Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.06.2011 at 00:32 #732217
MAGN’US
Það stefnir í 100 baukaferð. Það stefnir í sól alla helgina. Það stefnir í risa varðeld.
Það stefnir í þvílíkar grillveislur.
Það ber því að fresta öllum veikindum framm yfir helgi, allavegana.læknabaukurinn.
22.06.2011 at 12:12 #732199Bara að spekúlera
Ætli það sé þörf á að hafa sláttuvélar með í för ?
grasabaukurinn.
21.06.2011 at 12:47 #732193Gras – Gras
Var það ekki hann sem gerði samninga um veðrið.
Stefnir í meirháttar Þórsmerkurveður. Eins gott að hafa nægan vökva með.Þórsmerkurbaukurinn.
19.06.2011 at 21:00 #732185Baukatími.
Auðvitað mætir Árni Baukur Bergs. ásamt spússu sinni, dóttur og hennar viðhengi.
Dóttirin man vel eftir þessum ferðum og hlakkar til að sjá þetta.
Kannski síðasti séns áður en F.Í. eignar sér þetta "friðland"m.b.k. Árni B.
13.06.2011 at 11:33 #730983Þá er þessi líka fína landgræðsluferð yfirstaðin. 999 Birkiplöntum var stungið niður og heilum haug af tilbúnum áburði var dreift yfir stórt svæði. Torfan okkar góða er á sínum stað og virðist ætla að spjara sig mjög vel. Næst þarf að hafa fána klúbbsins með og setja þarna niður.
Eftir daginn var fólk töluvert rykfallið en það var skolað af niður í sundlauginni við Árnes.
Restinni var svo skolað niður um kvöldið ásamt lambalæri og tilheyrandi.
Didda og hjálparsveinarnir eiga THULE skilið fyrir eldamennskuna.
Það eina sem kannski vantaði var skógarkaffið !!!!!!!!Næst er svo Jónsmessuferðin 25 júní, ferð til að skoða árangurinn á Merkurrananum. Svoleiðis ferð getur ekki klikkað.
Árni B.
08.06.2011 at 12:18 #730967Það kemur ekki á óvart að LAAANGbesta veðrið, er þar sem landgræðsluferðin er.
Muna eftir sólarvörninni !mbk. Árni B.
31.05.2011 at 17:37 #730937Mæli með þessari ferð. Þægileg leið á malbiki, enda er þetta bara rétt ofan við Árnes.
Nú þegar sést mikill munur á svæðinu, meira að segja eina torfan sem eftir var virðist ætla að gera sig.
En Maggi, hvenær á að fara inn í Þórsmörk og skoða Merkurranan ?
Þar er gott dæmi um vel heppnaða uppgræðslu.Árni Bergs.
06.03.2011 at 22:13 #722374Þetta gera Landrover menn einu sinni á ári í Húnaveri minnir mig. Sjá islandrover.is
11.04.2010 at 14:26 #689832Það er náttúrulega ófyrirgefanlegt ef helv….. hraunið nær að kólna þarna. Ég geri ráð fyrir að "umhverfisráðherran" sjái um að svæðið verði lagað og fært í fyrra horf ! Síðasta vor fór ég uppá Hamragarðsheiði. Beinn og breiður vegur með bundnu slitlagi. Efst var gríðastór hola sem sést sjálfsagt utanúr geim. Svona Yaris færan veg vantar auðvitað að gosstöðvunum. Um síðustu páska gekk fólk í hundraðatali upp frá Básum inn að gosinu. Enda stórsér á gróðri undan göngufólkinu.
Samkvæmt myndum, teknar í Reykjavík um 1940, þá er búið að stórskemma risastór svæði á höfuðborgarlandinu.
Við erum heppin að hafa á valdastóli þvílíkan og annan eins "umhverfisráðherra" sem mun koma þessu öllu í samt lag aftur.e.s. á einhver teikningar af torfkofum ?
18.03.2010 at 17:54 #678760Ætli förin sjáist enn !
Það voru þó nokkuð margir sem kláruðu ferðina síðast. Þótt aldrei kæmust við í skála, ekki fréttnæmt svoleiðis smáatriði.
En fín var veislan fyrir austan og verður eflaust ekki minni núna.
Beer kælist vel í krapa !
krapastrumpurinn.
14.03.2010 at 18:42 #686984Sælir félagar.
Á opnu húsi er upplagt að hafa með myndir. Gamlar , nýjar, ferðir, festur,bílar,fólk, byggingar,troðningar,ár,lækir,fjöll,dalir og af sjálfum sér.
Í tilefni af Solo vélin er að koma sér fyrir, þá er sérstakur áhugi á myndum sem tengjast byggingu Zetursins. Bæði utan- og innandyra. Hugmyndin er að gera sögu í myndum á veggnum aftan við Solo vélina.
Ein hugmyndin er að fólk geti komið með sinn eiginn myndaramma og haft í aðstöðunni okkar um tíma. Rammi t.d. 60×40 með sögu í myndum væri upp á vegg í mánuð eða hálft ár. Svo mætti skipta þessu út öðru hvoru og reyna að gera þetta svolítið líflegt. Skrifa inn nöfn þeirra sem eru á myndinni og hvar þær eru teknar.
Svo eru kannski einhverjir með allt aðrar hugmyndir !
Endilega látið heyra í ykkur á opnu húsi.
Árni Bergs.
11.03.2010 at 18:13 #686678Sælir félagar.
Á opnu húsi er upplagt að hafa með myndir. Gamlar , nýjar, ferðir, festur,bílar,fólk, byggingar,troðningar,ár,lækir,fjöll,dalir og af sjálfum sér.
Í tilefni af Solo vélin er að koma sér fyrir, þá er sérstakur áhugi á myndum sem tengjast byggingu Zetursins. Bæði utan- og innandyra. Hugmyndin er að gera sögu í myndum á veggnum aftan við Solo vélina.
Ein hugmyndin er að fólk geti komið með sinn eiginn myndaramma og haft í aðstöðunni okkar um tíma. Rammi t.d. 60×40 með sögu í myndum væri upp á vegg í mánuð eða hálft ár. Svo mætti skipta þessu út öðru hvoru og reyna að gera þetta svolítið líflegt. Skrifa inn nöfn þeirra sem eru á myndinni og hvar þær eru teknar.
Svo eru kannski einhverjir með allt aðrar hugmyndir !
Endilega látið heyra í ykkur á opnu húsi.
Árni Bergs.
28.02.2010 at 23:31 #685388Tókst óvart að setja inn mynd í albúmið mitt, abni. Þessi mynd er tekin á gönguleiðinni frá Básum yfir á Fimmvörðuháls.
28.02.2010 at 23:19 #685386Ætlaði að setja inn mynd af landsskemmdum eftir göngufólk, það er víða að finna. ‘oþolandi hvernin alltaf er alhæft um í þessu tilfelli jeppafólk.
29.01.2010 at 00:20 #676266já já , þykist ætla á rennblaut fjöll í hægðum ykkar, komist hvorki lönd né strönd þótt allt sé nýbónað.
Það verður þorrafjör í Hrauneyjum
með heilan blautan í bjórkippum.
Þótt lítið sé þar af meyjunum
þá verður þar mikið af þorrajeppunum.þorrastrumpurinn
22.01.2010 at 17:52 #678476Já Tóti, ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Heldur er nú langt á páska og afskaplega erfitt að panta rétta veðrið. Svo kemur kannski ekki rétt pöntun og allt fer í hávaða rok og vitleysu. Nær væri kannski að dubba sig upp í hina stórkostlegu kvennaferð sem ku vera á dagskránni. Klæðast í kjól og hvítt og láta sem mest kvennlega !
En athugaðu samt að kvennsur þessar eru engin lömb að leika við. Hver meðal dreki er hættuminni. Það er því einsgott að meikið sé vatnshelt,hárkollan föst, röddin klikki ekki á örlagastundu og muna eftir að tæma leðurpokann sitjandi.
Svo þarf að læra nokkra neðan mittis brandara af verstu gerð. Okkar brandarar eru bara í barnabókum miðað við þeirra ekta ósvífnu frásagnir. Við ættum kannski að spá í þetta í næsta kökupartíi.
kvennstrumpurinn.
06.01.2010 at 23:10 #674538Sko nú verður stjórnin að ná stjórn á þessu ófremdarástandi. Þarna mætir bláedrú saklaust fólk í mesta sakleysi. En hvað gerist, er ekki farið að veifa eldgömlum pappírsmyndum frá miðri síðustu öld. Ýmsir vafasamir gjörningar sýndir einsog engin sé morgundagurinn. Margir af virðulegum klúbbfélugum sjást þarna órakaðir með lubba sem hæfir best útigangshrossi. Reyndar veit ég að Arnar dreif alveg helling á Jeepster með 455 Bjúkka, en það skýrir ekki myndir af japanis geysum, sem ekki eru einu sinni klæddar í íslenskan lopa frá toppi til táar ! Og það sem verra er, kvikindið vill ekki segja mér hvaðan myndirnar eru.
Og pönnukökurnar oboy Maggi, á aðeins þremur heimsóknum er hver og einn orðinn háður þessu slikkeríi, ertu vissum að að það eigi að vera einn peli af coniaci í uppskriftinni ? Best að finna einhverjar vhs spólur og sjá hvort eitthvað er enn á þessu.
videostrumpurinn.
30.12.2009 at 12:54 #673524Húskarlarnir
eiga THULE og fleira skilið fyrir þessa eljusemi. Í kvöld mætir fólk með uppáhalds mynda albúmið sitt. Þetta með snjómyndunum ! Gott ef ekki nýja jólalagið hans Gísla verður ekki spilað undir.myndastrumpurinn
10.09.2009 at 20:02 #656052Þetta er líklega reynsluleisi hjá þér, en nú ertu sjálfkjörinn sem næsti kökugerðarmeistari !
27.08.2009 at 00:37 #654296Árni baukur Bergs. stefnir í stikuferð. Verður reyndar að vera 12 v í þetta sinn.
Þar sem MHM var fyrir löngu búinn að ákveða að ég kæmi,gæti verið um tvískráningu að ræða.
-
AuthorReplies