Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.01.2008 at 17:00 #608864
Vel smíðuð dekk með grófu mynstri sem hentar amk vel undir þyngri bíla. Ég myndi segja frábær alhliða dekk, ekkert skopp í mínum dekkjum og mun hljóðlátari en Mudder.
Ég nota mín reyndar ekki í snjó, bara sem sumardekk, en þeir sem ég þekki og eru með þessi dekk eru þrælánægðir.
kv
Agnar
03.01.2008 at 11:50 #607964sæll Siggi
Þetta sem Balvin er að stinga upp á er alþekkt dæmi í blaðabransanum hér heima (og væntanlega erlendis líka), hef sjálfur tekið þátt í svona verkefni sem verktaki.
Verktakinn ber að sjálfsögðu alla fjárhagslega áhættu (tap/gróði) en hann skuldbindur sig til þess að sjá um efnisöflun, safna auglýsingum og gefa blaðið út.
Það er vonandi að atvinnumenn í auglýsingasöfnun sem myndu vinna þetta sem sitt aðalstarf ættu að geta náð inn meiri tekjum heldur en félagsmenn sem vinna þetta í frítíma sínum.
Á þessu er líka vankantar eins og gæði á efni í blaðinu, fjöldi auglýsinga, gæði í umbroti og prentun o.sfrv. Hvort þetta er vænleg leið fyrir klúbbinn veit ég svo sem ekki ….
kveðja
Agnar
02.01.2008 at 15:37 #608570Þetta hefur gerst hjá mér tvisvar á tveim mismunandi Pöttum (´92 og 2001), skipt var um lokur og þetta læknaðist í báðum tilvikum. Settuð þið ekki örugglega nýjar superwinch lokur ?
Sá gamli var með org sjálfv lokurnar en núverandi bíll var með superwinch. Ef það er drulla í superwinch lokunum þá geta þær byrjað að missa gripið, auðvelt að kippa þeim af og kíkja og hreinsa drulluna. Ég keypti mér fasta flangsa um daginn á bílinn hjá mér en ætla að nota gömlu superwinch fyrir sumaraksturinn….
Svo getur þetta náttúrulega verið eitthvað allt annað……
kv
Agnar
01.01.2008 at 09:46 #607930Árið !
Nú er Fréttablaðið ekki borið í Norðlingaholtið (veit ekki hvort það komi málinu nokkuð við) og ekki hefur Setrið látið sjá sig hér hjá mér yfir hátíðarnar. Mig er farið að blóðlanga til að skoða þetta umdeilda rit.
Má ég ekki bara renna við á skrifstofunni hjá þér Agnes og næla mér í eintak ?
kv
Agnar
26.12.2007 at 23:12 #607810Var þarna í dag. Það er kominn slatti af snjó í hraunið en gallinn er sá að það er ekkert hart snjóalag undir og því stutt í steinana eins og bent hefur verið á. Skjaldbreiður er eiginlega auður sýndist mér en ég keyrði ekki upp að honum.
Ég held samt að engum eigi eftir að leiðast þarna uppfrá ef hann er að leita að spóleríi ….
kv
Agnar
24.12.2007 at 09:11 #607606sælir
Gamla 3.3 er máttlaus en traust. ´89 kom Patrol með 2.8 l túrbínu vél en það eru til einhverjir svona bílar framleiddir eftir ´89 með gamla boddýinu (fyrir ´89) en með túrbínulausri 2.8 vél. Þetta eru svokallaðir ´Spánverjar´ (framl þar) og voru notaðir aðallega í 3 heims löndunum. Pabbi á einn svona bíl sem var notaður sem vinnubíll og fór ég margar ferðir inn í Mörk á þeim kagga. Gjörsamlega vita kraftlaus en heddið dugði 300 þús km
Aðeins örfáir bílar eru til með 4.2 og eru þær fínar, með mikið tork og held ekki með álheddi eins og 2.8. 4.2 voru túrbínulausar og hafa menn hér heima verið að kaupa túrbínukit á þær.
Ég er búinn að eiga þrjá gamla (´90-´92 módel) og þeir voru að virka fínt í snjó þótt þær væru þyngri en Hilux. Fjöðrunin er náttúrulega snilld enda orginal með gormum allan hringinn og kramið gott. Ride quality er miklu betra en í gormavæddum Hilux. Heddin eru vandamál eins og áður sagði og það þarf að varast ryð í grindinni að aftan þegar þeir eru komnir á þennan aldur. Biluðu lítið þessir bílar hjá mér og eins og Ivar segir þá bara keyrði maður þetta á fjöllum og í bænum varla án þess að kíkja á nokkurn skapan hlut.
kv
Agnar
23.12.2007 at 14:24 #607594ég er á 2001 bíl á 44", beinsk og hann er að eyða svona ca 19-20 á malbikinu.
Ég átti áður bíla með eldra bodýinu (89-97) og þeir voru að eyða allt frá 14-18. Ég held þú getir alveg búist við að 3.0 38" bíll eyði 14-18 eftir aksturslagi. 38" LC09 sem ég átti einu sinni ´98 módel sjsk með intercooler var að eyða ca 15-16.
Finn engan sérstakan mun á 3.0 og gömlu 2.8 með beinsk í krafti satt að segja, en ég prufukeyrði svona bíl á 44" með sjsk og fannst skiptingin vonlaus og bíllinn allt of kraflaus. Prófaði síðan sjsk bíl á 38" einu sinni og var hann miklu mun skemmtilegri.
kveðja
Agnar
p.s. ég fékk nýja vél hjá IH í sumar í 2001 bílinn minn þegar hún fór (var á orginal vél, ekin 160 þús).
22.12.2007 at 23:13 #607578sælir
góðir bílar, búinn að eiga 4 Patrola og hef ekki verið svikinn af þeim ennþá. 2.8 l vélin (1989 – 2000) er betri vél einfaldlega vegna þess að hún er meira mekanísk og hefur ekki bilað jafn illa og 3.0 lítra vélin á til að gera. Gísli rekur þetta þó ágætlega hér ofar með 3.0 vélina og hvað ber að varast með hana. Heddin á 2.8 vélinni eru að fara á 100-200 þús km fresti, fer eftir meðferð, nauðsynlegt að vera með stærri vatnskassa.
Þegar Patrol kom með nýju útliti ´98 þá þyngdist hann um 2-300 kg og er því orðinn þéttur á velli en hann er samt vel nothæfur í snjó á 38". Ég þekki nokkra sem eiga svona bíla og þeir komast ansi langt á þessu ef þeir kunna að keyra. LC90 er þó léttari bíll og drífur því meira þegar færið þyngist verulega. Oft getur þó klafafjöðrunin verið til trafala og betra að vera með framhásingu. Vélin er mun skemmtilegri í LC90.
Kramið í Patrol er miklu betra en í LC90 og endist mun betur.
Mín ráð eru að fá þér bíl með 2.8 vélinni en ef þú vilt sjsk þá verður þú að finna 3.0 bíl sem er með vél eftir 2003. Gírkassinn í Patrol eru heldur ekki sá besti og þarf oft uppgerð eftir 150-200 þús km.
Ef þú ætlar þó virkilega að ferðast mikið á honum að vetri muntu fljótt sjá að 44" er málið !
man ekki meira í bili
kv
Agnar
21.12.2007 at 13:05 #607396ég þekki einn sem hefur keyrt doldið á 100% steinolíu. Þetta er Dodge Ram ca 2005 módel. Sagði enga sem litla breytingu hafa orðið á krafti né virkni á vélinni.
Hægt er að kaupa tunnu af steinolíu ætlaða til húshitunar beint frá olíufélögunum, minnir að það sé 10-20 kr ódýrari en á dælunni.
kv
Agnar
p.s. ég ætla ekkert að fullyrða um hvort þetta sé hollt fyrir vélina aftur á móti ….
20.12.2007 at 14:31 #605652Ég tók svefnloftið inn mínar tölur. Ef við gefum okkur 65m2 grunnflöt (skrefaði rýmin svona lauslega í huganum en tók fordyrið reyndar ekki með) og lofthæð 3m á neðri hæð. Það er ágæt nálgun að segja að svefnloftið sé helmingur á við grunnflöt neðri hæðar í m3.
Þetta gefur okkur um 300m3 …….. Ég held að það sé ágætt að reikna þá með 350m3 á meðan við höfum ekki nákvæmari tölur.
Ef það kemur í ljós að grunnflötur er stærri þá fer þetta kannski að nálgast 400-500 m3….
kv
Agnar
20.12.2007 at 00:15 #605622kvöldið
Ef við gefum okkur að Setrið sé svona 60-70 m2 þá gefur það okkur ca 200-250 m3 ef risið er talið með……… svona gróft skotið
kv
Agnar
19.12.2007 at 13:09 #607018Þú ert sem sagt að segja að því meira sem blaðrað er því verri útbreiðsla. Ef ég fer á netið þá dettur einhver úr sambandi !
Hvernig ætla menn að uppfylla skilyrði P&F um útbreiðslu ? Þetta kannski skiptir ekki neinu máli ef kerfið er mjög afkastamikið….
kv
Agnar
18.12.2007 at 17:24 #607194Jæja, það var leitt að heyra, var alltaf með á prjónunum að kíkja á hann aftur, var nefnilega bara helv flottur þegar ég var þarna á sínum tíma.
Ég verð þá bara að drífa mig í Kverkfjöllinn, hef ekki skoað hann !!
kv
Agnar
18.12.2007 at 15:38 #607190Fyrir þá sem vilja hafa fyrir hlutunum þá fundum við helli fyrir 18 mánuðum síðan í Grænalónsjökli. Veit ekki hvernig jökullinn er á þessum tíma en grunar að hann gæti verið hættulegur. Sjá myndir [url=http://gullengi25.fotki.com/jeppaferdir/ferir_ri_2006/vatnajkull/page2.html:2bvmkwry][b:2bvmkwry]hér.[/b:2bvmkwry][/url:2bvmkwry]
kv
A
17.12.2007 at 17:09 #606940SSB með hlustun myndi nánast gera það sama og gerfihnattasími, þe þú getur náð sambandi hvar sem er til að fá aðstoð. Mér er í sjálfu sér nokk sama hvernig þetta er framkvæmt, með síma/HF talstöð, aðal atriðið er að ná sambandi svo gott sem hvar sem er og hvenær sem er. Það er það sem þetta gengur út á, ekki satt !
Allt annað er bara bónus….
kv
AB
17.12.2007 at 13:54 #607126ég keypti minn teygjuspotta þar fyrir nokkrum árum. Eru þeir hættir að selja teygjukaðla ?
kv
A
p.s. æji gleymdi því að þeir eru komnir með nýja búð sem selur væntanlega bara hjólhýsi og föt á uppsprengdu verði….. færð líklega ekkert þar !
17.12.2007 at 11:35 #607120fæst líka þar, alltaf gott að gera verðsamanburð !
kv
AB
17.12.2007 at 10:50 #607060jæja, fór í morgun og lét lesa úr tölvunni hjá FÓ og kom kóði á olíuverkið. Þeir báðu mig nú samt fyrst um að skoða hráolíusíuna og leita af svarfi áður en fleira væri gert og gerði ég það í kjölfarið (sía keyrð 2000 km). Talsvert var af óhreinindum í síunni, rauðum að því virtist vera málningaflögum ! Spurning hvort þetta geti verið ryð. Hann er fínn eftir síuskiptin og ljósið horfið.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef fundið eitthvað í síunni hjá mér en ljósið hefur þó yfirleitt farið eftir síuskiptin. Það var mjög lítið vatn í síunni. Ég held að næsta skref hjá mér sé að hreinsa út úr aðaltanknum.
Ef ég tek Mass airflow sensorinn úr sambandi, ætti bíllinn þá ekki ganga illa, jafnvel í hægagangi ?
kv
Agnar
ps.. Ég var á Vatnajökli síðustu helgi og tönkuðum við í Hrauneyjum. Einn bíll sem tankaði þarna lenti í miklum erfiðleikum á sunnudeginum og kom mikill skítur í ljós í síu og tank eftir ferðina. Hann tankaði fyrstur, ég var annar og þriðji bíllinn hefur ekki fundið fyrir neinu ennþá. Getur verið að það sé einvher skítur í tanknum í Hrauneyjum ?
17.12.2007 at 00:16 #606914svo geta menn nú líka bara alveg slakað á, andað með nefinu og séð til hvað gerist. Voðalega eru menn eitthvað strekktir yfir þessu. NMT verður keyrt út 2008 og eitthvað heyrði ég um daginn að það yrði jafnvel keyrt fram á sumar 2009.
Ég verð að segja eins og Benni Ak að mv núverandi forsendur þá finnst mér CDMA besti (eini)kosturinn í stöðunni. Ég er einhvern vegin ekki alveg að kaupa þetta Tetra dæmi og kostnaðurinn óásættanlegur fyrir þessa sáralitlu símanotkun mína á fjöllum. Gagnaflutningsmöguleikinn er líka mjög spennandi kostur !
Ef CDMA verður slegið af þá stefni ég í gervihnattasíma (Globalstar eins og staðan er í dag en það er mun ódýrara en Irridium). Þetta kemur bara allt saman í ljós eftir eitt ár !
kv
Agnar
16.12.2007 at 23:59 #607050Æji ég var að vonast til að sleppa við þennan blessaða tölvulestur, þoli ekki þessar nýmóðins bílvélar með þessa blessuðu skynjara út um allt. Getur ekki einhver bara sagt mér hvað er að ?
Spurning um að taka bara stóru sleggjuna og gefa vélinni bara eitt létt dúnk að framan og ath hvort það dugi ekki 😉
kv
Agnar
-
AuthorReplies