Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.06.2009 at 14:14 #204754
sæl öll
Hvaða leið er einföldust að fara fyrir „vanan“ útlending inn í Kverkfjöll frá Egilsstöðum ? Í gegnum Kárahnjúka eða frá hringveginum ofan af Möðrudalsöræfum ? Hann verður á óbreyttum jeppa (Explorer).Ef einhver á punkta þá myndi hann þiggja það með þökkum.
kveðja
Agnar
09.06.2009 at 17:59 #648364Ég veit um dæmi þar sem menn notuðu öxul og nöf sem passa fyrir 14" felgur og síðan fjaðrir undan Willys. Örugglega hægt að kaupa tilbúinn öxul með nöfum einhvers staðar. Veit einhver hvar svoleiðis fæst ?
07.06.2009 at 23:54 #648356Jú, góðar langar fjaðrir hafa verið settar undir fellihýsi með góðum árangri, alls ekki síðri fjöðrun í akstri en loftpúðar.
Held að það skipti ekki meginmáli hvort þú setur loftpúða eða fjaðrir, aðal atriðið er að vera með hjólabúnað sem þolir þann akstur sem þessi fína fjöðrun bíður upp á.
28.05.2009 at 22:59 #648208sælir
Ég var áður með 12" snertiskjá með fartölvunni í bílnum og virkaði það mjög vel, mæli eindregið með þeirri stærð af snertiskjá. Eina leiðinlega við snertiskjáina var allt snúruvesenið á milli skjás og tölvu, leiðinlegt að koma henni fyrir í sætisvasanum aftan á sætinu osfrv.
Í dag er ég með ASUS fartölvu með 8.9" skjá sem ég tylli ofan á mælaborðið með frönskum, einfalt og svínvirkar. 8.9" má þó ekki vera minni og ekki myndi ég vilja vera með svoleiðis skjá sem snertiskjá fyrir mína feitu putta.
Bendi einnig á að hægt er að fá flottar fartölvur í dag sem henta í jeppana á 40-100 þús kr annað hvort á ebay.co.uk eða bara í td Nýherja (Lenovo með 10" skjá) eða td Tölvutek (ASUS).
kveðja
Agnar
09.05.2009 at 23:05 #647362sælir
Þú færð þér ekki lógír hjá Ljónunum nema að setja í hann ný lægri hlutföll frá Ástralíu. Það er stór munur á org 1:2 hlutföllunum í millikassanum og 1:3,74 frá Ástralíu. Gallinn við þetta er að Ástralíuhlutföllin kostuðu yfir 100 þús kr hjá Kliptrom.is fyrir hrun.
kveðja
Agnar
08.05.2009 at 00:29 #647216sælir
Bílarnir sem voru innkallaðir voru af árgerðum 2000-2001, þó voru ekki allir innkallaðir af 2001 bílunum (minn þar á meðal). Aftur á móti hafa þessir mótorar fengið extended ábyrgð hjá herra Nissan úr 3 árum í 5 ár og svo veit ég að IH hafa verið "sveigjanlegir" allt upp í 6 ára gamla mótora. Ég veit þó ekki hvernig þessu er háttað um nýrri bíla en myndi þó halda að 2003 bíllinn falli undir þetta, myndi ath hjá umboði varðandi það. Ég hef aftur á móti heyrt því fleygt að í 2003 bílnum sé búið að laga þessi vandamál, amk þá er ekki nærri eins mikið um þetta og áður. Sel það þó ekki dýrara en ég keypti það.
Þegar mótorinn fór hjá mér í 155 þús km (44" bíll á fyrstu vél) þá kynnti ég mér þetta doldið. Það sem er að fara eru innsti og næst innsti stimpillinn, það kom stærðarinnar gat í innsta stimpilinn og hinn var með sprungu í, heddið fór einnig í látunum. Skv mínum upplýsingum hefur þetta að gera með olíukælinguna í mótornum sjálfum en það fer ýmsum sögum um hvað var raunverulega lagað, mín tilgáta er sú að eina sem var gert var að auka við olíumagnið á vélinni, amk í 2001 bílunum sem voru ekki innkallaðir.
Tengdapabbi er á svona óbreyttum bíl 2003 módel og líkar vel, ekkert hefur komið upp á hjá honum en hann er reyndar keyrður undir 100 þús km.
Kælikerfið í 3.0 bílnum virðist vera mun öflugra en í 2.8 lítra bílnum en ég veit þó að eitthvað hafa menn verið að eyðileggja heddið á breyttum bílum. Annars eru ekki margir díseljeppar með álhedd sem endast meira en 200 þús km, þannig er það nú bara.
Óbreyttur Patrol er fínasti ferðabíll, traustur og góður og vélin er alveg ágæt til að skondrast um á orginal dekkjum. Vissulega eru þessi vélavandræði hvimleið en að öðru leiti þarf maður ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu, þetta bara keyrir og keyrir ……..
kveðja
Agnar
28.04.2009 at 21:03 #646588ég veit ekki hvor frændi er eitthvað að stríða ykkur en [url=http://www.uppsveitir.is/knarrarholt/4runner_lenging76/:327l1lw4][b:327l1lw4]hérna[/b:327l1lw4][/url:327l1lw4] eru myndirnar.
26.04.2009 at 22:28 #646568Það verður 3.0 lítra vél úr LC90 í honum. Snilldarprójekt hjá Atla og maður bíður spenntur eftir að sjá þetta komið á götuna.
kveðja
AB
19.04.2009 at 22:26 #645944sæll Tómas
Ég á jeppatrack af leiðinni Snæfell – Goðahnjúkar, sendu mér meil á agnarben@hotmail.com ef þú hefur áhuga.
kveðja
Agnar
18.04.2009 at 23:58 #645962sælir
Talaðu við Árna Pál hjá Bifreiðaverkstæði Árna H. Árnasonar (sími 567 3444), hann hefur mikla reynslu í breytingum á Toyotu og er virkilega sanngjarn.
kv
Agnar
09.04.2009 at 15:20 #645452sælir
ég setti 800 kg loftpúða að aftan frá Landvélum undir gamla bílinn hjá mér (Patrol ´92) og það kom mjög vel út, var mjög ánægður með þetta setup. Notaði áfram Koni demparana. Mun skemmtilegri fjöðrun heldur en gormarnir.
kveðja
Agnar
07.04.2009 at 16:00 #640116Er hægt að komast á bílum í td Reykjarfjörð og Bolungarvík (á veturna að sjálfsögðu) ?
kveðja
Agnar
02.04.2009 at 09:54 #644892sælir
Til fróðleiks þá er hægt að stilla þetta þannig fyrir Scan (amk á Kenwood) að þú hafir nokkrar sekúndur til að pikka upp stöðina sem kallað er í, að öðrum kosti sendir þú næst á þeirri stöð sem þú ert með stillt á.
Þetta er að mínu mati lang besta setupið sem ég hef notað og ætti að vera standard forritað svona hjá öllum þjónustuaðilum.kveðja
Agnar
26.03.2009 at 21:17 #644446ég er með 8.9" ASUS eee 900 með "litla" 900 MHz örgjörvanum, 20 GB diskur. Hún kom með Linux stýrikerfi og ég skoðaði að keyra Ozi á því en ég fann bara einn gaur á netinu sem hafði gert þetta og þá þurfti að keyra Windows simulation forrit ofan á Linuxinum (sjá heimasíðu Ozi).
Setti bara upp Windows XP og er sáttur en auðvitað er XP aðeins þungkeyrt á þessari tölvu en það skiptir bara engu máli, ég nota hana bara sem navigation tölvu í jeppanum og þannig virkar hún mjög vel. Á eftir að prófa að "taka til" í uppsetningunni á XP.
Mæli með ASUS eee 1000 ef menn ætla að nota þetta eitthvað af viti í eitthvað annað en hún er með nýja 1.6 GHz Atom örgjörvanum frá Intel.
Ég hef ekki ennþá keyrt með hana í glampandi sól en mér líst bara vel á skjáinn og speglun hefur ekki verið vandamál ennþá.
26.03.2009 at 16:56 #6444387" skjár er of lítill fyrir Windows forritin, amk Ozi. Ég var með 10" skjá í bílnum hjá mér og líkaði vel en stærri skjáir eru bara orðnir of dýrir í samanburði við litlu fartölvurnar sem eru komnar á markaðinn, örgjörvinn þolir vel allan hristing og verðið er mjög gott ef menn nenna aðeins að leita á ebay.co.uk.
Ég fann svona tölvu eins og ég benti á hér að ofan á 32 þús kr heimsent innan UK. Til hvers að fara yfir lækinn að sækja vatnið þegar þú getur súpt vínið beint úr tunnunni ….
kv
AB
25.03.2009 at 22:25 #644418Svo er hægt að sleppa snertiskjám og tölvuborðum og fá sér bara 9 eða 10" tölvu og setja hana á mælaborðið á 4 litla franska rennislásabúta. 9" ASUS eee kostar ekki nema 150-200 GBP á ebay.co.uk og svínvirkar. Er með svona sjálfur.
sjá td [url=http://http://cgi.ebay.co.uk/ASUS-Eee-Pc-900-EEEPC900BF001-PC-Notebook-Laptop-New_W0QQitemZ320337695552QQcmdZViewItemQQptZUK_Computing_Laptops_EH?hash=item320337695552&_trksid=p3286.c0.m14&_trkparms=66%3A2%7C65%3A3%7C39%3A1%7C240%3A1318:3vwnu70i][b:3vwnu70i]hér [/b:3vwnu70i][/url:3vwnu70i]
25.03.2009 at 17:00 #644388sælir
Til að ná sambandi við GPS punginn þarftu bara driver en hann fylgir með ef þú kaupir hann nýjan, annars er yfirleitt hægt að nálgast driver á netinu (hjá Garmin ef þú ert með Garmin pung). Mér finnst persónulega betra að track í GPS göngutæki og hlaða síðan ferlinum niður í tölvuna og vinna með hann þar en það er líka vel hægt að tracka í tölvunni í gegnum punginn og vista þar beint.
Til að keyra eftir GPS tækin og tracka ferla þarftu forrit í tölvuna, vinsælustu forritin eru Mapsource (keyrir þó actually eftir forriti sem heitir nRoute) og svo gömlu góðu forritin OziExplorer og NavTrek en þau fást ódýr á netinu.
MapSource keyrir á stafrænum kortum frá R.Sigmundssyni en Ozi og NavTrek eru með skönnuð kort frá LMÍ undir. Hægt er að versla amk Ozi á netinu fyrir fáa dollara og kortin færðu frítt hjá einhverjum góðviljugum félaga í F4x4.
Ég hef bæði keyrt mína tölvu á 150W inverter og 300W og báðir veittu nógan straum. Aðalatriðið er að versla góðan inverter en ekki eitthvað cheepó bípó sem eyðilegst eftir 1-2 vetur.
kv
AB
18.03.2009 at 00:19 #643828Hef átt Yesu og var hún mjög fín og kllikkaði ekki hjá mér í þessi tvö ár sem ég átti hana, eini gallinn var að það var ekki ljós í tökkunum.
Núna er ég með Kenwood og finnst hún frábær, en punkturinn yfir i-ið er að þjónustan hjá RadíoRaf er framúrskarandi.
kveðja
AB
17.03.2009 at 22:37 #643412sælir
Smá leiðrétting, gamli afslátturinn var 12 kr af þjónustuverði (listaverði með fullri þjónustu) en ekki 11 kr og skiptist hann nákvæmlega eins og hann gerir í dag, standard 5 kr afsláttur fyrir sjálfsafgreiðslu og síðan 7 kr í afslátt fyrir að vera í F4x4. Eini munurinn á þessari útfærslu liggur væntanlega í því að nú fær maður ekki 12 kr afslátt þegar maður lætur dæla fyrir sig (frúin verður súr núna
Mér finnst þetta alveg ágæt breyting enda er ekki um neina breytingu að ræða, aðeins er verið að breyta kortinu sjálfu.
kv
Agnar
17.03.2009 at 00:35 #643506sælir
Ég á þetta allt saman til, er að nota Ozi. Sendu mér bara línu ef þú vilt fá þetta.kveðja
Agnar
agnarben@hotmail.com
-
AuthorReplies