Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.03.2010 at 10:51 #688008
Skv fréttum þá er búið að opna inn í Þórsmörk, þe afnema lokun vegna eldgossins. Það fylgir reyndar sögunni að það sé aðeins fært fyrir breytta jeppa.
24.03.2010 at 22:54 #687312nei nei, enginn misskilningur Benni….
Ef við erum settir í akstursbelti þá forðast göngumenn þessi svæði væntanlega sem fangar þá sjálfkrafa í þeirra eigin beltum – nema náttúrulega þá göngumenn sem er slétt sama um aðra vélræna umferð og finnst bara fínt að hitta nokkra jeppakalla einu sinni í ferðinni til tilbreytingar (grunar að þetta eigi við um fleiri göngumenn en ykkur grunar) – sem aftur gerir akstursbannið algjörlega óþarft fyrir þann hóp göngumanna !
Ég hreinlega velti því fyrir mér hvort þessum göngumönnum sem eru í raun að ferðast um hálendið að vetri til sé ekki bara slétt sama um aðra umferð. Þeir hitta hvort eð er varla nokkurn mann nema þá kannski um helgar við skálana ! Eru þetta ekki bara einhverjir sófagöngupésar sem eru að semja þessar reglur með einhverjar ímyndaðar væntingar göngumanna í huga. Maður bara spyr sig …..
24.03.2010 at 12:43 #687308Eru til einhverjar tölur yfir fjölda gönguskíðafólks sem fer upp á hálendið á vetri hverjum ? Ég veit um tvo þjóðverja sem koma hingað árlega til að ganga yfir hálendið og þekki annan sem var að krossa hálendið hér um daginn þannig að líklega eru þetta einhverjir tugir sem ferðast á þennan máta, kannski 100-200 !
Maður veltir því nú líka fyrir sér, eru göngumenn sáttir við að vera settir í einhver belti í sinni ferðamennsku, vilja þeir ekki hafa sama frjálsræði og aðrir ferðamenn á jeppum og sleðum. Er einhver búinn að spyrja þá áltis á þessari vitleysu !
06.03.2010 at 20:25 #686134Kvöldið,
Ég hefði áhuga á því að fá að sjá einhverjar alvöru staðreyndir á meintum auknum skemmdum vegna utanvegaaksturs á HÁLENDINU, alla vega þá hef ég ekkert sérstaklega orðið var mikla aukningu. Ég hef sagt það áður hér á vefnum að það er verið að heimfæra vandamál láglendisins (sem ég tel klárlega vera til staðar í mörgum tilvikum) yfir á hálendið án nokkurra athugasemda hjá almenningi og/eða hinu opinvera enda hann í mörgum tilvikum óupplýstur um þessi málefni.
Getur td Andrés Arnalds bent á fleiri en 10 dæmi á hálendinu þar sem á undanförnum, segjum 5 árum, ný för þar sem ekki hefur verið ekið áður hafi leitt til áframhaldandi aksturs um þá leið og myndað þannig nýjan slóða ? Ef hann getur það ekki þá telst nýslóðun varla vera vandamál á hálendinu, amk ekki óviðráðanlegt. Mig grunar að hann hafi einungis á reiðum höndum dæmi af láglendinu og reyndar finnst mér málflutningur hans ágætur þegar verið er að skoða vandamál láglendisins.
Annars er ég sammála Snorra Ingimars þegar hann segir annars staðar hér á vefnum að við þurfum að hugsa þetta vandamál í miklu víðara samhengi og hætta að nota utanvegaakstur sem blótsyrði yfir eitthvað sem er slæmt, það stunda þúsundir Íslendinga utanvegaakstur árlega og það fullkomlega löglega. Flestir gera þetta af ábyrgð og útópían er auðvitað sú að þetta verði bara áfram frjálst eins og í "gamla daga" en það bendir allt til þess að svo verði ekki nema við verjumst með kjafti og klóm. Það þarf að fara að upplýsa almenning um hvernig hlutirnir raunverulega eru en það er braut sem þarf að feta varlega og af yfirvegun.
05.03.2010 at 11:51 #681702Þrír skjálftar í morgun í kringum 3 en eitthvað finnst manni að stærð skjálftana sé samt að minnka almennt. Það er þó enn talsverð spenna í þessu.
Það er athyglisvert að spá aðeins í hvað getur gerst við gos undir Eyjafjallajökli. Litlar heimildir eru til um gosið 1612 en árið 1821 þá var gosið frekar lítið en stóð lengi yfir. Staðsetning gosins var í öskju fjallsins, nánari tiltekið í tindum þess en hlaupið leitaði niður Gígjökul og þaðan út í Markarfljót með tilheyrandi jakaflóði. Eitthvað var líka um öskufall.
Á síðustu árum hefur tvisvar orðið vart við kvikuinnskot undir Eyjafjallajökli, nánar tiltekið árin 1994 og 1999. Miðja þenslunar 1999 var í suðurhlíðum jökulsins en gos þar myndi ekki þýða hlaup í Gígjökli heldur asaflóði niður suðurhlíðar jökulsins, niður Eyjafjöllin í byggð. Ísþykktin er þó ekki mikil þarna, líklega aldrei meiri en 100 m, sem þýðir að hlaupið gæti aldrei orðið stórt að rúmmáli hraðinn yrði aftur á móti talsvert mikill þar sem talsverður halli er í suðurhíðum jökulsins.
Gos í Eyjafjallajökli mun því líklega ekki setja Þórsmörk í hættu en gæti ollið talsverðu raski í byggð sunnanmegin við jökulinn og hugsanlega í kringum Markarfljótsaura, við Stóru Mörk, Fljótshlíð og neðan Stóra Dímons ef hlaup í Markarfljóti verður stórt.
04.03.2010 at 21:08 #681700sælir
Loksins eitthvað "spennandi" að gerast í eldgosamálum. Eldgos í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli eru meira taugastrekkjandi en mörg önnur gos eins og td Heklu vegna nálægðar við byggð og þau áhrif sem gos í jöklinum geta haft. Þótt áhrif goss í Eyjafjallajökli með td hlaupi í Markarfljóti gætu haft víðtæk áhrif neðan Stóra Dímons og rofið flóðgarða að þá teljast þau nú frekar lítil sögulega séð. Það sem er kannski meira spennandi við gos í Eyjafjallajökli er hvaða áhrif það gæti haft á Kötlu. Það er jú þekkt að í þau fáu skipti sem gosið hefur í Eyjafjallajökli að þá hefur Katla líka gosið. Þetta gerðist árin 920, 1612 og Katla gaus líka tveimur árum eftir eftir síðasta gos í Eyjafjallajökli lauk árið 1823.Kannski er þetta bara upphitun fyrir Kötlugos en eins og allir vita þá er hún löngu kominn fram yfir eindaga !
kv/AB
24.02.2010 at 12:35 #684742Ég kýs að kalla þetta að virkja landið, bara fyrir ferðamenn en ekki fallvötn ….
23.02.2010 at 22:35 #684738[i:ldm07n97]"Ef ákveðið verður að heimila akstur vélknúinna ökutækja eftir slóðum á Tungnaáröræfum eða að haustlagi um Vonarskarð milli Gjóstuklifs og Svarthöfða þarf að gera viðeigandi ráðstafanir (sbr. samantekt starfshóps um Vonarskarð og nágrenni)."[/i:ldm07n97]
Þá höfum við það á prenti að það verður líklega ekki hægt að aka Bárðargötu og hluta af Vonarskarði að sumri til.
Þetta þjóðgarðshugtak er alltaf að fara meira og meira í taugarnar á mér. Ég hélt alltaf að markmiðið með þjóðgörðum væri að koma í veg fyrir landspjöll og vernda landið okkar. Ónei, í staðinn er bara að koma meira og meira í ljós að aðalmarkmiðið er að auka ferðamannstraum með öllum tiltækum ráðum. Til að ná því markmiði þarf að eyða sandi af peningum í landvarðamiðstöðvar, vegagerð, merkja gönguleiðir og afmarka ferðaleiðir. Nú af því að fjölgunin á eftir að verða svo mikil þá komast þjóðgarðspostularnir að þeirri niðurstöðu að það sé nauðsynlegt að takmarka umferð um svæðið, afmarka þurfi gönguleiðir og hefta ónauðsynlegt ágengi á viðkvæmt svæði þjóðgarðsins !!! Svo geri ég fastlega ráð fyrir að vandinn sem þessir menn muni búa sér til leiði til enn meiri takmarkana, ferðamenn á illa búnum bílum hætti sér á slóðir sem þeir eiga líklega ekki að vera á og því þurfi nú að takmarka umferð enn meira. Og í öllu þessu batteríi tapa venjulegir Íslendingar frjálsu og óheftu aðgengi að sínu eigin landi sem hingað til hefur verið sjálfbært einungis út af því að aðgengið er erfitt. Þvílíkt rugl !
Þjóðgarðar eru sniðugir fyrir land sem eru nú þegar undir miklu álagi. Lakasvæðið er dæmi um svoleiðis svæði en Jökulheimar, Bárðagata og Vonarskarð verja sig alveg sjálf 😉
kv/AB
18.02.2010 at 14:29 #683076Viðtal við Andrés í Speglinum
[url:10ctj335]http://dagskra.ruv.is/ras2/4482298/2010/02/16/1/[/url:10ctj335]
Verð að segja að þetta er bara ágætis viðtal þó að tónninn í stjórnanda Spegilsins sé nú alltaf frekar neikvæður. Andrés hljómar ekki svo slæmur í þessu viðtali, vandamálin sem hann bendir á eru raunveruleg á láglendinu en eins og svo oft áður þá eru menn að bendla það vandamál við hálendið en það er mín skoðun að þessi stórkostlegu vandamál varðandi myndun nýrra slóða og utanvegaaksturs á HÁLENDINU séu stórlega ýkt. Þessu þarf að halda til haga.
17.02.2010 at 11:13 #683034Beinsk bíllinn fer ekki nema í ca 60 km/klst í lága á 44" (5.42 hlutföllum) sem er doldið pirrandi og hann er ókeyrandi í háa drifinu í snjó í færri pundum en 5. En lága drifið er alveg nógu lágt finnst mér. Ég skal síðan játa það að hafa lítið keyrt sjsk bíla á fjöllum ….
15.02.2010 at 13:28 #683022ha ha góður …. líklega er ég bara svona þver og þrjóskur
15.02.2010 at 10:36 #683018Strákar mínir, auðvitað virkar beinsk Patrol á fjöllum, hvaða vitleysa er þetta. Það heldur enginn viti borinn maður því fram að Patrol torki vel, allir sem hafa keyrt svoleiðis bíla beinsk vita að annað hvort lullar maður í lágum gír (ef maður er á réttum hlutföllum) eða heldur vélinni á góðum snúning. Sjsk er þó örugglega betri í brekkum, það segir sig sjálft. Kannski er ég bara þver og þrjóskur andskoti en mér finnst ég bara þurfa að ráða sjálfur yfir gírunum til að geta botnað drusluna frekar en að vera með einhverja sjsk sem vill ekki skipta sér niður þegar ÉG vill að hún skipti sér niður 😉
13.02.2010 at 16:49 #682998það er kannski einn punktur sem gleymist í þessum sjsk.lofsöng en það virðist sem sjsk 44" 3.0 Patrol mokeyði skv öllum "jeppasérfræðingunum" hérna á vefnum. Minn beinsk eyðir nú bara voðalega temmilega, svona svipað á malbiki og sjsk 38" LC90 sem ég átti einu sinni sem eru tölur sem eru í engu samræmi við það sem maður heyrir út í bæ
13.02.2010 at 12:24 #682984jæja, þá eru allir Toyotu kallarnir búnir að fá útrás fyrir minnimáttarkenndina og því hægt að fara að ræða málin …. 😉
Ég tók beinskiptan út af því að mér fannst hann miklu sprækari að keyra, sjsk í Patrol er hundleiðinleg fannst mér, skipti sér illa niður og gerði bílinn bara enn máttlausari en hann er fyrir. Það þarf að vera hægt að snúa þessum Patrol vélum almennilega til að þær virki eitthvað og mér fannst þessi sjsk bara ekki nógu skemmtileg fyrir svoleiðis notkun.
Ég myndi líklega láta undan og fá mér sjsk ef ég fengi mér jeppa einhvern tíman með mjög öflugri vél …. jafnvel þó mér finnist eitthvað rangt við það að vera með sjsk í alvöru jeppa !
kv
AB
09.02.2010 at 16:04 #682344sjá þessa umræðu
[url:25w2w4hs]http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=8&t=12109&p=96800&hilit=4×4+r%C3%A1sir+vhf#p96800[/url:25w2w4hs]Leyfi mér að pósta inn hluta úr innleggi frá Snorra Ingimarssyni sem segir allt sem segja þarf.
———————————–
Rásanúmer (minnisnúmer) sem hefð er fyrir að F4x4 félagar noti eru eftirfarandi:42 FÍ endurvarp (er eign Ferðafélags Íslands en F4x4 má nota)
44 4×4 endurvarp (eign F4x4)
45 Almenn rás (er ekki eign F4x4 en allir mega nota þessa rás)
46 4×4 endurvarp (eign F4x4)
47 4×4 beint almenn (eign F4x4)
48 4×4 beint almenn (eign F4x4)
49 4×4 beint almenn (eign F4x4)
50 4×4 beint almenn (eign F4x4)
51 4×4 beint Vesturland (eign F4x4)
52 4×4 beint Norðurland (eign F4x4)
53 4×4 beint Austurland (eign F4x4)
54 4×4 beint Suðurland (eign F4x4)
58 4×4 endurvarp Hlöðufelli (eign F4x4)Athugið að þó að rásir 51 – 54 séu kallaðar eftir landshlutum þá veitir það viðkomandi landshluta í sjálfu sér landshluta engan rétt á þeim umfram aðra F4x4 félaga. F4x4 greiðir af öllum þessum tíðnum (rásum) og hefur ráðstöfunarrétt fyrir þeim. Við höfum alveg í hendi okkar að skipuleggja í sameiningu með landsbyggðadeildum hvaða rás verður "heimarás" á hverju svæði en allir félagar í F4x4 hafa rétt á að nota allar þessar rásir og ég er sammála því að skiptingin Vesturland-Norðurland-Austurland-Suðurland er ekkert sú heppilegasta.
Höfum í huga að við erum með 8 beinar rásir til að velja um og ég held að það þurfi smá þvergirðingshátt til að lenda í árekstrum með að hafa ekki lausa rás til að tala á.
Eftirfarandi rásanúmer (minnishólf) eru notuð fyrir öfugar endurvarparásir (einfaldlega búið að víxla sendi og móttökutíðni)
82 FÍ öfugt endurvarp fyrir 42
86 4×4 öfugt endurvarp fyrir 46
88 4×4 öfugt endurvarp fyrir 44Í beinu framhaldi af þessu er spurning hvort við veljum ekki 85 sem öfuga endurvarparás fyrir rás 58.
Reynar hafa öfugu endurvarparásirnar litla þýðingu og þær eru lítið notaðar, þær nýtast helst til að tékka á því hvort aðrar stöðvar eru rétt forritaðar.
Nokkrar landsbyggðadeidlir eru með eigin tíðnir, greiða af þeim sjálfar, og þær hafa sjálfar fulla lögsögu yfir þeim. Hefð er fyrir að setja þessar tíðnir í eftirfarandi minnishólf (rásir):
55 4×4 beint Borgarfjörður eystri & Hérað
56 4×4 beint Vesturlandsdeild (Akranesi)
57 4×4 beint SuðurnesFyrir hönd fjarskiptanefndar
Snorri
———————————————–
06.02.2010 at 10:19 #680122Ég hef ekki nokkra trú á því að nokkur í UST hafi lesið þessa auglýsingu eða þræði í kringum ferðina, til þess eru of margar staðreyndarvillur í upprunalega bréfinu frá þeim.
Í bréfinu segir reyndar skýrum stöfum að þeim hafi borist [u:2p0p14p3]ábending[/u:2p0p14p3] um ferð klúbbsins (lesist, einhver hefur kvartað til þeirra) og kannski byggist þessi ætlaða ferðaáætlun þorrablótsfara í ár á því að í þorrablótsferðinni í fyrra var farið inn í Nautöldu í bað, ekki satt ?
Getur verið að einhver sérfræðingurinn hafi í kjölfar hjólfaraumræðunar í Þjórsárveri á síðasta ári fundist sig knúinn til að ´vernda´ friðlandið fyrir frekari skemmdum og sent inn nafnlausa ábendingu til UST um þorrablótsferðina með tilvísun í ferðaáætlunina frá í fyrra ?
Gaman af þessum samsæriskenningum ………
kv/AB
05.02.2010 at 10:02 #680114Daginn,
Er UST að segja að þessi auglýsing sem var birt 1985 sé rétthærri en Náttúruverndarlög, þe að akstur innan friðlandsins sé aðeins heimil vélsleðum og snjóbílum en ekki bílum þegar jörð er frosið osfrv osfrv ?Það væri gott að fá þetta á hreint.
kv/AB
03.02.2010 at 10:22 #680610Sammála Jónsa Snæ, þetta er nú engin keppni, aðal atriðið að sem flestir séu bara virkir í umræðunum, hvar sem menn gera það. Að fara í einhvern eltingaleik við einhverja kalla með talstöðvar út í bæ út af einhverjum rásum væri fáránlegt fyrir samtök eins og F4x4.
Miklu frekar að hysja upp um sig brækurnar og bæta PR-ið og laða fleiri að klúbbnum. Menn verða svo bara að eiga það við sjálfan sig hvort þeir viljið styðja klúbbinn og það sem hann stendur fyrir.
02.02.2010 at 23:52 #680604[quote="vp36":ajs110fb]Hvernig er það er ekki eitt fjélagsgjald og ótakmarkaður fjöldi vhf stöfða ég á 100 stöfðar sem allir eru með sem ekki borga félagsgjöld Hvað með ferðaþjónustu jeppana allir með F4x4 rásir er eitthvað hlutafélag að borga félagsgjöld gaman væri að sjá það á pappír[/quote:ajs110fb]
Til ársins 2007 sá P&F um innheimtu gjalda vegna notkunar félagsmanna á F4x4 rásunum pr notanda. Þetta hafði sögulegar ástæður (ríkisvaldið með puttana í öllu) en árið 2007 var ákveðið að "leiðrétta" þetta og var gjaldheimtunni einhliða velt yfir á F4x4 og þar með beint yfir á félagið F4x4 í stað notenda rásanna (sem á einhverjum tímapunkti höfðu greitt í F4x4). Gjaldið var byggt á lista P&F yfir fjölda notenda rásanna árið á undan og síðan var gefinn "afsláttur" af leyfisgjaldinu pr notanda. Þannig var fundin út ein stór tala sem væntanlega er sú sama enn þann dag í dag nema að til hafi komið einhverjar lögbundnar hækkanir.
Gjaldið er því ekki byggt á fjölda notenda í dag enda engin leið að halda utan um hverjir eru með rásirnar í sínum stöðvum í dag. Það er því málinu alveg óviðkomandi hversu margir eru með rásirnar, hvort þeir eru með margar stöðvar osfrv.
Eftir stendur að félagar í F4x4 bera uppi kostnaðinn af því að greiða fasta gjaldið til P&F og af rekstri og uppbyggingu kerfisins, kostnað sem ógreiðandi félagar sem nota kerfið taka ekki þátt í.
kveðja
Agnar
02.02.2010 at 00:13 #680844Tæplega 17 cm, minnir að einhver hafi sagt mér að það væri 16,9 cm.
kv/AB
-
AuthorReplies