Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.08.2008 at 21:26 #627866
Ok.. Þá er ég tæplega að fara að nota 250 boddy á 150 grind nema með ærnum breytingum.. Passar langi 150 á stutta 150 grind? Takk fyrir uppl.
Hjölli.
20.08.2008 at 22:55 #202811Sæl öll.
Er sama hjólabil á gamla 150 og 250, þ.e. er sama hjólabil á milli lengdartýpa, bara rassinn mislangur frá afturhásingu? Og annað, hvaða lengdartýpur, ef einhverjar eru til innan hverrar tegundar og hver er lengd hverrar?
Takk, Hjölli.
14.06.2008 at 23:43 #588216Hvernig ætli Rósmundur hafi komið undan vetri og líði í dag?
Kveðja, Hjörleifur.
30.04.2008 at 14:33 #202375Sæl öll.
Hér á bæ varð bensínlaus Econoline 150 með 300 línuvél (innspýtingarvél) um helgina og harðneitar í gang aftur. Á hann eru komnir 40 lítrar og mikið startað en ekkert gerist. Veit einhver hvar er öryggi og/eða stýring fyrir bensíndæluna? Hugmyndir??
Hjörleifur.
09.04.2008 at 19:45 #620004Hið besta mál.
Eins og ég kom inná á þræði sem ég hóf hér fyrir nokkrum dögum er það skýlaust mín skoðun að bílavalsnefnd eigi ekki að einblína á 7 milljón krónu jeppana á 46 til 53 tommunni þó vissulega þurfi að gera þeim skil, þeir eru frábær apparöt. Það sem líka þarf að taka til athugunar erum við vitleysingarnir sem kjósum að vera á óhefðbundnari bílum. Ég tek minn sem dæmi enda nærtækt, heimabreyttur, heimasprautaður, vynilklæddur að innan af undirrituðum og svo framvegis. Einnig er minn hugsaður meira með sumarferðir um hálendið í huga en vetrarbrölt, og það er einmitt þáttur ferðamennskunnar sem þarf að mínu mati að gera hátt undir höfði á sýningunni ásamt snjóakstrinum. Það eru þessi vinnubrögð (ef góð eru) sem er svo fjári gaman að rýna í á sýningum sem og handbragð fagmannanna. Einnig fannst mér þetta góður punktur með það sem bílnum fylgir, myndir og slíkt eru vissulega skemmtileg en skemmtilegast er að hitta þann sem bílinn á og jafnvel breytti, þar gefst fólki færi á að tala við rugludallana sem geta ekki séð snjóskafl í friði og kynnst jafnvel breytingum og sportinu okkar lítillega af eigin raun.
Takk fyrir mig,
kveðja, Hjörleifur
07.04.2008 at 19:51 #619664Takk fyrir það Sveinbjörn og Theodór, þá bíður maður bara rólegur.
Kveðja, Hjörleifur.
07.04.2008 at 13:02 #619652Set þá hér með fram formlega fyrirspurn til þeirrar nefndar um hvernig eigi að velja á sýninguna og hvert ég megi senda upplýsingar og myndir af mínum jeppa til að bjóða hann á sýninguna. Eflaust nokkrir til í að fá þær upplýsingar úr því nefndin er komin á koppinn. Einnig væri gaman að vita hvernig hægt verður að verða að liði þegar líður að sýningu.
Kveðja, Hjörleifur.
06.04.2008 at 23:55 #619640Ég væri einmitt afar mikið til í að þessi sýning yrði á þeim nótum sem komið hafa fram hér og ég held að það séu ansi hreint margir á sama máli þar. Ég hef í það minnsta hug á að bjóða minn til sýnis, grófur, heimagerður en vel gerður og myndarlegur. Þannig jeppa, sem og ferðasögur, myndir og búnað sem dæmi fer ég til að sjá á sýningum..
Hjölli.
06.04.2008 at 15:17 #202260Sæl öll.
Verður sýningin í haust bundin við 7 milljón króna 46″ breytta bíla eða verður hún einhverskonar þverskurður af smekk og flota félagsmanna? Hvenær ætli verði farið að tína til jeppa til að sýna þarna?
Kveðja, Hjörleifur.
14.03.2008 at 22:02 #608606Ægislokurnar, eru það nema fastsoðnar lokur? Sauð lokurnar á mínum Patta til að drepa alla svona þvælu, nota það á veturna og S Winch á sumrin..
Hjörleifur.
14.03.2008 at 22:02 #608604.
10.03.2008 at 09:29 #617062Fimmta jeppann, nei, held ekki, það er nóg að eiga leikfang, safngrip, fjölskyldubíl og vinnuþjark! 2.8 vélin er ekki alslæm, en eins og ég sagði fyrr, þetta eru hugleiðingar í þá átt að gera eigulegan bíl enn eigulegri og þýðari, við munum nota þennan garm um ókomin ár að óbreyttu.
Kveðja, Hjölli.
09.03.2008 at 08:48 #617058Sælir.
Jú, heddið fór en vélin er nánast skriðin saman, það er ekki málið að skipta endilega þessvegna. Við vorum komin af stað í hefðbundna aflaukningu og erum ágætlega sátt, langar bara í meira tog og meiri vinnslu og vorum því að velta fyrir okkur sprækari mórorum af minni sortinni. Auðvitað er þetta þó rétt með gírkassann, hann höndlar enga verulega aflaukningu í þetta þungum bíl en einhverja þó kannski, þetta með Benz dísilvélina situr svolítið í mér. Ég keyri oft á tíðum nýlegan Sprinter sem mér finnst vaða áfram alveg sama hvað er lestað í hann.. Hvað segiði, fleiri reynslusögur?
Hjölli.
09.03.2008 at 00:13 #202058Sæl öll. Sennilega er ég ekki sá fyrsti til að velta þessu fyrir mér en mig langar að vita hvað hentar í húddið. Um er að ræða ´95 á 33″ sem verður þannig áfram, fjölskyldu og sumarferðabíll. Okkur langar í fleiri hross en enga sleggju, viljum halda eyðslunni niðri. Við höfum velt upp amerískum tröllum, 4,2ja lítra og ýmsum bensínvélum en langar að hafa hann dísil, nota gírkassann (engin feimni við smíðar á þessum bænum..), og fá þýðgengan kraft. Ég hef svolítið velt fyrir mér dieselvélum úr Mercedes, einhver sem getur bent á góða slíka sem skilar og er fáanleg hér á landi?Land Cruiser vélarnar úr 90 bílnum væru ekki leiðinlegar í þennan bíl en andsk, þvílík verð! Svona nú, skjótiði félagar!
Hjörleifur.
24.02.2008 at 02:21 #614800Sæl öll.
Græni í Borgarnesi er í afar góðum höndum Sæmundar Rariksnillings og hlýtur þá meðferð sem fornir höfðingjar eiga skilda. Flottur, passlega "original" bíll í góðum höndum.
Hjölli.
20.02.2008 at 22:12 #614626Bestu þakkir fyrir þetta,
Hjölli.
19.02.2008 at 11:36 #201901Sæl öll.
Að yfirstöðnu hjartaáfalli Patrolsins á heimilinu, og í miðri hjáveituaðgerð, fer maður aðeins að líta í kring um sig og hugleiða endurnýjun fjölskyldubílsins.. Hvernig líkar Discovery eigendum og notendum við þessa bíla? Við keyptum Patrol á sínum tíma vegna rýmis og fjöðrunar, hvernig koma þeir þættir út á Discovery sem og ending krams? Er ekki þolanlegt afl í þeim lítið breyttum, t.d. á 33″ eða 35″? Maður fer að velta ýmsu fyrir sér einn heima með veikan grís..
Kveðja, Hjörleifur.
12.02.2008 at 22:30 #613748Einhver snillingurinn prófað
[url=http://www.powertrax.com/lockright.html:1w61le8h][b:1w61le8h]þetta?[/b:1w61le8h][/url:1w61le8h]
Vill gjarnan fá uppl hafi einhver prófað, er þetta traust og virkar?
11.02.2008 at 22:45 #613744Já, nei, ekki allir í einu..
Hjölli.
10.02.2008 at 20:21 #201837Sæl öll.
Ég er að velta fyrir mér læsingarmálum í gamla. Ég er enn með D 30 hásinguna að framan (og verð) sem er 27 rilla ef ég man rétt. Ég er að velta fyrir mér hvort ég geti notað læsingu úr til dæmis Wrangler eða öðru dóti sem skartar sömu hásingu?
-
AuthorReplies