Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.02.2009 at 17:40 #640426
já þetta virðist vera samsuða af ýmsu. Greinin sem Haffi bendir á segir ekki frá MQ Patrol með 2.8 dísel en þó hefur sá heyrt af slíku ….. nú er það staðfest.
Ég ætla aðeins að skoða þetta betur með plötuna í húddinu og skoða afturhásinguna og kassana almennilega.
Annars er þetta óttalegt hræ að verða, var að velta fyrir mér hvort væri hægt að nota kramið úr þessu í einhverjar sniðugar jeppabreytingar !
kv
Agnar
09.02.2009 at 22:35 #203776sælir
við erum með einn gamlan Patrol lurk sem er svokallaður Spánverji (framleiddur á Spáni), hann er 1990 módel en með gamla bodýinu (og væntanlega grind) og er á fjöðrum en er með turbó lausri 2.8 vél með álheddi (massívur kraftur eða þannig). Geri úr því skóna að þetta sé einhver NATO útgáfa.
Mig vantar að fá að vita eitthvað um kramið í þessum bíl.
– Er þetta eins og í gamla Pattanum (3.3 lítra) ?
– Ef svo er hvaða hlutföll og drif eru í gamla Pattanum orginal ?
– Veit einhver um öxla og yfirleitt um styrkleikann í þessu krami. Er þetta svipað og í 89-97 Patrol ?
.
Allar upplýsingar vel þegnar. Ég geri ráð fyrir að það sé sami gírkassi og millikassi í honum og í Patrol ´89-97 þar sem það er 2.8 lítra vél í honum.
kveðja
AB
05.02.2009 at 20:56 #639986sælir
þegar ég segi malbikskeyrslu þá meina ég innan- og utanbæjar á malbiki, þe ekki á úrhleyptu eða í snjó. Ég náði mínum aldrei upp fyrir 20 lítra.
Sá af þeim sem var á lægri hlutföllum (5.42) var alltaf með 16-18 lítra alveg sama hvort það var utan- eða innanbæjar.
Til samanburðar þá er ég núna með beinsk 3.0 lítra bíl á 44" og í langkeyrslu undir 100 km/klst þá er hann að eyða 14-15, en meira í hvössum vindi eða mjög hæðóttu landslagi.
kveðja
Agnar
04.02.2009 at 23:59 #639982sæll Trölli
það er nú væntanlega eitthvað að bílnum hjá þér ef þú ert að eyða 20+ á 2.8 dísel Patrol á 32" í malbikskeyrlsu. Ég er búinn að eiga 3 gamla Patta, allir voru þeir á 38" en á mismunandi hlutföllum og aldrei tókst mér að ná þeim yfir 20 l/100 í malbikskeyrslu.
Pabbi félaga míns átti svona bíl með bensín vél og var hún nokkuð skemmtileg, amk í óbreytttum bíl en ég man að hann eyddi talsvert.
kveðja
Agnar
31.01.2009 at 23:32 #639612Ég átti einhvern tíman 150W áriðil sem ég keypti að mig minnir í Bílanaust og hann dugði fínt til að keyra fartölvu eða hlaða myndavélar en hann entisti nú ekki lengi.
Núna er ég með 300W áriðil úr Nýherjabúðinni í Borgartúni en þeir eru með fínar vörur, hann kostar 10.500 kr í netversluninni.
kv
Agnar
31.01.2009 at 01:40 #638808Smellir á Myndasafn hér fyrir ofan
Smellir á Flokk hægra megin á síðunni
Undir flokkunum ætti þá að birtast valmöguleikinn ´nýtt myndasafn´
27.01.2009 at 12:34 #639020Af hverju gera menn úr því skóna að Þórunn muni víkja ? Væri ekki bara best að hafa hana áfram.
22.01.2009 at 15:44 #636484já ég pældi mikið í þessu með stærðina, langaði í 10" tölvuna en mér fannst hún bara ekki peninganna virði bara til að fá aðeins stærri skjá. Upplausnin 1024×600.
Ég á lítið eftir að nota þetta nema bara í bílnum og ákvað því bara að fá mér ódýrustu 9" tölvuna sem ég fann.
Ég er búinn að ákveða að setja bara upp XP á tölvuna, lang einfaldast.
kv
Agnar
22.01.2009 at 13:22 #636478Jæja, ég skellti mér á svona ASUS 900 Linux vél á ebay í UK, er að vísu bara með 900MHz intel örgjörvanum en ég taldi mig ekki þurfa öflugri vél bara til að vera með í bílnum. Hún er með 16 GB SSD. Ætla að hætta að nota fartölvu í sætisbakinu og snertiskjá.
Er aðeins búinn að prófa hana og líst mjög vel á skjáinn, ekki mikill glans í honum og hún er mjög fljót að keyra upp Linux stýrikerfið.
Nú er spurningin hvort ég setji upp Windows á hana eða hvort ég noti Ubuntu tólið til að keyra Ozi Explorer á henni.
.
Hvað segið þið sérfræðingarnir, hverju mælið þið með ?
.
kveðja
Agnar
18.01.2009 at 19:46 #638418sælir
Hef lent í þessu, mjög líklega hráolíusían, 3 lítra vélin er mjög viðkvæm fyrir skít í henni. Skoðaðu mjög vel hvað kemur úr síunni, ef það eru einahverjar agnir úr aukatanknum td þá þarf að koma í veg fyrir það strax, olíuverkið er viðkvæmt fyrir svona drasli.
kv
AB
17.01.2009 at 00:39 #638108sælir
Þessir bílar mökkvirka þó þeir hafi sína galla en útlitið er nú kannski ekki fyrir hvern sem er.
Auðunn hefur fullan rétt á sínum skoðunum þó framsetningin hafi etv ekki verið allra. Varðandi umræðuna um hversu stór þessi flikki eru þá er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir að samanburður jeppa við strætó eða vöruflutningabíla stenst ekki að því leiti að árekstravörn á slíkum farartækjum er í sömu hæð og stuðarar á fólksbíl.
Ég er persónulega mjög meðvitaður um að minn litli 44" bíll er með rörastuðara í fésinu á næsta Yaris bílstjóra og vona innilega að ég eigi aldrei eftir að verða svo óheppinn að lenda í árekstri við slíkan bíl hér innan bæjar. Ég skil það vel að fólksbílaeigendur séu etv doldið hræddir við þessi tröll okkar.
Við jeppamenn berum mikla ábyrð að fá að aka um á þessum ótrúlegu tækjum okkar og vona ég að allir jeppamenn hafi það í huga þegar þeir aka um í þéttbýli.
kveðja
AB
13.01.2009 at 15:51 #637086sælir
ég er með svona 3 lítra Patrol 2001 og org vélin fór í honum vorið 2007 en bíllin og þar af leiðandi vélin var þá 6 ára og 1 mánaða. Bíllinn er beinsk og það fór aldrei kubbur á þessa vél. Hann hefur alla tíð verið á 38"/44" dekkjum. Það sem fór voru stimplarnir, innsti stimpillinn brotnaði og sá næst innsti var sprunginn. Heddið eyðilagðist líka en það var nú ekki orsök heldur væntanlega afleiðing.Í eldri Patrolum var heddið aðalvandamálið, það var að fara vegna hita, það sama á líka við um 3 lítra bílinn, þe heddin eru viðkvæm. Munurinn á gamla og nýja Patrol er þó aðallega hversu miklu betra kælikerfið er í nýja bílnum, ég er með 3 raða vatnskassa og hitinn haggast ekki, alveg sama undir hversu miklu álagi bíllinn er.
Minn mótar var ekki á innköllunarlista en er samt 2001 árgerð. Ég held að herra Nissan hafi ekki gert neitt nema auka við olíumagnið á vélunum á þessum tíma og kannski í mesta lagi lagað smurganginn síðar eins og einhver benti á hér ofar.
kv
AB
12.01.2009 at 10:07 #547064[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/2187:1axn6zct][b:1axn6zct]Myndir[/b:1axn6zct][/url:1axn6zct]
08.01.2009 at 00:10 #636722Talaðu við Ferðafélag Íslands, þeir eiga og reka skálann.
kv
AB
07.01.2009 at 15:47 #636462ef það er hægt að tengja external gps loftnet við þetta þá fer þetta ansi langt með að vera fullkomið. Svo er spurning hvort þetta þoli hristing !
07.01.2009 at 12:54 #636432orginal hlutföll í Patrol eru 1:4.625 og eru því algengust því margir láta það duga fyrir 38" breytingu. Trooperinn sem Haffi vísar í er með orginal Patrol hlutföll.
Framhjólalegur í Patrol er veikasti hlekkur drifrásarinnar og geta verið til vandræða á 44" ef menn passa ekki upp á þetta. Þær halda ágætlega á 38" eins og Eiki vitnar til.
kv
AB
07.01.2009 at 11:20 #636598Best buy í dag er klárlega IPF, tveggja geisla á rúmlega 30 þús kr parið hjá Benna með lúminu. Búinn að nota svona í mörg ár á mínum bíl með gulu gleri og er mjög sáttur.
Svo er hægt að Xenon væða þá eins og Benni segir á tiltölulega ódýran hátt ef menn hafa áhuga á því að fá enn betra ljós …
kveðja
AB
05.01.2009 at 13:10 #636332sæll
Gott að heyra, takk fyrir það.
kveðja
AB
05.01.2009 at 10:53 #203477sælir allir
Var einhver hér að skottast inn á Fjallabaki um helgina, veit einhver hvernig snjóalög eru þar …. ef þau eru þá yfirleitt til staðar þessa dagana ?kv
AB
04.01.2009 at 00:45 #635994Ég beið eftir að þú kæmir með þetta Jón, grunar að þú hafir oft þvælst þarna. Fossinn heitir reyndar Hvítserkur og er í Fitjaá sem rennur í landi Efsta bæjar (ég hintaði meira að segja með það 😉 úr Eiríksvatni eins og þú nefndir. Efsti bær er löngu farin í eyði en hægt er að sjá leyfar af húsakosti smá spöl frá slóðanum ef vel er að gáð. Minnir að Eiríksfoss sé neðar í ánni.
Hvet alla til að taka sér göngutúr meðfram Fitjaánni því allir þessir fossar eru skemmtilegir hver á sinn hátt.
Fyrir hönd menningarmálasjóðaráðs Skorradals
Agnar
-
AuthorReplies