Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.11.2003 at 22:20 #193191
Sæl öll.
Er fyrirhuguð ferð um eða í kringum hátíðarnar sem fólki (nýliðum) stendur til boða að þvælast í?
Kveðja, Hjölli.
17.11.2003 at 16:47 #476048Já, oft er nefnilega hægt að komast ansi vel frá svona breytingum eins og Bjaddni nefnir. Þetta minnir mig á einn sem skrifar undir alla sína pistla á kvartmila.is með þessum hætti: "Slaghamar, slípirokkur og skortur á almennri skynsemi er allt sem þarf". Ansi skondin sýn á bílabreytingar. Annars er ég hjartanlega sammála Bjaddna, oft má fara einfaldar og ódýrar leiðir og láta reynsluna svo kenna manni að betrumbæta í rólegheitunum sé þess þörf.
Breytingakveðjur, Hjölli.P.s. Lét vaða og gekk í klúbbinn þrátt fyrir að vera fjarri ástkæra ylhýra, þetta er líka fyrir þann góða málstað sem klúbburinn stendur fyrir. Maður verður jú heima yfir jólin og þaðan styttist alltaf til vors. Hvernig er það úr því að ég er búinn að munstra mig inn (Vesturlandsdeildin) er eitthvað flakk á döfinni yfir hátíðarnar sem maður gæti flotið með í á gamla Brokk? Hvenær eru nýliðaferðirnar t.d?
16.11.2003 at 15:33 #480772Sæll Lúther.
Nei, hér í Baunalandi er sko engin jeppamenning enda þetta land jafn flatt og það er sviplaust! Hinsvegar er gaman að spjalla við og fylgjast með norðmönnum hérna handan við sæinn, þeir eru sumir hverjir nokkuð lunknir. Margir sem ég spjalla við þaðan hafa líka mikinn áhuga á íslenskri jeppamenningu og eru fastagestir á íslenskum jeppavefsvæðum.
Kveðjur úr danaveldi, Hjölli.
16.11.2003 at 00:45 #193184Sæl öll.
Ég sem jeppaáhugamaður með meiru bara get ekki annað en spurt, hvað í veröldinni er Hrollurinn? Fann þarna einhverjar myndir inná albúmi hérna á síðunni og held svei mér þá að þetta sé eitthvert það alflottasta grodda apparat fyrr og síðar! Maður tekur bara ofan…
Kveðjur, Hjölli.P.s. Verð bara að koma að þökkum til f4x4 að hafa þetta spjall opið öllum (ekki bara félagmönnum). Það er alveg ljóst að fyrir þessarar síðu sakir skrái ég mig í félagið og næstu nýliðaferð um leið og maður flytur heim.
15.11.2003 at 17:17 #193182Sæl öll.
Ég er toyotu maður fram í fingurgóma og er sérstaklega skotinn í Hiluxinum, hef ekkert nema góða reynslu af þeim ágætu fákum. Mig langar þessvegna að heyra hvað fólki finnst um nýja bílinn, 2,5l turbo. Eru þetta jafn traustir bílar og gömlu góðu og er loksins búið að lækna þá af kraftleysinu með þessum 2,5l mótor? Eru þeir fáanlegir á hásingu eða er klafakerfið orðið allsráðandi? (Held að það sé klafakerfi?). Er komin reynsla á þá breytta? Endilega, ef þið þekkið þessa bíla að hella úr skálum visku ykkar.
Kveðja, Hjölli.
13.11.2003 at 17:15 #480540Þar kom lausnin! Ekki nema sérsmíðað stykki í svona æfingar, engin hætta á skekkju, skítamix í lágmarki. Hafðu þökk fyrir.
Kveðja, Hjölli
13.11.2003 at 16:26 #480534Þetta fannst mér sniðug nafngift! Það sem ég er að velta fyrir mér er þó reyndar þveröfugt (og hefði ég betur nefnt það í upphafi, afsakið). Mig langar að nota nýupptekinn Hilux gír og millikassa sem ég á við 302 mótor í Bronco bifreið. Mér sýnist þetta vera vel hægt, ef hægt er að koma saman vél og kassa með góðu móti. Takk fyrir upplýsingarnar,
kveðjur, Hjölli.
13.11.2003 at 16:15 #480458Kannski er það að bera í bakkafullan lækinn að pósta meira á þennan þráð, en óvirðingin við það þrotlausa, magnaða björgunarstarf sem við þekkjum, sem hér er sýnd er nánast óafsakanleg. Ummæli eins og;
"Ég veit ekki hvað þið verðleggið líf manna fyrir en ég gæti alveg hugsað mér að þessi maður væri hugsanlega enn hér ef ekki væri svona miklar æfingar."
dæma sig alfarið sjálf. Afsakið geðshræringuna, ég gat ekki orða bundist.
Kveðja, Hjölli.
13.11.2003 at 15:59 #480530En það var nú bara ekki það sem spurt var um, eins merkilegt og það nú er.
Kveðja, Hjölli.
13.11.2003 at 12:19 #193167Sæl öll.
Mér sýnist ekki óalgengt að sameina Cvevy og Toyotur, oft rekst maður bæði á Hilux bifreiðar og 4Runnera með ýmsum Chevy mótorum. Mér er spurn hvort einhver hér hafi reynslu af því að bræla saman 302 Ford mótor og Hilux gírkassa? Þetta er hluti af breytingaferli sem er aðeins að brjótast í mér, þætti gaman að vita álit manna á slíkum æfingum, ekki síst ef einhver kannast við gjörninginn.
Kveðja, Hjölli.
13.11.2003 at 12:13 #480376Sæl öll og takk fyrir innleggin.
Mér sýnist á öllu (sbr. eldri þráð, VHS vs CB) að líklega sé réttast að útvega sér hvorutveggja, þar sem CB er ódýr kostur er ekki úr vegi að hafa bæði. Á sama vef varð ég svo sannfærður um ágæti þess að tryggja sig með síma að auki. Jú, ég er ágætlega kunnugur GPS tækjum og jeppasporti yfir höfuð, en á því miður ekki GPS, er göngutæki nóg eða er gerð "þegjandi krafa" um verklegri græjur þegar menn ferðast af alvöru?
Kveðja, Hjölli.
12.11.2003 at 20:25 #480314Sæll Óli, takk fyrir innleggið. Þetta með bremsurnar er jú hverju orði sannara, ég er búinn að ferðast mikið á bílnum við ýmsar aðstæður og þekki orðið býsna vel inn á gamla skrýmslið, og alltaf leiðast mér bremsurnar. Stýrið er svo aftur eitthvað sem maður venst… Þar sem best er að öllum líkindum að verða sér út um D44 undan 74 módeli, er þá einhver sem kann vel inná það hvernig þeim er breytt fyrir diskabremsur, og gæti jafnvel komið lítillega inn á það ferli? Kveðja, Hjölli.
12.11.2003 at 19:01 #480364Takk fyrir það Benni, gott að vita. Ég á annars ágætis CB stöð sem alltaf stóð til að setja í bílinn en það er kannski bara óþarfi? Nota menn alfarið VHF núna og annað sem mér er spurn að, eru það þær sem eru kenndar við Gufunes? Hér er fjarskiptanýliði sem talar, vonandi sýna menn slíku þolinmæði. Eitt enn, ég kemst einnig í gamlan (ævagamlan) Storno NMT, eru magnarar fáanlegir á flesta síma eða fer það eftir tegundum? Bestu þakkir, Hjölli.
12.11.2003 at 17:17 #193161Sæl öllsömul. Hver er að mati ykkar reynsluboltanna æskilegur byrjunarpakki á fjarskipta og staðsetningartækjum til að vera þolanlega gjaldgengur í lengri ferðir, það vill jú enginn vera illa útbúni vitleysingurinn! Þar sem sjaldnast er til fé til að útbúa sig með því allra stærsta og besta strax í byrjun er kannski hægt að fá hugmyndir um á hverju gott sé að byrja, svo má auðvitað vinna sig upp í rólegheitum. Kveðja, Hjölli.
12.11.2003 at 16:58 #480338Ég lenti í þessu nálvæmlega sama í sumar, í því tilviki voru það umtalsvert slit í stýrismaskínu og ónýtur stýrisdempari sem unnu saman að því að gera bílinn ókeyrandi. Kveðjur, Hjölli.
12.11.2003 at 13:12 #480308þakkir fyrir þetta, ég er búinn að brjóta heilann töluvert yfir þessu. Það eru nýjar legur í afturhásingunni og þetta kram er alltsaman lítið slitið en mér hefur alla tíð verið sagt að hún sé svokölluð "litla" 9" eða 8,8" Þetta er þá líklega vitleysa runnin frá þessum minni legum sem í henni eru. Líklega gæti ég þá leyft mér að halda afturhásingunni en þarf að skoða málið með framhásinguna. Diskabremsur hljóma afar vel, þó er reyndar allt nýtt í hægjum á greyinu! Enn og aftur, kærar þakkir fyrir þetta og já, hann lítur ansi vel æut, enda augasteinninn minn! Kveðja, Hjölli.
11.11.2003 at 23:52 #480300Heitir hún kannski dana 35? Er bara ekki viss…
Kveðja, Hjölli
11.11.2003 at 22:39 #193157Sæl veriði, gaman að vera orðinn hluti af þessu prýðis spjalli hér. Lýsingu á „mínum fjallabíl“ er að finna í notendalýsingu minni en mig langar að spyrja reynslubolta að einu. Eru þessar hásingar mínar (dana 38 og 8,8″ ford undir Bronco með 200 línusexu) hættulega veikar fyrir þennan bíl? Ég hef haft hann á 35″ dekkjum og tekið vel á honum við ýmsar aðstæður en aldrei lent í vandræðum en þessar hásingar eru engu að síður eitur í beinum margra. Er ég ekki óhultur fyrr en með dana 44 og 9″ undir eða dugir þetta leikandi? Kveðjur, Hjölli.
-
AuthorReplies