Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.03.2013 at 09:01 #764913
Takk fyrir þetta Gnýr, gaman að fá að vita af svona nýjungum. Er þetta eitthvað tape-mix þarna að utanverðu ?
Er mögulegt að smyrja legurnar ?
21.03.2013 at 14:47 #764791Ég hef sömu sögu að segja og Gunnar, mín 4.0 lítra línu sexa ´95 gekk án truflana allan tíman. Það eina sem gerðist hjá mér var að síðustu tvo klukkutímana varð gangurinn pínulítið grófur, veit ekki hvort það var út af frosnum mótorpúðum eða einhvers konar klakamyndun en það lagaðist um leið og hann komst niður úr veðrinu. Er bara með orginal loftsíubox með pappasíu en loftið er tekið inn rétt innan við viftuspaða fyrir aftan grill, engar sérstakar rakavarnir eða slíkt. Ég opnaði aldrei húddið í kófinu.
Það fór lega í stýrisdælunni hjá mér í ferðinni en vökvastýrið virkaði þó allan tímann. Doldið fyndið að ég lenti í nákvæmlega því sama og Gunnar, það festist klakkabúnt í sleflögnina frá dælunni en olli þó engum skemmdum
Miðstöðin virkaði fínt allan tímann en ég lét hana reyndar blása köldu síðustu tvo klukkutímana til að losan við að þurfa að fara alltaf út að berja af rúðunni. Þegar framrúðan er köld þá safnar hún ekki lengur á sig klakka og snjó og hrindir bara öllu frá sér. Snilldartrikk en þýðir samt að maður þarf að vera í dúnúlpu með húfu og vettlinga inn í bíl og þarf að skafa rúðuna einstaka sinnum að innanverðu 😉
17.03.2013 at 14:38 #764487[quote="freyr":14was2k0]Hvað urðu margir jeppar eftir upp á jöklinum?[/quote:14was2k0]
Mér skilst að þetta séu hátt í 20 bílar.
14.03.2013 at 09:41 #764395Góðan dag
Frábært framtak !
Það væri samt snilld ef þið gætuð einnig gefið okkur eintak af sprungukortunum á .jpeg/.png formi (ljósmynd) svo við sem erum að nota OziExplorer og LMÍ kortin getum calibrerað sprungukortin inn hjá okkur líka. Á kortunum þurfa að vera breiddar- og lengdargráðulínur og gott væri að upplausnin væri á bilinu 5000-10.000 pixlar (3-5 þús væri líka í lagi til að minnka stærð myndar). Síðast notaði ég skjáklippiforrit til að snap-a kortunum úr PDF skjalinu en ég væri alveg til í að sleppa við það núna 😉
Ef þið gætuð reddað þessu sem fyrst í dag þá væri það FRÁBÆRT !
Bestu kveðjur
Agnar 893 0557
agnarben@gmail.com
08.03.2013 at 12:40 #759203Jú stefnan er að þvera jökul en hver veit hvað manni dettur í hug, alltaf gaman að vita af og prófa leiðir sem maður hefur ekki farið áður. Það er náttúrulega hundleiðinlegt að keyra jökla nema í góðu veðri, miklu skemmtilegra að þræða góðar leiðir á hálendinu með tilheyrandi áskorunum eða utan í jöklum 😉
07.03.2013 at 23:37 #759199[quote="torirg":1rc73fdp]Síðustu helgi var Krapi ekki vandamál í Kverkfjöllum nema á flæðunum utan við Dingjujökulinn þar er mikill vatnselgur og í drögunum vestan við jökulinn , Frís kannski í vikunni enn var ekki gott um síðustu helgi . Enn mjög gott upp með Kistufelli og jökullinn fínn, Mikill snjór á Urðarhálsi.
Aftur leiðirnar frá Kv fjöllum út í Möðrudal og Brú talsvert blautar.
Mjög gott færi og fimbul snjór út hjá Snæfelli.
Kveðja Hrollur.[/quote:1rc73fdp]Var að skoða LMÍ kortin og er að spá í því hvort það sé ekki fínt að fara upp á Dyngjujökul hjá Kistufelli eða af Urðarhálsi ?
06.03.2013 at 09:01 #760115Heyrði í Des hjá OziExplorer í gær og það er ekki hægt að tengjast internal GPS með þeirra hugbúnaði en þeir eru að vinna í að breyta þessu. Hann benti þó á að GPS hugbúnaðurinn í þessum spjaldtölvum gæfi ekki allar sömu upplýsingar og hefðbundin GPS tæki. Hann tók sem dæmi að hugbúnaðurinn gefur ekki upp hraða og heading sem er nú svo sem ekkert stóráfall en samt minni virkni.
Nú veit ég lítið um MapSource/nRoute og hvaða tengimöguleika sá hugbúnaður hefur en við erum að reyna að afla okkur upplýsinga um það.
Þetta er þó ekkert takmarkandi þáttur, lítið mál að tengja hefðbundið GPS tæki við PC tablet og svínvirkar, hefði bara verið gaman að ná GPS-inu inn og sjá hvort hægt sé að nota það fyrir okkar þarfir.
kveðja
Agnar
04.03.2013 at 20:51 #760107Já við ræddum þetta ég og Guðjón í dag og við erum að spá í að gera tilraunir með GPS í spjaldtölvunni en þær verða reyndar gerðar á Ozi þar sem ég nota ekki MapSource/nRoute. Galdurinn við þetta er að ná sambandi við GPS hugbúnaðinn í spjaldtölvunni í staðinn fyrir að velja eitt af COM portunum. Ég læt vita ef ég næ einhverjum árangri með þetta.
Er þetta ekki annars festingin sem þú keyptir. Ansi sniðug, er auðvelt að stytta arminn ?
[url:3dgx5pfj]http://tolvutek.is/vara/luxa2-h7-hagaeda-standur-med-sogskal-fyrir-spjaldtolvur[/url:3dgx5pfj][img:3dgx5pfj]http://tolvutek.is/show_image.php?filename=/skrar/image/myndir_product/rs-luxa2-h7.jpg&newxsize=350&newysize=300&fileout=&maxsize=0&bgred=0&bggreen=0&bgblue=0[/img:3dgx5pfj]
04.03.2013 at 17:40 #760103[quote="Hjalti":20piho1o]Oziexplorer sem margir nota er til núna á Android og það er hægt að sækja á oziexplorer.com. Þetta virkar þokkalega og hægt að nota öll gömlu kortin ef þaður breytir þeim í OZFX3 format. Hægt er að sækja breytiforrit til þess á Oziexploer.com. Þessi android útgáfa er frekar takmörkuð miðað við stóru Windows útgáfuna, færri stilligamöguleikar, en vinnur með vegpunkta, trökk og ferla. Hjalti R-14[/quote:20piho1o]
Ég hef verið að prófa Ozi á Android símanum mínum og ég get ekki séð að útgáfan geti unnið með trökk, bara vegpunkta og kannski rútur. Er ég að missa af einhverju ?
04.03.2013 at 10:15 #760101Ágúst, VisIT trackar ekki né getur það unnið með ferla.
Flott umsögn hjá þér Sigurbjörn og gaman að heyra að tölvan virkar vel. Það er alveg klárt mál að þegar ég verð leiður á 12" Lenovo Notebook fartölvunni minni að þá fer maður í svona græju.
En hefur þú ekkert prófað að nota bara GPS-ið í spjaldtölvunni ? Ég hef lúmskan grun um að það virki bara fínt eða hvað ! Það væri vinnandi að geta losnað við að tengja gps tækið við tölvuna því það er eiginlega það eina sem hefur verið að klikka hjá manni, þe driverinn fyrir ´Serial to USB´ converter tengið hefur tvisvar hrunið hjá mér.
19.02.2013 at 00:09 #763331Ég held því miður að þetta sé ekki alveg svona einfalt Reynir, ég veit um amk tvö nærtæk dæmi um 39,5 og 42 Irok undir léttum bílum þar sem dekk fóru að leka út af sprungumyndum með kubbum. 42" Irok dekkin eru undir 4Runner. Ég held að menn séu að skemma þetta á því að aka á hörðu undirlagi á of litlu lofti. Líkurnar á því að það gerist aukast auðvitað stórlega á þyngri bílum.
Ég, eins og hinir sem hafa kommentað hér að ofan, myndi alltaf skera vel út úr munstrinu hjá mér til að auka líkurnar á því að þetta endist vel og lengi. Ég hef fundið fyrir hita í mínum 39,5" Irok eins og ég nefndi hér ofar og minn bíll er 2000-2100 kg tilbúinn í helgarferð með tveimur köllum.
17.02.2013 at 12:08 #759173[quote="Óskar":nx4bdi0b]Rétt hjá þér Hansi, – það vantar bara að Valvoline sleipiefnin séu í boði Paulsen
ÓE[/quote:nx4bdi0b]
Spurning hvort Frikki sé líka með Gleðigöndul einhvers staðar í jeppanum 😉
07.02.2013 at 11:21 #763317Ég hef ekki ennþá lent í neinum vandræðum með mín dekk, búinn að keyra á þeim í tæp tvö ár núna án vandræða en ég hef talsvert hleypt úr þeim og ekkert hlíft þeim. Keyri mikið í 2-3 psi í snjó og er hleypa úr alveg niður í 1-1,5 psi.
Ég er með þau á völsuðum felgum og dekkin snúast ekkert á þeim. Einnig skar ég talsvert úr ystu kubbunum og í miðjunni og microskar þau síðan í miðjunni.
Mín kenning er sú að menn séu að eyðileggja þessi dekk með því að keyra þau á of mikið úrhleyptu þegar færið er hart eða á malarvegum en þá ofhitna þau og byrja að springa og leka meðfram ystu kubbunum. Ég finn það að ef ég keyri á harðfenni eða á malarvegi í 4 psi að þau hitna strax. Ég græjaði því utanáliggjandi úrhleypibúnað til að geta pumpað í eftir aðstæðum og hefur hann reynst mjög vel. Einnig held ég að margir hafi eyðilagt þessi dekk með því að leyfa þeim að snúast á felgunni.
Ég mun kaupa mér aftur svona dekk undir minn bíl þegar ég endurnýja, ekki spurning, enda mjög fá almennileg dekk í boði fyrir 15" háar felgur !
06.02.2013 at 08:50 #763311Ég er með hálfslitin 39,5" Irok undir 1700 kg (þurrvikt) Cherokee XJ á 4.56 og er gífurlega ánægður með þau, flotið er mjög gott, bíllinn er léttur og skemmtilegur á þessum dekkjum og vinnslan er fín. Eru ekki 41,5" Irok Radial bara nákvæmlega eins dekk nema þau myndu bara gefa þér enn lengra spor og meira flot en gallinn við þau væri auðvitað að þau eru talsvert þyngri að snúa.
04.02.2013 at 23:55 #762241Nokkrar myndir úr ferðinni
[img:33gqpxv6]http://sphotos-e.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash3/531566_4858901643131_182606202_n.jpg[/img:33gqpxv6]
Á leið upp jökul – Jarlhettur í baksýn[img:33gqpxv6]http://sphotos-c.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/250687_4858901683132_1480585011_n.jpg[/img:33gqpxv6]
Fengum flott veður[img:33gqpxv6]http://sphotos-h.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-prn1/526368_4858902403150_1395297490_n.jpg[/img:33gqpxv6]
Cherokee og Þursaborg[img:33gqpxv6]http://sphotos-e.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash3/531991_4858902723158_678856995_n.jpg[/img:33gqpxv6]
Þursaborg séð frá norðurhábungu[img:33gqpxv6]http://sphotos-b.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/481522_4858903523178_51084976_n.jpg[/img:33gqpxv6]
Við Oddnýjarhnjúk á leið niður á Hveravelli[img:33gqpxv6]http://sphotos-a.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash4/2945_4858903603180_1681350499_n.jpg[/img:33gqpxv6]
Sunnudagsmorgun[img:33gqpxv6]http://sphotos-f.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-prn1/11252_4858903923188_154089987_n.jpg[/img:33gqpxv6]
Sunnudagsmorgun[img:33gqpxv6]http://sphotos-b.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-ash3/575474_4858904483202_332562353_n.jpg[/img:33gqpxv6]
Brekkan ógurlega
04.02.2013 at 14:23 #762225[quote="Ýktur":2kv5cf1k]Þetta var stórfínt, takk fyrir mig.
En er ekki rétt að renna aðeins yfir tjónalistann:
1 stk. sjálfskipting – Patrol
1 stk. fjöður – Jeep
1 stk. dempari – Toyota?
1 stk. stýristjakksfesting – Toyota
1 stk. AC dæla – Jeep
1 stk. "skilinn eftir á Laugarvatni" – Ford (veit einhver hvað gerðist þar?)Er ég að gleyma einhverju?
Bjarni[/quote:2kv5cf1k]
Það brotnuðu nú bara 2 fjaðrablöð af 5 í Jeep þannig að flokkast það ekki bara sem viðhald frekar en bilun 😉
Svo bilaði líka rafmagnsdæla fyrir aukatank í Toyotu og loftpúðadæla í Ford ……
Hliðin á 49" dekkinu ákvað að yfirgefa partýið á þjóðveginum og reif sig nánast eins og hún lagði sig frá restinni af dekkinu ….
04.02.2013 at 09:25 #762215Takk fyrir mig, þetta var sultufín ferð og góð stemmning á Blótinu
30.01.2013 at 15:45 #763185sælir
hér finnur þú nokkrar vefmyndavélar á vegum LÍV, meðal annars í Mosaskarði. Það er ansi autt að sjá þar núna en það er örugglega meiri snjór efst á Skjaldbreiðarveginum norðan við Hlöðufell. Hversu mikill veit ég ekki …..
[url:2muk4sqv]http://liv.is/webcam[/url:2muk4sqv]
29.01.2013 at 16:52 #762195Fréttir af Kjalvegi frá síðustu helgi af jeppaspjallinu:
"<em>Jæja ekki er nú mikill snjór á Kili, og sá litli snjór er nú frekar harður. Held að ég geti sagt það að allir 33" bílar eigi að geta komist inn á Hveravelli eins og það var á föstudaginn. Færið var aðeins þyngra á sunndaginn þegar við fórum í bæinn svolítið hjakk fyrir 38" bílanna í kringum Fjórðungsöldu og heim að Kerlingafjalla afleggjara, enda mikill skafrenningur. Annars bara hart færi.</em>"
[url:rja1mwz8]http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=7&t=14729&p=84932#p84932[/url:rja1mwz8]
28.01.2013 at 14:23 #762973[quote="jong":d9x6ynov]Kannski veist þú þegar af því, en Loftmyndir ehf eru með nokkuð gott íslandskort á GEO-TIF skráarformi;
[url:d9x6ynov]http://3w.loftmyndir.is/index.php?option=com_content&task=view&id=172&Itemid=60[/url:d9x6ynov]
Ég býst við að OziExplorer lesi það.
Hinsvegar er kortið með ÍSNET-93 kortvörpun, ég þekki ekki OziExplorer það vel að ég geti fullyrt að sú vörpun sé skilgreind fyrir forritið.[/quote:d9x6ynov]Já þetta er flott kort en bætir svo sem engu við þau LMÍ kort sem ég er með nú þegar (1:250.000 þar á meðal).
Ég hefði áhuga á að eignast líka vektor kort í kvarðanum 1:50.000 sem sýnir bara hæðarlínur, vatnafar og helstu kennileiti eins og IS 50V kortið gerir.
-
AuthorReplies