Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.09.2013 at 11:17 #378866
Í 38″ fyrir 15″ háar felgur þá getur þú valið um heilar tvær tegundir sem eitthvað vit er í:
1. Super Swamper SSR sem gamla Gúmmívinnustofann á Réttarhálsi er að selja (N1 dekkjaverkstæði)
2. AT 405 sem Arctic Truck selurÆtli verðin séu ekki eitthvað í kringum 110 þús.stk og svo eru menn með mismikla afslætti …..
Er ekki Bílabúð Benna svo með Nitto dekk í 38″ en fáir að nota þau. Svo er 39,5″ Irok líka til ennþá fyrir 15″ háa felgu.
Svo eru til einhver dekk fyrir 16″ háar felgur en yfirleitt eru menn að færa sig í stærri dekk en 38″ ef þeir ætla í hærri felgur !
28.08.2013 at 23:29 #378637@Gunnar Ingi Arnarson wrote:
Annað sett af felgum þarna eru 16″ háar og 16″ breiðar en þær fara undir WK cherokee sem verður einnig breytt á 46″ með 426cc vél og coilover skemmtilegheitum.
kv
GunnarMig langar til að vita meira um þetta verkefni, við erum að tala um 2005 bíl eða nýrri með 5.7 lítra HEMI er það ekki ? …… kannski bara efni í nýjan þráð !
14.08.2013 at 16:47 #378613Þetta er flott verkefni þó að ég sé almennt ekki hrifinn að þeirri hugmynd að vera með svona léttan bíl á 46″ 😉 Ætlar þú að vera með mikið slitin og skorin dekk eins og Gummi ? Hvaða hásingar ætlar þú að vera með undir þessu og er það Kiddi Hreins sem er að smíða fyrir þig ?
05.07.2013 at 15:24 #766715Flottur frágangur á þessu hjá þér. Þarf nokkuð aflestun á AC-dælur, er þeim ekki alveg sama þó þeim sé startað undinr þrýstingi. Eru það ekki aðallega rafmagnsdælur sem eru viðkvæmar fyrir því !
25.05.2013 at 22:28 #760157[quote="AgnarBen":24613701][quote="AgnarBen":24613701]Eina sem ég set út á Ozi á Lenovo tölvunni er að það vantar heading þannig að Ozi sýnir ekki með örinni (sem sýnir staðsetninguna þína) hvert þú stefnir, örinn snýr bara alltaf í norður alveg sama hvert þú ert að fara. Þetta er talsverður galli finnst mér, sérstaklega þegar þú ert að keyra mjög hægt í mjög mikilli blindu, þá sérðu svo seint hvort þú ert að stefna af leið. En það er lítið hægt að gera við þessu þar sem GPS-ið í spjaldtölvunni gefur ekki upp heading og er það víst almennt þannig í þessum Windows töflum ! [/quote:24613701]
Er búinn að vera í sambandi við Des hjá Ozi út af þessu með heading og hann ætlar að forrita breytingar inn í hugbúnaðinn til að reikna út hraðann og stefnuna jafnóðum útfrá breytingu á staðsetningu þinni. Í kjölfarið ætti Ozi að geta sýnt þér stefnuna og hraðann sem er nauðsynlegt fyrir okkur jeppamenn sem keyra í blindu. Læt vita um leið og eitthvað nýtt gerist :)[/quote:24613701]
Var að email frá Des hjá OziExplorer og þessar breytingar ættu að vera komnar inn í útgáfu 3.95.5s á heimasíðunni þeirra. Nú ætti Ozi að sýna heading and speed þegar notast er við internal GPS í Windows 8 spjaldtölvunni.
25.05.2013 at 13:04 #760155[quote="hsm":15hwgj07]Þetta virðist vera mjög voldugur standur, hefur hann aldrei dottið af rúðunni?[/quote:15hwgj07]
Hafliði, á Alibaba.com og ebay.com er til fullt af stöndum. Ég prófaði að leita eftir ´Nexus 7 car holder´ og fékk fullt af niðurstöðum á báðum stöðum. Kostar bara nokkra dollara. Sjálfsagt til mikið úrval líka fyrir aðrar 10" spjaldtölvur.
Hérna er td einn á Ebay á $8.5 (shipping $0.99) frá Hong Kong.
[url:15hwgj07]http://www.ebay.com/itm/In-Car-Windscreen-Holder-Mount-Cradle-For-Google-NEXUS-7-Tablet-/200910485978?pt=US_Tablet_eReader_Mounts_Stands_Holders&hash=item2ec732b9da[/url:15hwgj07]
24.05.2013 at 22:40 #760147Já maður hefur heyrt af einhverjum sem hafa prufað OruxMaps. Sé reyndar ekki alveg hvað það hefur framyfir Ozi þar sem Ozi er ódýrt að kaupa og til haugur af LMÍ kortum fyrir Ozi. En hef samt nokkrar spurningar.
Hvað sýna þessi kort sem þú ert að fá frá GPSmap.is, sýna þau hæðarlínur, vötn, vegi og eitthvað meira jafnvel eins og mýrlendi, hraunfláka osfrv ? Eru þessi kort nothæf í snjó eða eru þetta meira svona vegakort ? Er kannski hægt að fá LMÍ kortin frá GPSmap.is ?
Hvernig er að koma ferlum inn í þau, er hægt að taka ferla úr MapSource eða jafnvel fleiri forritum ?
Hvar fékkstu svo þennan stand ?
24.05.2013 at 21:15 #760143sælir
Já það hlýtur að vera hægt að bjarga því. Skrefin eru svona:1. Nota kort sem búið er að calibrera fyrir OziExplorer. Því korti ættu að fylgja tvær skrár, myndaskrá (.jpg, .png eða önnur sambærileg) og Ozi skráin með endingunni .map (inniheldur calibreringuna).
2. Hlaða niður Img2Ozf forritinu af heimasíðu OziExplorer.
3. Umbreyta Ozi kortinu með Img2Ozf forritinu. Forritið býr til tvær skrár, myndaskrá á sniðinu ozfx3 eða ozfx4 og svo skrá með calibreringunni _ozf.map
4. Flytja kortið (báðar skrárnar ozfx4 og _ozf.map) yfir í spjaldtölvuna og staðsetur þær undir möppunni MAPS. Nú ætti Ozi að finna kortið á spjaldtölvunni hjá þér.
Ertu búinn að gera þetta ?
22.05.2013 at 22:10 #765895Ég er svo sannarlega opinn fyrir nýjungum og þetta eru sumhverjar áhugaverðar pælingar en þegar þú tengir þetta svona sterkt við Facebook þá gefur það fulla ástæðu til að maður hefur smá áhyggjur þar sem myndaumhverfið þar hentar engan vegin fyrir svona myndasafn eins F4x4 á (safn af notendum þar sem hver notandi er með sitt safn af albúmum). Það er fínt að henda inn einni og einni mynd eða myndaseríu inn á Facebook sem síðan hverfa niður News feed-ið í gleymskunar dá en að byggja upp svona risa albúm þar sem fljótlegt er að finna myndir eftir notendum og/eða albúmum er bara eitthvað sem Facebook ræður ekki mjög vel við.
Reyndar finnst mér ekkert að uppsetningunni á spjallinu hjá F4x4, það er bara myndaalbúmið sem er ekki að virka.
Ég vona því að þetta verði ekki ALVEG EINS og Facebook heldur nýti sér frekar helstu kosti þess en verði byggt þannig upp að gott sé að leita í myndaalbúminu og skoða.
Maður bíður svo bara spenntur eftir að fá að sjá eitthvað af nýju síðunni, alltaf gaman að breytingum þegar þær heppnast vel
22.05.2013 at 17:10 #765889[quote="SBS":2rmdkwfd]Nú eru á leiðinni miklar breitingar á vefsíðunni. Reynt verður að líkja eins og hægt er útliti eins og er á FaceBook. Byrjað verður á myndaalbúminu og síðan haldið áfram. [/quote:2rmdkwfd]
Þetta lýst mér ekki vel á, sérstaklega ekki ef myndaalbúmið á að vera eins og á Facebook en framsetningin þar á myndaalbúmum/myndum/notanda er glatað og alls ekki hannað í þeim tilgangi. Ef þetta á að vera eins og á Facebook, af hverju þá ekki að nota bara Facebook ?
Vonandi eruð þið að hugsa þetta aðeins lengra og aðeins öðurvísi ……
01.05.2013 at 10:22 #765677Hér eitt til sölu sömu árgerðar:
[url:c6meldfb]http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=99&cid=110048&sid=323903&schid=eafd28ff-3b31-41a1-b977-fa366e33764c&schpage=1[/url:c6meldfb]Þetta fer náttúrulega aðeins eftir eintökunum en mér finnst þetta bara nokkuð raunhæft verð. Til samanburðar þá seldi ég mjög vel með farinn ´98 Coleman Redwood 9 feta vagn seint síðasta sumar á 450 þús.kr (lítill aukabúnaður) en Santa Fe-inn ætt að seljast á amk 2-300 þús.kr meira myndi ég halda, fer samt aðeins eftir búnaði. Cheyenne vagnarnir eru svo verðlagðir aðeins hærra, alveg upp í 8-900 þús.kr fyrir mjög góðan vagn myndi ég halda.
Þetta eru alla vega mín fimm cent 😉
17.04.2013 at 20:21 #765269Þessarmyndir eru ekki í myndaalbúmi F4x4
13.04.2013 at 23:38 #765239Sé að Jeep áhugi Atla er að vinda upp á sig enda svo sem ekki annað hægt eftir síðustu Þorrablótsferð, held að karlinn sé enn glottandi eftir að hafa fengið að fljóta með í Jeep alla helgina 😉
13.04.2013 at 16:37 #765263Hér er eitthvað
[url:23pkainv]http://m.facebook.com/home.php?__user=1614855073#!/f4x4.is?__user=1614855073[/url:23pkainv]
10.04.2013 at 10:37 #760139[quote="AgnarBen":1ftts3l5]Eina sem ég set út á Ozi á Lenovo tölvunni er að það vantar heading þannig að Ozi sýnir ekki með örinni (sem sýnir staðsetninguna þína) hvert þú stefnir, örinn snýr bara alltaf í norður alveg sama hvert þú ert að fara. Þetta er talsverður galli finnst mér, sérstaklega þegar þú ert að keyra mjög hægt í mjög mikilli blindu, þá sérðu svo seint hvort þú ert að stefna af leið. En það er lítið hægt að gera við þessu þar sem GPS-ið í spjaldtölvunni gefur ekki upp heading og er það víst almennt þannig í þessum Windows töflum ! [/quote:1ftts3l5]
Er búinn að vera í sambandi við Des hjá Ozi út af þessu með heading og hann ætlar að forrita breytingar inn í hugbúnaðinn til að reikna út hraðann og stefnuna jafnóðum útfrá breytingu á staðsetningu þinni. Í kjölfarið ætti Ozi að geta sýnt þér stefnuna og hraðann sem er nauðsynlegt fyrir okkur jeppamenn sem keyra í blindu. Læt vita um leið og eitthvað nýtt gerist
06.04.2013 at 22:07 #760135Jæja, prófaði þetta betur í dag og þetta virkar fínt, staðsetningar eru svipaðar á öllum þessum tækjum (Ozi for Android, Ozi á Lenovo og Garmin Etrex) og engin vandamál með að ná góðu merki.
Eina sem ég set út á Ozi á Lenovo tölvunni er að það vantar heading þannig að Ozi sýnir ekki með örinni (sem sýnir staðsetninguna þína) hvert þú stefnir, örinn snýr bara alltaf í norður alveg sama hvert þú ert að fara. Þetta er talsverður galli finnst mér, sérstaklega þegar þú ert að keyra mjög hægt í mjög mikilli blindu, þá sérðu svo seint hvort þú ert að stefna af leið. En það er lítið hægt að gera við þessu þar sem GPS-ið í spjaldtölvunni gefur ekki upp heading og er það víst almennt þannig í þessum Windows töflum !
Að öðru leiti virkar þetta eins og sjarmi sýnist mér
06.04.2013 at 15:21 #760133[quote="SHM":36aygh73][quote="AgnarBen":36aygh73]Allt að gerast hjá Ozi þessa dagana 😉
Stefnir í allsherjar prófun og samanburði á staðsetningum og virkni á morgun þar sem ég mun keyra um með:
– Garmin GPS handtæki
– Nexus7 Android spjaldtölvu með innbyggðu GPS tæki
– Lenovo Tablet 2 Windows 8 spjaldtölvu með innbyggðu GPS tæki…….. veit ekki hvernig í andskotanum ég á að koma þessu öllu fyrir framrúðunni ![/quote:36aygh73]
Ég bíð spenntur eftir að fá fréttir af því hvernig Lenovo með innbyggða GPS móttakaranum og Ozi vinna saman. Ég var einhvern tíma með Ozi á gamalli fartölvu, en ég man ekki lengur hvaða kort var notað í því forriti.[/quote:36aygh73]
Ozi notar skönnuð LMÍ kort líkt og Nobeltec/Navtrek gerir. Ég keyri mest eftir er með 1:50.000 DMA og 1:250.000 en ég á líka 1:50.000 AMS fyrir ALLT landið og auðvitað 1:500.000 þúsund og eitthvað af öðrum kortum sem ég hef viðað að mér. Ég er líka búinn að sauma saman 1:50.000 kortin í eitt kort (og líka 1:250.000 kortin) þannig að hún sé ekki alltaf að hoppa á milli kortahluta.
Læt vita hvernig gengur með Ozi í Lenovo þegar ég er búinn að prófa aðeins meira …..
06.04.2013 at 01:14 #760129Er búinn að vera á fullu í nördaskapnum í kvöld, er líka kominn með Nexus7 spjaldtölvu með Android stýrikerfi og setti Ozi for Android upp á henni í kvöld líka, settti inn kort og einhver trökk svona til að prófa og í stuttu máli þá er þetta að verða helv gott hjá þeim hjá Ozi. Nexus7 töfluna er hægt að tengja beint við PC með USB og því mjög auðvelt að flytja gögn á milli. Ozi for Android nýtir sér innbyggða GPS móttakarann í Android spjaldtölvunum og því þarf heldur ekkert GPS tæki þar heldur.
Flestir nauðsynlegustu fídusarnir eru komnir inn og þetta nálgast bara PC útgáfuna óðfluga (eins langt og það nær). Hægt að nota File manager til að halda utan um ferlana en líklega þarf að vinna með þá í PC útgáfunni, þe ef þú vilt snyrta þá til, stytta osfrv.
Allt að gerast hjá Ozi þessa dagana 😉
Stefnir í allsherjar prófun og samanburði á staðsetningum og virkni á morgun þar sem ég mun keyra um með:
– Garmin GPS handtæki
– Nexus7 Android spjaldtölvu með innbyggðu GPS tæki
– Lenovo Tablet 2 Windows 8 spjaldtölvu með innbyggðu GPS tæki…….. veit ekki hvernig í andskotanum ég á að koma þessu öllu fyrir framrúðunni !
05.04.2013 at 23:36 #760127[quote="AgnarBen":20a5w07s]Heyrði í Des hjá OziExplorer í gær og það er ekki hægt að tengjast internal GPS með þeirra hugbúnaði en þeir eru að vinna í að breyta þessu. Hann benti þó á að GPS hugbúnaðurinn í þessum spjaldtölvum gæfi ekki allar sömu upplýsingar og hefðbundin GPS tæki. Hann tók sem dæmi að hugbúnaðurinn gefur ekki upp hraða og heading sem er nú svo sem ekkert stóráfall en samt minni virkni.
kveðja
Agnar[/quote:20a5w07s]Jæja, er kominn með tilraunaútgáfu af OziExplorer frá Des en í þessari útgáfu þá er búið að bæta við möguleikanum að velja Windows 8 GPS í staðinn fyrir external GPS tæki. Greip með mér eina Lenovo Tablet 2 úr vinnunni í dag, setti Ozi upp á henni, henti nokkrum kortum inn og prófaði þetta áðan og í stuttu máli þá svínvirkar þetta !
Ég ætla að gera áframhaldandi tilraunir með þetta um helgina til að fullvissa mig um að þetta sé að virka, bera aðeins saman staðsetningar úr töflunni við GPS tækið mitt og keyra aðeins um þetta.
Hamingjusamir OziExplorer notendur sem eiga Lenovo Tablet 2 eða aðrar Windows 8 töflur geta nú keyrt OziExplorer og notað innbyggða GPS tækið – engar snúrur lengur nauðsynlegar nema bara rétt til að hlaða töfluna og GPS tækið komið í hanskahólfið bara svona til vara 😉
29.03.2013 at 13:32 #225841Góðan dag
Í kjölfar stórferðar fór af stað umræða hér á öðrum þræði um framsetningu (format) á GPS staðsetningum og notkun GPS tækja. Ég held að þessi umræða sé mjög þörf þar sem aðgengi og notkun á GPS tækjum er orðinn mjög almenn en að sama skapi þá held ég að fólk kynni sér almennt ekki fræðin á bak við notkun þeirra á fullnægjandi hátt. Ég ákvað því að taka saman nokkur orð um þessi mál, bæði til rifja þetta upp fyrir sjálfum mér og vonandi einhverjum öðrum til gagns og gamans.
Hvernig getur gráða [deg°] sýnt staðsetningu upp á hálendi ?
Eins og 97,6% Íslendinga vita þá er heimurinn kúla en kúlu má, eins og hring, skipta upp í 360 hluta (gráður) eftir miðbaug jarðar. Þannig höfum við komið okkur saman um að að skipta jörðinni niður í 360 lengdarbauga (gráður) með 0° í gegnum Greenwich í Englandi. Gráðurnar eru þó ekki lagðar út í heilann hring í kringum jörðina upp í 360 heldur var ákveðið að telja í báðar áttir frá Greenwich, þe 180° gráður í vestur og 180° í austur (og mætast í 180 gráðu austast í Rússlandi). Breiddargráðurnar eru aftur á móti lagðar út frá miðbaug jarðar með jöfnu millibili og telja bara 90° í norður og 90° í suður. Þannig er Ísland ca staðsett á 64°N og 21°W.Mismunandi framsetning á staðsetningu (gráðum)
Í allri umræðu um framsetningu (format) á GPS staðsetningu er mikilvægt að hafa í huga að ekkert format er í raun rétthærra en annað, hér er bara um mismunandi framsetningu að ræða á sama hlutnum. Það breytir því þó ekki að við getum reynt að sammælast um hvað af þeim við ættum öll að nota. Þrjú algengustu formötin eru:ddd.dddd° (deg)
Hérna eru gráðurnar túlkaðar með mörgum aukastöfum en þetta format er líklega helst notað í hugbúnaði þar sem unnið er með landmælingagögn og er þá W og N merkingunum oft sleppt en í staðinn er notaður + og -.
Staðsetningin á Setrinu í þessu formati er 64,6153°N og 19,0198°W.ddd°mm.mmm´ (deg,min)
Í þessu formati er gráðunum ekki skipt niður í gráðubrot með mörgum aukastöfum heldur hefur verið ákveðið að skipta hverri gráðu niður í svokallaðar „mínútur“, táknaðar með ´. Hverri gráðu er þannig skipt niður í 60 mínútur og mínúturnar eru síðan brotnar niður í mínútubrot með allt að fjórum aukastöfum í flestum GPS hugbúnaði sem er þó óþarflega nákvæmt. Þetta er mjög þægileg og meðfærileg framsetning á staðsetningu og er algengt að sjá merkingar á lengdar/breiddar línum á gömlu LMÍ kortunum á þessu formati.
Staðsetningin á Setrinu á þessu formati er 64°36,9200´ N og 19°01,1900´ W.ddd°mm´ss.s“ (deg,min,sec)
Í þessu formati er gengið enn lengra og gráðunum skipt enn frekar niður í mínútur og svo sekúndur, táknaðar með „. Ein gráða er þá eins og áður skipt niður í 60 mínútur en mínútunum síðan skipt enn frekar niður í 60 sekúndur sem gefur okkur að það séu 3600 sekúndur í einni gráðu. Sekúndurnar eru síðan settar fram sem sekúndubrot með allt að fjórum aukastöfum. Þetta format er líklega hvað leiðinlegast og seinvirkast að vinna með og er í raun óþarflega nákvæmt fyrir okkar notkun.
Staðsetningin á Setrinu á þessu formati er 64°36´55,1988“ N og 19°01´11,3988“ W.Hvaða format á að nota ?
Líklega eru nú flestir að nota [deg, mín] formatið hérna á Íslandi enda er það format hvað einfaldast að nota og líklega það format sem allir hljóta að vera sammála um að sé best að nota. Þetta þýðir þó ekki endilega að allir VERÐI að nota þetta format svo lengi sem þeir geri sér grein fyrir muninum. Það er ekkert mál að taka á móti staðsetningu á forminu [deg,mín,sek] þótt þú sért að nota [deg,mín] að staðaldri. Þú einfaldlega stillir tækið á það format sem staðsetningin er fyrir og stimplar hana svo inn, síðan ferðu bara aftur í stillingarnar og breytir yfir á [deg,mín] og hugbúnaðurinn mun aðlaga staðsetninguna í samræmi við það.Vonandi hefur einhverjum fundist þetta gagnleg umfjöllun og endilega kommenta inn á ef þið hafið einhverjar athugasemdir og/eða ef ég er að fara með einhverjar fleipur.
Með GPS kveðu,
-
AuthorReplies