Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.02.2007 at 23:09 #580180
Sæll
Lét setja kæli í LC90 árgerð 98 hjá Toyota fyrir allnokkrum árum (líklega 2001). Það var settur nýr tölvukubbur sem bætir við olímagn í samræmi við aukið loftmagn. Hann kostaði á þeim tíma um 40.000 hjá Toyota ef ég man rétt.Kv
Arnar
07.02.2007 at 21:07 #579468Ég hef velt fyrir mér að skoða nýja Izusuinn nánar og þá sérstaklega þar sem hann kostar um 600 þús minna en Hilux. Mér finnst samt rétt að IH setji samanborðinn rétt fram því samkvæmt minni vitneskju er Hiluxinn með bæði Cruise control og handvirkri loftkælingu. Hiluxinn sem ég prófaði í dag var í það minnsta með Cruise control. Ég skoðaði miðstöðina ekki sérstaklega. Áhugavert það sem fram kemur í samanburðinum að Navaran sé ekki með mismunadrif. Hvað þá?
Kv
AG
07.01.2007 at 00:49 #573830Ég kom inn á breytingaverkstæði Toyota fyrir rúmum mánuði. Þá var rauður bíllinn á 38" dekkjum þar inni og á honum frumgerð af köntum (eða mótum fyrir kanta). Búið að færa fjöðrun að framan niður (um 50 mm að ég held) og setja nýjar fjaðrafestingar að aftan. Flott vinna á þessu og ég hefði varla séð að þessu hefði verið breytt nema með samanburði við aðra minna breytta bíla inni á verkstæðinu. Geri ráð fyrir að þetta hafi verið bíll með 2,5 lítra vél.
Samkv. verðskrá Toyota þá kostar 38" breytingin 1.780 þús ef hann er á fjöðrunum að aftan en 1.990 þús. með gormafjöðrun. Framjöðrun er færð niður um 50mm (klafasíkkun) og hækkun á undirvagni er 40 mm. Afturhásing færð aftur um 60mm.
Það var búið að setja rafmagnslæsingu í afturdrifið á bílnum sem ég sá. Mér var sagt af starfsmanni að þá þegar væri einn svona 38" bíll á götunni (með 2,5 lítra vél). Veit einhver um það?
Kv
Arnar
07.12.2006 at 23:05 #570602Nýji Hilúxinn verður 171 hö en ekki 160.
126 kw x 1,36kw/hö = 171,36 höSjá: http://www.toyota-europe.com/cars/new_c … lspecs.asp.
Einnig eru komnar upplýsingar á þýsku Toyota síðunni: http://carconfig.toyota.de/carconfig/qu … ?configid={938DEF1C-D263-4E84-9DBC-73BDD246DBA9}&shortname=Hilux&ModelName=Hilux%20Double%20Cab%203.0%20D-4D%204×4%20Automatik%20Executive
Togið er 343Nm @ 1400 – 3400 rpm og er heldur minna en uppgefið snúninsvægi í 2,5 lítra Navara. Navara er uppgefin 403 Nm við 2000 rpm en ekki veit ég hvernig togkúrfan lítur út.
Einn galli við Hiluxinn er að hann kemur með tregðulæsingu í afturdrifi en ekki 100% læsingunni sem áður var staðalbúnaður.
Kv
Arnar
07.11.2006 at 14:42 #566832Sæll Hjalti.
Gaman ef þú gætir deilt með okkur útkomunni á prófuninni á 36" dekkjunum. Er eitthvað pláss fyrir þessi dekk? Líklega lítið mál að aftan en það lítur út fyrir að plássið sé mjög lítið að framan. Gaman ef þú gætir tekið mynd og settt hér inn.
Með kveðju
Arnar
25.01.2006 at 23:30 #540338Sælir
Sá svona ljós auglýst einhversstaðar fyrir stuttu. "Kit" sem samanstendur af perum, spennubreyti, köplum og e.t.v. fleiru kostaði tugi þúsanda eða um 60.000,- ef ég man rétt.
kv
Arnar
09.01.2006 at 22:26 #538416Þá er búið að eyðileggja þennan þráð sem í byrjun hafði ekkert með meting um bíltegundir að gera…
Svo er líka "brutal" að henda bara út því sem maður hefur áður skrifað.
Kveðja
AGG
09.01.2006 at 20:59 #197016Sko.. ef menn eru ný búnir að kaupa Toyota umboðið og aka svo um á 4 tonna amerískum pall-dreka þá grípur Toyota-guðinn inn í og…. Jú allir sem lesa blöðin þekkja afleiðingarnar.
Að öllu gríni slepptu þá er gott að engin slys urðu á fólki.
AGG
05.01.2006 at 12:15 #537878Sælir
Toyota Hilux/Vigo með 2,5 vél + intercooler sem seldur er í Asíu er 88kW/120hö (tog 320Nm) en sögusagnir herma að Evrópubíllinn verði aðeins 109hö þegar hann kemur með intercooler (er 102hö núna).
Asíu og Ástralíubílarnir með 3,0 vélinni eru 120kW / 163hö.
Þessir bílar eru fluttir inn til Englands af öðrum en Toyota og heita þá Vigo (en auðvitað með stýrið á kolröngum stað) og kosta um GBP 20.000 án söluskatts (ÍSK 2.2 millur).Eitthvað hef ég heyrt að norska eða sænska "FÍB" hafi verið að finna að uppgefinni hestaflatölu í Navara og Pathfinder. Mældu hann og fengu víst eitthvað í kringum 130hö. Veit ekki hvort satt er.
kv
Arnar
18.10.2005 at 10:24 #529524Svo er það smári í Skerpu. Hann breikkar, mjókkar, færir miðjur, skiptir um miðjur, smíðar nýjar miðjur og fl. og fl. Svo er hann í góðu samstarfi við Magnús felgubreikkara með það sem hann ekki gerir sjálfur.
Síminn er 565-2638kv
Arnar
05.10.2005 at 11:27 #528616Sælir
Ef það er rétt sem hér hefur komið fram að maður þurfi að kaupa TRD pakkan til að fá raflásinn að aftan, þá er best að taka hann með (og þá hef ég bullað hér á þræðinum í gær). Sá líka einhversstaðar að með TRD pakkanum fylgi olíukælir á skiptinguna.
Varðandi 15" felgur, þá er það mál væntanlega leyst á sama hátt og með 120 bílinn. Er ekki verið að setja bremsudælur úr LC-100, renna af diskum færa dælur innar og etv. fleira? Smári í Skerpu veit örugglega eitthvað um málið.
Nú er hægt að fá ýmsar dekkjastærðir fyrir stærri felgur (16-17"). Er það ókostir ef t.d. 38 eða 40 tommu dekk eru á stærri felgum þegar ekið er í snjó? "Leggjast" þau ekki ein vel út?
kv
Arnar
04.10.2005 at 18:10 #528600Sæll Bjarki.
Ég myndi líka tala við Halldór hjá KT-verslun. Ég sendi á hann fyrirspurn fyrir nokkru varðandi verð og hann sagði verðið vera undir 3,1 millur fyrir 2005 módel af lengri gerðinni, sjálfskiptum. Ath, það eru tvær palllengdir, 1520 og 1820 mm (5 og 6 feta) og mér skilst að Canada bílarnir með styttri pallinum séu einungis beinskiptir.
Þessir bílar eru líka boðnir með TRD pakka og innifalið í honum er helling af dóti sem ég held að maður hendi ef breyta á fyrir 35-40 tommu.
Halldór hjá KT sagði kanta fyrir 38" breytingu væntanlega.
Skoðaðu líka http://www.toyota.ca og http://www.toyota.comGangi þér vel og gaman væri að vita hverju þú kemst þegar þú ferð að skoða málið.
kv
Arnar
22.09.2005 at 18:29 #527342Sælir
Smá leiðrétting varðandi Nissan Navara. Þar sem engar upplýsingar er að finna á http://www.ih.is þá fór ég í gær inn á http://www.nissan.no og þar stendur að bíllinn sé á gormum aftan og framan og með diskabremsur að aftan. Þetta er bara helber þvæla því undir bílnum að aftan eru gömlu "góðu" blaðfjaðrirnar og skálabremsur. Eitt sem mér finnst vera til leiðinda á nýja Navara er að brettaútvíkkanir (brettakantar) eru ekki úr plasti eins og á eldri Nissan Double cab, heldur er kanturinn úr stáli, þ.e.a.s. hluti af frambrettum og skúffu. Kanturinn (útvíkkunin) er stór og nær langt upp þannig að ef til vill verður vandamál að koma fyrir alvöru brettaköntum.kv
Arnar
21.09.2005 at 19:10 #196290Hvað sem hver segir þá vil ég hafa bíla eins litla og ég kemst af með. Því finnst mér bestu kaupin í litlum japönskum pallbílum, sem reyndar fara stækkandi um þessar mundir. Í október kemur nýr Hilux sem orðinn er aðeins stærri (en sama 102 hestafla vélin, en mun fást í öflugri „intercooler“ útgáfu á næsta ári) og þegar er kominn nýr Nissan Navara með sömu vél og í Pathfinder, þ.e. 2,5 lítra 174 hö díeselvélinni.
Toyotu þekkir maður nógu vel til að vita hvaða túttur má setja undir og hvernig það er gert, en þennan nýja Nissan veit maður ekkert um. Er einhver þarna úti sem hefur skoðað þessa bíla (Navara og Pathfinder) og myndað sér skoðun á málinu. Hvað með drif, hlutföll í þau og læsingar?Nefna má að Nissan Navara er með gorma og diskabremsur allan hringinn, en hann er líka 180-200 kg þyngri en nýi Hilux-inn.
Svo er spurningin hvort gáfulegast sé að fá Halldór í KT á Akureyri (http://www.kliptrom.is) til að flytja inn Toy Tacoma með 4 lítra bensínvél fyrir 3,1 millu (lengri gerð, sjálfskiptur)? 1880 kg bíll, að ég held með samskonar drifbúnað og Landcruiser 120.kv
Arnar
29.08.2005 at 13:54 #526066Sæll
Veit ekkert um þessa bíla, en veit þó að það er væntanlegur nýr Navara í haust með sömu vél og Pathfinder, þ.e. 2,5 lítra vél / 174 hö. Einnig er bíllinn nokkuð rúmbetri en núverandi DC og pallur um 17 cm lengri (að ég held). Bíllinn er þegar kominn í sölu í nokkrum evrópulöndum.
Þetta er væntanlega ástæða þess að Nissan DC er núna á tilboði hjá IH. Sjá auglýsingu í dagblöðum núna um helgina.
kv
Arnar
23.03.2005 at 17:29 #519584Sælir
Umræðan er þörf og örugglega víða misjöfn vinnubrögð við breytingar á jeppum. Ég get aftur á móti ekki séð hvernig þær myndir sem voru upphafið að þessum þræði geta verið dæmi um léleg eða slæm vinnubrögð. Það má kannski deila á útlit á suðum, en þegar til kemur er það gæði þeirra en ekki útlit sem skipta máli. Að öðru leiti gefa myndirnar enga mynd af því hvernig þetta lítur út að breytingu lokinni.
Hvað varðar eftirlit með breytingum þá mætti kannski skerpa á þeim sérskoðunum og úttektum sem þegar eru á bílum sem hefur verið breytt. Þetta má þó ekki hafa í för með sér umtalsverðar hækkanir á þessum sérskoðunum, því það verður bara til þess að menn leita leiða til að komast hjá þeim. Það myndi ég allavega gera.
Ef jeppabreytingar eyga að vera í höndum aðila sem hafa fengið sérstakt leifi til þess, þá er spurning hver á að veita leifið og hafa eftirlit með að þeim skyldum sem því fylgja sé framfylgt.
Myndi þetta tryggja betri/öruggi jeppa? Veit ekki!!páskakveðjur á auðri jörð
Arnar
17.03.2005 at 13:14 #518900Sælir
Ef ég man rétt þá hefur heyrst opinberlega frá FÍB varðandi það ef verð á díeselolíu verður hærra en bensínverð.Í flestum (ef ekki öllum) löndum norður Evrópu er verð á diesel olíu um 85-90% af verði bensíns.
Það er opinber stefna í þessum löndum að hafa verðið á diesel lægra en á bensíni. Meðal annars vegna þess að innkaupsverð á diesel bílum er yfirleitt nokkru hærra en á bensínbílum og svo ráða umhverfissjónarmið því að diesel (fólks) bílar eyða minna eldsneyti og menga minna. Þá er verið að tala um nýjustu tækni í diesel vélum, en ekki gamla Hi-Luxinn minn sem skilur eftir sig blátt ský á öllum gatnamótum.Kveðja
Arnar
25.01.2005 at 10:56 #514364Góðan daginn Vals
Ég hef eina spurningu um framkvæmd mælinga. Var Hiclone prufað við 12,5 psi túrbínu þrýsting, eða var hann lækkaður aftur í 11 psi? Þetta skiptir verulegu máli því ef túrbínuþrýstingur var 11 psi með Hiclone þá sýnir tilraunin glögglega að Hiclone gerir þó nokkuð fyrir vélina án þess að álagið á hana sé aukið með hækkuðum túrbínu þrýtingi.
Ef Hiclone var prufað við 12,5 psi veit ég ekki hvernig á að túlka niðurstöðurnar þar sem búið er að gera tvær breytingar frá óbreyttri vél.Með kveðju
Arnar
19.01.2005 at 14:03 #513846Sæll Einar
Þú ert væntan lega að tala um að breyta 4-runner.
Væntanlega er tæknilega hliðin á þessu eitthvað svipuð og á Hi-lux. Þetta hafa menn verið að gera sjálfir og víða hægt að fá upplýsingar og um það hvernig á að bera sig að.
Svo er spurning hvað þarf að klippa úr og breyta "boddíinu" mikið. Hvaða kantar eru notaðir o.s.frv.
kv
Arnar
09.12.2004 at 11:48 #510458Sælir
Landvélar eru með loftkúta í ýmsum stærðum, sjá:
http://www.landvelar.is/1_vorulisti/03_ … w03500.pdf
Á sjálfur 10 lítra kút eins og á mynd nr. 5. Setti festingar fyrir hann innan á grindina vinstra megin (Toy Hilux), en vegna framtaksleysis er kúturinn ásamt loftdælunni ennþá uppi í hillu.
Ath. að rafmagnsdælurnar hafa lækkað mikið með aukinni samkeppni og framboði.
kv
Arnar
-
AuthorReplies