Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.05.2007 at 19:16 #590242
Já, 300 sleggjan er bara skemmtileg.. Langaði duldið í hana en hvorki 250 né 300 pössuðu á 3ja gíra kassann og ekki skipti ég honum burt..
Grjóni, Speedy heitinn verður náttúrulega aldrei toppaður enda hestöflin orðin svo mörg í minningunni! Þurfum að skreppa rúnt í sumar með Stanley.
Hvað segiði, 40 psi?
Hvaða fólksbílabínur endast og eru í lagi, finnst ég alltaf hafa heyrt fremur illa talað um gömlu Mözdubínurnar.. Subaru? Eða bara túrbínu af dísilvél, stillanlega?
Koma svo..
H
03.05.2007 at 07:56 #590238.
03.05.2007 at 07:56 #590236Ha? Kemur virkilega meira afl úr stærri mótor?? Ég er nú aldeilis heimaskítsmát! Jájá, áttan er til, gangfær og fín en Broncoinn verður 6 cyl, um aldur og ár. Þannig er nú það, en það er þetta með blásturinn..
H
02.05.2007 at 23:55 #200251Sæl öll.
Er að klára að endurbyggja 200 línuvél, stock. Hvaða bína gæti hentað, og hvað ætli ég megi blása inn á vélina? Ég er ekki að pæla í einhverjum óskapans hestafjölda, frekar svona hjálparöndun inn á mótorinn.
Hugmyndir?
Hjölli.
20.04.2007 at 16:13 #588838Ég er nefnilega helv.. heitur fyrir annaðhvort 39,5" eða 41", þar get ég ímyndað mér að sé komin hellings drifgeta en jafnframt að hestarnir nýtist örlítið betur en á 44". Ég stefni á 302 í húddið svoþyngd ætti ekki að þurfa að fara yfir 2 tonnin held ég.. Takk fyrir þetta piltar,
kveðja, Hjölli.
19.04.2007 at 21:59 #588830Og bælir Hilux hiklaust 44" dekk þegar hleypt er hraustlega úr?
H
19.04.2007 at 17:25 #200156Sæl öll.
Hilux hugleiðingar.. Með þyngri vél en original (302) og hásingarfærslu að aftan, hvað ætli sé prima dekkjastærð undir hann? Er að gæla við eitthvað í kringum 40″ en kannski er bull að fara ekki alla leið í 44″ ? Hvað haldiði?
Hjörleifur.
15.04.2007 at 18:32 #588438Þakkir.
Hjölli.
15.04.2007 at 12:53 #588432Nánari upplýsingar, hvað heitir það og hvar fæst það?
H
15.04.2007 at 12:03 #200128Sæl öll.
Ég er að ljúka við að endurbyggja frambrettin á Bronco, en hann er þannig byggður að frambrettin og framstykkið kyssast og eru boltuð saman. Þegar ég sprautaði bílinn um árið strauk ég spartli í skoruna þarna á milli en auðvitað sprakk það fljótlega. Kítti springur auðvitað enn fyrr en spartl svo ég er að velta fyrir mér hvernig ég get lokað þessu þannig að lakkið tolli. Mér er töluvert í mun að loka þessu en tími varla að sjóða taum upp á seinni tíma viðgerðir, maður veit aldrei. Einhverjar hugmyndir?
Hjölli.
07.04.2007 at 06:11 #587448Og hér má ég til með að bæta því inn að þokuljós á fólksbílum og jeppum þegar þau eiga ekki við eru ekki minna en fullkomlega óþolandi og ruddaskapur gagnvart þeim sem mætir.
Kv, Hjölli.
21.03.2007 at 21:27 #585208Mæli eindregið með því að menn hafi með sér öl og mikið af því, gott skap og mikið af því, og góðan félagsskap eigi að fjarlægja vél úr Hiace. Afar leiðinleg vinna sem tók mig einan um 6 tíma.
Ætli 3B passi að einhverju leyti í ’90 Hilux?
Hjölli.
19.03.2007 at 16:06 #585204Hélt það nefnilega, takk takk.
H
19.03.2007 at 14:44 #199957Sæl.
Er einhver munur á 2,4 dísel úr Hiace ’91 og Double cab ’90 ? Hef áður notað 2,4 úr Hiace í Hilux en það var mun eldri vél og einhverjar tengingar ólíkar. Hvað um þessa?
Hjörleifur.
17.03.2007 at 10:44 #584844Mange tak hr. Hafsteinn.
H
17.03.2007 at 10:05 #5848403 mm, 4 mm, 5 mm, tvær tommur, einhver? 33" bíll.
Hjölli.
16.03.2007 at 17:00 #199937Sæl öll.
Hvað hafið þér Patrol bifreiðar yðar mikið innskeifar ef eitthvað?
Hjölli.
23.02.2007 at 00:03 #581878Hættiði nú að baula um stærri mótora um leið og einhver veltir fyrir sér aflaukningu. Það er svo merkilegt með það að sumir vilja brúka þær vélar sem í bílunum eru, en gera sér að sama skapi nokkuð örugglega grein fyrir að stærri vél gefur meira afl.
Hjölli.
19.02.2007 at 16:39 #580954Þannig að það er ekki um að ræða neina meiri kólnun heldur en lofthita hverju sinni? Engin akuka kæling af viftunni sem blæs í coolerinn? Nei, varla, vindkæling á einungis við húð, ekki hluti. Olræt, bara pæling.
Hjölli.
19.02.2007 at 16:16 #199729Sæl öll.
Hluti vélafræðanna sem við veltum okkur uppúr er það að koma sem köldustu lofti inn á vélarnar, samamber intercoolera. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort að cooler geri eitthvað gagn á bensínvél þar sem ekki er túrbína, og eins þá á dísilvélum án bínu? Það getur varla sakað að koma sem mestu súrefni inn í vélina? Hvð haldiði?
Hjölli.
-
AuthorReplies