Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.12.2009 at 21:50 #671744
[quote="cruiser89":2ix1yuw3]Afhverju er ekki ennþá hægt að leita eftir Stafrófsröð. Alveg fáranlegt…..[/quote:2ix1yuw3]
Hvað er svona fáránlegt við það ? Af hverju notarðu ekki bara leitina í myndaalbúminu, mun fljótlegra en að skrolla í gegnum einhvern listaSvo er auðvitað hægt að sjá lista yfir notendur með því að smella á ´notendur´ efst í spjallinu og komast þaðan inn í myndaalbúm viðkomandi (þarft reyndar að bora þig inní notendaspjald viðkomandi til að komast inn í myndalbúm hans). Ekki góð leið en möguleg ……
En að efni þráðarins þá finnst mér þetta Add-on flott og það keyrir þolanlega hratt á minni fartölvu, held ég haldi mig við það hér eftir.
15.12.2009 at 17:58 #671146Sammála því enda væri það arfavitlaust, aðstæður breytast í sífellu á jöklum.
Reyndar get ég ekki alveg lesið úr þessum orðum þarna þá túlkun að við eigum endilega að aka eftir einhverjum sérstökum leiðum, það er talað um að hnita belti sem væntanlega eiga að afmarka einhver svæði þarna en ekki hnitaðar leiðir !
Það eru líka nokkrir jákvæðir hlutir þarna eins og ályktanir um að hálendið eigi að vera áfram með frumstæðu vegakerfi sem er nú þegar til staðar.
Annars er mér meinilla við þetta Þjóðgarða concept, þetta er bara leið stjórnvalda til að auka ásókn ferðamanna og þar af leiðandi tekjur, get bara ekki séð náttúruverndina í því að auka ferðamannastraum inn á þessi svæði, fyrir mér er massatúrismi bara skemmdarverk, einskonar "Ferðamannavirkjun". Geysir fellur undir þá flokkun, það er búið að eyðileggja hann. Það ætti bara að vera nóg að friðlýsa svæðum ef menn vilja stöðva virkjun fallvatna eða vernda viðkvæm svæði sérstaklega.
Náttúran og aðstæður á hálendinu sjá alveg sjálf um að halda þessu svæði nokkuð sjálfbæru þó vissulega séu sumir staðir hlaðnari en aðrir. Það þarf bara að taka á málum á þeim stöðum sérstaklega. Svo stökkva auðvitað über náttúruverndarsinnar á þjóðgarðsvagninn til að ná fram sínum markmiðum sem er að takmarka þetta og loka hinu allt í nafni náttúruverndar.
Ég er skíthræddur við þessa þróun á Vatnajökulssvæðinu ….
15.12.2009 at 17:16 #6716224.2 passar framan á gírkassan hjá þér á 3.0 bílnum og sjálfskiptinguna líka en það þarf eitthvað að föndra við hana til að hún virki vel með þessari vél. Varðandi festingar að þá eru þær á svipuðum stað, gætir þó þurft að færa þær eitthvað aðeins.
Félagi minn er með 6.5 GM ofan í svona Patta eins og þú ert með og það swap er ekki nema fyrir þá allra hörðustu, það er talsverð aðgerð að troða svoleiðis ofan í og reksturinn á þessu er ekki fyrir hvern sem er, bæði eldsneyti og svo er hún doldið bilanagjörn. En hún svínvirkar þegar allt er í lagi, endalaust tork og fín orka.
Svo hvet ég þig til að nota leitarvélina, þú ættir að finna svör við þessum annars góðu spurningum í tugatali.
14.12.2009 at 23:19 #671526[quote="Gunnar Ingi Arnarson":2g4kawoc]og við viljum ganga í þetta evrópudæmi með öllum þessum leiðindareglum… gangi okkur vel sem minnihlutahóp á íslandi að fá það í gegn hjá Brussel að við megum gjörbreyta aksturseiginleikum á bílum án þess að þeir hafi eitthvað með það að segja. reglur ofan á reglur[/quote:2g4kawoc]
Takmarkanir á breytingum í Noregi og annars staðar hafa í sjálfu sér ekkert að gera með Evrópusambandið, þe það eru ekki samræmdar reglur á þessu innan Evrópusambandsins frekar en hvert land vill. Hvert land fyrir sig ákvarðar sínar reglur ….
14.12.2009 at 13:58 #671514[quote="Muffin":38q5zay5]Mike félagi minn er með 120cruser breyttann á 44" í noregi, breyttur af Arctic trucks á íslandi.[/quote:38q5zay5]
er hann þá ekki á íslenskum númerum, þe skráður á Íslandi ?
14.12.2009 at 13:57 #671512er hann þá ekki á íslenskum númerum, þe skráður á Íslandi ?
12.12.2009 at 23:32 #671292sælir
ég skipti út orginal pústi fyrir 3" opið rör á 2.8 lítra patrol hér um árið og það jók torkið engin spurning. Eftir breytinguna gat ég farið upp Kambana í 4 í stað 3 (bíllinn var á orginal hlutföllum og á 38" dekkjum).
12.12.2009 at 14:16 #671148sælir
Er ekki 1999 2.8 lítra bíllinn kominn með rafeindastýrt olíuverk og vélatölvu ?
Byrjaðu á því að skipta um hráolíusíu áður en þú ferð að skoða fleira, getur verið að hún sé gömul ? Patrol er pínu viðkvæmur fyrir skít í síunni og vélatölvan getur meðal annars túlkað það sem bilun í olíuverki.
Annars ættirðu að vera í góðum málum með nýtt hedd á 2.8 lítra vélinni, það er þokkaleg ending á öðru. Ef þú ert ekki kominn þriggja raða vatnskassa nú þegar þá myndi ég byrja á því að fjárfesta í svoleiðis.
08.12.2009 at 15:43 #670804þeir koma með einum vatnskassa. Ef þú ert að spá í þessum litla fyrir framan þá er það olíukælir.
08.12.2009 at 12:59 #670484[quote="brjotur":2tv50hbw]Ég kann þvi miður ekki að setja inn myndir en Halli er þarna búinn að setja mynd af því sem ég meina, en þú ert búinn að skera meginskurðinn þú átt eftir að skera í gegnum 2 kubba í miðju munstrinu og þú ert búinn að skera út fyrir ofan DC stafina en þú þarft að halda áfram frá þessum skurði frá vinstri upp í sirka 45 gráður og þá ferðu í gegnum,,,, 2 KUBBA,,,, í miðju munstrinu og færð út þetta munstur eins og Halli sýnir á 38 tommunni,
og þegar ég segi frá vinstri þá meina ég eins og ég horfi á dekkið á skjánum hjá mér.
kveðja Helgi[/quote:2tv50hbw]
sælir
Ok, ég skil hvað þú ert að fara, með þessum skurði ætti ég að ná tveimur samsíða heilum skurðum í gegnum dekkið frá vinstri 45° upp til hægri. Síðan væri hægt að bæta í enn meira og skera í gegnum tvo kubba í miðjunni frá hægri til vinstri upp 45° (líklega er Halli líka búinn að því á 38"). Annars var ég að spá í að láta þetta jafnvel duga, magnið af gúmmí sem ég er búinn að skera úr þegar ég horfi á það á gólfinu er orðið scary
–
Ég er með mjög öflugan dekkjahníf í láni en hann var keyptur í Ameríkuhreppi held ég ….
08.12.2009 at 01:09 #670472frá Halla (Dittó), sami miðjuskurður en öðruvísi útfærsla á hliðarkubbum
08.12.2009 at 00:47 #670470sæll Helgi
Jú reyndar skar ég í gegnum báða miðjukubbana og næ þannig óslitnum skurði frá vinstri og upp í gegnum mynstrið. Aftur á móti þá get ég ekki séð að ég nái því frá hægri og upp í gegnum dekki til vinstri ! Er ég að misskilja þig eitthvað ?
.
Skutlaðu myndinni á mig, ég skal henda henni inn, gaman að sjá skurð frá öðrum.
agb@applicon.is
07.12.2009 at 23:49 #670464Jæja þá er ég búinn að skera þetta svona AT405 style eða þannig. Fann ekki neins staðar myndir af mynstursskurði á 44" DC FCII á netinu þannig að hérna kemur mynd af þessu fyrir áhugasama. Þetta ætti að gefa betra grip en orginalinn en auðvitað þá slitnar þetta eitthvað aðeins hraðar ….
07.12.2009 at 00:38 #670462Sömuleiðis frændi, geri ráð fyrir að þú hafir líka fengið þér gang
Hérna er mynd sem sýnir hliðarskurðinn (óskorinn DC fyrir neðan) sem ég var að gera en gaman væri að sjá hvernig menn skera úr miðjunni. Menn hljóta að vera búnir að mastera þetta ![attachment=1:k4ckeuwx]06122009 DC.jpg[/attachment:k4ckeuwx][attachment=0:k4ckeuwx]06122009 DC óskorin.jpg[/attachment:k4ckeuwx]
06.12.2009 at 21:45 #20894506.12.2009 at 20:48 #670428Eina merkilega við þennan bíl (fyrir utan að þetta er pallbjalla) er vélin, 400 NM tog á 1500 snúningum og 7.8 l/100……. en hann er ekki fáanlegur sjsk ! En hann er helv laglegur að sjá.
06.12.2009 at 20:28 #670358sæll
ég hef orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að ferðast doldið með svona 100 bíl á 38" og ég verð að segja að þessi bíll hann bara hættir ekki að koma manni á óvart, alveg ótrúlegt hvað þetta drífur miðað við þyngd, en nota bene þessi bíll er með öllum pakkanum. Dana 50 að framan er skilyrði en það mikilvægasta er að vera með rétt dekk undir honum. MT Baja Claw hafa verið að svínvirka undir honum en þar á undan var hann á MT MTZ, drifgetan jókst til muna eftir að hann skipti yfir í MT. Mótorinn og sjsk er frábær og skila oft þar sem upp á vantar í floti.
Gallarnir eru að rafmagnsdótið hefur aðeins verið að stríða okkur í ferðunum, sjálfvirka loftpúðafjöðrunin flippaði eins sinni einni ferðinni en ég held að eigandi hafi verið búinn að komast í veg fyrir þetta í dag. Hann er svo ánægður að hann keypti sér nýjan svona bíl og lét breyta fyrir 38 fyrir 2 árum síðan. Í skörum er hann náttúrulega ekki sá öflugasti enda um dýran lúxusbíl að ræða.
En fyrir svona all-around lúxus/vetrarferða jeppa þá er þetta flottur pakki. Þessi bíll hefur verið að gera svona svipað og gamli Patrol (89-97) í drifgetu og oft jarðað hann með vélaraflinu og sjskiptingunni. Ef vilt mjög öflugan ferðabíl þá myndi ég frekar bara kaupa mér eitthvað annað því að það þarf sveitta breytingu á honum til að þetta verði almennilegt á miklu stærri dekkjum en 38 (sbr bílinn hans Magga á myndinni hér að ofan).
kveðja
Agnar
03.12.2009 at 23:12 #669986Snjóakkeri getur hæglega komið í stað hríslu.
Annars er ég sammála Skúla, ég sé ekki alveg notin í þessu, alveg örugglega ekki í krapapytti eins og Steinmar segir og hversu oft lendir maður í því að vera einn að þvælast og þarf að losa sig úr "þægilegri" festu með svona búnaði ! Einfaldara að moka sig upp held ég
En skemmtileg útfærsla á snjóakkerinu (bornum) samt …..
02.12.2009 at 14:05 #668706veit um einn sem er með svona loftþrýstinema innan á felgunni í 38 tommu frá BBenna (amerískt) og það bilaði fljótlega einn neminn með tilheyrandi veseni að taka dekkið af. Annars var þetta ekki dýrt á sínum tíma, eitthvað um 15 þús kall fyrir einu eða tveimur árum, lítill skjár fylgdi með. Conceptið er flott.
24.11.2009 at 22:05 #668486sælir
skv minni reynslu þá:
– keyptu bíl sem fékk skiptivél eftir 2003
– það voru innstu tveir stimplarnir sem ofhitnuðu og í þá komu sprungur, ástæðan er aðeins á reiki en ég veit að fyrstu viðbrögð voru að auka smurolíumagnið á vélunum en hvort eitthvað meira hafi verið lagað veit ég ekki fyrir víst. Alla vega hefur vélahrun snarminnkað eftir 2003.
– Ef þú ætlar að aka utan vega í snjó myndi ég taka 38" bíl, kemst slatta á honum. Á góðum dekkjum er þetta frábær ferðabíll
– 4.2 er ekki orginal í þessum bílum en einhver eintök eru til með skiptivél
– ég hef ekki orðið var við ofhitnun að ráði en ég er með 3faldan kassa
– hef ekki heyrt um orginal aukatank, en vanalega eru þessir bílar með 65 lítra aukatank, 85 ef boddýhækkaðir
– aðaltankurinn 95 lítra
– finnst sjsk þolanleg á 38" en vonlaus á 44"
– ég er með beinsk bíl á 44" og er sáttur við hana
– minn eyðir í langkeyrslu 15-18 á hundraðið á 44", fer eftir aðstæðum, sjsk eyðir meira
– framhjólalegur eru veikur punktur í breyttum bílum
– olíuverk er eitthvað sem hefur verið að fara í þeim
– einnig hafa hedd verið að fara en þá á svo sem við um alla dísel bíla með álheddum
– ryðgar oft neðst fyrir aftan afturdekk og undir brettaköntum
-
AuthorReplies