Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.04.2007 at 22:35 #587814
Þó þetta sé vel út úr verðflokki hjá flestum finnst mér rétt að minna á að þetta er til og að diesel fræðingar ættu kannski ekki að horfa svona mikið til ameríku í leit af góðum vélum.
BMW M67 Diesel
Size (litres): 4,423 V8
Power (PS@rpm): 242kW (329hp) @ 3800
Torque (Nm@rpm): 750 @ 1900
Weight (kg): 192
og til gamans má geta að uppgefin eyðsla á
BMW 745d sem vélin færst í er
13,5 í innanbæjar og
7,2 Í utanbæjar
og er það bíll sem er um 2100 kgÉg segi bara fyrir mig að ég ætla að beina mínum augum til þýskalands þegar ég fer að velja rellu í jeppann minn.
Hérna finnið þið meira
http://www.vrchlabi.cz/e30/ruzne/enginenumber/
13.03.2007 at 08:55 #584094Ég vil byrja á að taka það fram og þeir sem lásu pistilinn minn ættu að vita að ég var ekkert að tala um björgunarsveitir í sambandi við peninga. Ég starfa sjálfur með björgunarsveit og veit hvernig það apparat gengur fyrir sig. Ég sagði það í pistlinum að ég væri andvígur sektum og að fólk væri látið borga fyrir björgunaraðgerðir og gagnríni mín beindist ekki að atburðum liðinnar helgar eins og ég vona að hafi komið skýrt fram. Það sem ég vill meina er að það þarf að breyta hugsunargangi fólks sem fer vanbúið á fjöll því það er ekki í lagi. Ég er ekki að beina því að þessum klúbbi og vill ekki halda því fram að félagar hans séu ekki með sitt á hreinu. Ég vildi hinsvegar koma umræðu af stað hér hvort við gætum ekki, þau sem eigum hagsmuna að gæta, lagt eitthvað ef mörkum svo þeir sem ekki vita betur geti lært. Eins og þið segið sjálf er slæm umfjöllun byrjuð að letja fólk til að kalla á aðstoð og er það mjög slæmt mál sem samtök hagsmunaaðila verða að hugsa um. Ég er sannfærður um það að við getum með því að láta í okkur heyra að við viljum að eitthvað sé gert, hvort sem er fræðsla eða annað og hvort sem við gerum það sjálf eða ekki, breytt áliti almennings til hins betra og aukið öryggi þeirra sem vilja ferðast á fjöllum.
12.03.2007 at 18:39 #584068Nú ætla ég að vaða á hættuleg mið og bið ég fólk um að athuga áður en það svarar að þetta eru einungis pælingar og þarfnast að sjálfsögðu töluverðrar athugunar og bið ég ykkur sem eiga mestra hagsmuna að gæta að skoða þetta með mér.
Finnst ykkur sem ferðast á hálendinu réttlætanlegt að ríkið sé að eyða mörgum milljónum af peningum skattgreiðenda í að leita af fólki sem týnist á hálendinu.
Ég vill ekki tengja þessa hugsun beint við öll atriði liðinnar helgar og þegar ég las grein Tómasar fannst mér ekkert alvarleg að gjörðum þeirra sem lentu þar í vandræðum, nema þá að þeir hafi labbað frá bílunum, (ég gat ekki alveg lesið út úr þessu hvort þið yfirgáfuð bílana og biðst ég forláts ef þið hafið ekki gert það).
Ef ég skildi þetta rétt voru menn þar með góð fjarskipta og staðsetningartæki, gerðu grein fyrir vandræðum sínum, og báðu um aðstoð, gott mál, björgunarsveitir gefa sig út fyrir svona aðstoð og trúi ég ekki að neinn á þeim bænum finnist svona atvik mjög athugaverð þó kannski hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta.
Ég vil minnast sérstaklega á atvik sem átti sér stað í kringum páskana í fyrra þar sem tvær þyrlur, og flugvél landhelgisgæslunnar voru á lofti í lengri tíma þegar leitað var af tveimur vélsleðamönnum sem voru hvorki með staðsetningar né fjarskiptatæki. ég hugsa að fáir geti ímyndað sér upphæðina sem það ævintýri kostaði og virtust þeir sem þar lentu í vandræðum taka þessu öllu saman frekar létt þegar tekið var viðtal við þá eftir að þeir fundust.
Ég vil taka það fram að ég er ekki fylgjandi beinum sektum eða að láta þá sem leitað er af bera beint kostnað en bið ég ykkur um að hugsa aðeins um nokkra hluti sem hægt væri að gera til að mæta kostnaði við leitar og björgunarstarf:
Einfalt tryggingakerfi, borgaðar væru utanvega/hálendistryggingar af þeim sem ætluðu að ferðast um hálendið, ég geri mér reyndar grein fyrir því að það myndi halla á einhvern ef slíkt kerfi væri tekið upp, en eflaust mætta útfæra það með nokkuð sanngjörnum hætti.
Að skilgreindur yrði með lögum lágmarksútbúnaður til fjallaferða, (það væri tilvalið verkefni fyrir þennan klúbb ásamt SL að gera hvort sem færi í lög eða ekki), og myndi það tryggja nokkuð vel að þeir sem lentu í vandræðum á fjöllum gætu gefið upp ástand og staðsetningu á sér og myndi það stytta tíma sem fer í leitir og slíkt og þar af leiðandi minnka kostnað.
Að sett yrði upp námskeið sem þeir sem ætluðu að ferðast um óbyggðir yrðu að taka, (námskeið haldið af f4x4 og SL).
þetta eru Hugmyndir, sumar kannski ónýtar en það er örugglega hægt að gera eitthvað til að vekja vitund ferðalanga. Ég vonast eftir þroskuðum umræðum með lágmarks röksemdafærslu.
Kv.
Sá sem vill að fólk sem ferðist um hálendið hugsi sig þrisvar um áður en það leggur af stað.
08.11.2006 at 22:42 #567380Þrýstingurinn á olíunni inn á vél fer eftir mótstöðunni í eldsneitislokanum, það er gormþrýstningnum á írisnálina og stærðinni á gatinu sem olían þrýstist út um.
11.10.2006 at 21:34 #563160Þegar heddið er hert er byrjað í miðju og unnið sig út til endanna, þetta er svo innri spennan í járninu sá hert út úr heddinu en sé ekki í miðjunni. Sama hugsun þegar losað er, svo það myndist ekki spenna.
07.10.2006 at 17:07 #562714Þótt sjávarfallavirkjanir or sólarorka séu jafnvel umhverfisvænni kostir en vatns- og gufuaflsvirkjanir er umfang þeirra töluvert stærra og mynda það kosta skildingin að loka breiðafirðinum svo fá megi sem mesta nýtni út úr sjávarföllunum, og nýtni sólarsella er í kringum 30% svo það þyrfti sjálfsagt að leggja margra ferkílómetra svæði undir þér. Í eyðimörkum í ameríku eru menn að reyna að gera sólina að raunhæfum kosti með því að setja upp stórar breiður af speglum sem beina sólarljósinu í eina stóra sólarsellu og verður forvitnilegt að vita hvernig það tekst. Að sjálfsögðu á að framkvæma vandvirkt mat á öllum hliðum sem snúa að svona framkvæmdum, en meir finnst að við ættum ekki að taka of hart í þetta og leifa landsvirkjun að skoða sem flesta staði til að minni líkur séu á ákvörðun sem sjá ætti eftir.
26.04.2006 at 15:41 #551134Steinolían er með meira af kornum svo síurnar stíflast mun fyrr. En ef kornin komast í spíssana hjá þér eru þeir fljótir að fara. Einnig er einhver munur á seigju svo þú gætir þurft að vera með forhitara ef þú ert í miklum kulda. (veit ekki hvað miklum).
-
AuthorReplies