Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.11.2005 at 11:39 #533022
Ég er í fýlu út í Jeffs, þeir hafa skaffað mér innan viku hingað til en nú er ég búinn að eiga parta ,,á leiðinni" í 6 vikur, búið að rukka og skuldinni skellt á US mail. Sem gæti svo sem alveg verið rétt, ég er samt í fýlu…
Kv, Hjölli.
18.11.2005 at 09:57 #196660Auglýsi hérmeð hátt og snjallt eftir aðilum sem smíða plastbretti á gamla höfðingja. Hef lítil viðbrögð fengið frá þeim fyrirtækjum sem segjast sérhæfa sig í plastsmíði fyrir bíla en gefst ekki upp svo glatt. Einhver hlýtur að hafa keypt plastbretti á amerískan bíl á seinni árum..
Kv, Hjölli.
18.11.2005 at 09:27 #532064Já, ég er með 2ja hólfa 300 Holley á línunni hjá mér og hef aldrei orðið var við svelti þrátt fyrir ýmsar óaðlaðandi aðstæður sem snerta halla..
Mig langar annars að spyrja hvort 600 blöndungur þyki of stór fyrir óbreyttan 302, original millihedd, þó reyndar með flækjum?
Kv, Hjölli.
15.11.2005 at 19:14 #532518þakkir fyrir þetta Ásgeir.
Hjölli.
15.11.2005 at 19:13 #519760Þetta með Bronco félag er ágætis hugmynd, bara nokkuð góð jafnvel! Ég er meira en til í að garfa í stofnun félagsskapar utan um þetta og lýsi hérmeð eftir áhugasömum. Kv, Hjölli.
15.11.2005 at 15:42 #196642Sæl.
Hvert er hægt að snúa sér til að ná sér í rebuild kit fyrir gamlan Holley blandara? Einhverjar góðar síður eða Benni kallinn? Eins var ég að spá hvort einhverjir hefðu flutt inn blöndunga frá Edelbrock einhversstaðar frá á góðum kjörum?
Kv, Hjölli.
12.11.2005 at 15:35 #532046Sæl.
Mig langar að kaupa mér tvo nýja blöndunga og millihedd frá Edelbrock, þekkið þið einhverjar traustar síður sem hægt er að panta af eða um aðrar leiðir til að nálgast þetta?
Kveðja, Hjölli.
11.11.2005 at 19:06 #519726Hvað er um að vera hjá Bronco mönnum, Gamli er rólegur þessa dagana, óskoðaður vegna óstjórnlegrar mengunar sem angrar skoðunarmenn. Annars hefur andskotann ekkert verið gert við hann síðan í sumar, annað en að keyra um fjöll og firnindi og eyða bensíni. Hvað er títt af Broncoum um landið??
Kveðja, Hjölli.
05.09.2005 at 11:47 #196215Sæl öll.
Mig vantar að fá smíðuð fram og afturbretti úr plasti ásamt fleiri hlutum og fann til þess fyrirtæki sem heitir Jeppaplast. Hinsvegar gengur mér hægt að ná sambandi við það fyrirtæki svo ráðleggingar og jafnvel aðrir kostir væru vel þegnir ef einhver er vel að sér í plastheiminum..
Kveðja, Hjölli.
14.04.2005 at 22:33 #521162Sæl öll.
Hvað varð um textann sem fylgdi myndunum í gamla albúminu, get ég endurheimt hann á einhvern hátt eða er hann glataður?
Kveðja, Hjölli.
11.04.2005 at 21:22 #520900Þetta eru fínar fréttir, það er nú ekki mikið mál að fá þetta snilldar grams frá FOMOCO til að fungera vel og vandlega! Klassa spilamennska, til lukku. Ekki áttu eða veist um plastbretti og plasthúdd í sæmilegu standi handa mér?
Kveðja, Hjölli.
05.04.2005 at 23:32 #195796Sæl öll og til lukku með nýja vefinn okkar. Mig fýsir að vita hvar helst sé að finna öfluga teygjuspotta (nylon) og aðrar gerðir dráttartóga á góðu verði og góða þjónustu þar í kring hvað varðar upplýsingar um togþol og annað. Annað var það, hvar er boðið upp á microskurð á góðu verði á Vesturlandi eða í borginni?
Kveðja, Hjölli.
25.03.2005 at 16:04 #519720Já, Gamli er nú allur í spaði í þessu fríinu líka, sleit hásingarnar undan honum og byrjaði á að gera upp afturhásinguna og skipti um bremsur. Fékk svo kast þegar kom að framhásingunni og pantaði diskabremsusett á http://www.broncograveyard.com og er að dunda þeim á. Bara fjör.. Svo er ég kominn með veltibúr upp í hendurnar sem á að fara í hann um leið og ég fæ klæðningarefnið til að nota í toppinn, nenni ekki að klæða eftir að búrið er komið í. Ætli hann komi ekki út á morgun eða hinn, þetta er allt að hafast.
Kveðja, Hjölli.
25.03.2005 at 11:26 #519714Þetta eru unaðsleg apparöt, og yfirgengileg della sem grípur mann.. Hvernig væri að Bronco menn hér á spjallinu létu vita af sér svo maður geti skoðað myndir og jafnvel komið upp varahlutaneti?
Kveðja, Hjölli.
24.03.2005 at 15:54 #519708Sæll vertu.
Mér sýnist þú vera með samstæðu að framan á plastbílnum, ef rétt er, hvernig reynist hún? Er mikið basl að fjarlægja hana til að komast í mótorinn, og að eiga við hana almennt?
Kveðja, Hjölli.
18.03.2005 at 12:38 #519254Sæll Atli.
Hvaða stífur notaðirðu í breytingunni og hvaðan fékkstu gormaskálar og stífufestingar?
Kveðja, Hjölli.
15.03.2005 at 18:20 #518398Þetta er mikið ævintýri.. Það er víst alveg örugglega örlítill munur á orkuverinu mínu og þessu. Örlítill.. Vignir, mér sýnist þú nærri mér á landinu, hvar fer þessi veisla öllsömul fram?
Kveðja, Hjölli.
11.03.2005 at 18:21 #518588Þekkir einhver færið inneftir, Bronco bíður þolinmóður eftir nýjum bremsum, spurning hvort að Gráni skili mér þangað, 33" Hilux??
Kveðja, Hjölli.
11.03.2005 at 18:17 #518520Sæll. Íshellirinn í Hrafntinnuhrauni (á leið í Hrafntinnusker) er ógleymanlegur, vel þess verður að skoða. Fróðir menn og konur, er hann aðgengilegur að vetri eða fennir fyrir opið á veturna?
Kveðja, Hjölli.
11.03.2005 at 18:14 #518632Jeppaveikin hætti ekki að hrjá Gamla fyrr en komnir voru nýjir framdemparar, allar fóðringar nýjar og voldugur stýrisdempari, eins og bent var á hér á undan. Þessi upptalnig hér að ofan er tékklistinn sem ég fór í gegnum í hnotskurn. Gangi þér vel,
kveðja, Hjölli.
-
AuthorReplies