Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.10.2008 at 22:48 #630440
sæll
Það er alltaf betra að hafa stærri dekk og hærri bíl, þessi bíll ætti að duga fínt í sumarbröltið.
Þetta ætti að vera lítið mál fyrir handlaginn mann og ég er ekki viss um að það þurfi brettakanta á hann ef þú ert ekki með of breiðar felgur.
Skoðaðu þennan [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/12690#100389:eanow62g][b:eanow62g]þráð[/b:eanow62g][/url:eanow62g].
kv
AB
04.10.2008 at 22:37 #630422ég er reyndar búinn að eiga þrjá 2.8 Patrola en það er klárlega ekki sá hvíti þar sem hann er ennþá í familíunni
Eru einhver takmörk fyrir fjölda nagla ? Menn eru nú oft að setja tvo í hvern kubb.
kv
Agnar
04.10.2008 at 15:29 #630404Nei það held ég ekki, síðast þegar ég vissi þá var minn í fullu fjöri á Akureyri (hann er með loftpúðafjöðrun að aftan).
kveðja
Agnar
04.10.2008 at 13:43 #630398í dag er ég með Fini lausa í skottinu en setti spiltengi á kapplana. Tek hana því aldrei út heldur hef bara afturhlerann opinn og tengi í spiltengið og slangan út. Ef veður er vont kippi ég dælunni út og loka. Mér líkar ágætlega við þetta fyrirkomulag og nenni ekki að fasttengja dæluna aftur.
kv
AB
04.10.2008 at 13:31 #630396sælir
ég var með Fini beintengda í geyminn með 80 Ah öryggi en dælan var staðsett í skottinu á 2.8 Patrol. Ef þú ætlar að pumpa í marga bíla þá þarftu 100 Ah öryggi þar sem dælan hitnar mikið og tekur þal meiri straum. Var með þetta svona í 1 ár og þetta einfaldlega virkaði, þurfti aldrei að líta á þetta, aldrei vandræði með straum, var bara nokkuð sáttur. Var með mjög þykka kapla að dælunni, man ekki hve svera.
Ég veit að einhverjir hafa tengt þetta í húddið hjá sér og tekið úr kassanum til að minnka hitamyndun. Þeir hljóta að pósta hingað inn sinni reynslu af því.
kveðja
Agnar
p.s hljóðið í henni pirraði mig aldei þótt hún væri inn í bíl, ég var náttúrulega alltaf úti að pumpa
30.09.2008 at 12:31 #630160Kjölur er örugglega vel greiðfær núna, enginn snjór kominn ennþá en ég minni þó á að það hefur átt til að renna úr veginum á stöku stað og því betra að fara varlega.
Agnar
20.09.2008 at 00:24 #629592[url=http://www.youtube.com/watch?v=v1_Mec8XWQQ&NR=1:3u71jz4x][b:3u71jz4x]Hérna[/b:3u71jz4x][/url:3u71jz4x] sést að vatnsúði getur auðveldlega komist inn í loftinntakið en hvort það ratar alla leið inn í strokka er annað mál !
18.09.2008 at 16:37 #629568sælir
2HO (HHO eða Brown´s gas) er ekki sama og H20 (2 á að vera subscript).
Þetta er scam, sjá t.d. [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Water-fuelled_car:2uuapba9][b:2uuapba9]Wikipedia[/b:2uuapba9][/url:2uuapba9], læt kaflann sem skiptir máli fylgja með.
Hydrogen as a supplement
In addition to claims of cars that run exclusively on water, there have also been claims that burning hydrogen or oxyhydrogen in addition to petrol or diesel fuel increases mileage. Around 1970, Yull Brown developed technology which allegedly allows cars to burn fuel more efficiently while improving emissions. In Brown’s design, a hydrogen oxygen mixture (so-called "Brown’s Gas") is generated by the electrolysis of water, and then fed into the engine through the air intake system. Whether the system actually improves emissions or fuel efficiency is debated.[35] Similarly, Hydrogen Technology Applications claims to be able increase fuel efficiency by bubbling "Aquyen" into the fuel tank.A number of websites exist promoting the use of oxyhydrogen (often called "HHO"), selling plans for do-it-yourself electrolysers or entire kits with the promise of large improvements in fuel efficiency. According to a spokesman for the American Automobile Association, "All of these devices look like they could probably work for you, but let me tell you they don’t."[36]
kv
Agnar
18.09.2008 at 12:08 #629408Ussss, þessir Toyotu karlar, þeir eru heittrúaðir með eindæmum, jafnvel þótt að allir viti að það er ekki hægt að sitja í þessu vegna þrengsla, boddýið ryðgar með eindæmum fljótt, það er vita vonlaus fjöðrun í þessu og hásingar allt of veikar svo ég tala nú ekki um þetta klafadót.
Veit því miður ekki hvað hásingarnar eru þungar en grunar að þær séu talsvert þyngri en Toy, spurning hversu sniðugt er að fleygja svoleiðis undir léttan bíl eins og 4Runner !
kv
A
18.09.2008 at 09:16 #629402Hilmar, þú ætlar þó ekki að fara að aflima einhvern virðulegan Patrol til að troða hásingunum undir Toyotuna þína.
Hvernig væri bara að fá sé góðan Patrol og setja 3.0 vélina ofan í hann
kv
Agnar
15.09.2008 at 21:19 #629436Áslandi í Hfn skv þessum punktum
kv
AB
15.09.2008 at 13:06 #629310Þetta er á leiðinni niður í Seyðisfjörð, man ekki hvað þessir fossar heita, er það Múlafoss ?
kv
Agnar
15.09.2008 at 11:53 #629380sæll Helgi
Takk fyrir þetta, þetta er mjög áhugavert. Ég hef í sjálfu sér ekki verið í neinum stórum vandræðum með legurnar hjá mér umfram hefðbundið slit á 44", legustútarnir eru í lagi þannig að maður fylgist bara vel með þessu og herðir upp á þegar þarf. Veit að fyrri eigandi skipti alltaf um legur nokkuð ört og reglulega hvort sem legurnar voru ónýtar eða ekki. Held að það sé góð stefna !
kveðja
Agnar
PS Karl, þessi leguvandræði eiga einungis við um 44"+ breytta bíla, það er mun betri og eðlilegri ending á þeim á 38"
15.09.2008 at 11:08 #629376sæll
Þetta er mjög öflugur drifbúnaður í Patrol og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af honum á 38". 31 rillu 32mm öxlar og rúmlega 9 tommu drif er eitthvað sem bara virkar, þekki persónulega engin dæmi að menn hafi verið að brjóta þetta þó það hafi örugglega verið gert. Framhjólalegur eru þó eitthvað sem gott er að fylgjast með, þær eiga það til að slappast og því nauðsynlegt að herða upp á þeim reglulega eða skipta þeim út ef þær eru orðnar lélegar. Það er dýrt spaug ef þær fara í döðlur í akstri með tilheyrandi skemmdum á nafstútum osfrv.
Orginal hlutföll eru 1:4.62 og það er vel hægt að keyra á þeim á 38" með smá þolinmæði og NB meira kúplingssliti. 1:5.13 voru menn eitthvað að setja í drifin (Bílabúð Benna) en ég held að það sé alveg hætt í dag. 1:5.42 er málið í dag en ég hef ekki heyrt um að það sé hægt að versla þetta á netinu, heyrði að það væri einhver einn framleiðandi á Spáni sem væri að spýta þessu út fyrir íslenska markaðinn !! Ath hjá Breyti og BB. Svo er líka möguleiki að halda bara org hlutföllum og setja lækkuð hlutföll í millikassann 1:2.86 (flutt inn frá Ástralíu, fæst hjá K2).
Ég hef keypt alla mína aukahluti á þessa bíla í smáauglýsingum F4x4 og gengið bara ágætlega að fá hitt og þetta á góðu verði. Kiddi Bergs á Selfossi á víst líka fullt af hlutum í þessa bíla.
Annars er ég viss um að Hafsteinn á eftir að pósta hingað inn einhverjum linkum fyrir þig á verslanir á netinu.
Mundu svo bara að það fyrsta sem þú átt að kaupa eftir breytingu er 3 raða vatnskassi, fara svo yfir vatnsdælu og ath að vifta sé í lagi. Kæling er nauðsynleg til að hlífa heddinu.
kveðja
Agnar
Ps Helgi, þú mættir segja okkur meira um þessa leguútfærslu hjá þér !
13.09.2008 at 10:07 #629314Gengisvísitalan er því miður í sögulegri lægð 168 og því varla von á mikilli lækkun á eldsneytisverði.
Þetta er sá bitri sannleikur sem við lifum við með þennan krónuræfil.
kv
AB
12.09.2008 at 15:17 #629270er þetta ekki Reykjanesbrautin á leiðinni út úr Hafnarfirði ?
Tekið í átt að Höfuðborgarsvæðinu frá nýja hverfinu þarna fyrir ofan (Ásarnir).
kv
AB
10.09.2008 at 23:27 #629174stór hluti ástæðunnar er að krónan er búin að vera að veikjast á sama tíma, þe það er alltaf að verða dýrara og dýrara að kaupa dollara og því er olíufatið dýrara í innkaupum en ella.
kv
AB
09.09.2008 at 15:31 #628850Góðan dag,
Enn og aftur þróast umræðan á þessu spjalli út og suður enda það kannski eðli og helsti kostur vefspjalls hversu opin hún er. Upphrópanir um framkvæmdastöðvun, hryðjuverk, Saving Iceland, tvær fylkingar umhverfissinna með og á móti, almenn uppbygging á samgöngum, virkjanir osfrv eru auðvitað út úr kú og koma þessu máli í raun ekkert við. Ég beið bara eftir því að einhverjir nefndu fóstureyðingar og réttindi kvenna til að kjósa og ég hef ekki séð neinn dýravin pósta hérna inn á spjallið 😉 Eigum við ekki að einbeita okkur að umræðuefninu, þe vegagerðinni á heiðinni.
Ég renndi þarna framhjá um helgina á leið inn í Mörk og eftir að hafa skoðað þetta aðeins þá get ég ekki í raun séð afskaplega mikið að þessari vegagerð fyrir svona mikinn veg, það er fullkomlega eðlilegt að veginum sé ekki fylgt að fullu þegar um er að ræða svo mikið mannvirki, kröppum beygjum sé útrýmt með beinum köflum og reynt sé að hanna veglínuna á sem hagkvæmastan hátt fyrir allan þennan akstur. Þetta er það mikið mannvirki að það væri bara heimskulegt að fara að fylgja veglínunni.
Ég er einnig ósammála því að þetta muni hafa mikil eða truflandi sjónræn áhrif á Seljalandsfoss neðan frá sléttlendinu, hvort sem vegurinn verður sjáanlegur eða ekki, ég held að rómantíkin sú arna yfir ástkærum heimahögum Árna hafi yfirbugað hann þarna
Ég verð þó að taka undir spurninguna af hverju þessi vegur fór ekki í umhverfismat ? Ef það er rétt að gert hafi verið ráð fyrir í matsgerð og síðan kynnt uppbygging á núverandi slóða með 5-7 metra breiðum vegi þar sem fylgt yrði veglínu að mestu þá er skiljanlegt að menn reki í rogastans þegar staðreyndin reynist svo vera nýr 13-15 metra breiður vegur sem fer stystu leið niður af heiðinni yfir hraun og gegnum holt. Ég hef ekki ennþá séð neitt í þeim gögnum sem bent hefur verið á sem gefa til kynna slíkar framkvæmdir eða hvað fylgir þeim.
Einhver sagði hér ofar að menn risu alltaf upp eftir á og mótmæltu en það er erfitt ef staðreyndirnar liggja ekki fyrir, almenningur hefur rétt á því að vita þessa hluti fyrirfram og hafa skoðun á þeim áður en framkvæmt er. Grun um lélega stjórnsýslu er eitthvað sem við ættum ekki að vera hrædd við að benda á og það er fullkomlega eðlilegt að spyrja spurninga ef við teljum okkur verða var við slíkt.
Ef þetta er allt saman "rangur misskilningur" þá væri fínt að fá það fram hér svo allir viti.
bestu kveðjur
Agnar
ps. ég hef ekkert á móti höfn í Bakkafjöru
05.09.2008 at 00:38 #628784góða kvöldið
[url=http://www.skipulag.is/focal/webguard.nsf/5ed2a07393fec5fa002569b300397c5a/761393cae8ff6c680025736a003bd288/$FILE/080526_Bakkafjara_matsskyrsla.pdf:3anb5b3z][b:3anb5b3z]Hér[/b:3anb5b3z][/url:3anb5b3z] er matsskýrslan í heild sinni. Í kafla 10 er talað um efnistökuna og minnst stuttlega á uppbyggingu vegarins niður heiðina.
– Orðrétt "Reiknað er með uppbyggingu núverandi vegslóða að efnistökunámu við Kattarhrygg (mynd 10.5). Slóðinn er um 10 km langur og gert er ráð fyrir að gera þurfi hann allt að 7 m breiðan með útskotum með reglulegu millibili og að bæta þurfi um 50 cm af grófri möl ofan á slóðann. Áætluð efnisþörf í veginn er allt að 50 þús. m3 og verður það aðallega tekið úr námu C en að einhverju leyti úr námu B. Talsverður langhalli er niður af Hamragarðaheiðinni þar sem slóðinn liggur og við lagfæringar á honum gæti þurft að hliðra til legu hans til að minnka hallann. Reiknað er með að notaðar verði búkollur með burðargetu um 35 m3 við efnisflutninga. Heildarmagnið sem flutt verður niður eftir er allt að 500.000 m3. Fjöldi ferða fram og til baka er því 30.000 – 40.000 háð stærð þeirra flutningatækja sem verktaki velur."
– Umsögn UST: "Umhverfisstofnun telur að leggja eigi áherslu á að námuvegurinn verði ekki efnismeiri en nauðsyn krefur. Hann ætti helst ekki að vera breiðari en 5 metrar og ekki ætti að bera meira í veginn en burður og greiðfærni krefjast, þó mætti breikka veginn þar sem rétta þarf úr kröppustu beygjum. SVAR: Eins og kemur fram í kafla 10.2.3 í frummatsskýrslu er ráðgert er að nota s.k. búkollur til efnisflutninga. Heildarbreidd slíkra tækja er um 5 m. Til að tryggja umferðaröryggi við efnisflutningana þarf vegurinn að vera nokkru breiðari og er talið að til þess þurfi hann að vera allt að 7 m breiður. Auk þess þarf útskot með reglulegu millibili svo flutningatæki geti mæst. Þess verður þó gætt að bera ekki meira í veginn en burður og greiðfærni krefjast."
– Í kafla 16 er fjallað stuttlega um hvernig vegslóði mun hafa óafturkræf áhrif á landslag en ekki eytt miklum orðum í það frekar. Niðurlagið er að um endurbætur á vegi sé að ræða þar sem núverandi slóða verði fylgt að mestu.
kveðja
Agnar
ps. ég er að fara inneftir á morgun og ætla að kíkja á þetta, tek kannski einhverjar myndir í leiðinni.
28.08.2008 at 13:20 #628270Helgi, hvernig var að vera með þetta undir Patrol, er ekki þungt að snúa þeim ? Hvernig er smíðin á þeim, eru þau sæmilega hringlótt ?
kveðja
Agnar
-
AuthorReplies