Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.01.2009 at 23:29 #636940
Takk mikið fyrir það. Þá velti ég fyrir mér hvort V6 Rangerinn, t.d. 2003 til 5 geti verið skemmtilegur bíll til vinnu, sýnist hann eyða 12 til 16 í prófunum og vera líkari ameríkufílingnum í t.d. F150. Er góð reynsla af þeim Ranger hér? Einhver sem getur frætt mig um það, finn lítið um þá á ísl. síðum.
Mbk, Hjölli.
09.01.2009 at 22:51 #636934Magnað. Er hann annars eins og bensínbíllinn, sama skærahásingin og annar búnaður?
H
09.01.2009 at 21:33 #636946Sæll Kristinn.
Við erum nú sennilega í sitthvorri deildinni, litlu og stóru en mér datt í hug að segja þér af því að ég hef aldrei lent í bensínskorti með tveggja hólfa Holley torana sem ég hef notað. Ég byrjaði með 500 Holley á 200 línu sem eðlilega var allt of stór en þoldi allan halla virtist vera. Skipti svo í spánnýjan 350 sem er geggjaður og, eins og forverinn, virðist ekki feiminn við halla. Varstu búinn að sjá [url=http://holley.com/types/Truck%20Avenger.asp:2whdebuf][b:2whdebuf]þennan?[/b:2whdebuf][/url:2whdebuf] Hann er eflaust á betra verði á Ebay.. Mig langar endalaust í þennan á 302 sem til er á heimilinu.
Kv, Hjörleifur.
09.01.2009 at 19:51 #203521Sæl öll.
Ég finn ekki staf hér inni um 2,5 dieselvélina í Ford Ranger. Mig langar í svona bíl sem vinnubíl í byggingar/vélaútgerð og er forvitinn um hvernig hann reynist, vél og annar búnaður. Getur einhver miðlað?
Kv, Hjörleifur.
06.01.2009 at 12:56 #635930Sæll. Ég hef pantað MIKIÐ af http://www.broncograveyard.com en það eru liprir náungar með góða vöru. Vil þó taka fram að bremsuborðar er það eina sem hefur ekki komið vel út af því sem ég hef keypt af þeim.
Kv, Hjölli.
02.10.2008 at 22:47 #630284Já.. Þá er ég frekar feiminn við þetta. Vil vita að sá sem ég versli steinþegi. Merkilegt að sumir þessara kassa gefi ekki frá sér hljóð í 300.000 eins og gamli minn en aðrir hvíni í 200.000 eins og sá nýi.
Kv, H
02.10.2008 at 18:23 #630278Og steinþagði kassinn þegar þú tókst hann úr? Það er jú aðalmálið..
H
02.10.2008 at 17:41 #630274Var að versla mér ’98 bíl í stainn fyrir ’90 bíl sem verður sárt saknað jafnt þess að njóta þess nýja. Mun svekkja mig lengi á að vera kominn á klaufa að framan eins og eihver sagði. Búinn aðhalda því fram árum saman að jeppar séu á hásingu og geri enn. Hann er held ég búinn 5:71 hlutfalli og er á 35", frekar lágt en venst. Bragi, hvað viltu fá fyrir kassann að því gefnu að hann sé pottþéttur? Það er leiðinda leguhvinur í hinum, svo sem ekki óyfirstíganlegt að skipta um þær en enn minna mál að skipta um kassa… Ekki vitið þið um aðila sem skiptir við mann, tekur kassann upp í uppgerðan?
Kveðja, Hjölli.
02.10.2008 at 09:26 #202998Sæl öll.
Tvær spurningar..
Passar ’90 gírkassi úr Hilux í ’98 árgerð, hvorutveggja díselbílar?
Og..
Á hvaða dekkjum er 5:71 bíll næstur original hlutfalli milli dekkjastærðar og hlutfalla?Takk, Hjölli
04.09.2008 at 09:00 #628444Sæl öll.
Kemst mjög sennilega ekki í ferðina góðu, bíð klár eftir öðru færi á að gera gagn.
Hjölli.
01.09.2008 at 21:08 #628436Visulega er kerran ári góð en ég er samt hræddur um að hún geri lítið nema aftan í bíl. Hafði semsagt hugsað mér að draga hana, orðaði þetta bara aulalega. Verð sennilega við annan mann.
H
30.08.2008 at 14:48 #628430Vil gjarnan leggja mína kerru á vogaskálarnar.
Kv. Hjörleifur.
28.08.2008 at 22:14 #620252.
28.08.2008 at 21:59 #620250Sæl öll.
Var búinn að tilnefna þennan með pósti á nefndina en átti eftir að henda inn myndum sem ég talaði víst um að gera..’66
33" – 35"
I 200 með flækjum, stærri ventlum og 2ja hólfa Holley blöndung.
Læstur fr og aft.
Plasttoppur, vynilklæddur að innan o.fl o.fl.
Allt heimagert.[img:2guiipw5]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/6239/52586.jpg[/img:2guiipw5]
[img:2guiipw5]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/6239/52583.jpg[/img:2guiipw5]
[img:2guiipw5]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/6239/52585.jpg[/img:2guiipw5]
[img:2guiipw5]http://f4x4.is/new/files/photoalbums/6238/52568.jpg[/img:2guiipw5]
Biðst afsökunar á myndaklúðri og almennu veseni inni á þessum góða þræði.
Kv, Hjölli.
28.08.2008 at 21:56 #620248Er að verða vitlaus. (ari) Kem ekki myndum inn í þráðinn úr safninu mínu. Djö…
Hjölli.
28.08.2008 at 21:14 #620244.
28.08.2008 at 13:34 #620242Andsk.. myndabasl..
24.08.2008 at 12:15 #627984Minn er í 14 í blönduðum með I200 vélinni, held að bíll bróður míns sé nær 17 – 18 með 302 á 35". Minn fer í 18 í skaki, veit ekki með hinn.
Kv, Hjölli.
23.08.2008 at 23:17 #627962Ef.. þetta er sama framkvæmd og á Hilux og LC 60 þá..
Úr með öxulinn, af með pressuhringinn sem heldur legunni (ef menn hafa styrka hönd er gott að særa hann með rokk þar til hann brestur án þess að klóra í öxulinn), og þá er komið að því að komast í vökvapressu. Nú eða skila draslinu af sér á verkstæði. Hringurinn pressast uppá eftir legunni og heldur henni á sínum stað. EKKI reyna að berja hann uppá.
Ef þetta er allt önnur framkvæmd en á gömlum Lux, þá býð ég bara góða nótt.
Hjölli.
22.08.2008 at 21:30 #620218Til að hljóma nú eins og biluð plata þá finnst mér mikið atriði að sýningin verði ALLS ekki bara tröll. Það er nefnilega svo merkilegt með það að sumir ferðast á sumrin meira en á veturna.. svo eru fjölbreyttar sýningar ávallt skemmtilegri en einsleitar, ekki satt?
Hjörleifur.
-
AuthorReplies