Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.01.2004 at 20:48 #484050
Sæl öll.
Svo dæmi séu tekin: Á tímabilinu 5. til 10. mars árið 1997 bjargaði áhöfnin á TF-LÍF 39 manns, 19 af Vikartindi, 10 af Þorsteini GK 16, og öðrum 10 af Dísarfelli. Haft var eftir Benóný flugstjóra eftir þessar ótrúlegu bjarganir eitthvað á þessa leið: "Jákvæðast er hvað vélin sannaði sig vel. Að minnsta kosti er ljóst að þessi björgun (Vikartindur) hefði ekki verið framkvæmd á minni þyrlu okkar, TF-SIF". (Útkall TF-LÍF, Óttar Sveinsson, bls 78)
Í ljósi þessara ummæla, hvað kostar mannslíf við strendur Íslands eða uppi á hálendi að mati háu herranna? Þeir eru bersýnilega búnir að verðmerkja mannslífin þar sem að morgunljóst er að minni þyrlan dugir ekki til en hinni á að leggja eða leigja eins og fram hefur komið. Hvernig væri að þessu fiðurfé sem við köllum ráðamenn væri úthlutaðir aðeins ódýrari farkostir, flugför keypt af lágfargjaldaflugfélögum undir hina konunglegu rassa, og önnur fríðindi færð aðeins nær okkur hinum? Ábyggilega kolvitlaus hugmynd, það er jú búið að verðleggja mannslíf, og þar má spara.
Hjölli.
12.01.2004 at 12:24 #483928Getur einhver frætt mig um þessa ferð yfir Vatnajökul, hvort þetta var sú fyrsta og ef svo er, hvort einhverjar myndir séu til í bókum úr þeirri ferð? Og hvort að bíllinn hafi yfir höfuð verið í þessari reisu eða hvort myndin sem ég man eftir hangandi í Bílanaust hafi verið tekin annarsstaðar? Mér finnst svo innilega eins og að mér hafi verið sagt að þetta hafi verið fyrsta ferðin yfir Vatnajökulinn og er ansi forvitinn..
Kveðja, Hjölli.
11.01.2004 at 21:52 #193430Sæl öll.
Ég hef hug á að vita hvort einhver kannist við eða muni eftir rauðri Hiluxbifreið með skráninganúmerinu T-104 (seinna GU-754) sem mér skilst að hafi verið einn af þeim fyrri af þeirri gerðinni sem tók þátt í jeppamennsku, þ.e. var breytt fyrir stærri barða. Hann var upphaflega með 2,2l mótor, hækkaður á grind og boddýi, á 31″ – 33″ dekkjum, með sérsmíðuðu húsi og sætum sem skáru sig úr, voru sérsmíðuð og bólstruð rauð eins og bíllinn. Bíllinn var á sínum tíma búinn kösturum á stórum bogum og hann prýddi stórt og sportlegt framrúðuskyggni. Þessi bíll tók að mér skilst m.a. þátt í einni af fyrstu ferðunum sem voru farnar yfir Vatnajökul, og var á mynd ásamt 3 öðrum bílum sem var að líkindum tekin í þeirri ferðinni sem hékk lengi inni í gamla Bílanaust. Það er líklega misminni en mér finnst eins og að sá sem seldi okkur bílinn hafi verið kallaður „rakari“, en ég var nú reyndar barnungur þá. Ég veit þó að þessi bíll átti sér töluverða sögu áður en hann kom til okkar og var með þeim fyrri til að vera breytt og því leikur mér hugur á að vita hvort menn eigi til sögur eða einhverjar minningar um þennan ágæta bíl.
Kveðja, Hjölli.
10.01.2004 at 11:51 #483776Bronson, það skyldi þó ekki vera á planinu að selja Broncotröllið?
Kveðja, Hjölli.
02.01.2004 at 23:34 #483198Takk fyrir svörin, mikill vill meira! Hvaða gormar eru notaðir í Bjaddna tilviki (fínar myndir!) og hvaða búnað er vænlegt að nota að framan í rörabíl eins og þeim sem ég ek? Eins fýsir mig að frétta hvaða túrbínu og intercooler er hæfilegt að brúka, er fáanlegur original túrbobúnaður við þessar vélar eða á að nota japana af sambærilegri mótorstærð?
Bestu kveðjur, Hjölli.
02.01.2004 at 14:50 #193377Sæl öll.
Ég á mér 90 módelið af Hilux sem fjaðrar (varla þó) á blaðfjöðrum allan hringinn og hef mikinn hug á að útbúa undir hann gormafjöðrun til að forða nýrum og öðrum mikilvægum líffærum sem eru að hristast niður úr manni af skakstri! Ég kemst í hræ af óbreyttum gömlum Range Rover og spyr því ef einhver veit og kann; hentar fjöðrunarbúnaðurinn óbreyttur úr Reinsanum í Hiluxinn, og þá hef ég hug á að ganga þannig frá að bíllinn verði áfram á 31 – 33 tommum eftir sem áður. Ég er aðallega að velta fyrir mér þyngdarhlutföllum. Hefur ekki einhver reynt álíka ævintýri?
Annað var það, hvaða leiðir hafa verið farnar til að hressa upp á þessa fremur þreyttu mótora (2,4 diesel), á maður að prófa Hiclone og tveggja og hálf tommu púst, og er túrbína möguleiki (mótorinn er nýupptekinn hjá Toyota verkstæðinu), og þá hvaða túrbína? Bestu þakkir,
kveðja, Hjölli.
31.12.2003 at 10:11 #483086Sæll klaki.
Ég varð ansi forvitinn um þessa breytingu á 350 vélunum sem þú nefndir, hvaða furðuframkvæmd er þetta sem um er rætt?
Mér sýnast menn vera að velta vöngum yfir ákaflega svipuðum hlutum og ég í sambandi við stærðina á Patrolvélum… Vitið þið hvort hægt sé með góðu móti að nálgast einhversstaðar stærri mótora í þessa bíla, til dæmis þenna 4 lítra sem um er rætt? Þetta eru einhverjir þeir mögnuðustu jeppar sem maður rekst á ef ekki væri fyrir þennan mótor.
En endilega, ef hægt væri að svala forvitni minni á þessari 350 breytingu..Kveðja, Hjölli.
30.12.2003 at 23:02 #483062Gerum allt vitlaust…
Þessar vélar sem hafa verið að fara í Patrlol eru að fara af því að þær eru of litlar! Tæplega 3ja tonna bíll með 2,8 lítra vélar? Mynduð þið sem reyndir jeppamenn setja þetta litla vél í þetta þungan bíl? Ég tel, af ágætri reynslu og kunnáttu, að ekkert sé að kælikerfi né heddum þessara véla heldur eru þær bara að erfiða of mikið í þessum bílum. Og skjótiði svo.
Kveðja HJölli.
30.12.2003 at 22:57 #482946Sæl öll.
Það að hafa lært að splæsa og binda pelastikk sem krakki hefur reddað mér margoftar en einu sinni í þessu sporti okkar. Mér líkaði ekki svar hér fyrir ofan sem var á þá leið að kaðlar slitnuðu jafnvel undan pelastikki, rétt bundið pelastikk snýr þáttunum í kaðlinum þannig að átakið er "rétt" á alla þætti kaðalsins, ólíkt mörgum þekktari hnútum.
Hér er snjór, amen, Hjölli.
28.12.2003 at 19:26 #193353Sæl öll.
Ég var að koma úr ansi skemmtilegri dagsferð innan úr Langavatnsdal, þar er ágætis „hjakkfæri“ langleiðina inn í kofa austanmegin við vatn. Ég var reyndar ekki á Bronconum heldur minna útbúnum Hilux og varð frá að hverfa en endaði í staðinn uppi á hæstu bungu á Staðarhnjúknum í kristaltæru lofti! Töluvert brölt og klifur á bíl en ógleymanlegt útsýni yfir gervallt héraðið, yfir Langavatnið, niður Langá, út yfir Grímsdal, út á Snæfellsnes og langt upp í Borgarfjörðinn. Þetta var reyndar orðið eins og ameríska „jeppaklettaprílið“ undir það síðasta en gaman að komast þetta á bíl þegar jörð er þetta freðin og ekki markar í landið hið minnsta. Mikið er gott að vera í fríi heima á Fróni!
Ferðakveðja, Hjölli.
28.12.2003 at 19:14 #476456Vonandi var kannað rækilega hvort leki kæmi með sveifarásnum inn í kúplingshúsið eða aftan úr kassanum, þrælfúlt að maka út nýja fína diskinn. Ég lenti í því ekki fyrir löngu að fara út í kúplingsskipti sem enduðu inni í miðri vél vegna sveifaráspakkdósar!
Ferðakveðja, Hjölli.
23.12.2003 at 17:31 #193334og tilheyrandi til jeppafólks um löndin öll og bestu þakkir fyrir líflegt og fræðandi spjall hér á síðunni. Hafið það öll sem allra best yfir hátíðarnar og njótið til fullnustu. Bestu kveðjur, Hjörleifur og Bölverkur (66 módel Ford Bronco).
10.12.2003 at 16:47 #482474er pottþéttur. Fann þar fjaðrir undir sendibíl sem ég var á eftir mikla leit. Toppþjónusta og var sáttur við verðið.
Kveðja, Hjölli.
02.12.2003 at 18:33 #472318Sæl öll, ég hef vanið mig á að setja relay fyrir allflest sem fer í mitt apparat, er svo bara með stórt öryggjabox til að þjóna herlegheitunum. Búinn að breyta hleðslukerfi, setja inn loftdælu, kastara og ég veit ekki hvað og hvað…Mig langar þó að fá pistil hingað á spjallið frá einhverjum sem hefur útfært sitt rafkerfi gáfulega (sýnist sitt reyndar hverjum), þ.e. hvernig er gengið frá aukahlutum og hvernig menn leggja víra. Er það engin lygi að forðast skuli eins og heitann eldinn að leggja víra þvert hvern á annan? Og er dauðadómur að relítengja ekki alla nýja hluti inn á original kerfi?
Bestu kveðjur, Hjölli.
27.11.2003 at 13:02 #481478Sæl öll, það rifjaðist upp fyrir mér í tilefni þessarar umræðu reisa sem var farin í góðra vina hópi ekki alls fyrir löngu. Þar fóru leikar á þennan veg:
Bronco farkost brúka vel
ber af öðrum fákum.
Fegurri´ en flestir -svo ég tel
fratrollum við skákum.Í snjónum hefst svo havarí,
höldum býsna glaðir
að finna fyrsta skafli í
fastan Patrolfaðir.Fljótum framhjá honum knáir
fyrstir yfir, leikandi.
Hér í hjörtu Brokki sáir
efafræi hlæjandi.Skála náum syngjandi
sáttir mjög með daginn
– bragurinn sá er stingandi
í sálum Patrol….kalla.Bestu kveðjur, Hjölli.
22.11.2003 at 19:59 #193212Sæl öll.
Er bara að velta fyrir mér, skoðar fólk auglýsingarnar þegar þær eru „horfnar“ af forsíðunni eða fara þeir sem sækja síðuna inn á auglýsingarnar? Mig langar að uppfæra auglýsingar frá mér en mér finnst það hálfgerður dónaskapur gagnvart þeim sem auglýsa í fyrsta skipti.
Kveðja, Hjölli.
22.11.2003 at 19:48 #481182Sæll, ég er vel kunnugur Hilux og lenti í þessu sama, þá voru kaplar farnir í sundur. Var lengi að finna það. (Klaufi..) Fylgdu leiðslunum, annars eru þetta að mínu mati dálítið erfiðar læsingar, ekki mjög áreiðanlegar. Spurning um að skoða aðra kosti?
Kveðja, Hjölli.
20.11.2003 at 16:34 #480892"When in Rome, you do as the romans." Bull og þvæla, ég er áfengismaður á bindindi og tóbak..
Kveðja Hjölli.
19.11.2003 at 22:05 #480888Hvað segiði, er enginn snjór heima? Sárfinn til með ykkur öllum, þó að mín staða sé jafnvel verri, hér rignir bara (danaveldi) og jeppinn heima í "pössun".
Mikið finnst mér gaman að sjá Pajeroinn verða að flottum trukkum, ég held að hann bíði enn hnekki af illu umtali um gömlu bílana og löngu kominn tími á að sýna fram á ágæti þessara bíla. Áfram á sömu braut!
Bestu kveðjur, Hjölli.
19.11.2003 at 14:27 #478680Sem Land-Rover eigandi og áhugamaður, hafa menn fundið leið til að tryggja betra smur í Land-Rover rörunum eða er þetta bara spurning um að fylgjast rækilega með legunum?
Kveðja, Hjölli.
-
AuthorReplies