Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
07.07.2011 at 10:37 #733033
Ég hef nú brummað þetta tvisvar, á 35" og 38" Patrol og það er vel hægt að komast þetta á 44" bíl ….. en það stendur þó tæpt fyrir ofan gilið Kjósamegin í skarðinu. Þetta er bráðskemmtilegur sunnudagsjeppatúr en er auðvitað doldið krefjandi fyrir ökumann. Hérna eru nokkrar myndir: [url:zx9ghyu6]http://public.fotki.com/Gullengi25/jeppaferdir/2003/svinaskard/[/url:zx9ghyu6]
Seinna skiptið sem ég fór var um haust, kominn klaki og hret og það ætla ég aldrei að endurtaka ….
Atli, láttu mig vita ef þú ætlar að reyna þetta á LongRunner, mig dauðlangar að koma og fylgjast með, það ætti að verða skrautlegt að sjá hann "liðast" þarna niður 😉
kv / Agnar
06.07.2011 at 12:46 #733199Hér er linkur á breytingarnar á mínum XJ frá því í vetur fyrir áhugamenn um XJ. Síðan þá er ég líka búinn að gera upp og setja undir tank úr öðrum XJ og láta skipta alveg um sílsana. [url:o3m8zfxo]http://public.fotki.com/Gullengi25/jepparnir/breytingar–cheroke/[/url:o3m8zfxo]
Þú vilt væntanlega hafa stuðarann svona –
[img:o3m8zfxo]http://images56.fotki.com/v124/photos/8/762268/9493439/IMG_20110421_151732-vi.jpg[/img:o3m8zfxo]kveðja
Agnar
20.06.2011 at 13:17 #732287Þetta er nákvæmlega eins hjá mér, skiptirinn er frekar stífur en kemst þó alveg í 2wd en bíllinn vill ekki úr 4wd FullTime/PartTime á malbiki. Á mölinni fer hann auðveldlega úr með því að aka nokkra metra og ég þarf yfirleitt ekki neinar hundakúnstir til að koma bílnum úr fjórdrifinu.
20.06.2011 at 00:12 #732281Getur of lítill vökvi á kassanum haft þessi áhrif ?
19.06.2011 at 22:57 #732273Er þá ekki spurning um að kíkja á fóðringarnar í armbúnaðinum á milli skiptirsins og kassans !
19.06.2011 at 22:27 #732269Ég er með ´95 XJ með sama kassa og átti við sama vandamál að stríða þegar hann var óbreyttur. Ég googlaði þetta einu sinni og fann út að þetta er nokkuð þekkt í Ameríkuhreppi, ein af orsökunum sem voru nefndar voru misslitin dekk sem átti svo sannarlega við í mínu tilfelli. Þetta var bara vandamál á malbiki hjá mér. Einnig eru einhverjar fóðringar á milli skiptirsins og kassans sem sem geta verið slitnar, hef ekki skoðað það ennþá hjá mér.
Ég hef eiginlega ekkert pælt í þessu eftir að ég breytti bílnum og setti stærri dekk undir þannig ég veit ekki hvort þau hafa breytt einhverju. Það væri forvitnilegt að heyra frá fleirum sem eru með svona bíla varðandi þetta.
29.05.2011 at 10:33 #731013Hérna sérðu fullt af myndum frá þessari leið.
[url:8e0hjrfj]http://jensen.blog.is/album/Gaesavatnaleid/[/url:8e0hjrfj]
27.05.2011 at 11:10 #730821Ef að ég væri að spá í þessu þá myndi ég bara fá mér ónýtt svona dekk og skera það í sundur og skoða þykktina á bananum. Það væri forvitnilegt að sjá hvernig dekkið er uppbyggt.
Ég hef amk heyrt um Mudder gang sem var skorinn "í döðlur", vel ofan í banann og virkaði víst vel í snjó. Hvort endingin hafi verið góð veit ég ekkert um !
kv / Agnar
16.05.2011 at 00:27 #730241[/quote]
Við keyrðum yfir mýrdalsjökul. Það er nægur snjór bæði á jöklinum og hálsinum.[/quote]
Ég var búinn að frétta af einhverri leiðindarsprungu þegar komið er niður af Mýrdalsjöklinum og niður á hálsinn, urðuð þið ekkert varir við neitt slíkt ?
kv / Agnar
03.05.2011 at 09:29 #729303Hrikalega flottur bíll, er ekki einhver sem er með almennilegar upplýsingar um græjuna, amk driflínu og vélbúnað ?
30.04.2011 at 20:46 #729391Kannski þessi ?
[url:3ae6bppm]http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=26&t=27025&p=156242&hilit=+gormar+grand#p156242[/url:3ae6bppm]
27.04.2011 at 23:53 #729085Spurning með nafið þegar þetta er komið í alvöru torfærur, Cheyenne er náttúrulega þungur vagn.
Loftpúðafjöðrunin hentar auðvitað best en ég myndi persónulega finna mér langar og góðar fjaðrir undir þetta, einfalt og svínvirkar, það veit ég fyrir víst. Önnur "smávandamál" þarf síðan bara að leysa eins og uppstig, fortjald og stuðningsfætur.
27.04.2011 at 18:56 #729077Heyrðu frændi, það eru ekki flexitorar í þessu er það, eru ekki einhverjar örstuttar fjaðrir undir þessu ?
Ég er með 9feta Fleetwood hýsi (reyndar talsvert léttara en Cheyenne, þurrvigt er undir 750kg) og það er á svona stuttum fjöðrum og mér finnst þær bara allt í lagi svona fyrir flesta malarvegi. Ég hækkaði þetta bara upp með því að setja hásinguna undir fjaðrirnar.
Ef menn ætla með þetta í mörkina, á mjög slæma malarvegi eða upp á hálendið þá er nú bara tvennt í stöðunni, fara flottu leiðina og smíða fancy pancy loftpúðafjöðrun með framstífum og þverstífu eða fá sér bara langar og mjúkar fjaðrir og smyrja þeim undir. Held að seinni kosturinn gefi alveg jafn góða fjöðrun en þá er auðvitað ekki hægt að lækka það niður þegar komið er á náttstað !
Svo er líka þriðji valkosturinn og það er að keyra hægt 😉
24.04.2011 at 13:34 #728715sælir
svo má bæta því við að það er hægt að fá þetta talsvert ódýrara en Summit er að bjóða upp á. Síðasta haust keypti ég 4.56 hlutfall í D30 High Pinion (Reverse) á 135 $ á ebay plús sendingarkostnaður innan USA (Motive).Notaði þennan hérna en mér sýnist hann reyndar ekki eiga reverse núna á þessu verði, bara standard
[url:2rnz18pg]http://cgi.ebay.com/ebaymotors/DANA-30-JEEP-CJ-FRONT-4-56-RING-AND-PINION-MOTIVE-GEAR-_W0QQcmdZViewItemQQhashZitem4cf5657d8dQQitemZ330534583693QQptZMotorsQ5fCarQ5fTruckQ5fPartsQ5fAccessories#ht_540wt_939[/url:2rnz18pg]Svo er hægt að fá USA standard gear á 124 $ (sendingarkostn. innifalinn) en ég er með 4.56 hlutfall frá þeim að aftan hjá mér í Ford 8.8. USA Standard Gear er greinilega ódýrara merki þarna úti en hvort þau eru eitthvað verri á eftir að koma í ljós.
[url:2rnz18pg]http://cgi.ebay.com/ebaymotors/DANA-30-WRANGLER-YJ-FRONT-REV-ROTATION-4-56-GEAR-SET-_W0QQcmdZViewItemQQhashZitem5adf6ae2ddQQitemZ390295380701QQptZMotorsQ5fCarQ5fTruckQ5fPartsQ5fAccessories[/url:2rnz18pg]
15.04.2011 at 21:40 #727513Ég verð að viðurkenna að mér finnst vissulega 9500 kall nokkuð mikið fyrir að taka undan, balance-era tvö dekk og setja undir aftur. Ég veit samt ekki hvort N1 eru eitthvað dýrar en hver annar. Ég var einmitt í N1 í dag að umfelga dekk og þeir voru talsvert ódýrari en Sólning.
Skrúfa 38" dekk undan bílnum, affelga og setja 39,5" Irok á felgurnar, líma, balance-era og setja aftur undir kostaði rúmar 14.150 kr. með F4x4 afslætti (16.080 kr án afsláttar). Sólning gaf mér upp rúmar 18 þús.kr fyrir sama pakka með F4x4 afslætti.
kv/AB
15.04.2011 at 14:36 #727507Það er nóg að hringja í þjónustuverið hjá þeim og biðja þá um að tengja F4x4 aðildina við kennitöluna þína, óþarfi að fá eitthvað viðskiptakort eða slíkt. Þegar þú síðan átt viðskipti við þá gefur þú einfaldlega upp kennitöluna.
29.03.2011 at 00:59 #725005Frábær dekk, keyrði á svona dekkjum í nokkur sumur undir Patrol 2001, mjög kringlótt og rásföst, voru microskorin. Eina vandamálið er að þau eru laus á felgu, þurfa bedlock, valsaðar felgur eða vel meðhöndluð felgusæti með góðum kanti ef það á að hleypa mikið úr þeim. Veit um marga sem eru að nota þetta að vetri til og virka þau sérstaklega vel undir þyngri bílum.
Spurning samt hvort súkkan nái belgja þau nógu mikið, þau eru nokkuð stíf þessi dekk en það hjálpar að skera doldið úr munstrinu. Kannski eru þau samt bara fín svona hálfslitin og orðin nógu mjúk.
Passaðu þig vel á því að skoða dekkin vel og hvort þau hafi nokkuð skemmst við það að snúast á felgu …
17.03.2011 at 16:12 #723792Það væri fróðlegt að fá comment á þetta, N1 selur 12V bensíndælur á 12.900 en þær dæla bara 132 l/klst …..
03.03.2011 at 10:56 #721600Það er stórkostlegur munur á því hvernig menn líta á þessi mál og út frá hvaða hagsmunum menn eru að tala hverju sinni. Til að mynda þá er títtnefndur stjórnarmaður í FÍ með mjög öfgakenndar skoðanir sem stjórnar af hans hagsmunum. Hann er ferðamaður og leiðsögumaður og stjórnarmaður í FÍ og þar liggja hans hagsmunir, bæði í hans áhugamáli og auðvitað fjárhagslegir hagsmunir. Vísa í þennan nokkurra ára gamlan fyrirlestur sem er mjög fróðlegur. [url:1ncngtwv]http://www.ferdamalastofa.is/upload/files/pall_asgeir.pdf[/url:1ncngtwv]
Hann nýtir auðvitað tækifærið til að hnýta í aðra ferðahópa enda þjónar það hans hagsmunum en sýnir einnig svart á hvítu hver hans markmið eru með Vatnajökulsþjóðgarði, þetta snýst ekkert um náttúruvernd heldur einungis um að ferðamannavæðingu svæðisins. Þetta fer auðvitað mjög vel saman við markmið FÍ (og Ríkisvaldsins en þeir vilja auknar tekjur af ferðamönnum) og það er því ekki erfitt að álykta að FÍ eru hoppandi glaðir með þessa þróun. Þarna stjórna peningalegir hagsmunir ferðinni, draumur um gönguparadís sem þeir geta selt inn á, Landmannalugar 2, þetta snýst alls ekki um náttúruvernd.
Mín sýn á þessi mál er að ég vil hafa óbreytt ástand, ég vil hafa þessi svæði óaðgengileg með það að markmiði að halda þeim ósnertum, ég vil ekki eyðileggja þessi svæði með stígum og böndum, að setja kamar í Snapadal er ekki náttúruvænt, ég vil hafa hálendið útaf fyrir mig, fyrir Íslendinga og aðra erlenda ferðamenn sem nenna að leggja eitthvað á sig, gangi eða akandi. Að sama skapi þarf að vinna áfram að því að koma í veg fyrir skemmdir, auka fræðslu en yfirvöld og önnur útivistarfélög gætu gert heilmikinn skurk í þessum málum ef þau vildu, mín vegna þá væri það frábær hugmynd að loka vegaspottanum inn í Snapadal.
Ég vil hafa hálendið spennandi, eins ósnert og hægt er og helst án ferðamanna eins bjánalega og það hljómar. Það er nú þegar búið að fórna mörgum stórkostlegum stöðum eins og Landmannalaugum og Lakagígum á altari Túristmans og þessir og margir aðrir staðir þurfa svo sannarlega á því að halda að verða Þjóðgarðsvæddir og verndaðir enda eru þeir yfirfullir af fólki.
Ég skil bara ekki þá nálgun að taka lítið snert svæði, gera það að þjóðgarði með það að markmiði að fylla það af ferðamönnum. Ég hélt að þetta ætti að vera öfugt !
kv / AB
21.02.2011 at 14:17 #720666[quote="sean":2hc24jqx]Það er bara málið að allt sem kemur að vefsíðunni hjá f4x4.is er rosalega þungt í vöfum, af hverju er ekki hægt að hafa spjallið einfalt og þægilegt einsog jeppaspjall.is.
f4x4.is er ágætis síða svosem enn spjallið er ekki alveg að gera sig[/quote:2hc24jqx]Hvað áttu við ?
Spjallið er sett upp á nákvæmlega sama hátt á báðum síðunum, meira segja í sama spjallkerfinu. Ég er notandi að á báðum síðunum og get ekki séð neinn meginmun á þessum tveimur spjallborðum.
-
AuthorReplies