Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.11.2008 at 16:08 #631956
Þessi Growler dekk virka ágætlega á mig, nokkuð opið munstur en líta kannski út fyrir að vera full stíf í hliðunum. Væntanlega hægt að laga það með flipaskurði. Vonandi haldast þau almennilega á felgu.
Það sem vekur þó mesta athygli er þyngdin á þeim en þau eru mjög létt virðast vera. Samanburður við nokkur önnur dekk:
– GHII 38×15,5xR15 = 86 lbs
– Growler 37×13,5xR15 = 76 lbs
– Growler 39,5×16,5xR15 = 87 lbs
– MT MTZ 38×15,5xR15 = 93 lbs
– MT Baja 46×19,5xR15 = 138 lbs
– DC FC 44×18,5xR15 = 94 lbsÞað verður áhugavert að sjá þyngdina á 44" Growler en það vantar info á heimasíðuna.
[url=http://www.pitbulltires.com/growler.php:34nl4vbb][b:34nl4vbb]Pit Bull Growler[/b:34nl4vbb][/url:34nl4vbb]
03.11.2008 at 23:08 #632042sælir
Það er búin að vera mikil hláka síðustu daga en mér sýnist að þetta verði við eða rétt fyrir ofan frostmarkið næstu daga þarna innfrá.
Þú gætir lent í vandræðum í hrauninu fyrir neðan Sigöldu með óbreytta bíla ef það eru skaflar þar en annars held ég að þetta verði bara gaman hjá ykkur, bara kýla á þetta.
Annars veistu númerið hjá mér ef ykkur vantar varahluti eða dekk úr bænum, væri alveg til í að skjótast eitthvað ef ég hef afsökun
kveðja
Agnar
28.10.2008 at 22:56 #631862Ertu ekki öruggleg að skoða [url=http://vedur.is/vedur/spar/thattaspar/:2txcspn2][b:2txcspn2]veðurþáttaspána[/b:2txcspn2][/url:2txcspn2] á vedur.is ?
ég er eiginlega alveg hættur að nota belging.is eftir að veðurþáttaspáin var sett upp enda eru þetta upplýsingar sem byggja á sömu gögnum.
Það er nánast sama spá á Belging og Veðurþáttaspánni kl. 18 á föstudaginn (hæglætisveður) og sama má segja um kl. 12 á laugardeginum (hvassara).
kv
AB
27.10.2008 at 10:20 #631798Bílabúð Benna hefur verið með OME fóðringar í Patrol, var með svoleiðis sjálfur. Kannski full stífar fóðringar (eru hjámiðju) en virkuðu svo sem fínt á mínum.
Mynd frá Hafsteini.[img:1iiasj2r]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/2311/15115.jpg[/img:1iiasj2r]
kv
AB
23.10.2008 at 09:45 #631550Auðvitað tekur þú hásingarfærslu á þetta fyrst þú ert að þessu á annað borð. Sjá info hjá [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/182/7628:28fjjedc][b:28fjjedc]Óskari Erlings[/b:28fjjedc][/url:28fjjedc]
kv
Agnar
21.10.2008 at 23:07 #631420sælir
Ég átti LC90 á 38" Dick Cepek árg ´98, sjsk með intercooler og kubb. Keyrði hann 20 þús km á ca 8 mánuðum að sumri og hausti og til samanburðar þá var hann að eyða svona 16 lítrum +/- 1 líter eftir aðstæðum og aksturslagi. Þetta var á fullpumpuðu.
kveðja
Agnar
19.10.2008 at 20:34 #631296sælir
Ég hef aldrei náð að lykla rás 58 inn í Norðlingaholti í Rvk, reyndi það aftur í kvöld og ennþá næ ég ekki sambandi við hann bölvaðan, væntanlega einhver hæð sem er flækjast fyrir …… ekki það að það skipti einhverju höfuðmáli 😉
Get aftur á móti lyklað hann inn í Árbæ, á Höfðanum og við Rauðavatn eins og áður. Það verður spennandi að heyra hvort 58 nái á Grímsfjall.
kveðja
Agnar
p.s ekki hefði ég trúað því að Simmi væri fær um að ganga, hvað þá upp fjall Skál fyrir honum.
19.10.2008 at 16:11 #631332sæll Stefán
Tek undir að þú ættir að fá þér venjulega VHF stöð, þær eru algjörlega vandræðalausar í notkun og alveg nóg fyrir hinn venjulega jeppamann sem hefur ekki þeim mun meiri áhuga á almennum fjarskiptum. Þessar amatör stöðvar eru oft að klikka í miðri jeppaferð í höndunum á mönnum sem kunna ekki 100% á þær og þá fer oft mikill tími í koma þessu aftur í stand, hef oft orðið vitni af því.
Ég mæli líka með Radíóraf á Smiðjuvegi, topp þjónusta og alvöru fagmenn þar á ferð og Kenwood stöðvarnar sem þeir selja eru fyrsta flokks.
kveðja
Agnar
14.10.2008 at 11:14 #630072vil bara benda á það að póstfangið sem Skemmda nefndin gefur upp hér rétt fyrir ofan er með stafsetningarvillu í (vantar F-ið í …@f4x4.is) þannig að ef þið eruð að afrita það beint úr þræðinum þá fáið þið væntanlega villu.
góða skemmtun
A
10.10.2008 at 02:51 #630896Þessi dekk hafa átt það til að hvellspringa, gerðist hjá félaga mínum á Patrol en hann var að keyra á fullpumpuðu í suðurlandi með tjaldvagn og alla familíuna í bílnum. Var stálheppinn að sleppa óskaddaður frá þessu …..
Hef heyrt nokkrar sambærilegar sögur þótt sjálfsagt margir hafi klárað sig af heilum svona gangi án áfalla. Þau voru tekin úr sölu hjá GV (N1) fyrir nokkrum árum.
kveðja
Agnar
09.10.2008 at 22:54 #630888[img:t5u0na68]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/1025/53116.jpg[/img:t5u0na68]
09.10.2008 at 10:37 #630786Mjög flottir bílar en athyglisvert að þeir eru á fjöðrum að aftan, líklega til að halda almennilegri burðargetu. Svo græja með loftpúðum að aftan væri líka athyglisverður fjallajeppi. En heldur kramið þessu, eru komin stærri drif í Hiluxin en voru í eldri bílunum ?
07.10.2008 at 10:29 #630664Ég geng út frá því að þetta sé líka stillingaratriði hjá Vertex stöðvunum og er því einfaldast að biðja söluaðilann að endurforrita stöðina. Það þarf sérstakann hugbúnað til að gera þetta en það tekur í sjálfu sér enga stund og þú þarft ekki einu sinni að taka stöðina úr bílnum, þeir plögga sig bara inn í Mic tengið.
kveðja
Agnar
07.10.2008 at 00:28 #630628svo má nú ekki gleyma nýju línunni 420/520 sem er líka á ágætu verði, sjá
[url=http://www65.greind.is/rsigmundsson.is/?prodcat=18:24a1v3sc][b:24a1v3sc]hér[/b:24a1v3sc][/url:24a1v3sc]
07.10.2008 at 00:24 #630626þekki ekki Magellan. Í lýsingunni er ekki minnst á íslandskortin sem hægt er að kaupa í Garmin tækin og eru nauðsynleg til að keyra eftir. Kannski einhver Magellan sérfræðingur geti kommentað á þetta …..
[url=http://www65.greind.is/rsigmundsson.is/?prodid=16:6qlxlrsz][b:6qlxlrsz]Garmin 276[/b:6qlxlrsz][/url:6qlxlrsz] er klárlega tæki sem auðveldlega er hægt að nota á fjöllum þótt skjárinn sé ekki endilega sá stærsti. Mundu bara að þú þarft líka að kaupa [url=http://www65.greind.is/rsigmundsson.is/?prodid=12:6qlxlrsz][b:6qlxlrsz]íslandskort[/b:6qlxlrsz][/url:6qlxlrsz]
07.10.2008 at 00:02 #630622276 er með minni skjá minnir mig en er með route navigator (fyrir þá sem hafa áhuga á því). Um að gera að fara í R Sigmundsson og skoða þessi tæki og fá ráðgjöf frá starfsmönnunum.
kv
AB
06.10.2008 at 23:21 #630618Ég myndi skoða mjög vel hvernig þú ætlar að nota tækið, er nóg fyrir þig að vera með bíltæki eða viltu eiga möguleikann á að nota gps tækið sem göngutæki.
Það er ljóst að þú nennir ekki til lengdar að keyra í bíl eftir göngutæki þar sem skjárinn er mjög lítill og því verður þú að tengja það við tölvu. Ég hef aldrei keyrt eftir bíltæki, hef alltaf notast við göngutæki (Garmin eTrex) sem er tengt við tölvuna í bílnum, búinn að vera með þetta setup í 6 ár. Göngutækið kostaði á sínum tíma 25 þús kall, nota síðan Ozi Explorer (kostar einhverja þúsund kalla á netinu) og smíðaði sjálfur tölvuborð í bílinn (í dag nota ég snertiskjá). Þetta er klárlega ódýrasta leiðin ef þú smíðar sjálfur tölvuborðið. Annars hefur maður öðru hvoru séð ágæt bíltæki til sölu á fínu verði, þú ert reyndar takmarkaður af fjölda ferla en það er nú varla stórt vandamál.
Garmin 162 er ábyggilega fínt tæki þrátt fyrir aldur en það er með svarthvítum skjá, ef ég væri þú þá myndi ég leita að notuðu Garmin 172/182/192/292 en þau eru með litaskjá, innbyggðu loftneti og hægt að tengja í sígarettukveikjarann og festa á sogskál í framrúðuna.
kveðja
Agnar
06.10.2008 at 21:55 #630660sælir
Ég átti svona stöð og þetta fór líka mikið í taugarnar á mér. Þetta virkar þannig að þegar þú ert með stillt á scan og einhver kallar á annarri rás (B) en þeirri sem þú ert með stillt á (A) þá fer stöðin sjálfkrafa á rás (B) næst þegar þú tekur upp mic-inn og ætlar að kalla á þína félaga á rás (A). Þetta olli því að ég nennti aldrei að vera með stillt á scan sem er mikill ókostur því við sem erum að ferðast eigum auðvitað að alltaf að vera með eyrun opin ef einhver er í vandræðum (eða bara til að heyra kjaftasögur).
Þegar ég keypti mér Kenwood stöð þá spurði ég gaurinn í Radíoraf um þetta og hann sagði að þetta væri bara stillingaratriði þegar rásirnar væru forritaðar inn á stöðina, sagði að enginn hefði beðið um þetta áður en ég held að hann forriti þetta núna svona standard, þ.e þegar þú kallar þá fer hún á þá rás sem þú stilltir sjálfur á þótt margir væru búnir að blaðra í millitíðinni á öðrum rásum. Aftur á móti ef þú vilt svara kalli einhvers annars á annarri rás án þess að þurfa að stilla á hana handvirkt þá veiðir þín stöð þá rás ef þú svarar innan nokkurra sekúndna (minnir 3 sek).
…. vona að þú skiljir þessa hringavitleysu …..
kveðja
Agnar
06.10.2008 at 12:55 #630578Þessi HID Xexon ljós, eru þau ekki öll með hvítum geisla (bláma) ? Hvernig er að keyra með svoleiðis í snjó ?
06.10.2008 at 10:19 #630572sæll
Góð ljós eru nauðsynleg ef þú ætlar að ferðast eitthvað af viti á veturna og hef ég alltaf sett þau mjög framarlega á græjulistann. Ég byrjaði með Hella ljós en komst fljótlega að því að þau eru algjör brandari miðað við IPF 930 (tveggja geisla Super Rally IPF 930, H3 halógen) ljósin sem ég er búinn að vera að nota síðustu 4 árin, er ennþá á sama parinu og orginal perum. Þetta eru millidýr ljós, alls ekki fokdýr eins og td PIAA og eru alveg frábær. Hái geislinn er 170w en lági 100w og ég nota gul gler en þau eru góð í snjóinn. Passa þarf vel að stífa þau þar sem botninn er úr áli (ryðgar því ekki) og hætt við að þau skemmist á festingum með tímanum í hristing.
kveðja
AB
-
AuthorReplies