Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.11.2009 at 12:36 #667826
Er ekki bara 41-42" rétta stærðin fyrir þig Óskar, þetta mökkdrífur hvort eð er hjá þér 😉
23.11.2009 at 09:43 #668040Patrol hásing er með 9,5" drif sem hafa komið vel út. Veiki punkturinn í þeim eru framhjólalegur en þær þarfnast umhirðu og umhyggju til að þær endist. Aðalatriðið er að opna þetta öðru hvoru, hreinsa, smyrja og herða upp á þessu og þá er hægt að ná einhverjum tugum þúsunda km út þeim. Þetta hefur haldið hjá mér ágætlega. Hvað gerist fyrir þessar hjólalegur þegar þú fæðir aflið úr LT1 í gegnum svona hásingu má guð vita ……
22.11.2009 at 22:09 #667822Það er svo sem ekkert nýtt í þessu, Mudder og DC hafa verið framleidd í skorpum fyrir okkur og það heldur væntanlega áfram, nú ef engin eftirspurn er þá væntanlega framleiða þeir ekki. Aðeins spurning hvað gerist með MT, hvort þau fari í sama munstur.
22.11.2009 at 18:52 #667928afsakið að ég skuli vera að bregða mér út af efni þráðarins en hvar er þessi glæsilega náttúrulega steinbrú (þetta er úr myndaalbúminu hjá Kristjáni frá Fjallabaki) ?
.
[img:axoa3shk]http://www.kvika.is/fjallabak/content/bin/images/large/IMG_7455.jpg[/img:axoa3shk]
kv
Agnar
22.11.2009 at 15:18 #667816Mudder er fluttur inn af Bílabúð Benna veit ég, kannski einhverjir fleiri.
Hef ekki heyrt að það eigi að hætta með 44DC fyrir 15" felgu.
20.11.2009 at 22:35 #667654Staðsetningin á Jökulheimahópnum er hægt að finna hér: [url:1aepwosd]http://www.depill.is[/url:1aepwosd]
Inn á forsíðunni getið þið staðsett depil með nafni, sláið inn 4×4 þar og vollah …. real time tracking í boði Sigurðar S.
Einnig hægt að skoða söguna í dag eða síðasta klst, hraðann sem þeir eru á hverju sinni osfrv. Nokkuð smart.kveðja
AB
20.11.2009 at 21:46 #667810Ætli það séu bara Mudder, GHII, Super Swamper og AT405 sem eru eftir sem eitthvað vit er í.
19.11.2009 at 00:21 #666658Góða kvöldið
Ég væri til í að heyra meira um fundinn með Ásahrepp ef það er hægt ….Annars fór ég á fundinn hjá Slóðavinum með Slóðanefnd Ríkisins og var hann áhugaverður á köflum (stundum á allt of lágu plani, aðeins of mikið þvaður um smáatriði um Reykjanesfólksvang og skiltin þar)
Nokkrir áhugaverðir hlutir komu fram varðandi ferlið í kringum Slóðanefndina og hvernig samráðinu er háttað. Svona er ferlið eins og ég skil það (komið endilega með aths ef þetta er ekki rétt):
.
1. LMÍ / F4x4 safna ferlum fyrir tiltekið svæði og skila af sér til Slóðanefndar.
2. Slóðanefnd sendir gögnin til sveitarfélagsins.
3. Sveitarfélag fer yfir gögnin, leitar álits hjá hagsmunaaðilum og sendir svo tillögur sínar til Slóðanefndarinnar.
4. Slóðanefnd fær tillögur til umfjöllunar og leitar álits hjá umsagnaraðilum
5. Slóðanefnd fer yfir umsagnir, hefur frekara samráð við sveitarfélag ef á þarf að halda.
6. Tillögur eru lögfestar með reglugerð og vollah, slóðum lokað !
.
Það vakna óneitanlega nokkrar spurningar:
– (1) hver ákveður hvenær öllum slóðum hefur verið safnað ?
– (2) getur slóðanefnd breytt gögnum, td út frá náttúruverndarsjónarmiðum, áður en þau eru send til sveitarfélagsins ?
– (3) eru einverjar reglur til um hverjir eru hagsmunaaðliar, ber sveitarfélögum skylda til að tala við SAMÚT ?
– (3) er F4x4 almennt ekki viðurkennt sem hagsmunaaðili ?
– (4) er SAMÚT umsagnaraðili á þessu stigi ?
– (5) hefur Slóðanefndin vald til að breyta útfærslu tillagna á þessu stigi ?
– (6) af þessari útfærslu vissi ég ekki, er þetta ekki breyting á aðalskipulagi, þarf ekki að auglýsa osfrv ?
– (6) almenningur virðist ekki fá að gera aths þrátt fyrir að þetta sé breyting á aðalskipulagi ?
.
Ég veit ekki hvort einhver getur og vill svara þessum spurningum en ákvað samt að henda þessum vangaveltum hér inn. Leiðréttið mig endilega ef ég er í ruglinu hér að ofan.
kveðja
Agnar
15.11.2009 at 23:26 #666780Það þarf að eiga eitthvað við Converterinn á sjálfskiptingunni til að þetta virki almennilega, reyndar las ég einhvers staðar að beinskipti kassinn virkaði betur en sjálfskiptingin, sel það ekki dýrara en ég keypti það !
Það var Patrol á Selfossi með LC80 vél ofan í, held hann heiti Ægir sem framkvæmdi það.
Einnig heyrði ég af LC120 vél ofan í gömlum Patrol fyrir austan sem var kominn á lappirnar.
það er ýmislegt til í þessu ……
kv
AB
15.11.2009 at 09:58 #666776sælir
Alltaf jafn upplífgandi að tala um engine swap í Patrolþetta hefur oft verið gert, 4.2 nissan dísel passar beint framan á sjálfskiptinuna hjá þér (og framan á beinskipta kassan líka) en það eru gamlir túrbínulausir rokkar sem hægt er að kaupa túrbínukit á, toga fínt en eru engar eldflaugar. Algengast er að menn hafi troðið 6,2 eða 6.5 lítra V8 GM dísel hlunki ofan í en mig minnir að einhver hafi einu sinni verið að selja bíl með Chevy bensín vél ofan í líka þannig að það virðist nú hafa verið framkvæmt líka.
Hægt að kaupa conversion kit framan á org.kassana í Patrol frá Ástralíuhreppi sem er náttúrulega bara tær snilld. sjá hér [url:2nzrys4a]http://www.marks4wd.com/products/engine-trans-conversions/nissan/npatrol.html[/url:2nzrys4a]
notaðu leitina hér á síðunni og flettu td eftir "nissan/patrol vélaskipti", þá ættirðu að finna einhverjar áhugaverðar umræður og komment frá mönnum sem hafa gert þetta (eða langar ….)
kv
AB
06.11.2009 at 22:17 #659742Sammála Hilmari, hvet menn til að prófa ´Slide show´ fídusinn þegar þeir skoða myndaalbúmið, mun skemmtilegri leið til að skoða myndir.
01.11.2009 at 21:47 #664538Mér skilst að það sé þannig að skilaboðin fara úr ´úthólfi´ þegar viðtakandinn er búinn að lesa þau !
Sel það ekki dýrara en ég keypti það ……kv
AB
31.10.2009 at 13:08 #664468ég hef alltaf mælt með því að menn skoði að kaupa IPF tveggja geisla kastara með gulu gleri framan á jeppann hjá sér. Þetta eru öflug ljós með 170W háum geisla en 110W lágum. Þetta eru svona best value for money finnst mér, selt hjá Bílab.Benna.
Svo geturðu auðvitað keypt ódýra stöffið, 100W hella eða Britax eða hvað þetta heitir allt saman en ég held að menn skipti því alltaf út á endanum fyrir eitthvað öflugra.
Þriðji kosturinn er að fara í Xenon kit, hægt að kaupa þau til ísetningar í kastara (td gamla Hella kastara). Þetta er víst að gefa feikna ljós en hef ekki reynslu af því sjálfur. Ef eitthvað bilar í þessu þá er það dýrt held ég. Sjá meira hér [url:2n4yeudo]http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=5&t=12355&hilit=xenon+benni[/url:2n4yeudo]
29.10.2009 at 13:43 #661370ég held þetta sé ekki vandamál með cookies/temp.int.files. Það vantar bara einhvern link á milli spjallborðsins og heimasíðunnar. Ef ég logga mig út úr spjallinu þá sýnir síðan mig ennþá innskráðan vinstra megin. Sama er upp á teningnum ef ég logga mig inn í spjallborðinu þá uppfærist ekki innskráningin vinstra megin á síðunni. Þetta veldur væntanlega ruglingi hjá notendum sem átta sig ekki á því hvort þeir eru innskráðir eða ekki.
Þetta virkar aftur móti fínt ef ég logga mig inn á síðuna fyrst (vinstra megin), þá get ég skrifað á spjallið.
kv
AB
29.10.2009 at 00:04 #661366IE8
28.10.2009 at 23:25 #661362Ég er með sama vandamál, þe stundum er eins og ég sé innskráður (útskráning-hnappurinn sést) en ég veit að ég er ekkert innrskráður. Ég þarf þá að smella á ´Útskráning´ og skrá mig inn aftur til að pósta á vefinn.
Væri ágætt að fá lausn á þessu.
kv
AB
24.10.2009 at 15:46 #663468[quote="jens lindal":m7bp2kwj]Ég er nýlega búinn að vikta 3 vélar. Ein var 4.6 lítra Range Rover V8 álvél með öllu nema kælivatni, semsagt startara alternator og kúplingu. Hún viktaði 210 kíló ca. Og þar sem ég er að skifta V8 vélinni út fyrir 4D56t sem er 2.5 TDI úr MMC L200 1998 ……………[/quote:m7bp2kwj]
Hvernig reyndist Rover vélin, eru þær mjög eyðslufrekar og hefur þú reynslu af henni á fjöllum í snjó ?
kveðja
Agnar
16.10.2009 at 09:59 #662218Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort þessi vél sé ekki sniðug í jeppa, hún eyðir auðvitað en hún hefur verið í notkun í einu eða öðru formi síðan á sjötta áratugnum og verið í mörgum breskum bílum. Það er örugglega til sægur af varahlutum í kramið á þessum bíl í UK ásamt alls konar aftermarket dóti sem hægt er að nota til að betrumbæta. Annars myndi ég halda að Patrol hásingar myndu gera svona gamlan Range fullkominn með góðri V8 vél í nefinu og 44" skóm
Ég á enska þætti um uppgerð á gömlum LandRover sem breytt var í nokkuð skemmtilegt tryllitæki en ef þú verður þér út um þá þá getur þú fengið að vita allt um þessa vél og gírkassana sem hægt er að fá með henni. Þeir heita ´A 4×4 is Born´.
[url:x8ble9nu]http://www.markevans.co.uk/acatalog/A_4x4_is_Born.html[/url:x8ble9nu]
15.10.2009 at 17:07 #662170sælir
Ég er með Patrol á 44 DC og svona hef ég haft þetta ca:
– Malbik/möl fullpumpað = 22 psi
– Grófir malarvegir/torfærur = 12-14 psi
– Snjólétt/harðfenni = 6-8 psi
– Snjór/krapi = 3-5 psi
– Snjór, mjög þungt færi = 2-3 pund
kv
AB
12.10.2009 at 16:06 #661538Hversu lengi voruð þið í lauginni 😉 ???
Quote úr Læknablaðinu:
[quote:15gszzfu]Nokkrum dögum síðar baðaði sig hópur Íslendinga í læknum. Fengu þeir þaulsætnustu mörg hundruð bólur eftir allt að fjögurra klukkustunda dvöl í lauginni. Hjúkrunarfræðingur í hópnum lýsti einkennunum þannig að fljótlega eftir baðferðina hafi myndast fjöldinn allur af vel afmörkuðum útbrotum á þeim hlutum líkamans sem verið höfðu niður í vatninu og fylgdi útbrotunum ofsakláði. Vökvafyllt þina myndaðist oft í miðju kláðabólanna og springi hún vessaði úr sárinu.[/quote:15gszzfu][url:15gszzfu]http://www.laeknabladid.is/2005/10/nr/2119[/url:15gszzfu]
-
AuthorReplies