Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
31.01.2010 at 20:58 #680426
sælir
Er þetta örugglega bilun ? Mig minnir að það sé í eigendahandbókinni þinni sem fylgir bílnum umfjöllun um þetta atriði (eða mjög svipað), af hverju það gerist og útskýrt hvernig er hægt að bregðast við þessu.
kv/Agnar
29.01.2010 at 16:57 #679936sælir
Þú skalt nú ekki dæma olíuverkið ónýtt alveg svona hratt. Ertu búinn að fara á smurverkstæði, taka hráolíusíuna úr og skoða VEL hvort það er einhver skítur í henni, það þarf ekki mikið af menju eða jafnvel málningaagnir til að trufla olíuverkið. Ertu með aukatank, stundum getur skítur eða drasl borist úr þeim, hjá mér virtust þetta vera málningaagnir eða eitthvað slíkt. Ég lenti í þessu, þurfti að hreinsa tankinn og bæta við síu á milli aukatanks og aðaltanks og skipta tvisvar út hráolíusíu áður en check engine ljósið hætti að koma.
Olíuverkið í Patrol er viðkvæmt fyrir skít í síunni og þetta getur vel verið ástæðan fyrir að Check engine ljósið kveiknar. Farðu til Óla á Smurverkstæði Olís Fosshálsi 1, bara jeppakallar að vinna þar og þekkja svona tilvik.
Gangi þér vel.
kveðja
Agnar[url:276l9vek]http://auto.howstuffworks.com/diesel2.htm[/url:276l9vek]
25.01.2010 at 14:32 #679298við skulum nú ekki fara á taugum eins og handboltalandsliðið, tveir mánuðir í ferð ….. spáð kólnandi út vikuna !
[attachment=0:3og26li7]vedur (600 x 480).jpg[/attachment:3og26li7]
23.01.2010 at 18:16 #678634Benni, það er að verða doldið neyðarlegt fyrir þig að tala svona um Patrol þar sem ALLIR vita sem eru með eitthvað vit í kollinum að það er klárlega besti bíllinn í verkefnið 😉
Leitaði að myndum úr Aldamótaferðinni – aka Krapi 2000 og fann heil 5 stykki í tveimur albúmum og svo grein í MBL.
[url:3lg8jwyw]http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=532486[/url:3lg8jwyw]
[url:3lg8jwyw]http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=7816[/url:3lg8jwyw]
[url:3lg8jwyw]http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=235&g2_itemId=123512[/url:3lg8jwyw]
23.01.2010 at 17:13 #679008sælir
N1 er með Yaesu (Vertex)
Nesradio er með Tait
Aukaraf / Arctic Trucks eru með Icom
Radioraf er með KenwoodÉg nota Kenwood og hún hefur reynst mjög vel. Þjónustan hjá Radioraf er líka fyrsta flokks, td þarftu ekki að greiða sérstaklega fyrir að láta bæta við nýrri rás eins og hjá td N1. Átti áður Vertex (Yaesu) og hún var fín, bilaði aldrei en vantaði baklýsingu í takkana sem er mjög mikilvægt.
kveðja
Agnar
23.01.2010 at 00:44 #677834Gerði smá "vísindalega" könnun á spjallinu.
Mér sýnist að í um 15% tilfella sé notandi án félagsnúmers að [u:z4m709io]stofna[/u:z4m709io] nýja þræði. Ef [u:z4m709io]öll innlegg [/u:z4m709io]í þráðunum eru skoðuð þá eru þetta ca 25% sem skrifa án félagsnúmers en 75% sem skrifa undir félagsnúmeri.
Ef skrifaðgang á spjallinu yrði lokað á morgun myndi það því þýða 25% minni skrif á spjallið til að byrja með, hver langtímaáhrifin gætu orðið veit enginn, kannski myndu skrifin aukast, kannski minnka.
Hlutfall félagsmanna og þeirra sem skrifa ekki undir félagsnúmeri sem setja inn auglýsingar er 50/50 en það er auðvitað ekki verið að tala um neinar takmarkanir á þeim flokki.
kv/AB
ps. mér sýndist nú Helgi (brjotur) standa fyrir uþb helming af innleggjum ófélagsbundna notanda, spurning um að splæsa bara korti á kallinn og þá hefur þetta næstum engin áhrif 😉
22.01.2010 at 15:22 #678342[quote="hmm":2azxincx]Agnar
hversu gamlar eru fréttir af auðu á fjallabaki ? Ég var að vona að það hefði eitthvað fest norðan Myrdalsjökuls núna síðustu daga.
Benni
[/quote:2azxincx]
Benni, þær eru meira en vikugamlar !
22.01.2010 at 14:33 #678338staðan á suðurlandi er líklega ekki glæsileg, hef fregnir af því að Fjallabak sé autt.
Hérna er snjódýptarlínurit fyrir Veiðivatnahraun.[img:32yr70p0]http://andvari.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/veivh/snd_1d.gif?[/img:32yr70p0]
22.01.2010 at 12:59 #678470Ágæt grein hjá Ara Trausta en ég er orðinn doldið leiður á því að menn heimfæri ástandið á Reykjanesi yfir á hálendið, hér er um að ræða gjörólíkar aðstæður með aðskild vandamál. Það er engan vegin hægt að tækla þetta tvennt á sama hátt. Ástandið á hálendinu er engan vegin jafn alvarlegt og á Reykjanesskaganum en alltaf eru menn að benda á skemmdir þar þegar rætt er um utanvegaakstur á hálendinu. Mín vegna mætti loka Reykjanesskaganum að mestu leiti, halda í nokkrar stofnleiðir en gera þetta aðallega að göngusvæði, nóg af öðrum leiðum til að skoða á suðvesturhorninu.
Er ég einn um þessa skoðun ?
22.01.2010 at 00:20 #678326sælir
Alveg óþarfi að vera að standa í þessum smíðum, taktu bara flatskrúfjárn og tylltu í annað gatið, svo er það bara léttur hamar og slá á þetta og herða þéttingsfast, síðan slæ ég yfirleitt rónna örlítið til baka áður en ég set splittið á. Svo er um að gera að kíkja á þetta öðru hvoru, sérstaklega ef þú ert á 44", og herða upp á ef það er komið slag í legurnar.
kveðja
Agnar
21.01.2010 at 17:38 #678140sælir
38" LC 90 er frábær ferðabíll, skemmtileg vél (með alvöru intercooler), skemmtileg sjsk og hann flýtur betur í snjó. Gallinn við hann að mínu mati er hversu kramið er veikt í honum. Þegar ég átti svona bíl þá þorði ég aldrei að bjóða honum neitt og var alltaf einhvern veginn hræddur við að brjóta eitthvað og bramla (í vetrarferðalögum).
3.0 lítra 38" Patrol er þyngri og stærri en drífur samt slatta í snjó í höndunum á flinkum ökumanni. Kramið er miklu betra í Patrol en vélin er vandræðagripur. Það er hægt að bjóða Patrol hvað sem er sem mér finnst rosa kostur. Rúmbetri að innan og mjög solid bíll. Vél og sjsk ekki eins skemmtileg og í krúser.
Þetta er auðvitað smekksatriði (lesist trúarbrögð). Ég er Patrol maður en ef ég stæði frammi fyrir þessum tveimur kostum þá myndi ég líklega alltaf velja mér 38" 90 Crúser sem alhliða ferðabíl, sumar og vetur. Ef ég ætlaði að velja mér jeppa sem ætti að nota mikið í vetrarferðalög þá myndi ég fara í 44" Patrol en það er bara allt annað dæmi og meiri rekstur á svoleiðis tæki en 38" bíl.
kveðja
Agnar
20.01.2010 at 14:05 #678094já ok, skil núna hvað Magnús er að fara.
kv/AB
20.01.2010 at 13:44 #678090sælir
Ég er nú ekki í vefnefnd en ég átta mig nú ekki alveg á því af hverju hann ætti að vera sjáanlegur. Flokkurinn innanfélagsmál birtist ekki fyrr en þú skráir þig inn á síðuna sem félagsmaður, þannig hefur það alltaf verið. Aðrir eiga ekkert erindi að lesa þann flokk, hvað þá skrifa á hann, enda eru þetta innanfélagsmál 😉Kannski er ég að misskilja spurninguna ?
kveðja
AB
19.01.2010 at 21:30 #677732[quote="thengillo":37zp71hk]Ég myndi vilja fá rökin fyrir því að loka síðunni. Ef þau eru góð þá er þetta bara hið besta mál en ef ekki þá er þetta auðvitað bara rugl. Þá má kannski loka einhverjum flokkum eins og "Innanfélagsmál", veit ekki hvort að hann er lokaður eða ekki. Eða bara hafa einn flokk sem heitir "Meðlimir" eða eitthvað álíka.
[/quote:37zp71hk]
Innanfélagsmál eru lokaður flokkur.Það væri gaman að vita hversu margir utanfélagsmenn eru raunverulega að skrifa á spjallið og einnig væri fínt að fá það á hreint hvort skrifaðgang á auglýsingar verði líka lokað, en ég býst frekar við því að svo sé þar sem auglýsingar eru líka á spjalliborði síðunnar.
Eini kosturinn við svona lokun á skrifaðgangi sem ég sé er að það gætu minnkað líkurnar á að það væri verið að selja stolna hluti hérna inni á síðunni.
18.01.2010 at 23:59 #677700Þessi vefsíða var klárlega ástæðan fyrir því að ég gekk í klúbbinn á sínum tíma, þegar ég bjó erlendis þá skoðaðið ég mikið síðuna og myndirnar, hélt manni á lífi þarna í Bretaveldi Er ekki alveg að átta mig á þessari lokun satt að segja.
Líka fínt rennsli auglýsinga hérna í gegn, hef sjálfur selt og keypt hitt og þetta með góður árangri síðasta árið. Spjallið hefur verið líflegra en þetta hefst vonandi með meiri snjó …..
kv/AB
13.01.2010 at 01:05 #674602[quote="stebbi":1ly7u0ps][quote="zenworks":1ly7u0ps]Hvað varðar MC Pajero þekki ég ekki nægilega þessa bíla en vinur minn á einn slíkan árg. 99 eða 00 og hef ég ferðast nokkuð með honum.
Er þessi árgerð ekki með loft-púðunum sem voru alltaf eitthvað að gefa sig ???[/quote:1ly7u0ps]Nei Pajero hefur aldrei komið með loftpúðafjöðrun, þeir eru bara svona góðir. Svo eru Pajero og Trooper eigendur greinilega svona geðgóðar og umburðalyndar skepnum að það þarf ekkert að rífast um hlutina.[/quote:1ly7u0ps]
2.8 lítra Pajero kom með dempurum sem voru stillanlegir innan úr bíl, hægt var að stilla stífleika þeirra og er þetta svona hleðslujöfnun. Þessir demparar endast nú ekki að eilífu frekar en aðrir demparar og það er dýrt að skipta þeim út. Sjálfsagt er hægt að setja bara venjulega í í staðinn.Ég er nú þeim kostum gæddur að hafa átt bæði 2.8 lítra Pajero (33", sjsk) og Trooper 2000 módel (38", beinskiptan).
Mér fannst Pajero fínn ferðabíll, gott að sitja í honum og góð fjöðrun en fannst hann heldur latur, var ekkert sérstaklega hrifinn af sjálfskiptingunni. Millikassinn er þrælsniðugur. Fáir gallar í þessum bíl en hef ekki keyrt svona bíl í alvöru snjó á alvöru dekkjum.
Trooperinn var flottur all around ferðabíll, það fylgdi með honum sægur af nótum vegna viðgerða, túrbína, spíssar, drif og ég veit ekki hvað og hvað. Hann var læstur að aftan með Algrips vacum læsingu og var á lægri hlutföllum. Eyddi ekki neinu í snattinu, var með leðurinnréttingu og allt voða smekklegt. Svo fór ég á fjöll á honum og eftir tvær vetrarferðir þá seldi ég hann í hvelli, hann var nú eiginlega ekki betri en það….. en fínn var hann í snattinu og í langferðalög. Þeir eru með veik framdrif og svo er ekki lengur hægt að fá lægri hlutföll í þá sem eru vond tíðindi fyrir þá sem brjóta framdrif með lægra hlutfalli.
kv/AB
Smá viðbót … svo ég svari nú spurningunni þá get ég alveg mælt með Trooper en það er ýmislegt sem þú þarft að tryggja að sé búið að laga/yfirfara í þeim. Hann ætti að vera talsvert ódýrari en Pajeroinn. Ef þetta eru jafndýrir bílar þá myndi ég taka Pajero, ekki spurning, það eru einfaldlega færri óvissuþættir með svoleiðis bíl. En þetta fer auðvitað allt eftir eintakinu sem verið er að skoða.
12.01.2010 at 17:22 #676324[quote="stebbihö":yfu4qp9q]Getur einhver frætt mig á hvernig skal finna ákveðna notendur?
Kv.
Stefán[/quote:yfu4qp9q]
sælir
Til að finna notendur smellir þú á ´Spjallið´ og þar ofarlega til hægri á síðunni, fyrir ofan spjallflokkana er hægt að smella á ´Notendur´. Þá birtist listi og hægt er að leita eða smella á upphafsstafi osfrv.Þessi leit að notendum flokkast undir einn af jákvæðu punktunum við þessa síðu og var tam ekki hægt á gömlu síðunni.
kv/AB
12.01.2010 at 17:11 #636634ég er með tveggja geisla IPF drefiljós (riflað gult gler) og er hæstánægður með þetta. Búinn að keyra með þetta framan á bílnum hjá mér í líklega 5 ár og þetta svínvirkar.
kv/AB
11.01.2010 at 23:56 #675896[quote="dagaffi":16zb9ing]Bætti við í valmynd efst á síðu undir Spjallið:
– Fletta spjalli
– Fletta smáauglýsingum-haffi[/quote:16zb9ing]
Þetta er flott breyting Haffi, fínt að geta aðskilið þetta með einu músarklikki.
kv/ABps. Ágúst, ég vildi að ég gæti hjálpað þér með myndalbúmið en ég er ekki í vefnefnd og hef aldrei verið
11.01.2010 at 23:41 #675856Fyrir mér var það must að fá ástralíuhlutföllin í gírinn, 1:3.74 svo ég væri ekki með sömu hlutföll í millikassa og milligír. Ef þetta er hægt á einhvern annan hátt en með Ljónsstaðagírnum þá er það vel þess virði að prófa svo lengi sem þetta er sæmilega bilanafrítt.
Stærsti kosturinn við þennan gír frá Ljónunum er að hann bara svínvirkar, ekkert vesen og bilerí, bara bullandi hamingja.
kv/AB
-
AuthorReplies