Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.09.2004 at 18:04 #505312
Sælir
Af þessari umræðu má komast að þeirri niðurstöðu að undir bíla sem eru breyttir fyrir 38"+ ætti maður að nota há en belglítil dekk (það er þegar ekki er ekið í snjó) og má þar nefna dekk eins og Good Year 37"x12,5" og Dick Cepek 37"x13,5". Svo er hægt að eiga 38" fyrir vetrarakstur.
kv
Arnar
14.06.2004 at 10:32 #503794Sæll Aðalsteinn
Ekki vildi ég fara gönguleiðina á reiðhjóli. Það getur þó verið að gamall jeppaslóði liggji annars staðar en gönguleiðin og hægt sé að hjóla hann að hluta. Það er þó ljóst að alltaf þarf að bera/teyma hjólið hluta leiðarinnar.
Hef gruna um að hægt verða að bæta heitinu "gjarðabeglir" aftan við "Leggjarbrjótur" ef farið er þarna yfir á reiðhjóli.
Kv
Arnar
14.06.2004 at 10:06 #503846Sæll
Fjaðrabúðin Partur, Eldshöfða 10 selur loftpúða. Mæli með 1200 kg púðum. Þó ekki sé þörf á burðinum sem þeir hafa, þá verður fjöðrunin mýkri en með 800 kg púðunum.
Bendi á að athuga með loftpúða með innbyggðum samsláttarpúðum því þegar upp er staðið er líklega ódýrara að kaupa þá en kaupa samsláttarpúða + koma þeim fyrir undir bílnum. Auk þess mun "snyrtilegri" frágangur.
Sumir setja stjórnbúnað inn í bílinn til að stjórna lofti í púðum (rafstýrðir lokar). Er sjálfur með ventla aftan á bílnum, einföld og góð útfærsla. Þegar lagt er á stað í ferðalagið og búið að hlaða í bílinn, þá er bara að pumpa í púðana (tekur nokkrar sekúndur) á næstu bensínstöð eða með loftdælunni í bílnum.
Get einnig gefið upplýsingar um 4-link og efni í það ef óskað er.
Kv.
Arnar.
30.01.2004 at 18:22 #486110Sælir
Til gamans þá rakst ég á þessa síðu á netinu.
spiralmax.com
Virðist vera svipað og Hiclone
kv
Arnar
14.01.2004 at 12:42 #484248Ef það er 8" drif að framan í LC80 þá ætti samskonar læsing og er í Hi-lux með framhásingu að passa, bæði lofttlæsingar og No-spin.
Er ekki "original" rafmagnslæsing að aftan í LC80 árg 91?kv
AG
13.01.2004 at 18:21 #484094Sæll Ingólfur
Var að kaupa loka og spólu í Landvélum í síðustu viku. Kostaði tæpar 3000 krónur. Þeir geta líka leiðbeint þér jafnframt því að þeir eiga allar slöngur sem þig kann að vanta.
kv
AG
06.01.2004 at 17:34 #483464Er með loftpúða undir HiLux að aftan án þess að gera neinar sérstakar ráðstafanir til að hindra að það fjaðri of mikið í sundur. Ekki lent í vandræðum hingað til. Er búinn að kaupa KONI dempari (en á eftir að koma þeim undir) og var sagt að þeir þoli að vera notaðir sem "endastopp" enda taka þeir í löngu áður en loftpúðinn er kominn eins mikið sundur og hann er gefinn upp fyrir.
kv
Arnar
11.12.2003 at 20:59 #482520Sæll Theodor.
Sé litið á myndina sem sýnir loftpúðann undir bílnum getur varla talist undarlegt að virknin hafi ekki verið góð og að hásingin hafi snúið upp á sig. Þú hefðir getað gert þessa breytingu og haldið loftpúðunum og að sjálfsögðu fundið mikinn mun. Varðandi lekavandamál þá er ég með 4-link og loftpúða undir Hi-lux og get ekki talað um lekavandamál þó að ég notist við plastslöngur og hraðtengi fyrir þær frá ventlum að púðum. Þó ég sé ánægður með púðana þá mun ég setja gorma að frama ef/þegar flatjárnunum verður hent.
Hvaða KONI dempara ertu að nota að aftan? Virðast slaglangir á myndinni.Kv
Arnar
01.09.2003 at 16:57 #475978Sæll Agnar
Ég lét setja kæli í LC90 árg. 99 sem ég átti og var ég búinn að eiga hann í nokkra mánuði áður en þetta var gert.
Bíllinn var lítið breyttur eða með svokallaðri 16" / 33" breytingu. Kælirinn var settur í hjá AT og tala þeir um allt að 15% aflaukningu, en ég held að kælirinn fari ekki að virka fyrr bílinn er komin á dálitla ferð og því er aflaukning lítil sem engin á lítilli ferð.
Mér fannst enginn munur á upptaki upp í ca 60 km hraða, en togið jókst verulega á þegar keyrt var yfir 80 km/klst. Sjálfskiptur bíll "hangir" mun lengur í hæsta gír eftir að búið er að setja kæli í hann. T.d var ekkert mál að halda bílnum í hæsta gír upp Kambana (ef frá er talin neðsta beygjan) ef maður passaði sig að missa bílinn ekki niður fyrir 85-90 km hraða. Einnig var munur á upptaki við framúrakstur á 90 til 100 km hraða.Olíueyðsla líklega minni á langkeyrslu en meiri innanbæjar.
Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
kv
AGG
15.08.2003 at 16:36 #475566Sæl
Kannski er hægt að fá nýja kanta í hjá Samtak í Hafnarfirði.Skil vel að það sé skítt að þurfa að splæsa í nýja kanta + málningu bara af því að óprúttnir aumingjar geta ekki bara breytt sínum bílum með heiðarlegum hætti eins og við hin.
kv
AGG
15.08.2003 at 16:24 #475524Sælir
Fór þessa sömu leið í vikunni eftir verslunarmannhelgina, þ.e frá Sprengisandsleið að Laugafelli og áfram niður í Eyjafjörð. Víða eru komnir slóðar beggja vegna stikaða slóðans og virðist sem menn séu að reyna að forðast þvottabrettið í aðal slóðanum. Málið er bara það að eftir nokkurn tíma verða þessir slóðar líka þvottabretti og ætli það verði þá ekki bara til slóðar ennþá lengra út á söndum og melum. Víða á þessum slóðum eru sandar og melar ekki gróðurlausir með öllu og því er um varanlegar skemmdir að ræða og þó að um gróðurlausa sanda sé að ræða, þá missir landið sinn "sjarma" og þar með aðdráttarafl þegar komin eru hjóför út um allt.
Lét mig hafa það að hossast eftir þvottabrettinu næst stikunum, enda tel ég tilgang hálendisferða þann að njóta umhverfisins, en ekki að setja hraðamet milli áfangastaða.Hvað Enduru liðið varðar þá kannast ég við menn sem ferðast um hálendið á mótorhjólum og virða þær reglur sem settar eru. Er þetta ekki eins og með annað að svörtu sauðirnir (Kannski 10% af heildinni) eyðileggja fyrir hinum?
Kveðja
AGG
15.08.2003 at 15:58 #475560Sá einn HiLux 38" árg 93 til sölu á Bílasölu Íslands. Ekinn rúm 190 þús og ásett 1280 þús ef ég man rétt. Virtist nokkuð ryðlaus, en ennþá á flatjárnum bæði aftan og framan. Verð á diesel bílum með framhásingu (ekki klafabílum) virðist vera ótrúlega hátt, sérstaklega ef þeir eru eitthvað breyttir, enda ekki mikið af þessum bílum á sölum.
Ég keypti sjálfur svona bíl í lok síðasta árs og fór svo út í að færa aftur hásinguna um 13 cm, setja undir hann loftpúða o.fl. Næst á dagskrá er svo að henda flatjárnunum að framan. Eftir á að higgja hefði ég átt að kaupa óbreyttan bíl fyrir mun minni pening því ég verð bráðum búinn að ganga í gegnum allt breytingaferlið með tilheyrandi kostnaði.Gangi þér vel að finna rétta bílinn
AGG
20.06.2003 at 08:54 #474358Fyrirtæki sem heitir Heitklæðning sprautar á palla/skúffur.
Sími 892-5065kv
AGG
19.06.2003 at 16:17 #192662Er búinn að setja aukatank (fyrir diesel) undir bílinn en
ekki búinn að tengja ennþá. Ég hef heyrt að menn séu að setja rafstýrðan loka sem skiptir á milli tanka og sleppa því þá að vera með dælu til að dæla úr aukatanknum yfir í hinn. Það er viðnám fyrir olíumælinn í tanknum þannig maður getur séð hve mikið er í þeim tanki sem verið er að nota úr hverju sinni. Lokinn sem skiptir milli tanka þarf að vera þannig að hann skipti bæði á milli eldsneytis (Diesel) að vél og slefs til baka í tank.
Ég hef heyrt að menn hafi lent í vandræðum með loft með svona búnaði.
Vinsamlega látið vita ef þið hafið reynslu af þessu og þá hvar maður fær rétta lokann í þetta.kv
AGG
11.06.2003 at 12:39 #474140Er þá ekki bara að slípa fjaðrafestingarnar af grindinni og færa þær aftar. Líklega þarf að breyta fremri fetingunni því grindin "beygist" upp á við. Svo þarf að lengja drifskaftið, lengja handbremsubarkann, færa demparafestingar o.fl.
Ef þú notar kanta fyrir 13 cm færslu þá gætu dekkin orðið aftarlega í þeim ef þú færir meira. Ef þú færir kantana meira en 13 cm þá þarftu líklega að sjóða í skúffuna svo það gapi ekki með kantinum. Ég lét sjóða í götin á húsinu þar sem kantarnir (stubbarnir) höfðu verið skrúfaðir á það og svo var málað yfir.
Þegar farið er út í svona breytingu, þá er spurningin sú hvort ekki sé best að safna í sparibaukinn í einhvern tíma svo hægt sé að setja fjöðrun í staðinn fyrir flatjárnin þegar fjárráð leifa (og bíða með að gera nokkuð þangað til)?
kv, AGG
11.06.2003 at 12:07 #474158Munurinn á A2 og A4 er sá að A4 er sýruþolið (inniheldur Molybdenum Mo og er með hærra hlutfall af Nukkel Ni), styrkurinn er nokkurn veginn sá sami.
Það eru þrír styrktarflokkar fyrir ryðfrítt, 50, 70 og 80.
Algengt að boltar séu A2-70 og þá er styrkur þeirra 700 N7mm2 (tensile strength) en styrkur 8.8 bolta er 800 N/mm2.kv. AGG
11.06.2003 at 10:45 #474136Sæll
Færslukantarnir frá Samtak eru gerðir fyrir 13 cm færlsu. Það er algengast að menn séu að setja four-link að aftan þegar breytt er yfir í gorma/loftpúða fjöðrun.
Ég færði um 13 cm hjá mér og er rétt að klára þetta þessa dagana og ég á teikningar af stífum o.fl. Þér er velkomið að hafa samband í síma 660-2117, AGG
10.06.2003 at 12:59 #473942Settið hjá Héðni er fyrir Toyota og ég veit ekki hvort það passar undir Ford. Í því eru plötur sem sjóðast við grind og hásingu, bæði fyrir "four link" stífurnar og þverstífuna. Nýlega er búið að bæta við plötum undir gorma (loftpúða) og breyta settinu lítillega og hefur verðið hækkað eitthvað.
Settið miðar við notkun á hefðbundnum fóðringum sem koma í rör sem soðin eru á endann á stífunum. Ég hef aldrei heyrt að það "snúist" upp á stífurnar með þessum búnaði.kv
AGG
24.03.2003 at 10:22 #471302Sælir
Ég er bara búinn að setja loftpúða undir Double Cab-inn að aftan og finnst það ekki kjánalegt og líður engan veginn eins og asna. Það nefnilega þannig að afturfjaðrirnar eru gerðar fyrir miklu meiri þunga en maður er nokkurn tímann að setja á pallinn og þess vegna er bíllinn alltaf mun hastari að aftan en framan. Ef maður á DC og ætlar að byrja annað hvort að aftan eða framan, þá byrjar maður að aftan. Annað kann að gilda um bíla eins 4runner sem ekki eru byggðir sem "fiskflutningabílar" eða "landbúnaðartæki", enda hafa þeir líklega komið á mun mjúkari fjöðrum.
21.03.2003 at 13:40 #471286Þetta hafa margir gert að aftan en færri að framan.
Er sjálfur að setja loftpúða að aftan og nota 4-link.
Veit að gormar undan LC-80 eru vinsælir.
Þegar sett er gormafjöðrun að framan, þá held ég að megi fullyrða að það þarf að skipta um stýrismaskínu og er oft sett stýrismaskína úr Hi-lux klafabíl.
Það eru til teikningar af 4-link aftan og upplýsingar um það sem til þarf, bæði plötuefni, fóðringar o.fl. frá Toyota. Láttu vita hvernig hægt er að hafa samband við þig og ég hef samband.
AGG
-
AuthorReplies