eru varasamar ?
27.09.2007 at 15:52 #200870góðan dag
Mig langar að komast frá Hveravöllum niður í Skagafjörð án þess að fara alla leið niður á malbik.
Er ekki einhver slóði frá leiðinni að Ingólfsskála sem liggur norður eftir niður í Skagafjörð ?
Er einhver önnur leið norðar frá Kjalvegi, t.d. við Arnarbæli yfir á slóðana á Eyvindarstaðaheiði ?
Track væri vel þegið og hvaða ár eru varasamar.
kveðja
Agnar
agb@applicon.is
25.09.2007 at 16:10 #597764Með því að fela auglýsingu þá ertu í raun að merkja hana til eyðingar, þ.e. hún hverfur eftir tilsettan tíma úr kerfinu.
Alla vega hafa þær horfið hjá mér á endanum….
25.09.2007 at 15:14 #597730sælir
Ég fór með minn bíl til að breyta skoðun úr 38" í 44" í sumar og þurfti að framvísa hjólastillingavottorði. Bílnum mínum var breytt fyrir 44" árið 2001 og hefur ekkert verið átt við breytinguna að neinu ráði síðan.
Það er því greinilega eitthvað misræmi í þessu….
kv
Agnar
N.B. þá gat enginn hjólastillt bílinn minn á 44" og því var bíllinn bara "mældur upp" hjá viðurkenndum aðila og síðan skrifað upp á vottorð —-> þvílíkt rugl !!!
11.09.2007 at 00:26 #596490Benni á væntanlega við nýbreytta eða hvað ….
Gleymdi einu, ég reyndi að fá hjólastillingavottorð á tveimur viðurkenndum stöðum en á báðum stöðum var mér sagt að þeir gætu ekki hjólastillt fyrir 44" dekk.
Þið þurfið því að redda ykkur minni blöðrum undir bílinn til að fá þetta blessaða vottorð.
kv
Agnar
10.09.2007 at 22:23 #596486sælir
… ekki gleyma
4. Hraðamælavottorð
5. Vigtunarvottorð
6. Hæð upp í efri brún aðalljósa má ekki vera meiri en 136 cm (minnir mig, fáðu það staðfest hjá Frumherja).
Ég fór með bílinn minn í Frumherja, þeir voru nokkuð stífir á öllum mælingum (lenti í smá vandræðum með hæðina á aðalljósunum og þurfti að fara í endurskoðun út af því) en þeir slepptu mér þó með kantana mína þó þeir fullnægðu ekki alveg reglunum, sjá
[url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/9668:3anbokrb][b:3anbokrb]hér[/b:3anbokrb][/url:3anbokrb].
Breytingarskoðunin kostar 5900 en þú færð 50% afslátt ef þú lætur skoða bílinn fyrir aðalskoðun í leiðinni. Svo færðu ofan á þetta F4x4 afslátt.
kv
Agnar
09.09.2007 at 13:58 #596314prófaðu að tala við [url=http://www.f4x4.is/new/profile/default.aspx?file=3674:hatwd4x2][b:hatwd4x2]þennan[/b:hatwd4x2][/url:hatwd4x2].
kv
AB
09.09.2007 at 13:03 #596298sæll
Er ekki bara vatn í eldsneytissíunni ! Ertu búinn að prófa að blæða hana (skrúfar litla plastskrúfu undir henni með röri niður) ? Það á reyndar að koma gaumljós en það má alveg prufa þetta.
Ef að það safnast vatn í síunni þá verður bíllinn kraftlaus án þess að það auki neitt eða breyti litnum á útblæstrinum. Þetta hefur gerst tvisvar í sumar þegar ég hef verið að sulla í ám og dælt úr aukatanknum yfir á aðaltankinn (væntanlega gat á honum).
kveðja
Agnar
07.09.2007 at 18:17 #596184sælir
Þetta eru skemmtilegar pælingar en ég held að ég verði að vera sammála EIK um að þetta er nú hálf hæpnar forsendur eins og þær eru settar fram þarna.
Jeppar eru yfirleitt keyrðir mun meira yfir sama tímabil og fólksbíll og því ekki hægt að miða endingartíma bifreiðar við akstursvegalengd.
Svo er það nú deginum ljósara að þetta er keypt rannsókn af bandarískum bílaframleiðendum …
kv
Agnar
03.09.2007 at 20:51 #595860þetta er selt hjá honum. Takk fyrir svörin, ég ætla í Ljónsstaðagírinn en þeir sem ég hef talað við mæla allir með honum.
kveðja
Agnar
-
AuthorReplies